Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 21. júlí 1990
Jakob Frímann Magnússon, talsmaður Stuðmanna, á í stríði við yfirvöld vegna þess að hann innheimtir ekki skatt af tón-
leikum hljómsveitarinnar. Hann borgaði um síðustu helgi eftir að hafa veríð hótað fangelsisvist, en stríðið er rétt að byrja:
Stöndum vörð
Stuðmenn eru um það bil að Ijúka hringferð sinni um landið. Þeir hafa
auglýst miðnæturtónleika sína í félagsheimilum vítt og breitt, segjast
vera tónleikahljómsveit og ferðast um á stórri rútu með lögfræðing í
farteskinu. Um síðustu helgi kom til deilna á milli Jakobs Magnússon-
ar, forsvarsmanns Stuðmanna, og húsvarðar og lögreglu í Miðgarði í
Skagafirði.
Lögregla krafðist þess að Stuðmenn
greiddu skatt af miðaverði þar sem þeir
væru að spila á ósköp venjulegu balli.
„Við spilum okkar eigið etni, á tónleik-
um Stuðmanna, og uppfyllum öll skil-
yrði til þess,“ svöruðu Stuðmenn. Lyktir
mála urðu þær að skemmtanaskattur og
virðisaukaskattur voru greiddir eftir að
Jakobi og lögfræðingnum var hótað
handtöku.
„Það sem gerðist í Miðgarði var að þó
að við værum með margítrekað og stað-
fest leyfi fyrir því að við værum að halda
þama tónleika og selja inn á þá án virð-
isaukaskatts, leyfir lögreglan sér það að
ákveða eftir að tónleikamir em byijaðir
að þetta væri dansleikur,“ segir Jakob
Frímann Magnússon Stuðmaður. Við
höfðum komið okkur fyrir í kjallara í
einbýlishúsi í Mosfellsbæ, þar sem Stuð-
menn vom gestkomandi. Jakob er maður
tímabundinn og þess vegna varð að gera
þetta svona. Hann heldur áfram með
söguna.
„Eg var með lögmenn til þess að
tryggja að verið væri að fylgja í einu og
öllu túlkun rikisskattstjóra á lögum um
virðisaukaskatt. Þegar kom að uppgjöri
dró til tíðinda. Þess var krafist að við
greiddum 24,5% virðisaukaskatt og ofan
á hann bættist 10% skemmtanaskattur, af
1.500 króna miðaverði. Þetta er tvískött-
un. Kolólögleg. Eg er með lög upp á það
að það á ekki að borga skemmtanaskatt
af samkomuhaldi í sveitarfélögum þar
sem em færri en 1.500 manns.
Hótaö varðhaldi
Eg bað um einhver lög, einhveijar
reglugerðir, eitthvað sem heimilaði þeim
að leggja á mig 10% skemmtanaskatt.
Vegna þess að það sem þeir höfðu í raun-
inni gert var að lækka miðaverðið úr
fimmtán hundmð krónum í tólf hundmð.
Búa til þijú hundmð króna virðisauka-
skatt af miða sem búið var að selja sem
tónleikamiða. Og ekki nóg með það.
Forráðamenn hússins sögðu sig nauð-
beygða til þess að hækka húsaleiguna úr
25% í 30%, vegna þess að þetta hafði
reynst vera dansleikur að mati lögregl-
unnar, sem hefur að sjálfsögðu ekki neitt
dómsvald. Eg hreyfði mótmælum og var
hótað varðhaldi."
- Var þér einum hótað varðhaldi, eða
hljómsveitinni allri?
„Mér og mínum lögmanni. Innheimtu-
maður STEFS var á staðnum og fylgdist
nákvæmlega með öllu sem fram fór.
