Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 12. júlí 1990 FRÉTTAYFIRLIT KEMEROVO, Sovétríkjun- im - Tugir þúsunda námu- manna í helstu kolanámum Sovétríkjanna fóru í 24 klukkustunda verkfall og kröfðust þess að valdaein- okun kommúnistaflokksins yrði afnumin. Gorbatsjov Sovétleiðtogi haföi áður skorað á þá að hætta við verkfallið. MONRÓVÍA - Uppreisnar- menn í Afríkurikinu Líberíu gerðu í gær árás á höfn höf- uöborgarinnar og notuöu til þess tvo hernumda strand- gæslubáta. Þeir hörfuðu undan þegar þeim var svar- að með vélbyssuskothríð og eldflaug var skotið að þeim. í Freetown sögðust samn- ingamenn vera vongóðir um að uppreisnarmenn kæmu brátt til friðarviðræðna. HAVANA - Sjö Kúbumenn til viðbótar sem vilja yfirgefa land leituðu skjóls í sendi- ráði Tékkóslóvakíu í gær. 14 Kúbumenn dvelja nú í sendi- ráðinu. MANAGVA - ( nótt börðust stuðningsmenn og and- stæðingar forsetans Violette Chamorro á götum borgar- innar. Stuðningsmenn sand- ínista særðu að minnsta kosti 12 menn að sögn sjúkrahúsyfirvalda. NAIRÓBÍ - Stjórn Kenýu sagði að 20 menn hefðu dá- ið á fjórum dögum í mótmæl- um gegn einræði i landinu en mótmælendur vilja koma á fjölflokkalýðræði. Herinn barði niður mótmælin í höf- uöborginni en þau héldu áfram í þremur borgum fyrir norðan hana. JERÚSALEM - Arabar í Austur-Jerúsalem, sem syrgja ungling sem lögregla drap, hétu því að breyta borginni í vígvöll. MONTREAL - Grímu- klæddir Mohíkana- indíánar, sem vilja að landi forfeðra þeirra verði ekki breytt í golf- völl, drápu í gær lögreglu- mann í áköfum skotbardaga milli þeirra og lögreglu í Que- bec. ADDIS ABABA - Leiðtogar Afríkuríkja, sem hvattir hafa verið til að koma á breyting- um í álfunni, hétu því að koma á meira lýðræði í lönd- um sínum á fundi „Samtaka um afríska einingu" (OAU) sem lauk í gær. UTLOND Kosið um harðlínumann og frambjóðanda Gorbatjovs: UGATSJOV í FRAMBOÐ Harðlínumaðurínn Jegor Li- gatsjov bauð sig fram í næst- æðstu stöðu sovéska komm- únistaflokksins í beinni and- stöðu við vilja Gorbatsjovs sem vill að stuðningsmaður hans verði kosinn. Ligatsjov sagðist vera fulltrúi „Marx- Lenínismans" og í ávarpi tii þingfulltrúa á 28. þingi flokks- ins sagðist hann vilja sam- eina iýðræðisleg öfl sem styddu sósíalisma. Ligatsjov bauð sig fram í embætti aðstoðar flokksleiðtoga sem er valdamikið embætti sem fer með daglega stjóm flokksins. Hann nýt- ur stuðnings yfirmanna í hemum og sagði í ræðu að hann teldi yfirgnæf- andi meirihluta enn styðja Marx- Lenínisma í Sovétríkjunum. At- kvæði vom greidd í gær en ekki átti að birta úrslit fyrr en í dag. Þó sögð- ust fréttastofur hafa fyrir því áreið- anlegar heimildir að Vladimir Iv- ashko frambjóðandi Gorbatsjovs hefði borið sigurorð af Ligatsjov. Gorbatsjov hefur í fimm ár forðast átök við Ligatsjov sem hefur átt sæti í stjómamefnd flokksins en mun missa það vegna breytinga sem gerðar hafa verið. Ligatsjov hefur ekki viljað styðja áætlanir um að koma á frjálsu markaðskerfi og reyndi Gorbatsjov að fá