Tíminn - 21.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 21. júlí 1990
TÍMINN
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarféiögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Glslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason
Skrífstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Slml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldslmar Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu ( 90,- kr og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Völd ráðherra
Menntamálaráðherra hefur tekist að bjarga umtöl-
uðu leyfisveitingamáli um uppgröft fomminja fyrir
hom. Mál þetta er kunnugt af fréttum og er skýrt
dæmi þess þegar minniháttar mál, eins og þama er
um að ræða, er gert að stjómsýslu- og skriffmns-
kuklúðri vegna ofstjómartilhneiginga í nefndum og
ráðum og mislestri á lagabókstaf til þess að ná sínu
fram.
Mál þetta var ekki flóknara en svo, að bandarískur
fomleifafræðingur, sem undanfarin ár hefur stundað
fomleifarannsóknir hér á landi og stjómað í því
sambandi hópi innlendra og erlendra sérfræðinga,
sótti um leyfí til þess að mega halda áfram rann-
sóknum sínum í sumar og ljúka þar með verki sínu
hér á landi.
Með nýjum þjóðminjalögum, sem afgreidd vom
með hraði á síðustu dögum þings í vor, hafði verið
búið til nýtt yfírstjómarbákn þjóðminjamála í líki
tveggja ráða og nefnda, þjóðminjaráðs og fomleifa-
nefndar, og svo óhönduglega frá orðalagi gengið að
hvaða smámunaseggur með ofstjómarskap sem fyr-
ir fyndist í þessum nefndum gat lesið út úr þeim það
sem honum hentaði og gert að stórmáli það sem
ekkert væri, eins og þrasgjömum mönnum er lagið.
Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, hefur
greinilega áttað sig á að andstöðumenn þess að
bandaríski fomleifaffæðingurinn fengi endumýjað
rannsóknaleyfí sitt höfðu skotið yfír markið. Ráð-
herrann hefur nú veitt leyfið, og er það sérstaka mál
þar með úr sögunni.
Hins vegar verður ekki séð að skýringum á þjóð-
minjalögum og leit að skilningi á ýmsum ákvæðum
þeirra sé lokið. Þar er málum skotið á frest. Alþingi
á að taka til nýrrar umræðu hvemig yfirstjóm þjóð-
minjamála skuli vera, með það fyrir augum að yfír-
stjóm og ákvarðanataka sé einfold og skilvirk. Eðli
máls samkvæmt á yfirstjómin að vera í höndum ráð-
herra og er það raunar eins og úrskurður ráðherra nú
ber með sér. Ráðherra hefiir a.m.k. bjargað leyfís-
veitingarmálinu ffá klúðri.
Full ástæða er til að draga úr valdi þjóðminjaráðs
og fomleifanefndar og sameina þessi stjómtæki sem
ráðgefandi nefhd sem ráðherra styðst við ffemur en
að hann láti hana segja sér fyrir verkum. Það er eng-
inn greiði við lýðræðið að valdskerða ráðherra, því
að ráðherra er bundinn af lögum og þekkir almennt
best takmörk valdbeitingar og ber mesta ábyrgð
gagnvart þjóð og löggjafarþingi. Lýðræðið batnar
ekkert við það að skerða ráðherravöld, því einhvers
staðar verður framkvæmdavaldið að vera. Að sjálf-
sögðu getur ráðherra að vissu marki deilt völdum
með ráðum og nefhdum, en það er óæskilegt að fela
nefndum allt of víðtækt úrskurðarvald eða koma
upp stjómtækjum þar sem þröngsýni eða yfirgangur
ná að setja mark sitt á stjómvaldsákvarðanir. Al-
mennt séð er ráðherrum best treystandi fyrir al-
mannavaldinu. Skilningur á því er grundvöllur þess
að hægt sé að ræða valddreifingu af einhverju viti.
Mikael gorbatsjov,
forseti Sovétríkjanna, fór
með sigur af hólmi í at-
kvæðagreiðslum á þingi Kommún-
istaflokksins fyrr í þessum mánuði.
Minnihlutahópamir á flokksþinginu
hvort sem var undir forystu Ligat-
sjovs, sem er trúr marx-leninisman-
un, eða Jeltsins, sem telur þjóðfé-
lagsbreytingar ganga of hægt, hrófl-
uðu ekki við formlegri valdastöðu
Gorbatsjovs í flokknum. Ekki ber
heldur á öðru en að Gorbatsjov og
hans menn fari með óskoruð völd á
efstu stöðum í sovésku stjómkerfi
inn á við og út á við.