Hann innheimti gjald af tónleikum því
hann taldi að öll skilyrði til þess hefðu
verið uppfyllt og það er ekkert í íslensk-
um lögum sem bannar mönnum að dansa
á tónleikum. Ríkisskattstjóri túlkar þessi
opnu lög þannig að tónleikar skuli ekki
tengjast öðru samkomuhaldi eða veit-
ingastarfsemi. Ef það þýðir að ekki megi
dansa á tónleikum, þá eru menn að gefa
sér ansi mikið. Við það verður ekki un-
að. Vegna þess að það er dansað á öllum
rokktónleikum á íslandi, hefur alltaf ver-
ið og mun alltaf verða. Það er líka dans-
að á rokktónleikum erlendis. Hér voru
hljómsveitir á listahátíð sem neituðu að
spila á Hótel Islandi ef fólkinu yrði hald-
ið í böndum og því ekki hleypt út á gólf-
ið. Þeir vildu fá þá svörun sem þessi
músik kallar á.“
------------- . ............ : :
- Hvert verður framhaldið á þessu til-
tekna Miðgarðsmáli?
„Eg hef kært þessi gerræðislegu vinnu-
brögð lögreglunnar til skattyfirvalda og
krafist endurgreiðslu á virðisaukaskatt-
inum, skemmtanaskattinum og þessari
húsaleigu sem var lögð á mig aukalega.
Eg hef átt góð samskipti við menn í
gegnum tíðina. Oft lent í stappi og þrasi
en yfirleitt hefur þvi lyktað mjög farsæl-
lega. En þama held ég að hafi verið sleg-
ið Islandsmet í tilraun til þess að þjarma
að einni íslenskri hljómsveit. Þetta mun
skýrast og ég er þess fullviss að þessi
mál verða leiðrétt.
Máliö snýst íslenska tón-
list og íslenska menningu
Þeir álitu að hér væru Stuðmenn að
vaða eitthvað yfir aðrar hljómsveitir og
komast upp með það sem aðrir gerðu
ekki. En skildu ekki fyrr en þeim var
bent á það að það er verið að skapa mjög
afdrifaríkt fordæmi, sem á annaðhvort
eftir að reynast íslenskri tónlist hagstætt
eða mjög óhagstætt. Við núverandi að-
stæður geta islenskar hljómsveitir engan
veginn lifað af hljómplötuútgáfu. I raun
er íslensk útgáfa óarðbær fyrir hljóm-
sveitir og útgáfufyrirtæki. Af hveijum
tíu plötum, sem gefnar eru út, bera sig
þijár. Meðalútkoman af islenskri hljóm-
plötuútgáfu hefur verið neikvæð a.m.k.
síðustu sjö árin. Ríkið fær til sín 25% af
útsöluverði hverrar plötu, tónlistarmenn-
imir hafa hins vegar orðið að sætta sig
við að fá 25% af heildsöluverði eftir að
platan hefur borið sig. Þess em dæmi að
hljómsveitir vinni plötur í 4 mánuði,
selji 10 þúsund eintök og sitji uppi með
300 þúsund krónur fyrir.
Starfsgrundvöllur íslenskra tónlistar-
manna, sem eru að fást við að búa til ís-
lenska tónlist, er mjög brothættur. Málið
snýst ekki um Stuðmenn og hvort þeir
innheimti einhvem skatt. Það snýst ein-
faldlega um allar íslenskar poppsveitir
— sem halda hér úti nýrri íslenskri tón-
list, sem einhvers konar mótvægi við
engilsaxneska og ameríska flæðinu - -
hvort að þeim sé yfir höfiið líft.
Viö gerum bara ekki ráð
fyrir dansi
- Nú varð niðurstaðan eftir Húnavers-
hátíðina í fyrra sú að þið þyrftuð ekki að
greiða skatt.
„Niðurstaðan í Húnaveri varð sú að um
tónleika hefði verið að ræða og það sama
gildir núna. Nú gilda að vísu virðisauka-
skattslög, en við höftim uppfyllt öll skil-
yrði til tónleikahalds. Við auglýsum tón-
leika og höldum tónleika, það er ekkert
annað að gerast. Tónleikar, eða eigum
við að segja rokktónleikar, mega ekki
tengjast öðm samkomuhaldi. Ef kók er
selt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar amast enginn við því, en það er
verið að reyna að finna leiðir til þess að
amast við því ef það er gert hjá Stuð-
mönnum. Þess vegna á núna að stöðva
alla sölu á meðan við leikum okkar tón-
list. Ríkisskattstjóri er nýbúinn að senda
út túlkun á þessum opnu og ófullkomnu
lögum um tónleikahald. Hún er á þann
veg að veitingastarfsemi megi bara fara
ffam í hléum og að ekki skuli gert ráð
um ísl.
fyrir dansi á tónleikum. Á rokktónleik-
um á Islandi má ekki gera ráð fyrir dansi.
