Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 11. júlí 1990 Tíminn 5 Olafur Ragnar Grfmsson fjármálaráðherra vfsar verðbólguspá Vísbendingar á bug. Hann segir fjárhagsstöðu ríkissjóðs trausta: Innlent lánsfé streymir í kassa Ólafs Ragnars Ólafur Ragnar Grímsson flár- málaráðherra sagði verðlagsspá síðasta tölublaðs vikuritsins Vís- bendingar, þar sem gert er ráð fýrír verulegrí verðbólgu, þenslu og launaskríði á næsta árí, vera byggða á röngum forsendum um þróun afkomu ríkissjóðs og inn- lendrar lánsfláröflunar hans á þessu árí. Ólafur Ragnar sagði að sú spá sem fjármálaráðuneyt- ið lagði fram um verðlagsþróun í febrúar hefði staðist í öllum höf- uðatriðum. Þetta kom fram á fundi sem ráðherra átti með blaðamönnum í gær. Fjármálaráðherra sagði að í spá Vísbendingar, sem gefið er út af Ráðgjöf Kaupþings hf., um verð- lagshoríur til ársloka 1991 gæfi ritið sér þær forsendur að vaxandi halli sé á ríkissjóði, að innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs sé að bregðast, og að hér sé að fara í gang verulegt launaskrið, sem jafhgilti því að laun hækkuðu um rúmlega 9% umfram umsamda taxta. Ráðherra sagði þessa spá ganga þvert á staðreyndir þar sem afkoma ríkissjóðs það sem af er þessu ári væri fyllilega í samræmi við þá áætlun sem lögð var fyrir í upphafi ársins, og jafhvel heldur betri þar sem tekjur ríkissjóðs væri nú um milljarði meiri en reiknað hefði verið með. Ráðherra sagði ekkert benda til þess á þessu stigi að afkoma hans reynist verri. Olafur Ragnar sagði því til staðfest- ingar að innlend lánsfjáröflun hefði gengið það vel á þessu ári að ríkis- sjóður væri nú um mitt ár búinn að Ólafur Ragnar Grímsson fjánnálaráðherra veifar Vísbendingu. Með ráðherra á myndinni eru Már Guð- mundsson efríahagsráðgjafi, Sigurgeir Jónsson forstöðumaður og Pétur Kristinsson forstöðumaður sölu- skrífstofu ríkisskuldabréfa. Tímamynd Ami Bjama ná þvi markmiði um sölu spariskír- teina og rikisvíxla sem ætlunin var að ná á árinu í heild og því væri al- rangt að halda því fram að hún hefði brugðist eins og Vísbending gerir í spá sinni. Hann taldi margt benda til þess að innlend lánsfjáröflun gæti orðið allt að tveimur milljörðum meiri en þörf væri á og væru horfur á því að rikissjóður gæti greitt yfir- dráttarskuld sína við Seðlabankann frá síðustu áramótum með innlendu lánsfé en þyrfti ekki að taka til þess erlend lán. Fjármálaráðherra sagði þetta enn eitt merki um stöðugleik- ann og festuna sem nú væri að nást í peningakerfi landsins í heild. Búið er að bókfæra sölu spariskír- teina fyrir 1,7 milljarð það sem af er þessu ári auk þess sem tryggð hefur verið sala í gegnum áskriftarkerfi spariskírteina fyrir 2 1/2 milljarð og rikisvíxlar hafa verið seldir umfram innlausn fyrir rúmlega 6 milljarða króna. Ólafur Ragnar sagði að inn- lend lánsfjáröflun frá áramótum næmi því í heild um 10 1/2 milljarði króna en áformað hefði verið að hún næmi um 9 1/2 milljarð á árinu, sem nú hefur þegar náðst á miðju ári. Þá hefði verið ákveðið að gera upp tveggja milljarða króna skuld rikis- sjóðs við Seðlabankann og er það í fyrsta skipti sem slíkur yfirdráttur er greiddur með innlendu lánsfé. Þá sagði fjármálaráðherra að launa- skriðsspá Vísbendingar væri byggð á þeim forsendum að á næstu mán- uðum muni þetta samdráttartímabil sem verið hefur í íslensku þjóðfélagi breytast í sams konar þenslu og ver- ið hefði á ámnum 1986 og 1987. Hann sagði hins vegar ekkert benda til þess að svo verði, hvorki hvað snertir sjávarafla, verðlag á erlend- um mörkuðum eða framkvæmdir, og að engar horfur væri á því að hér yrði búin til sams konar gerviþensla i hagkerfmu eins og á árunum 1986- 7. Hann sagði jafhframt að sú spá sem fjármálaráðuneytið hefði lagt fram í febrúar á þessu ári um verðlagsþró- un hefði staðist í öllum höfuðmálum og að ekkert benti til þess að hér væri að fara í gang fjárfestingar- kapphlaup af sama tagi og á áranum ‘86-’87, eins og spá Vísbendingar