Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminrv Laugardagbr>21 ^júJN 990 Genscher hrósar Bandaríkjamönnum: „TAKK FYRIR AMERÍKA" Utanrí kisráðherra Vestur- Þýskalands, sem tekist hefiir með stefhu sinni að fá Sovétmenn til að samþykkja sameiningu Þýskalands, skrifaði grein í gærsem bar yfirskriftina: „Þakka þérfyrir, Ameríka". í greininni hrósaði hann Bandaríkja- mönnum fyrir stuðning þeirra við Vestur-Þjóðverja i 40 ár. Hann sagði um Georg Búsh Bandaríkjaforseta og James Baker Bandaríkjaforseta að það væri einstök heppni að slíkir menn væru nú við stjórnvölinn í Bandaríkj- unum. „Áhrif Bandaríkjamanna hafa aldrei verið meiri en í dag. Ekki í formi yfirráða heldur í formi samstarfs", sagði Genscher. Með þessu telja frétta- skýrendur að Þjóðverjar vilji draga úr áhyggjum bandamanna sinna vegna síaukinna þeirra fyrrnefndu. Það kom ráðamönnum í Bandaríkjunum og í Austur-Þýskalandi gersamlega á óvart að Genshcer og Kohl skyldi takast að fá samþykki Sovétmanna fyrir veru Þýskalands í NATÓ og fá Pólverja til að samþykkja lausn á landamæradeilu sinni. Á fréttamannafundi utanríkis- ráðherra bandamanna úr seinna stríði og þýsku ríkjanna tók bandarískur sjónvarpsmaður eftir því að enginn hafði spurt Baker nokkurs í klukku- tíma á meðan Genscher baðaði sig í sviðsljósinu. Venjulega hefur utanrík- isráðherra Bandaríkjanna getað treyst því að vera miðpunktur allrar athygli á slíkum fundum en þegar minnst var á þetta var Genshcer fljótur til að hrósa Baker. Hans-Dictrich Genscher utanrikisráo- herra Vestur-Þjóðverja. Hann var fýrsti vestrænl loiðtoginn Ul að styöja um- bætur Gorbatsjovs opinberlega og snemma árs 1987 sagði hann: „Gor- batsjov ber að taka trúanlegan". Þá var hann sakaður um bamaskap af and- stæðingum sínum. Irski lýðveldisherinn í London: Sprenging í breska verðbréfamarkaðnum IRA sprengdi sprengju ( húsi breska verðbréfamarkaðarins ( Lundúnum I gær. Glerbrot og múrsteinar þeyttust út á götuna framan við húsið ( morgunsárið. Engan mann sakaði en sprengjan myndaði holu i vegg byggingar- innar. Þeir 200 menn, sem unnu í húsinu, yfirgáfu það innan þriggja mínútna frá því að maður, sem sagðist tala fyr- ir hönd írska lýðveldishersins, hringdi í alþjóðlega fréttastofu og sagði að sprengja myndi bráðlega springa í byggingunni. Hringt var tvisvar og í annað skiptið var talað með írskum hreimi og gefið upp lyk- ilorð sem breska lögreglan þekkir, en írski lýðveldisherinn, IRA, notar það þegar hann vill að sanna að nafnlaus- ar hótanir hans beri að taka alvarlega. Talsmaður „Scotlands Yards" Georg Churchill- Coleman sagðist halda að sprengjunni hafi verið komið fyrir á karlaklósetti i gestaálmu byggingar- innar sem ekki hafði verið opnuð þeg- ar sprengjan sprakk. Churchill-Cole- man sagði að lögreglan gerði ráð fyr- ir að sprengjunni hefði verið komið fyrir af hryðjuverkasamtökum en fréttamaður Reuters segir, að það nafn noti bresk stjórnvöld á IRA. í