Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.07.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur13. júlí 1990 Tíminn 5 Níels með einn 15. punda úr Flókadalsá. Góð veiði í Flókadalsá Góð veiði hefiir verið í sumar í Flókadalsá í Fljótum og Hópsvatni. Það sem af er sumri hefur veiðst mik- ið af stórum og fallegum laxi sem er á bilinu 12-18 pund. Veiðiréttarhafar hafa á undanföm- um árum sleppt töluvert af laxaseið- um og í vor var sleppt töluvert af nið- urgönguseiðum. Að sögn Níelsar Hermannssonar, sem er einn af leigutökum vatna- svæðisins, hefur eingöngu verið sleppt seiðum og hrygnum sem tekn- ar hafa verið úr Flókadalsá. Slepp- ingamar virðast hafa tekist vel og laxinn er nú að skila sér á vatnasvæð- ið. Flókadalsá hefúr gefið um 200 laxa á ári en allt bendir til að um tölu- verða aukningu verði að ræða í ár. -hs. Krossanesverksmiðjan: ÁKVÖRÐUNAR AÐ VÆNTA í DAG í dag er gert ráð fyrir að mál Krossanesverksmiðjunnar skýrist. Annars vegar verður haldinn stjóm- arfúndur þar sem möguleikar á að- ild Síldarverksmiðju ríkisins að verksmiðjunni verða ræddir. En boð það er forsvarsmenn Krossa- nesverksmiðjunnar gerðu Síldar- verksmiðjunni þótti of hátt og var því hafhað. Síldarverksmiðjumar gerðu síðan annað tilboð sem verð- ur rætt á fúndinum. Hins vegar verður haldinn fúndur í Bæjarstjóm Akureyrar þar sem búist er við að tekin verði afstaða til málsins. Til stóð að fúndurinn yrði haldinn í gær en honum var ffestað. Komið hefúr í ljós við endurskoð- un fjárhagsáætlunar vegna endur- byggingar verksmiðjunnar að kostnaður yrði töluvert meiri en upphaflega var búist við ef endur- byggingunni yrði haldið til streitu. Undanfama daga hafa því aðilar unnið að hugsanlegum lausnum og sem fyrr sagði er búist við þeim í dag. jkb Deilur um bandarískan fornleifafræðing: Fornleifaf ræöira gar deila um hvort íslensk menningar- saga sé ei inkanv il íslendinga Bandarískum fomleifafræöingi hefur veríð neitað um leyfi til þess að grafa upp bein á Ströndum. Þjóðminjaráð tók þessa ákvörðun á þeirri forsendu að fomleifaffæðingurinn þurfi að kunna skil á íslenskrí menn- ingarsögu. Deilur hafa risið um þessa ákvörðun Þjóðminjaráðs og ekki em allir á eitt sáttir. Þeir sem em fylgjandi þessarí ákvörðun benda á að hvergi í nágrannalöndum okkar tíðkist það að útlendingar geti vals- að án eftiriits um fomminjar. Hinir benda á, að íslensk menningarsaga sé ekki einkamál fslendinga. Fomleifafræðmgurinn sem slíkum titringi veldur heitir Thomas McGo- vem og er ffá Bandaríkjunum. Hann hefúr verið hér meira og minna síðan 1980. Hann hefúr bæði unnið við sjálf- stæðan fomleifagröft eða tekið þátt í rannsóknum. Þá hefúr hann nýtt sér rannsóknir sem hafa verið undir stjóm Islendinga. Hann sótti nú nýverið um leyfi til að stunda beinarannsóknir á Ströndum en sjálfúr er hann beinasér- ffæðingur. McGovem sótti um til Vísindaráðs sem vísaði umsókninni til Fomleifa- nefndar eins og lög gera ráð fyrir. Þar var umsóknin tekin fyrir og samþykkt með atkvæðum Guðmundar Olafsson- ar, Þórs Magnússonar og Margrétar Hallgrimsdóttur. Á móti vom Svein- bjöm Rafnsson, sem er formaður nefndarinnar og Inga Lára Baldvins- dóttir, en þau eiga bæði sæti í Þjóð- minjaráði sem eryfirstjóm minjavörslu í landinu. Sveinbjöm Rafhsson skaut ákvörðun