ffamboð hans dæmt ógilt. Hann vísaði í regl- ur sem segja að frambjóðandi megi ekki gefa kost á sér ef andmæli væm samþykkt gegn honum og í at- kvæðagreiðslu á flokksþinginu var framboð Ligatsjovs afturkallað með naumum meirihluta. Einn þingmað- ur reis þá úr sæti og sagði að reglan sem Gorbatsjov vitnaði til ætti ekki við á flokksþingum og í nýrri at- kvæðagreiðslu var samþykkt að Li- gatsjov mætti bjóða sig fram. Jegor Ligatsjov. Harðlínumaður sem þykir Gorbatsjov of línur og vill standa vörð um Marx-Lenín- isma. Vilja að gengið sé frá samningum á meðan Bandamenn bera enn ábyrgð á Þýskalandi: Pólverjar vilja trygg landamæri við Þýskaland Pólverjar vilja tryggja sem best að Þjóðverjar virði áfram landa- mæri sin við Póliand. Það mál vlrtist vera í höfn eftir að bæði þýsku þingin samþykktu í síð- asta mánuði yfirlýsingu þar sem landamærin við Óder-Neise fljót voru viðurkennd. Þá sögðu pólsk stjórnvöld að þær samþykktir væru fuilnægjandi en í gær sögðu pólskir embættismenn að V- Þjóðverjar vildu ekki ræða cfní væntaniegs samnings um iandamærin, sem stendur Ul að nýtt þing sameinaðs Þýskalands samþykki, og þess vegna hafl þeir skipt um skoðun. í gær báðu þeir sigurvegara stríösins um að láta ekki af stjórn Þýska- lands fyrr en samningur um landamærin væri í höfn. V- Þjóðverjar segja að ekki sé hægt að semja samninginn fyrr en eft- ir sameiningu þýsku rfkjanna en fulltrúi utanrikisráðuneytls Pól- lands sagði að „Póliand óttaöist að spurningum um landamæra- sáttmálann verði ekki svarað áð- ur en af sameiningu verður“ og þá óttast Pólverjar að þessu máli verðí ýtt til hliðar. Pólverjar vilja að þetta mál sé tekið fyrir í svokölluðum 4 plús 2-viðrœðum þar sem fjórir sigurvegarar stríðsins og fulltrúar þýsku rikj- anna ræöa saman. Félagar í vináttufélagi Frakka og Albana segja að fréttir séu lognar: E ■ II nn Ól rói í A ii níi Lfl Félagar í 700 manna vináttufélagi Frakklands og Albaníu sem ný- komnir eru úr skemmtiferð frá Tirana segja að allt sé þar með kyrr- um kjörum og segja að fregnir vestrænna flölmiðla um óróa í land- inu séu ekki réttar. Einn þeirra sagði að nokkrír menn væru í'vest- rænum sendiráðum og vildu yfirgefa landið en sagði að fréttir vest- rænna flölmiðla væru mjög ýktar. Annar sagði: „Fregnir um að nokkur þúsund hafist við í sendiráðum eru fáránlegar". Tólf menn úr vináttufélaginu eru nýkomnir til Parísar þar sem þeir töl- uðu við fréttamann Reuters. Þeir sögðust ekki hafa séð nein merki um óróa í Tirana né í öðrum borgum sem þeir heimsóttu og hlógu að fréttum um að hermenn hefðu skotið að Al- bönum sem reyndu að ryðjast inn í sendiráð í síðustu viku. „Hermenn- imir bera ekki einu sinni byssur,“ Ráðstefnu leiðtoga 7 helstu iðnríkja heims lauk í gær: Fögur orð en engin loforð sagði kona í hópnum. Robert Escarp- it, ritstjóri tímarits sem félagið gefúr út, sagði í gær: „Albanskt þjóðfélag er mjög jafnréttislegt. Þar er mjög lít- ill launamunur og enginn er atvinnu- laus en allir starfa af dugnaði". Hann bætti