Því miður, Island er eina landið í heimin-
um þar sem ekki má dansa á rokktón-
leikum.
- Samt sem áður er dansað við undirleik
Stuðmanna. Eruð þið að bijóta lög?
„Hvemig mætum við þessu? Við mæt-
um því með því að setja stóla á gólfið og
gera ekki ráð fyrir dansi. Síðan byijum
við að leika. Fólkið vill dansa og við
segjum ekki múkk. Þetta hefur gerst alls
staðar.“
Fjörutíu hljómsveitir meö
í Húnaveri
-Hvað verður að gerast í Húnaveri um
verslunarmannahelgina og verður inn-
heimtur virðisaukaskattur af miðaverði
þar?
„I Húnaveri verður fjömtíu hljómsveita
hátíð, þar sem Stuðmenn, Sykurmolar,
Risaeðlan, Síðan skein sól, Sálin hans
Jóns míns, Nýdönsk og fleiri og fleiri
koma ffam. Allar þessar íslensku hljóm-
sveitir hafa það að aðalstarfi að búa til ís-
lensk lög, útsetja þau, taka þau upp, gefa
þau út, dreifa þeim og fylgja þeim eftir
með tónleikahaldi. Þetta er í eitt af tveim,
þremur skiptum á ári sem þessar sveitir
fá tækifæri til þess að spila við góðar að-
stæður. Á góðu sviði, með alvöru hljóm-
kerfi og vonandi fyrir ffaman þúsundir
áheyrenda. Við báðum um túlkun á virð-
isaukaskattslögunum fyrir sex mánuð-
um. Núna tveim vikum fyrir þessa
stærstu rokkhátíð sumarsins kemur þetta
undarlega bréf ffá skattstjóra. Þar segir
að eigi tónleikar að vera undir berum
himni um verslunaimannahelgi, þá heiti
það ekki tónleikar. Eg og mínir lögmenn
skiljum ekki hvað er verið að fara. Allra
síst þegar svarið berst þegar búið er að
auglýsa verðið án virðisaukaskatts.
Við biðum eins lengi og hægt var með
að prenta plaggöt fyrir hátíðina, en feng-
um engin svör fyrr en núna. Og þá á að
knýja okkur til að setja virðisaukaskatt
ofan á miðaverðið. Það gengur ekki upp
og því verður ekki hlýtt. Virðisauka-
skattur verður ekki settur ofan á þetta
verð. Islensk æska á það ekki skilið af
yfirvöldum, hún hefur ekki efhi á því og
við látum ekki bjóða íslenskri tónlist þá
óvirðingu að setja hana á það lágt plan
að kalla hana ekki hluta af ísenskri
menningu. Það er hún svo sannarlega “
Máliö veröur látiö fara fyr-
ir æöstu dómstóla
Jakob Frímann segir að hér verði hart
látið mæta hörðu og Stuðmenn láti mál-
ið fara fyrir æðstu dómstóla áður en
þessu verði kyngt. Og honum er dálítið
mikið niðri fyrir:
„Menn réðust í fjárfrekt og umfangs-
mikið átak á öllum vígstöðvum til þess
að viðhalda íslenskri tungu og íslenskri
menningu í þessu taumlausa flæði af
engilsaxneskri og amerískri menningu.
Verði íslenskir popptónlistarmenn látnir
kyngja þvi að borga skatt af tónleikum,
er í raun verið að virða að vettugi þá teg-
und menningarinnar sem stendur næst
öllum í landinu. Popptónlistin er spiluð á
tíu útvarpsstöðvum, í öllum skólum, á
vinnustöðum og heimilum, tuttugu og
fjóra tíma á sólarhring allan ársins hring.
Oll íslensk list önnur er undanþegin
skatti og það er skýlaus krafa að íslensk
tónlist, hvaða nafhi sem hún nefhist,
verði ekki gerð að einu grein menningar-
innar i landinu sem er skattlögð.“
- Og hvað getið þið gert til þess að
tónlist
fylgja þeirri kröfu eftir?
