Tíminn - 12.07.1990, Side 2

Tíminn - 12.07.1990, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 12. júlí 1990 Þróunarsamvinnustofnun hefur samstarf við Namibíu: 134 sjómenn sóttu um, fimm valdir til starfa Samstarfsverkefni Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands og Namibíustjómar um fiskirannsóknir við strönd Namibíu er í þann mund að fara í gang og munu um átta íslendingar taka þátt í verkefninu að sögn Vilhjálms Ólafssonar skrífstofumanns Þróunar- samvinnustofnunar. Áhugi íslendinga á störfum sem þessum er gífuríegur og sóttu 134 um störf skipstjóm- armanna við þetta verkefni. Vilhjálmur sagði að meiningin væri að Namibíumenn yfirtækju skip sem þeir eiga en Suður-Afríkustjóm hefur ekki látið af hendi og verðurþað not- að til rannsóknarstarfanna. Islenskir yfirmenn verða á skipinu - þrir stýri- menn og tveir vélstjórar - einn ís- lenskur verkefnastjóri og tveir fiski- ffæðingar munu stjóma rannsóknun- um og sjá um vinnslu gagna. Vilhjálmur sagði Namibíumenn hafa nýlega hlotið stjómmálalegt sjálfstæði frá Suður-Afriku. Svo til engin stjóm hefði verið á fiskveiðum hjá þeim frarn að þessu og því væru sumir stofnar hjá þeim stórskemmdir eða jafhvel ónýtir. , j»eir hafa svo til engar upplýsingar um þessa fiskistofna svo þetta er al- ger frumheijavinna sem farin er að vinna þama,“ sagði hann. Vilhjálmur sagði að það væri gert ráð fyrir því þegar líða tæki á verk- efhið að setja upp námskeið í sjó- mannaffæðum og að íslensku skip- stjómarmennimir kenndu innfædd- um jafhóðum um stjóm skipsins þvi liður í verkefninu væri að gera þá færa um að taka við skipinu. Namibíumenn koma til með að taka þátt í kostnaði verkefnisins og rekstri skipsins en Þróunarsamvinnustofh- unin greiðir kaup og uppihald íslend- inganna auk tilraunaveiðafæra og annars búnaðar. Að sögn Vilhjálms er gert ráð fyrir því að fjölskyldur þeirra sem fara til Namibíu dveljist með þeim þar. Þeg- ar hafa verið valdir menn til þessa verkefnis. „Þeir bíða bara í startholunum. Þessa dagana er verið að þrýsta á Suður-Afrikumenn að láta skipið af hendi en þetta virðist allt vera mjög seinvirkt,“ sagði Vilhjálmur. Kostnaður Þróunarsamvinnustofn- unar vegna þessa verkefhisins er enn- þá ekki mjög mikill, aðeins um 1 1/2 milljón, en gert er ráð fyrir þvi að kostnaður yfir allt árið nái um 15 milljónum takist að setja verkefnið i fullan gang í ágústbyijun. —só ráöherra Saraband ungra framsóknar- marma telur félagsmálaráðherra hafa „gengið á $veig“ við það samkomulag sem gert var mílli stjómarflokkanna vorið 1989 með því aö „draga svo úr útlána- getu Byggingarsjóðs ríkisins scm raun ber vitni með þvi að vísa 18% af ráðstöfunarfé lifcyris- sjóðanna frá alraennura útlánura til húsbréfakaupa. Með þessari ákvörðun er bæði almenna og fé- lagslega húsbréfakerfið sett í mikla hættu“ segir orðrétt í álykt- un sem sambandið hefur sent frá sér. Minnt er á áiyktun síðasta flokksþings framsóknarmanna og fyrri ályktanir SUF þess efnis að standa skuli við húsnæðislána- kerft frá órinu 1986. Telur fram- kvæmdastjóm SUF það fráleita ætlun að stöðva móttöku lánaum- sókna til almenna húsnæðislána- kerftsins og „visa firá þeim ein- staklingum sem þegar hafa sótt ura lán og sett allt sitt traust á lánafyrirgreiðslu Byggingarsjóðs rikisras." SUF skorar á ráðherra og þing- menn firamsóknamianna að „stöðva félagsmálaráðherra í þeirri ósvinnu að eyðileggja það húsnæðislánakerfi sem komið var á í góðu samkomulagi við verkalýðshreyfinguna og sem tiyggir stöðu ungra Qölskyldna og láglaunafólks. Undansláttur i þessu raáli em vanvirðing við flokksþing, ungliöahreyfmguna og foiystumenn fiokksins í hús- næðismálum.“ jkb 20. Landsmót UMFÍ er hafið í Mosfellsbæ. Fjölbreyttar keppnisgreinar: TVaktoraakstur og pönnukökubakstur Tuttugasta Landsmót Ungmennafélags íslands I Mosfells- bæ hefst I dag og lýkur á sunnudag. Klukkan 8:45 hefst há- tíðardagskrá á Varmárvelli. