Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.07.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 11. júlí 1990 Tíminn 15 Essomót KA í ö.flokki: FH-ingar sigur- sælir á Essomóti FH-ingar voru sigursælir á Essomóti KA í 5. aldursflokki sem haldið var á Akureyri um helgina. Hafnfirðingamir urðu í fyrsta sæti bæði í flokki A- og B-liða, og í þriðja sæti í flokki C-liða. KA sigraði í flokki C-liða, og Víkingar náðu öðru sæti í öllum flokk- um. Valin voru 3 bestu sóknar- og vamarlið mótsins í öllum flokkum. í flokki A-liða var FH með besta sóknarliðið, en Vík- ingur með besta vamarliðið. í flokki B-liða var FH bæði með besta sóknar og vamarliðið, og í flokki C-liða var KA með besta sóknarliðið, en Víkingur með besta vamarliðið. Loks var prúð- asta liðið valið, og hlaut lið KS ftá Siglufirði þá nafnbót. Samhliða knattspymunni var haldið bandímót með útsláttarfyrirkomu- lagi. Þar sigraði Þór a, i öðru sæti varð Stjaman a, og Leiftur í þriðja sæti. Það er óhætt að segja að hálfgerð heimsmeistaramótsstemmning hafi ríkt á félagssvæði KA um helgina. Svæðið var eitt iðandi mannhaf, og taktamir hjá guttunum bám það með sér að þeir hefðu talsvert fylgst með stórstimunum á Ítalíu. Essomót KA er stærsta mót sem haldið er fyrir einn aldursflokk hérlendis, 52 lið ffá 21 félagi tóku þátt í mótinu, og vom keppendur hátt í 600. Mikill fjöldi aðstandenda fylgdi keppendum, og að starfsfólki meðtöldu er talið að rif- lega 1000 manns hafí á beinan og óbeinan hátt tekið þátt í mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem KA gengst fyrir móti sem þessu fyrir 5. flokk, og hef- ur þátttakan stöðugt farið vaxandi. Reyndar telja forsvarsmenn mótsins, að 52 lið sé algert hámark. Lokastaðan í riðlunum varð þessi: A-lið: 1. FH 2. Vikingur B-lið: FH Víkingur C-lið: KA Víkingur 3. Lciknir 4. ÍBK 5. ÍR 6. Völsungur 7. KS 8. K.R 9. Brciðablik 10. KA 11. Fram 12. Valur 13. Aflurclding 14. Þór 15. Stjaman 16. Lciftur 17. Grindavík 18. BÍ 19. Haukar 20. Þróttur ÍR Lciknir Brciðablik Afturelding Stjaman Fram KR KA Grindavík Völsungur Huginn ÍBK Valur Þór Þróttur Haukar KS BÍ FH Völsungur Fram KR Þór ÍR KA-d Stjaman Brciðablik Afhirclding hiá-akureyri. 2. deíld: STEINDAUÐUR TOPPSLAGUR Hann var tilþrifalítill toppslag- urinn í 2. deildinni í knattspvrnu milli Fylkis og Breiðabliks. Leik- urinn endaði með stóru núiii, 0-0, steindauðu jafntefii. ÍR vann hins vegar iið KS, 2-1, og var það Tryggvi Gunnarsson scm gerði bæði mörk Breiðhyitinga, cn Hafþór Koibeinsson minnkaði muninn. Annað dauflegt jafntefli gerðu Leifíur og Keflavfk, en hins vegar vann Grindavik óvæntan sigur á Selfossi, 2-1. Fyrir UMFG skoruöu þeir Ólaf- ur Ingólfsson og Þórarinn Ólafs- son, en Sævar Sverrisson gerði roark Selfoss. Þá vann Víðir ör- uggan 3-1 sigur á Tindastól í Garðinum. Grétar Einarsson gerði tvö mörk fyrir Víði og Vil- berg Þorvaidsson eitt, En fyrir gestina skoraði Ólafur Adolfsson. Lið Fylkis og UBK eru efst með 17 stig, en Víðir fylgir fast á eftir með 15 stig. Evrópukeppnin í knattspyrnu: Ensk lið á ný í Evrópukeppninni HM á Italíu: STAL MIÐJU- PUNKTINUM Ákafiir og bíræftnn knattspymu- áhugamaður, sem að öllum líkindum er talinn vera þýskur, gerði sér lítið fyrir og stal miðjupunktinum af Ólympíuleikvanginum i Róm eftir úr- slitaleikinn fræga á sunnudag. Starfs- menn vallarins sögðu að torfa með miðjupunktinum á hefði verið riftn upp á sunnudagskvöld, eftir leikinn. Ætlunin er eftir leikinn að selja allt grasið af vellinum sem minjagripi um leikinn og eiga peningamir að fara í fjármögnun keppninnar, eða alls um 33 milljónir dollara. UEFA, knattspymusamband Evr- ópu, aflétti á þriðjudag banni þvi sem sett var á ensk lið frá Evrópukeppn- inni í knattspymu eftir harmleikinn á Heysel leikvanginum í Brussel. Þátt- taka liðanna í Evrópukeppninni er al- gerlega án skilyrða. Liverpool verður þó enn í banni í þijú ár í viðbót, en Aston Villa og Manchester United verða í pottinum er dregið verður i dag. Það var talsmaður Enska knatt- spymusambandsins sem sótti um niðurfellingu bannsins með stuðningi Enska iþróttamálaráðherrans. Manc- hester United verða með í drætti í Evrópukeppni bikarhafa ásamt Fram og fleiri góðum liðum, og Aston