Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 7
Laugárdagur 21. júlí 1990 Tíminn 7 LAUGARDAGURINN 21. JULI 1990 „Sjálfstæðisbarátta smáþjóða er ævarandi". fært það út og gert það innihalds- meira en i fyrstu var. Þegar eistneskur þjóðfrelsismaður kemur til íslands í þeim tilgangi að kynna hina nýju sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar, mun hann mæta fullum skilningi um réttmæti þess máls. Hins vegar er ekki alveg eins víst að góður skilningur íslendinga á sjálf- stæðisbaráttu Eistlendinga dugi til þess að hafa áhrif á gang þeirrar bar- áttu, en hvort sem svo er eða ekki ber íslenskum stjórnvöldum að kynna sér sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsþjóð- anna til hlítar og styðja þær eftir því sem í þeirra valdi stendur. Má til sanns vegar færa að engri þjóð standi nær en Islendingum að sýna sjálf- stæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna skilning og áhuga í verki. Er þá haft í huga það sem áður hefur verið minnst á, að sumt er líkt með sögu Eystrasaltsþjóðanna og íslendinga. Hvað sem líður samanburði á ógnum aldalangrar sögu erlendra yfirráða hér og þar, þá á það við um Island og Eystrasaltslönd að hafa lotið útlendu valdi öldum saman, og stofnun sjálf- stæðs ríkis í þessum löndum bar upp á sama tima í kjölfar heimsstyrjaldar- innar fyrri, þegar þjóðfrelsi smáþjóða var virt og sjálfsákvörðunarréttur þjóða hafði raunhæft, pólitískt gildi. Gæfumunur íslendingar og Eistlendingar nutu á þessum tíma, fyrir meira en 70 árum, sömu strauma í alþjóðamálum sem færðu þeim langþráð stjórnfrelsi og fullveldi. En þeim hélst misvel á þessum pólitíska ávinningi. A það hefur verið minnst hér á undan hvað varð úr frelsi Eistlendinga saman- borið við pólitíska þróun á Islandi. Fullveldi og sjálfstæði Eistlendinga var tekið af þeim, þeir voru innlim- aðir í það sama Rússaveldi sem þeir höfðu áður losnað frá. íslendingar hafa haldið sjálfstæði sínu og full- veldi, enda ekki að þeim sótt. Nú er auðvitað hægt að velta þess- um ólíku örlögum þjóðanna á ýmsa vegu í huga sínum. Það er m.a. hægt að bera saman pólitískt umhverfi þeirra heimshluta sem hér koma við sögu. Auðvitað liggur gæfa Islend- inga i því hvar þeir búa á hnettinum, að þeir eiga lýðræðislönd að ná- grönnum, sem ekki girnast land þeirra til yfirráða. Eistlendingum hefur ekki fallið slík gæfa í skaut. Næsti nágranni þeirra var ólýðræðis- legt stórveldi, sem beinlínis ásældist land þeirra og ákvað að innlima það í veldi sitt. Við það varð ekki ráðið. En það má líka skoða þennan gæfu- mun Islendinga og Eistlendinga frá öðru sjónarmiði. Ekki þarf að spyrja þeirrar spurningar hvorri þjóðinni hafi hlotnast meiri gæfa. Hins vegar væri ástæða til að spyrja hvernig þessar þjóðir túlka reynslu sína, hvað þær telji sig hafa lært af sögu sinni og örlögum, þessar þjóðir, sem öðluðust frelsi og fullveldi á sömu stundu fyrir meira en 70 árum, en önnur glataði frelsi sínu, en hin hélt sínu frelsi. Þessu er e.t.v. vandi að svara, en það er a.m.k. víst að sú þjóðin, sem svipt var frelsi sínu og stjórnarfarslegu fullveldi, veit hvað það er að tapa verðmætum, annars væri hún ekki að berjast erfiðri bar- áttu til þess að endurheimta þau. Og þá er Hka réttmætt að spyrja hvort sú þjóðin, sem hélt sínu frelsi og stjórnarfarslegu fullveldi, geri sér grein fyrir hvers virði þessi verð- mæti voru henni, hvort hún átti sig á því áð gæfa hennar var í því fólgin að hún var stjórnarfarslega frjáls, en ekki eingöngu það að hún bjó í rétt- um heimshluta. Þau viðhorf eru að skapast í þeim parti heimsins sem íslendingar til- heyra að stjórnarfarslegt fúllveldi smáríkja sé úrelt verðmæti og einskis