Fomleifanefndar um að veita McGo- vem rannsóknaleyfi til Þjóðminjaráðs. Þar var málið tekið fyrir og samþykkt umsókn McGovems synjað. Jafhftamt var samin ályktun, með atkvæðum þeirra Gunnlaugar, Ingu Lám og Sveinbjöms. Ályktunin felur í sér grundvallarafstöðu gegn rannsóknum erlendra fomleifaffæðinga hér á landi. Kristinn Magnússon, fúlltrúi deildar- stjóra Þjóðminjasafhsins, hefúr talið að meirihluti Fomleifanefndar ætti að ráða í þessu máli og óeðlilegt væri að skjóta málinu til Þjóðminjaráðs. Taldi Kristinn að Sveinbimi og Ingu Lám bæri alla vega að víkja af fundi meðan málið yrði afgreitt. Þvi neitaði Gunn- laugur Haraldsson formaður Þjóð- minjaráðs og taldi það mjög óeðlilegt. ,d>að er þannig að þau eiga fyllsta at- kvæðisrétt í þessu ráði. Sveinbjöm er t.d. skipaður af menntamálaráðherra í það,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Tímann. Kristinn gekk þá sjálfúr af fúndi og sat ekki við þessa afgreiðslu. Magnús Þor- kelsson, varamaður Kristins, sat hjá, en lagði ffam bókun. Þar sagðist hann vera efhislega sammála ályktuninni, en treysti sér ekki til að taka afstöðu til þessa máls, þar sem að hann væri ný- kominn inn sem varamaður. Stjóm Félags íslenskra ffæða hefúr mótmælt þessum vinnubrögðum og bendir á að samkvæmt nýlegum lögum um fomleifarannsóknir er það í verka- hring Fomleifanefndar að afgreiða slíkar umsóknir. í ályktun sem stjómin sendi ffá sér í gær, er bent á að ef þessi ákvörðun Þjóðminjaráðs á að vera „prinsipp- samþykkt" um afskipti er- lendra manna af íslenskum ffæðum, séu næg verkefni ffamundan. Þá mót- mælir stjómin harðlega þeim viðhorf- um sem hafa komið fram hjá Þjóð- minjaráði í þessu máli. „Það er sjálf- sagt mál að slíkar rannsóknir séu háðar leyfi Islendinga og fari ffam undir eftir- liti þeirra til þess að tryggja að menn spilli ekki fomminjum eða fari með þær úr landi án vitundar yfirvalda. Slíkar öryggiskröfúr er auðvelt að upp- fylla. Við ættum hins vegar að taka feg- ins hendi við þeim sem vilja hjálpa okkur að rannsaka íslenska menningar- sögu jafht með aðferðum fomleifa- fiæði sem og í öðrum greinum, í stað þess að mæta þeim með tortryggni" segir ennffemur í ályktuninni. „Við höfúm ekkert á móti þvi að út- lendingar starfi hér með íslendingum að fomleifarannsóknum og við þurfúm endilega að nýta okkur sem kostur er hæfni útlendinga," sagði Gunnlaugur. Hann benti á að rannsóknir verða að verða undir stjóm og forræði íslendinga. ,d>að hefúr farið mikið magn af fomleif- um úr landi með útlendingum sem við vitum ekkert um. Slíkt er lögbrot." Gunnlaugm- sagði að hvergi í ná- grannalöndum okkar tíðkist að útlend- ingar fái leyfi til fomleifarannsókna með þessum hætti. „Þessum sama manni, McGovem, var stjakað til að mynda frá Grænlandi. Hann er búinn að vera að leita fyrir sér víðar en hér þannig að þetta kemur honum ekkert á óvart“ sagði Gunnlaugur að lokum. -hs, -GS. Eldur í skóla Á áttunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í Breiðagerðis- skóla í Reykjavík. Töluvert bál var í húsinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Eldurinn olli all- miklum skemmdum á húsinu en einnig urðu skemmdir af völdum reyks og vatns. Eldsupptök em ókunn en Rannsóknarlögregla rík- isins rannsakar málið. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.