Villa verða í potti Evrópukeppni fé- lagsliða, þar sem FH verður meðal annarra liða. „Þetta er frábært, ekki aðeins íyrir United, heldur fyrir enskan fótbolta, það að ensku liðin em aftur kominn í pottinn," sagði fyrirliði Manchester United, Bryan Robson. Forrráðamenn UEFA vom ítrekað spurðir hvort aflétting banns væri háð einhvetjum skilyrðum — t.d. hvort bönnuð væri eða takmörkuð með einhverjum hætti miðasala til áhangenda ensku félaganna, þegar þau lékju á útivelli — en þeir sögðu svo ekki vera. Enskir áhangendur væm ekkert verri en aðrir, þeir hefðu bara verið meira í umræðunni. For- ráðamenn félaga í Evrópu létu marg- ir heyra í sér á opinberum vettvangi eftir að ákvörðunin var gerð opinber og létu þeir flestir i ljós ánægju með ákvörðunina. HM á Ítalíu: Dómarar á HM ‘98 menn Aðalritari FIFA, Sepp Blatter, er mjög haröoröur í garð dóm- ara sem dæmdu í heimsmeist- arakeppninni og segir að það verði að bua betur að dómur- um í framtíðinni og gera verði dómara að atvinnumönnum og jafnframt að skylda menn til að tala ensku. Blatter segir að það sé alveg ljóst að Unuverðir og dómarar séu tvennt óhkt, að þar verði að skilja á miUi í fraintíóinni og fyrir hehnsmeistarakeppnina 1998 verði bæði dómarar og línuverðir að vera atvinnu- menn. Hann segir ennfremur að FIFA hafi lagt töluverða vinnu í að undirbúa dómara vei fyrir keppnina óg það hali ver- iö gert mun betur en t fyrri keppnum. „En það var greini- lega eldd nóg. Við verðum aö gera betur, bæði i Ukamsþjálf- un dómara og samræma dóm- gæsluna betur. Knattspyrnau er alltaf að verða betri, Icik- menn Ukamlega betur á sig komnir og leikurinn að þróast miklð og dómaramir hafa ekki náð að fvlgja þessari þróun,“ sagði Blatter. Sepp Blatter gagnrýnir sér- staklega hinn mexíkanska Edg- ardo Codesai, sem dæmdi ör- sIitaleikHM á ítaUu. Hann seg- ir að Codesal hafi leyft Argent- inumönnum að loka sig af eftir að hafa rekið annan leikmann- inn af leikvelii „Hann talaði sið alia, svaraði öllum, einmitt það sem góður dómari á aldrei að gera. Besti dómari keppninnar að mínu áliti var brasiliski dómarinn Jose Rami/ VVright,“ sagði Blatter aö lokum. KR-ingar polla- meistarar öldunga Pollamót Þórs og Sjallans var hald- ið á Akureyri um helgina. Þátttöku- rétt t mótinu höfðu lið skipuð leik- mönnum 30 ára og eldri, og mættu 18 lið til leiks. Leikið var í Ijórum riðl- um, en að lokum stóðu KR-ingar uppi sem sigurvegarar, sigruðu Þrótt í úrslitaleik 1-0. Lið KA frá Akureyri hafnaði svo í þriðja sæti. Þetta er í annað sinn sem Þórsarar gangast fyrir móti af þessu tagi, og ef marka má undirtektir og ummæli þátttakenda verður örugglega fram- hald á. Mótið er sambland af gamni og alvöru, og gömlu taktamir ritjaðir upp. Alls voru leiknir 50 leikir, og fóru þeir ffam á fostudag og laugar- dag. A föstudagskvöld var haldin vegleg grillveisla við Hamar, hið nýja félagsheimili Þórsara. A laugar- dagskvöld var síðan haldið veglegt lokahóf i Sjallanum þar sem verðlaun og viðurkenningar voru afhentar. Persónuleiki „Pollamótsins" var kjörið lið BW úr Mývatnssveit. Skammstöfunin stendur fyrir „Bjart- ar vonir vakna“, og vakti liðið mikla athygli fyrir skemmtilega búninga, og ýmsir taktar þeirra vora hinir sér- kennilegustu, m.a. hituðu þeir upp við harmonikkuundirleik. Þess má geta að liðið hlaut „Persónuleikatitil- inn“ einnig í fyrra. Besti sóknarmað- urinn var kjörinn Logi Ulfarsson, Þrótti, besti vamarmaðurinn Jóhann Hreiðarsson, Þrótti, og besti mark- maðurinn Gylfi Ingvason, BW. Keppendur voru óánægðir með að ekki skyldi vera kjörinn efnilegasti leikmaðurinn, en það mun verða tek- ið til athugunar fyrir næsta mót. hiá-akureyri. SÁ(/l~ KRAFTVERKFÆRI ^ - ÞESSI STERKU HJÓLSAGIR HJÓLSÖG Gerö 1854U 1100 vattamótor 165/170 mm sagarblað hraði 4200 sn./mín. örygcjisrofi karbitsagarblað fylgir HJÓLSÓG Gerð 1865U 1200 vattamótor 184/190 mm sagarbiaö hraöi 4200 sn./mín. örygcjisrofi karbitsagarblað fylgir EIGUM AVALLT FJÖLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS- HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA ÞAÐ B0RGAR SIG AD N0TA ÞAD BESTA Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 - — r -ú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.