virði. Ný Evrópuhyggja hefur rutt sér til rúms sem felur það í sér að stofha skuli voldug bandaríki i álfunni sem smám saman þurrki út þjóðríki í nú- verandi mynd. Þessi útþurrkun þjóð- ríkjanna á auðvitað ekki að gerast með hervaldi og leppmennsku kvis- linga eins og þegar Sovétríkin þurrk- uðu út fullveldi Eystrasaltsríkjanna á sinni tíð og innlimuðu þau i efha- hagsbandalag Sovétríkjanna. Það þarf því ekki að deila um aðferða- muninn, allir sjá í hverju hann liggur. Þrátt fyrir það er jafnnauðsynlegt að átta sig á hvort nokkur efnismunur er á því að glata verðmætum með þess- arí aðferð eða hinni. Maður, sem læt- ur svíkja út úr sér aleigu sína eða glatar henni í fjárhættuspili, er ekkert betur settur en sá, sem er rændur því sem hann á, með ofbeldi. Þeir sitja báðir í sömu súpunni. r Islenskt fordæmi Svo aftur sé vikið að ferð eistneska ráðherrans sem var að kynna hér sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar, þá er ekki vafamál að Islendingar eiga auðvelt með að skilja þann málstað, sem barist er fyrir. Sérstaklega eiga þau sögulegu rök, sem Eistlendingar bera fyrir sig í sjálfstæðisbaráttu sinni, greiðan gang að islenskri hugs- un. í stuttu niáli eru rök Eistlendinga þau að þjóðin hafi aldrei tilheyrt Sovétríkjunum. Grundvöllur þess að Eistland hefur verið talið sovét- lýðveldi (segja þjóðfrelsismenn) var annars vegar svikasáttmáli Hitlers og Stalins 1939, sem Sovétmenn hafa nú lýst marklausan, og hins vegar inn- limun landsins að afstöðnu hernámi og stjórnlagarofi sem strengjabrúður Moskvuvaldsins stóðu fyrir. Þegar svona var í pottinn búið og ekki lengra um liðið en raun ber vitni er ekki rétt að tala um að Eistland sé að „segja sig úr" sovétbandalaginu, heldur nánast gerð sú krafa til Moskvustjórnarinnar að hún viður- kenni að Eistland hafi aldrei gengið i Sovétríkin, heldur hafi landið verið hernumið og neytt til að skrá sig í þann félagsskap sem þessi ríkjasam- steypa er. Svo athyglisverð sem þessi röksemd er, er ekki þar með sagt að Moskvu- valdið sé tilbúið að fallast á hana. Stórveldi eiga ekki auðvelt með að skilja lagarök smáþjóða sem berjast fyrir frelsi sinu. Yfirleitt er mjög erf- itt að gera sér grein fyrir hver fram- vinda sjálfstæðishreyfingar Eystra- saltsrikjanna verður. Eystrasaltsþjóð- irnar vænta stuðnings frá Norður- löndum í baráttu sinni. Það hefur komið fram að Norðurlandaþjóðir hafa fulla samúð með sjálfstæðis- kröfum Eystrasaltsþjóðanna, ekki síst íslensk stjórnvöld. Alþingi sendi Litháum heillaóskir í tilefhi sjálf- stæðisyfirlýsingar sinnar 12. mars sl. Rikisstjórn íslands bauðst til þess að sjá fýrir fundaraðstöðu á íslandi vegna hugsanlegra viðræðna milli Litháa og stjórnar Sovétrikjanna, ef báðir aðilar samþykktu það. Ekkert varð af slíkum fundi sem kunnugt er, enda stefha sovétyfirvalda sú að af- neita allri utanaðkomandi fhlutun í þessi mál og kalla ekki yfír sig al- þjóðlega meðalgöngu i þessu sam- bandi. Ekki mun standa á Islendingum að veita Eystrasaltsþjóðum allan þann siðferðilega stuðning sem unnt er að láta i té i sjálfstæðisbaráttu þeirra. Þar kynni ekki að muna minnst um þann stuðning sem íslendingar geta auðsýnt öðrum smáþjóðum með því fordæmi að standa sjálfir fast á eigin sjálfstæði sínu og fullveldi og láta tískuhreyfingar ekki hafa áhrif á gerðir sinar í utanríkis- og viðskipta- málum, svo að leiði til fullveldisaf- sala og skerðingar á sjálfstæði lands- ins. Sjálfstæðisbarátta Eystrasalts- þjóðanna ætti að minna ráðamenn ís- lensku þjóðarinnar á þá staðreynd, að sjálfstæðisbarátta smáþjóða, pól- itísk sjálfstæðisbarátta þeirra, er ævarandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.