Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminr;
Lád^rdaguf 21pí> T990
Verkalýðshreyl^Tcjin ósátt við hugmyndir um að loka húsnæðiskerfinu frá 1986:
ASI VILL EKKI
FÁ KOLLSTEYPU
Miðstjóm ASÍ mótmælir fram komnum tillögum um tafariausa
lokun húsnæðislánakerfi Byggingarsjóðs ffá 1986 og hækkun
vaxta á öllum lánum sjóðsins frá ársbyrjun 1984. Höfuðerfiðleik-
ar 86-kerfisins eigi rót sína að rekja til minnkandi opinberra fram-
laga til sjóðsins, sem nú séu nánast horfin.
Húsbréfakerfið sé bæði umdeilt og lít-
il reynsla komin á það. Miðstjóm ASÍ
samþykkti því kröfu um að opinber
ffamlög til 86-kerfisins verði aukin svo
það geti a.m.k. starfað þangað til reynsl-
an sýni að annar kostur sé betri. Jafn-
ffamt er sett ffam sú krafa að verkalýðs-
hreyfingin verði höíð með í ráðum um
breytingar á fyrirkomulagi opinbeirar
aðstoðar vegna húsnæðisöflunar fólks.
Þetta kemur ffam í ályktun sem sam-
þykkt var á firndi miðstjómar Alþýðu-
sambands Islands. Þar segir m.a. að ekki
sé að sinni gerð athugasemd við vinnu-
brögð og forsendur þær sem unnið var
eftir í embættismannanefhd þeirri er fé-
lagsmálaráðherra skipaði til að gera út-
tekt á fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs rik-
isins. Hins vegar telur miðstjómin nauð-
synlegt að mótmæla tillögum þeim er
nefndin gerði um að loka strax lánakerf-
inu ffá 1986 og hækka vexti á öllum lán-
um ffá 1984 og síðar.
Þá segir ,JJúsbréfakerfið, sem við á að
taka, hefúr verið umdeilt og ekki komin
á það reynsla, enda ekki verið í gangi
nema fáa mánuði og á takmörkuðu
sviði. Því er ekki hægt að fúllyrða um
ágæti þess umffam 86- kerfið, sem
vissulega hefúr galla eins og allir vita og
ýmsir hafa viljað lagfæra, en ekki náðst
samstaða um“.
í lok ályktunarinnar segir: „Verkalýðs-
hreyfingin sem átti mestan þátt í að
koma á 86-kerfinu, en í því fólst stór-
kostleg breyting tíl bóta ffá þvi sem áð-
ur var, krefst þess að vera með í ráðum
um breytingar á fýrirkomulagi aðstoðar
þess opinbera við húsnasðisöflun fóUcs
og að ekki verði nú farið að byltingar-
kenndum tillögum ffamangremdrar
nefndar“.
-HEI
Þéttskipuð dagskrá
í Galtalækjarskógi
i tilefni þritugsafmælis bindindis-
mótsins í GaUalækjarskógi verður
vandað sérstaklega vel til dag-
skrárinnar um verslunarmanna-
helgina, eftir því sem Sigurður B.
Stefánsson mótss^óri segir.
Búist er við töluverðum fjölda fólks á
mótið eða ffá sex og upp í níu þúsund
manns. Einn stærsti kosturinn við mót-
ið er þó að forráðamenn hafa hugsað
sér að stilla miðaverði mjög í hóf. Er
gert ráð fyrir að miðinn kosti um 4500
fyrir fúllorðna, eitthvað minna fyrir 13
til 16 ára unglinga og aðgangur verði
ffír fyrir tólf ára og yngri. Sagði Stefán
það vera í anda samtakanna er að mót-
inu standa að gera fjölskyldufólki
kleiff að eiga ánægjulega verslunar-
mannahelgi án þess að þurfa að greiða
fyrir það svimandi háar upphæðir.
Á dagskrá mótsins kennir maigra
grasa. Hefst hún á fostudagskvöldi og
má heita að standi án hléa ffam á
sunnudag. Boðið verðurupp á tónleika
þar sem ffam koma einar fimm hljóm-
sveitir og má þar á meðal nefna Greif-
ana, hljómsveit Ingimars Eydal og
Busana. Söng- og leikhópurinn „Lög í
Striði“ með Eddu Heiðrúnu Bachman,
Jóhanni Sigurðarsyni og fleúum inn-
anborðs flytur revíu, Halli og Laddi
sprella, sýndur verður dans og fleira.
Ekki stendur heldttr til að gleyma
yngstu kynslóðmni og hefúr því verið
komið upp svokölluðu Ævintýralandi í
Galtalækjarskógi, með allra handa
leiktækjum. Auk þess sem Bjössi
bolla, Möguleikhúsið og trúðar
skemmta á milli þess sem farið verður
í leiki.
„Aðstaðan hér er eins og best verður
á kosið. í Galtalækjarskógi er rekið
tjaldstæði allt sumarið þannig að hér
em á milli 20 og 30 vatnssalemi og
rennandi vatn á fleiri stöðum. Að auki
verðum við með veitingasölu þar sem
boðið verður upp á skyndibita og sæl-
gæti“, sagði Stefan. jkb
Leiklistar-
mót í Lux-
Dagana 15.-29. júli stendur
yfir í Luxemburg leiklistarinót
12 til 14 ára barna á vegum
Evrópuráðsins og taka niu ís-
lenskir unglingar þátt í mótinu.
Þetta er i þriftja skipti sem ís-
lendingar eiga fuUtrúa á þessu
móti að sugn Hreins Kristins-
sonar skjalavarðar hjá Reykja-
víkurborg. Þátttðkulöndin
þetta árið eru 25,
íslensku unglingarnir eru úr
Reykjavík, Kópavogi og Sel-
tjarnarnesi, og styrktu þessi
þrjú bæjarfélög för þeirra.