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir sem er vemdarl landsmótsins, mun fiytja þar ávarp og gróðursetja birkiplöntur á mótssvæðinu. Hin eigln- lega setningarathöfn hefst á föstudagskvöld um kl.20:00, þegar um 3000 íþróttamenn munu ganga inn á mótssvæðið. Landsmótinu var í raun þjófstart- að f gær með keppni I knattspymu kvenna og körfuknattleik karla, Þetta var talið nauðsynlegt þar sem útilokað er að Ijúka keppni i þess- um greinum á þeim dögum sem landsmótið fcr fram. Mikið undirbúningsstarf hcfur verið inntafhendi fyrirþetta lands- mót og tekur það til siðustu þriggja ára. Um 1000 starfsmenn munu vinna við mótið á meðan á því stendur. Keppt verður í öllum helstu keppnisíþróttum, en einnig í ýms- um óhcfðbundnum. Þar má nefna jurtagreiningu, sem nú fer fram ut- andyra, pönnukökubakstur, dráttar- vélakstur og keppni í að lcggja á borð. Kynning á íþróttum for- manna er einnig forvitnileg og fer hún fram laugardag kl. 17:15. Einn merkilegasti (þróttaviðburð- urinn er án efa boðmót VISA 1 spjótkasti kl. þrjú á sunnudag. Þar munu ctja kappi þcir Einar Vil- hjálmsson, Sigurður Einarsson, Sigurður Matthíasson og Sviamir Peter Borglund og Dan Wannlund. Landsmót UMFI er fyrst og fremst ljölskylduhátíð og verður þar alltaf eitthvað um aö vera fyrir alla ald- urshópa. Búist cr við að um 3000 manns gisti í tjöldum á mótssvæð- inu og annað eins af keppnisfólki sem mun hafa búðir sfnar á afmörk- uðu svæði. Ráðstafanir hafa verið gerðar til að þess að nóg verði af bílastæðum en einnig verður boðið upp á sætaferðir frá Grensási og Reykjalundi. Frá Grensási er farið Aögönguverð er sem hér seglr: kl. 12:00 og síðan á tveggja klst. fresti. Frá Reykjalundi er farið hálf- tíma áður. Öll kvöldin verður boðið upp á dansleiki sem haldnir verða í skemmu Álafoss fyrir ofan móts- svæðið. í kvöld verður þar rokkhá- tíð þar sem fimm hljórasvcitir munu leika fyrir dansi. Þær eru Stuðmenn, Stjómin, Sfðan skein sól, Ný dönsk og Sálin hans Jóns míns. Á föstudagskvöid skemmta síðan Stjómín og Sálin hans Jóns míns og á laugardags- og sunnu- dagskvöld Stjómin. Á laugardag verður einnig boðið upp á dansleik i Hlégarði fyrir eldra fólkið þar sem hljómsveitin Styrming sér ura stuð- ið. Þá verður einnig kvöldvaka á laugardagskvöld. Boðið verður upp á sætaferðir til og frá dansstað. Á fimratudags- kvöld: Frá Kópavogshálsi kl. 19:00, frá Hlemmi kl. 19:20 og frá BSl kl. sjö, átta og níu. Á föstudagskvöld og laugardagskvöld: kl.niu frá Kópavogshálsi, 21:20 írá Hlemmi og átta, niu og tfu frá BSÍ. GS. Aldur l.dagur Lau.og sun. Fös.tfl sun. Fim.til sun. 6-12 400.- 13-16 500.- 900.- 1200.- 1500.- eldri 1000.- 1800.- 2500,- 3000,- Rokkhátíð flmmtudag Dansleikur föstudag Dansleikur laugardag Dansleikur sunnudag Opinn miðifgíldir á allt) 1200.- 1400.- 1400.- 1000.- 5000.- Stjómarformaður Stöðvar 2 segir að íslandsbanki væri ekki til ef stöðin hefði orðið gjaldþrota: Að sögn Höskuldar Ólafssonar, fyrrverandi bankastjóra Verslunar- bankans, hefði gjaldþrot Stöðvar 2, ef af hefði orðið, ekki hafl þau áhrif að Verslunarbankinn hefði farið á hausinn. Þar með vísar hann ummæl- um Jóhanns J. Ólafssonar, stjómar- formanns Stöðvar 2, á bug. Höskuld- ur segir einnig að stofnun íslands- banka hafi aldrei verið í neinni hættu. Jóhann var spurður að því í DV í gær hvort ekki hefði verið eðlilegra að Stöð 2 hefði verið látin fara á hausinn um áramót. Því svarar Jó- hann: „Þá hefði Verslunarbankinn einnig farið á hausinn og ekkert orð- ið af sameiningu íslandsbanka." Þetta segir Höskuldur ekki vera rétt. „Málið liggur ekki svona fyrir. Við vomm búnir að gera samning um endurskipulagningu stöðvarinnar fyrir áramót. Síðan var þeim boðið að kaupa hlutafé í stöðinni og það var gerður sérstakur samningur um það fyrripartinn í janúar. Sameining ís- landsbanka varð virk l.janúar. Þann- ig að það er ekki samband þama á milli,“ segir Höskuldur. Ásmundur Stcfánsson, stjómarmað- ur í íslandsbanka, vildi ekki tjá sig um málefhi Verslunarbankans en sagðist þó ekki geta séð að gjaldþrot Stöðvar 2 hefði haft úrslitaþýðingu um stofhun íslandsbanka. GS. Vísindaráð úthlutar styrkjum Vísindaráð hefúr úthlutað tvö- hundmð og tveimur styrkjum samtals að upphæð 121 milljón króna úr vísindasjóði. Alls bámst 290 umsóknir til ráðsins en hlut- verk þess er að efla íslenskar vís- indarannsóknir auk þess að gera tillögur um stefhumörkun fyrir vísindastarfsemi í landinu. Er ráðinu skipt í þijár deildir nátt- úmvísinda-, líf- og læknisffæði- og hug- og félagsvísindadeild. í stjóm þess sitja: Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, Magnús Magn- ússon prófessor, Sigfús A. Schopka fiskifræðingur, Gunnar Guðmundsson prófessor og Þórir Kr. Þórðarson prófessor. jkb

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.