gerði ráð fyrir. Ólafur Ragnar sagði allt benda til þess að ekki bara rikisstjómin heldur einnig hinn almenni markaður, for- ystumenn í atvinnulífi og þeir sem ráði fjárfestingum í landinu, ætli að viðhalda hinum efhahagslega stöð- ugleika. Hann sagði að rikissjóður hefði einnig í fijálsri markaðssam- keppni á peningamarkaðnum náð þessum árangri í innlendri lánsfjár- öflun án þess að grípa til lögþving- unar eða fyrirskipunum um kaup á ríkisbréfum og þetta endurspeglaði árangurinn af réttri efhahagsstefhu, jafnvægi á peningamarkaðnum og markvissri viðleitni ríkissjóðs að breyta erlendri skuldasöfhun yfir í innlenda lánsfjáröflun. —só City of Akureyri er glæsilegt flugfar. Svissnesk þota skírð eftir höfuðstað Norðurlands: City of Akureyri Landsbankinn hefur ekki keypt húseign Blaðaprents: Vísar frétt Stöð 2 á bug Ný 150 sæta svissnesk þota var skírð á Akureyrarflugvelli á sunnu- dagskvöld. Þotan var skírð eftir höf- uðstað Norðurlands og nefnd City of Akureyri. Vélin er í eigu svissneska flugfélagsins TEA, Tranz European Airways, sem í sumar flýgur beint milli Akureyrar og Ziirich í Sviss. Það var Sigríður Stefánsdóttir for- seti bæjarstjómar á Akureyri sem gaf þotunni nafn við hátíðlega athöfh. Steingrímur J. Sigfusson flutti ávarp og talaði m.a. um kosti þess að halda uppi beinu flugi milli Akureyrar og Reykjavíkur. Talsmaður svissneska flugfélagsins sagði að sá hlýhugur sem mætti Svisslendingum þegar fyrsta þotan kom til Akureyrar hafi orðið til þess að vélin var nefhd eftir bænum. Einnig sagði hann að ein- hugur væri ríkjandi bæði á Akureyri og í Sviss um það að halda þessum ferðum áffam. Að lokinni skimarat- höfn var boðið í stutta flugferð yfir Eyjafjörð. hiá-akureyri. Að sögn Kristins Finnbogasonar, stjómarmanns í blaðstjóm Tímans, hafa engar viðræður átt sér stað við Landsbanka Islands um kaup á hús- eigninni að Lynghálsi 9 en það kom fram í fféttaflutningi Stöðvar 2 og Fijálsrar verslunar. Kristinn sagði að Blaðaprent ætti húsið ekki lengur en eignaraðilar Blaðaprents hefðu yfirtekið húseign- ina; Húsbyggingarsjóður og Tíminn sameiginlega að hluta, og Alþýðu- blaðið og Þjóðviljinn að hluta, og að yfirtaka þessara aðila hefði átt sér stað um sl. áramót. Blóm á betra verði er söluátak blómaframleiðenda um þessar mundir en Blómamiðstöðin hf., dreifingamiðstöð blómaframleið- enda, stendur nú fýrir mikilli verðlækkun á tilbúnum blóm- vöndum og er markmiðið að gefa fólki tækifæri til að njóta blóma fyrir lágt verð á þeim tíma sem framleiðslan er í hámarki. „Það hafa aldrei átt sér stað neinar viðræður við Landsbankann um þessi mál. Þetta era bara upplognar sakir,“ sagði Kristinn. Hann sagði að húseignin sem prent- smiðjan væri í, væri til sölu, og að ýmsir aðilar hefðu látið i ljós áhuga um að kaupa þessa eign en ekki væri komin nein endanleg ákvörðun. Landsbanki íslands sendi frá sér yf- irlýsingu í gær þar sem segir að ffétt- ir Stöðvar 2 og Fijálsrar verslunar um kaup bankans á húseigninni séu úr lausu lofti gripnar. Tilboðið nær til ýmissa gerða af- skorinna blóma í tilbúnum pakkn- ingum og er reiknað með að verð- lækkunin, sem nemur allt að 35% frá smásöluverði, standi í u.þ.b. þrjá mánuði. Verðlækkunin er í samráði við blómakaupmenn um allt land. —só Vigdís til Bretlands Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, fer áleiðis til Bretlands á morgun. Næstkomandi föstudag mun hún veita viðtöku heiðursdokt- orsnafnbót við háskólann i Notting- ham. Forseti heimsækir Grimsby 14. og 15. þ.m. og tekur þar m.a. þátt í hátíðahöldum til heiðurs sjó- mönnum (Royal National Mission to Deep Sea Fishermen), skoðar verksmiðju dótturfýrirtækis Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og hittir íslendinga búsetta á Humber- sidesvæðinu. Forsetinn kemur heim að kvöldi 15. þ.m. í fylgd með forseta verður Komelíus Sigmundsson, forsetarit- ari. Maóur getur alltaf á slg blómum bætt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.