Tíminn - 12.07.1990, Side 9

Tíminn - 12.07.1990, Side 9
Fimmtudagur 12. júlí 1990 Tíminn 9 AÐ UTAN David Irving hefur skrifað þykka doðranta um ýmsar stórpersónurfrá stríðsárunum síðarí, þ.á m. Hitler. Hann hefur um margt haft aðrar skoðanir en aðrír sagnfræðingar en segist styðja sínar með óyggjandi myndum og skjölum. Breskur rithöfundur átrúnaðargoð nýnasista í Austur-Þýskalandi Hinn umdeildi breski met- söluhöfundur David Irving er nú á fýriríestraferð í Austur- Þýskalandi og er hylltur þar fýrír að bjárga æru nasista. Gulu auglýsingaspjöldin á rúðum menningarhallarinnar í Dresden vöktu athygli á óvenjulegum at- burði. Þar var fólki lofað að „mest lesni sagnffæðingur heims“ byði áheyrendum með sér í einstaka „ferð um riki sannleikans". „Ovenjuleg ferð“ um „samtíma- sögu“ varð þetta svo sannarlega. Fyrst gerði ræðumaður „áróður- slygina" um helförina að engu. Þá hélt hann áfram að afhjúpa hvemig hinir svonefndu sigurvegarar hefðu áratugum saman „niðurlægt þýsku þjóðina" með „fölsuðum skjölum" um grimmdarlegt athæfi nasista, við gífurleg fagnaðarlæti áheyr- enda. Og að lokum fengu viðstadd- ir að heyra hvaða álit fyrirlesarinn hefur á sagnffæðingum, sem ekki eru á sama máli og hann. Þeir em allir „gungur og lygarar". Breskur sérfræóing- ur í Þriðja ríkinu ver athafnir nasista Þama fengu Dresdenarbúar að kynnast manni sem fellt hefur ögr- andi dóma um þýsku nasistafortíð- ina og þá sagnffæðinga sem taka ffæði sín alvarlega, manni sem í sí- vaxandi mæli hefur orðið átrúnað- argoð nýnasista i Vestur- Þýska- landi og er nú að ná sömu stöðu meðal skoðanabræðra þeirra í Aust- ur- Þýskalandi. Þetta er breskur rit- höfundur og sérfræðingur í málum Þriðja rikisins, David Irving, 52 ára gamall metsöluhöfundur. David Irving hefur áætiað að halda um tylft fyrirlestra í Austur- Þýska- landi nú. Hann hóf fyrirlestraferð- ina í júní i Dresden, Leipzig og Gera. Yfirskrift hennar er: Eng- lendingur bjargar æm Þjóðveija. Þar sem Irving hefur nýlega verið bannað að boða fagnaðarerindi sitt í Vestur- Þýskalandi hyggst hann notfæra sér fyrirlestraferðina um Austur- Þýskaland til að halda áffam að gera lítið úr glæpum nas- ista. Hann segist líta á miðhluta Þýskalands sem miðstöð stuðnings við sig. Fyrirlestraferðin nú um Austur- Þýskaland, sem fyrrum op- inbera málgagn kommúnistaflokks- ins þar í landi „Neues Deutschland“ segir réttilega „dæmalaust hneyksli", er nýjasta auglýsinga- bragð rithöfundar sem hefur verið duglegur að vekja á sér athygli síð- asta aldarfjórðunginn. Irving tryggði sér inngöngu í raðir metsöluhöfunda og túlkenda Þriðja rikisins á alþjóðlegum vettvangi þegar árið 1963. Fyrsta bók hans fjallaði um tortímingu Dresdenar og hafði hann gluggað í skjöl i breskum herskjalasöfhum áður, og reyndar einnig komist í áður óskoð- uð skjöl í Dresden-borg sjálffi um baksvið bresku loftárásarinnar á Dresden. Allt ffá þeim tima lætur Irving sér vel líka hlutverk einfarans í sagn- ffæðilegum skoðunum á Þriðja rik- inu. Sjálfur hefur hann engu námi lokið en sakar vel metna sagnffæð- inga um að hafa takmarkaðar upp- lýsingar undir höndum og fyrir óná- kvæmni í vinnubrögðum. Hann segir þá alls ekki ganga rétt til verks í rannsóknum sínum. Undirróðursstarfsemi Irvings birt- ist í hatramlega umdeildum, en allt- af efnismiklum ævisögum margra þeirra sem hæst bar í síðari heims- styijöld, s.s. Erwins Rommel yfir- hershöfðingja, Hermanns Göring ríkismarskálks og Winstons Churc- hill, breska forsætisráðherrans. Með bókum sínum neyddi Irving aðra sagnffæðilega rithöfunda til að endurskoða ffamsettar kenningar og a.m.k. draga aðeins úr margri túlkuninni, t.d. ffamsetningunni á hetjulegri andspymubaráttu Rommels. En hinn rikulegi efniviður sem lenti í höndum Irvings leiddi hann í þær ógöngur að trúa i blindni á skjöl, sem urðu til þess að hann sniðgekk önnur sönnunargögn. Auk þess varð tilhneiging Irvings til að fella öfgalulla dóma sífellt sterkari. Óvenjulegar kenn- ingar í Hitlers-bók eyöilögöu orðstír Irvings Endanlega kom Irving sér fyrir í eldlínunni 1 lok áttunda áratugarins þegar hann sendi ffá sér ritverk um