við að Albanía væri alls ekki lokað land því þar væri hægt að horfa á ítalskt sjónvarp. í öðrum fféttum Reuters frá París sagði að vestræn sendiráð í Tirana hefðu beðið stjómvöld um að stöðva ffekara streymi flóttafólks í sendiráð m.a. með því að sleginn yrði varð- hringur kringum sendiráðshverfið. Heilsuástand er slæmt í sendiráðun- um vegna hinna mörgu flóttamanna en sendiráðsmenn óttuðust að Alban- ir leituðu stíff í sendiráðin þegar það spyrðist að flóttamönnum hefði verið leyft að fara úr landi. í gær var búist við að um 5000 flóttamenn fæm í dag með skipum tii Frakklands og V- Þýskalands. Leiðtogar sjö ríkustu iðnaðarþjóða heims luku fyrstu ráðstefnu sinni að loknu Kalda stríðinu í gær og lýstu yfir samstöðu sinni og vilja til að styðja Sovétríkin og minnka við- skiptahömlur. í yfirlýsingu fundarins er þó lítið um ákveðin fyrirheit um aðgerðir í þeim málum tekist var á um. í sextán blaðsíðna skjali sem birt var í lok fundarins er sagt að leiðtog- amir séu sammála um að rannsaka skuli í sex mánuði hvemig best sé að styðja sovéskan efnahag en ákvörð- un um sameiginlegar aðgerðir ríkj- anna var ffestað. I viðtali eftir fund- inn sagði Bush Bandaríkjaforseti að í yfirlýsingunni fælist engin skuld- binding af hálfu Bandaríkjastjómar um að styðja sovéskan efnahag. Frakkar og V- Þjóðverjar hvöttu til þess fyrir fundinn að leiðtogamir veittu Sovétmönnum 16 milljarða dala efnahagshjálp en í samþykkt fundarins var sagt að einstökum ríkj- um væri ffjálst að styðja Sovétmenn ef þau vildu. Búist er við að V-Þjóð- verjar verði fyrstir til þess, með nokkurra milljarða dala fjárframlagi, að styðja Gorbatsjov og greiða með því fyrir þýskri sameiningu. Japanir notuðu fundinn til að tilkynna um 5.6 milljarða dala efnahagsstuðning við Kína en leiðtogar annarra ríkja sögðust myndu bæta efnahagstengsl sín við Kína ef mannréttindi yrðu aukin. I samþykkt fundarins var sagt að leiðtogamir hefðu orðið sammála um að minnka ætti ríkisstyrki til landbún- aðar en engar ákveðnar tillögur um slíkt vom samþykktar. Ágreiningur var á fundinum um aðgerðir til að draga úr mengun andrúmsloftsins og vora Bandaríkjamenn einir um að vilja ekki samþykkja ákveðnar tillög- ur V- Þjóðveija um að draga úr henni. Engu að síður lýstu leiðtogamir sig sammála um að nauðsyn væri á að draga úr koltvísýringsmengun og skyldi ræða það mál á ráðstefnu í Bandaríkjunum á næsta ári. Frakkland: Prófessor sekur um endurskoðunarstefnu Franskur háskólaprófessor var sektaður í gær um 240.000 krónur fyrir að hafa skrifað grein þar sem sagði að gyðingar hefðu ekki ver- ið teknir af lífi í gasklefum í seinni heimsstyijöld. Dómsstóll í París dæmdi Bemard Notin, hag- ffæðiprófessor í Lyon til að borga MRAP skaðabætur en það eru samtök sem beijast gegn kyn- þáttamisrétti. Samtökin höfðu kært prófessorinn sem birti grein í janúar þar sem hann studdi endur- skoðunarstefnuna sem heldur því ffarn að helforin hafi aldrei verið farin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.