Meft þeim eru þrír fararstjór-
ar.
Útrýma símritar
telefaxtækjum?
„Ilefurðu séft símabréfiö sem boft, Ijósboði og fjarmyndriti, þar
var hérna áðan? Það var simsent sem crfitt er að finna orft i tengsl-
hingað i morgun, og ég tók við þvi um við þau scm eiga við taekið,
sjálf úr bréfasfmanum14. sendinguna og það að senda með
Þó svo að lesendur átti sig ekld ai- tækinu, og tekur Baldur það fram
veg á þvi hvað meint er með þess- i greininni að oft gleymi hug-
um formála, getur farið svo að myndasmiðirnir að hugsa fyrir
þessi orðaskipti komi tii með aft öllu þessu þegar tillögumar eru
vera algeng á vinnustöðum eftir- sendar.
leiðis. Þessi nýyrði eru nokkrar til- Hvað þessi „símapóstur“ verður
iöguryfiríslcnskunátelefaxi, tele- kallaður í framtiöinni er enn
faxtækl og sögninni að faxa, sem óráðið, en samkvæmt fjölda til-
íslenskri málstöð hefur borist. iagna tfl að ieysa erlenda nafnið
í júlihefti Málfrcgna, fréttariti telefax af hólmi er Ijóst að fólld er
íslenskrar málnefndar, fjallar annt um að flest orð verði íslensk-
Baldur Jónsson um u.þ.b. tuttugu uð. 1 lok greinar sinnar segir
hugmyndir að „íslenskum“ arf- Baldur að Máistöðin haldi áfram
taka telefaxins. Þar ber hæst aó taka viö tillögum og hugmynd-
símabréfið úr bréfsímanum, og um, þar sem máUð er enn í mót-
símritið úr símritanum, enda falla un.
orðin cinstaklega vel að islcnsku Það má einníg bæta þvf við að
og eru þjál í munni. Bréfin eða Málstöðin hefur eignast telefax,
gögnin eru svo símsend eða sím- og þvi er hægt að faxa inn tillögur
rituð í þar til gerðu tæld. um nýyrði, og er telefaxnúmer
ÖUu óþjáUi eru orð eins og stöðvarinnar væntanlega að finna
myndsenditæki, símljósriti, fjar- ísimaskránnl —só
Sumartónleikar á Norðurlandi
Að þessu sinni flytja Laufey Sig-
urðardóttir fiðluleikari og Elísabet
Waage hörpuleikari m.a. verk eftir
Magnús Blöndal Jóhannsson, Louis
Spohr, Nino Rota, Camille Saint
Saens og Sergey V. Rakhmaninov.
Tónleikamir verða í Húsavíkurkirkju
föstudaginn 20. júli kl.20.30,
Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 21.
júlí kl 20.30 og í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 22. júlí kl. 17.00. Að-
gangur á tónleikana er ókeypis, en
tónleikagestum gefst kostur á að
styrkja sumartónleikana með fijáls-
um framlögum.
hiá-akureyri.
JRJ bifreiðasmiðjan í Skagafirði annar ekki eftirspurn eftir nýstárlegri framleiðslu:
íslensk stálhús
útflutningsvara?
Toyota pallbíll með tvöföldu húsi og stálhúsi firá JRJ á pallinum. Svona
hús kosta hundraö þúsund krónur tilbúin til ásetningar. Framleiðandi
annar vart eftirspum.
JRJ bifreiðasmiðjan í Varma-
hlíð í Skagafiröi hóf framleiðslu
og sölu á stálhúsum á Double
Cab pallbíla á þessu ári. Þessi
nýjung í íslenskum „bílaiðnaði"
hefur fengið mjög góðar undir-
tektir og að sögn Jóhanns R.
Jakobssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, hefur JRJ vart náð
að anna eftirspum á síðustu
mánuðum.
Fyrir nokkru barst pöntun á húsi frá
erlendum kaupanda. Nú mun vera
gengið frá þeirri sölu og verður hús-
ið afhent seinna i sumar. Stálhúsin
eru framleidd að öllu leyti í bifreiða-
smiðjunni sjálfri, en Jóhann teiknaði
og hannaði þau sjálfúr. Um er að
ræða stálskýli, með sama lagi og
boginn fýrir aftan húsið á Double
Cab pallbílunum. Þau eru sprautuð
að utan og innan með grjótmassa, en
liturinn er valinn í samræmi við lit
bílsins sem húsið er fest á. Húsið er
síðan ýmist fest með boltum eða
spennum á körfúna. Á framgafli
skýlana er gluggi í sömu stærð og á
bílnum að aftan, en aftan á er hleri
sem opnast upp. Á hleranum er læst-
ur húnn sem legst að afturhlera bíls-
ins og læsir báðum afturhlerunum.
Hliðargluggar á skýlin eru valdir í
samráði við kaupanda.
Að sögn Jóhanns kosta þessi stál-
skýli 100 þúsund krónur tilbúin til
ásetningar. JRJ bifreiðasmiðjan i
Varmahlíð hefúr sérhæft sig í rétt-
ingum, yfirbyggingu, klæðningu og
sprautuvinnu og þótt fýrirtækið sé
ekki stórt hafa forráðamenn þess
verið iðnir við að brydda upp á nýj-
ungum. Þar má m.a. nefna kerrur
aftan í fjórhjól, en smíði þeirra var
hætt í kjölfar innflutningstolla á
fjórhjól, sem olli því að sala þeirra
datt niður.
- ÁG