fjármálahverfi Lundúna gullu við sír- enur allan daginn og umferðaröng- þveiti skapaðist vegna fleiri sprengju- hótanna sem nokkrir bankar fengu. Enn er skipst á verðbréfum i bygg- ingu breska hlutafjármarkaðarins en slík viðskipti fara nú að langmestu leyti fram í gegnum tölvur verðbréfa- sala. Að sögn Reuters, hafði talsmað- ur Margrétar Thatchers eftir henni að „henni blöskri þegar fólk skilji eftir sig sprengjur á þennan hátt á al- mannafæri". Thatcher komst með naumindum lífs af þegar IRA- sprengja var nálægt því að granda allri ríkisstjórn hennar í Brighton 1982. IRA sprengdi aðra sprengju i miðborg Lundúna fyrr í þessum mán- uði en þetta var fyrsta sprengingin í fjármálamiðstöð i borginni. 1 síðasta mánuði sprakk sprengja í „Charlton"- klúbbnum en Thatcher ásamt mörg- um íhaldsþingmönnum er skráður fé- lagi i klúbbnum. Þá særðust fjórir menn. Frá því í ágústmánuði 1988 hefur IRA staðið fyrir 13 árásum á Bretlandi, flestar hafa beinst að hern- aðarmannvirkjum. Keppa viö IBM: Japanir kaupa tölvufyrirtæki Japanska tölvufyrirUekið Fuj- itsu ætlar að kaupu hlul í breska tiil vu lyrirt ækimi „British eompiiter ICL". I'essi kaup hafa skotið cvrópskuin keppinautum þess skeik i bringu en þeir, sem þekkja til í tölvuiðnaðinum, segja aö það sé bandaríska tölvufyrir- tækið IBM sem Japanir byggist keppa við. „IBM í Bandaríkjiiii- um er cina fyrii tækið seni séttí að liafa áhyggjur",sagði Ðennls Éx- ton, sérfræóingur í Lundúnum hjá „Meríll Lynch and Co". Á Qmmtudag var tilkyunt nö við- ræður færu fram um að Fujitsu eignaðist lilut í ICL og sögðu dag- btðð að hluturínn yrði jafnvel 60% en ICL er eimi fyrirtsekið i Breðandi sem framleiöii stórar tölvur. Með þessum kaupuni niyndi Fujitsu eiga auðveldara incð aö versla innan Evrópu- bandalagsins og keppa þar við IBM. Ef af kaupunum verður inun Fujitsju vcrða annar stærsli tölviifranilciðandi í lieiini en núna er fyrírtækiö í fitntnta sæti. Engu að síður yrði það aöeins cinn rnninti af slærð IBM hclsta keppi- nautar þess sem lengi hcfur vcrið naer einrátt í framleiðslu hvers kyns töivna i heiniiiiuin. í Jiiiöja sseti lolvuiramleiðenda yrði ÐEC en á eftir þcim kæmi Siemens. Fujitsu er þegar í ððrn sæti þeirra fyriríækja, sem framleiða stórar tðlvur, eftir að það keypti 49% hlut i „Amdalil"- tölvufyi itækinu cn Amdahl- fyrirtækið var stofn- áft af fyrrvérandi stjórnanda IBM Og framleiðir stórar tiilvur sem tengst geta I BM-t ol v u m. Þótt ICL sé aðeins níunda stærsta tölvufyr- irtækið í Evrópu á síðasta ári var það eína fyrírtækið sem skilaoi hagnaði (264 millión dala). Exton hjá Mcriil Lynch gcrir ráð jfyrir að ntðrg tðlvniyrirtaíki eigi cftir að hætta starfsemi í Evrópu á næstu áruin. Haiin seglr að cftir vcrði aðeins S fyrirtæki nieð 60% markaðshlutdclld. Þessi fyrirtæki cni IBM, DEC, Fujitsu, Siemens cn í fiminta sæti yrði eitt eftírtal- iiina fyrirtækja OlivcUi, HP eða Tandem. Fékk hugmyndína úr bíómynd: 10 ára