„Verði það úrskurður æðstu dómstóla,
sem ég vona að verði ekki, verði lögun-
um ekki breytt til hins betra, mun mín
hljómsveit verða sú fyrsta til þess að
taka upp og beijast fyrir engilsaxnesku
tungutaki. Eg segi fyrir mig, þá legg ég
til að Stuðmenn syngi allt sitt efni á
ensku, dönsku, kínversku, öllu nema ís-
lensku. Við munum beita öllum ráðum
til þess að leiða mönnum fyrir sjónir hví-
lík reginfirra þessi hugsunarháttur er.“
Atlavíkurbömmerinn
Bréf ríkisskattstjóra kom í kjölfar þess
að fjórar íslenskar hljómsveitir sendu
honum yfirlit um tekjur og gjöld af tón-
leikaferðalögum um landið. „Það voru
vægast sagt hálfömurlegar tölur,“ segir
Jakob. „Fólk sækir ekki jafhmikið í fé-
lagsheimilin úti á landsbyggðinni og áð-
ur, sem eru flest að hruni komin vegna
viðhaldsleysis og peningaskorts,“ bætir
hann við.
- Stuðmenn ferðast um og spila eigin
lög, borga ekki virðisaukaskatt og stór-
græða á öllu saman. Þeir eru ríkir menn.
Er þetta rétt?
„Stuðmenn hafa starfað í tuttugu ár. Það
hafa komið góð ár og það hafa komið
mjög slæm ár. Nú eru ekki nema tvö ár
síðan við tókum þátt í mjög veglegri tón-
listarhátíð í Atlavík. Hátíðin var skatt-
lögð með mjög skömmum fyrirvara,
veðrið brást og útkoman varð gríðarlegt
tap. Tap upp á fleiri hundruð þúsund
krónur á hveija hljómsveit. Það mættu
þrettán hundruð manns; íþrótta-og ung-
mennasambands Austurlands varð nán-
ast gjaldþrota og hefur ekki borið sitt
barr síðan.“
Ef Egill væri bara
kaffibrúsakail
Það er misskilningur að Stuðmenn vaði
hér um og innheimti ekki skatt sem allir
aðrir þurfi að innheimta. Við vorum
kannski í byrjun eina hljómsveitin sem
skildi hvað málið gekk út á og hafði
kynnt sér það nægilega, en það er ekki
lengur svoleiðis. Síðan skein sól og Sál-
in hans Jóns míns eru með sama fyrir-
komuiag. Þegar þetta fæst viðurkennt
mun gilda það sama um allar íslenskar
hljómsveitir. Þetta er ekki spuming um
Stuðmenn, þetta er spuming um vaxtar-
broddinn í íslenskri tónlist. Við núver-
andi skilyrði liggur hann flatur og getur
ekki hreyft sig.“
- Er þetta menning sem þið emð að búa
tU?
„íslensk rokktónlist er það tvímæla-
laust. Hvað er hún ef hún er það ekki?
Hvað em Stuðmannalögin ef þau em
ekki hluti af íslenskri alþýðumenningu?“
Jakob bendir á Egil Ólafsson, sem hefur
setið um stund hjá okkur i kjallaranum,
og heldur áfram. „Ef þetta hefur ekkert
með menningu að gera, ef Egill er ekki
listamaður, heldur tónverkamaður, iðn-
aðarmaður, bara kaffibrúsakall, sem hef-
ur ekkert með íslenska menningu að
gera, gildir það sama um okkur og aðra
sem hafa reynt að halda merki íslenskrar
tónlistar og tungu á lofti. Við hljótum að
skilja skilaboðin þannig að íslenskrar
tónlistar sé ekki lengur þörf. Sjálfstæði
íslenskrar menningar sé ekki við bjarg-
andi. Þá er spumingin e.t.v. sú hvort við
kjósum að vera enn ein stjaman í banda-
ríska fánanum, eða lítill útkjálki sameig-
inlegrar Evrópu, sem talar ensku með
hörðum framburði.“
Árni Gunnarsson.
Laugardagur 21. júlí 1990
Tíminn 17