Hitler. Þar studdist hann við ný- fundin, en ekki sérlega sannfærandi skjöl og fullyrti nasista-sérffæðing- urinn að foringinn hafi ekki haft hugmynd um íjöldamorðin á gyð- ingum. Gagnrýni sérffæðinga var harkaleg og reif bókina í sig. Orð- stír Irvings hefur ekki orðið samur aftur. Eftir þetta hefur höfundurinn lagt sig eftir óljósum kenningum, yfir- leitt án þess að almenningur veiti honum minnstu eftirtekt. Hann trúir því að hann geti sannað með alls kyns myndum og skjölum að engar „gereyðingarbúðir" hafi verið til. Hann segist vera búinn að útrýma þvi orði. Irving segir fjöldamorðin í Au- schwitz ekkert annað en þjóðsögu. Gasklefana, sem nú á dögum séu hafðir til sýnis, segir hann „einung- is blekkingu“. Svo fór að þessar fegruðu lýsingar Irvings á nasismanum ráku hann 1 búðir þeirra sem lengst eru staddir til hægri í stjómmálaskoðunum. Irving á stuönings- menn í Vestur- Þýskalandi, en má ekki koma þar fram Irving, sem hefur fullkomið vald á þýsku, nýtur stuðnings áhrifamik- illa erkihægrimanna í Vestur- Þýskalandi sem eru duglegir við að auglýsa fyrirlestraherferðina hans. Einnig nýnasistar, eins og hinn sjálfskipaði leiðtogi vestur-þýSku brúnstakkahreyfingarinnar, Micha- el Kiihnen, 34 ára, vilja framvegis halda Irving enn ffekar á lofti; þeir áætla „nána samvinnu". Kiihnen hefur sagt að með atfylgi svo virts manns eigi nýnasistar aðgang að hópum, sem annars myndu ekkert vilja hafa saman við þá að sælda. Þegar í ágúst nk. kemur Irving ffam á „stærstu samkomu hægri- sinna“ að þvi er KUhnen segir, minningarfundi vegna Rudolfs Hess, staðgengils foringjans, í Wunsiedel í Bæjaralandi, og gera nýnasistar sér vonir um að nærvera hans þar auki mjög á virðingu þeirra í augum almennings. Það er að vísu óljóst hvort Irving verður gefið leyfi til að koma þama ffam. Ekki er langt um liðið síðan yfirvöld í Passau bönnuðu með skömmum fyrirvara að hann træði þar upp, af ótta við ólæti öfga- manna. Samkvæmt lögum varðandi útlendinga í Vestur-Þýskalandi er heimilt að banna „pólitíska starf- semi“ þeirra, ef það er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir röskun á op- inberu öryggi. Fær aö koma fram í Austur-Þýskalandi — sökum ókunnugleika yfirvalda þar Einmitt í hinu strangandfasíska þýska alþýðulýðveldi leyfa borg- aryfirvöld, vegna ókunnugleika, þessum manni með öfugsnúnu skoðanimar að koma ffam fýrir áheyrendur — mörgum þeirra til mestu reiði. Einn áheyrenda Ir- vings í menningarhöllinni í Dres- den sagði að eftir að almennri vitneskju hefur verið haldið frá austur-þýskum almenningi í ára- tugi hefði fólk átt von á að fá ígrundaðar skýringar á því sem gerðist á nasistatímanum, en ekki skoðanir fasista. Meirihluta þeirra um 150 áheyr- enda sem mættu á fyrirlesturinn í Dresden féll málflutningur Irvings vel í geð. 16 ára piltur úr samtök- um ungrepúblikana lét í ljós mikið álit á „þessum menntaða manni“, eins og hann orðaði það. Hann lýsti hrifningu sinni á því að hlusta „loks á einhvem sem ekki talar um Þjóðverja eins og glæpa- menn“. Rithöfundurinn setur greinilega ekki fýrir sig að hann fær lítið í aðra hönd fýrir fýrirlestrana í Austur-Þýskalandi þar sem að- gangurinn hefur verið seldur á 10 heimamörk. Hann segist ekki hafa þörf fýrir meiri peninga, hann eigi nóg af þeim þar sem bækur hans seljistí 10-20 milljóna upplagi um allan heim. I september eiga að koma út hjá erkihægrisinnanum Herbert Fleissner í Munchen tvær bækur eftir Irving. Og enn einu sinni á gamla bókin um Rommel að koma út í Berlin og þýska út- gáfan á Churchill-verkinu kemur út í MUnchen á næstunni. Það virðist litið raska ró breska rithöfundarins að sagnfræðingar eins og Hans Mommsen í Boc- hum, sem í eina tíð bar lof á Irving fýrir nákvæmni í smáatriðum, haldi því nú fram að hann sé end- anlega kominn í fang þýskra ný- nasista. Irving hefur þann boðskap að færa austur-þýskum áheyrendum sínum að hann búi yfir sannleikan- um og hlutverk hans sé að breiða hann út sem víðast. Nú er David Irving á fýrirlestraferð í Austur-Þýskalandi og nýtur þar mikillar hylli nýnasista.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.