drengur kærður fyrir að nauðga tef pum Tíu ára gamall drengur var handtekinii í New York f gær og kærður fyrir aö hafa nanðgað tveimur ungum stnlknm. Líig- reglan í New York hcfur eftir drengnum, að hann hafi dottið þetta í hug eftír að hafa horft a klámmynd. Stúlkurnar, sem hann nauðgaði, voru systor, átta og fjiigurra ára gainlar. Þær voru lagðar á sjúkrahús cftir a»- burðinn sem varð 12. júlí. Tals- maður liigreglunnar segir að drengurinn verði líklega settur í fóstur eða sendur á upptiiku- heimili. Hafa ekki efni á að selja Austur- Evrópuþjóðum olíu: SOVÉTMENN MINNKA OLÍUÚTFLUTNING Sovétmenn hafa dregið úr olíuút- flutningi sínum til Austur- Evrópu- landa um 7 milljón tonn á þessu árí. Þetta hefur gert nýmynduðum lýðræðistjómum erfiðara um vik að losa um 40 ára áætlunarbú- skap sinn og koma á ftjálsu mark- aðskerfi. Mikill eldsneytisskortur varð til þess að verð á bensíni hækkaði um 50% í Tékkóslóvakíu í þessarí viku en samt voru enn langar biðraðir bíla við bensínstöðvar í gær. Pólverjar hafa neyðst til að kaupa hráolíu á alþjóð- legum uppboðsmarkaði. „Ef Pólverj- ar hefðu ekki keypt íranska olíu hjá okkur í þessari viku, skilst mér að þeir hefðu orðið að loka olíuhreins- unarstöðvum sínum", sagði vestrænn viðskiptahöldur. Hann sagði Reuter að hann byggist við að sjá fleiri Austur-Evrópuþjóðir kaupa olíu á vestrænum uppboðsmörkuðum á næstunni. Forsætisráðherra Sovét- ríkjamia, Nikolai Rhyzhkov, til- kynnti fyrr í þessum mánuði að Sov- étmenn myndu draga úr olíuútflutn- ingi til Austur- Evrópulanda um 7 miljónir lesta. Þessi lönd hafa verið háð Sovétmönnum um oliu og munu lenda i alvarlegum vandræðum vegna þessa. Vestrænir fréttaskýr- endur telja að Sovétmenn verði að draga úr olíuútflutningi sínum vegna slæmrar framleiðsluskipulagningar, minnkandi oliuframleiðslu og vegna mikils skorts á vestrænum gjaldeyri til að kaupa fyrir vörur á Vesturlönd- um. í síðustu viku keyptu Sovétmenn korn af tveimur vestrænum aðilum í skiptum fýrir olíu og segja frétta- skýrendur að það sé óvenjulegt. Skotið á laxveiðimann: Norðmenn fyrigefa Norðmenn sögðu í gær að Sov- étstjórn hefði beðist afsökunar á því að sovéskir landamæraverðir fóru yfir landamærin til Noregs, eltu þar og skutu á norskan lax- veiðimann. Embættismenn land- anna hittust í gær og segja Norð- menn að Sovétmenn hafi á þeim fundi harmað atburðinn sem varð 5. júlí. Norskur maður var þá að veiða lax í „Grense-Jakobs"- landamæraánni en hún rennur meðfram 200 km löngum landa- mærum þjóðanna nyrst í Noregi. Hann segir að sovéskir landa- mæraverðir hafi komið að sér og farið yfir ána og skotið að sér tveimur aðvörunarskotum. Sovét- menn sögðu að landamæraverð- irnir hafi haldið sig sín megin ár- innar en Norðmenn báru á móti því og sögðu að málið væri mjög alvarlegt. Með afsökunarbeiðni Sovétmanna er málinu þó lokið að sögn utanríkisráðuneytis Norð- manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.