Málfrefsisbyfting
Þrátt fyrir þá sterku stöðu sem sov-
étforsetinn hefúr í stjómkerfi alríkis-
ins og flokksveldinu er uppi virk
andstaða við hvort tveggja: flokks-
valdið og stjómkerfið. Svo augljóst
sem það er að umbótahreyfing Gor-
batsjovs hefúr gerbreytt sovésku
stjómkerfi í lýðræðisátt, m.a. með
stofnun fúlltrúaþings og ekki síður
með formlegu afnámi flokkseinræð-
isins, sem áður var óumdeild for-
senda sovésks stjómskipulags, hafa
vaxið upp pólitískar hreyfingar sem
ekki láta sér þessar lýðræðisumbæt-
ur nægja, heldur krefjast frekari
breytinga og í sumum tilfellum alls
annars eðlis en Gorbatsjov hefúr
nokkru sinni látið sér detta í hug.
Umbótahreyfing Gorbatsjovs stefn-
ir í eðli sínu að bættu ffamleiðslu-
kerfi og viðskiptaskipulagi: Hann
vill fyrst og fremst bæta lífskjör og
efnalega afkomu sovétþegna með af-
kastameira ffamleiðslukerfi, meira
vömúrvali og ffamboði neysluvöra.
Hins vegar fólst annað og meira í
umbótahreyfingunni en það eitt að
koma á efnahagsumbótum, sem hafa
reyndar setið á hakanum til þess.
Umbótahreyfing Gorbatsjovs hefúr
að svo komnu máli eingöngu birst
sem lýðræðishreyfing. Forystu-
mönnum þessarar hreyfingar, Gor-
batsjovssinnum, var það áreiðanlega
metnaðarmál að losa um höftin á
lýðræðislegri starfsemi í Sovétríkj-
unum, sem fyrst og fremst átti að
koma fram í málfrelsi og öðra per-
sónuffelsi sem verið hefúr í fjötram
undir einræði kommúnismans frá
upphafi. Umbótahreyfingin beittist
einnig fyrir stjómkerfisbreytingum í
lýðræðisátt, eins og fyrr er að vikið,
sem miðuðu að því að draga úr al-
veldi kommúnistaflokksins.
Engum getur dulist að ávöxtur lýð-
ræðishreyfingar Gorbatsjovs er mik-
ill. Hins vegar þarf ekki að fara í
grafgötur um að þessi „ávöxtur“ hef-
ur í mörgu þroskast á annan hátt en
umbótasinnamir ætluðust til. Það
hefúr alltaf verið einhver landsföð-
urlegur svipur á kerfisbreytingum
Gorbatsjovs. Hann hefúr viljað
stjóma þróuninni eftir sínu höfði og
sennilega trúað því í upphafi að hann
gæti ráðið umræðuefhum á almenn-
um umræðuvettvangi, þ.e. látið um-
ræður snúast um það áhugamál sitt
að endurskipuleggja efnahags- og
viðskiptamálin í þröngum skilningi
þess orðs og fá menn til að fagna í
ræðu og riti lýðræðisumbótum og
stjómkerfisbreytingum að því marki
sem hann og hans menn bára fyrir
bijósti.
En þróun málffelsisbyltingar Gor-
batsjovs hefúr ekki hlítt svo einföld-
um reglum. Meirihluti fólks víðast
hvar um Sovétríkin hefúr vafalaust
verið tilbúinn til þess að nota mál-
ffelsið til þess eins að lofa ffum-
kvöðul þess og lúta landföðurlegri
stjóm hans um það hvaða málefni
skyldu rædd í blöðurn og á mann-
fúndum. En hafi fjöldinn hugsað
þannig, er jafnvíst að aðrir gerðu það
ekki. Gorbatsjov ræður því ekki,
þegar á herðir, hvaða mál era tekin
til umræðu meðal fólks og þaðan af
síður hvaða stefnu slíkar umræður
taka. Þótt Gorbatsjov sé áhrifamikill
ræðuskörangur og vinni sigra á
fúndum og þingum, þá hefur hann
komist að því að hann getur ekki
stýrt hugsun og tjáningu 300 millj-
óna manna af ólíku þjóðemi og
tungu, þegar þessi milljónahundrað
loksins fá ffelsi til að tala. Rækilega
hefúr komið í ljós að málffelsisbylt-
ingin hefúr öðra ffemur leyst úr læð-
ingi þjóðrækni minnihlutaþjóða og
þjóðemis- og sjálfstæðisbaráttu
margrá einstakra lýðvelda í Sovét-
samveldinu. Ekkert af þessu var í
huga Gorbatsjovs þegar hann hleypti
umbótahreyfingunni af stað.
Sjálfstæðisbarátta
Hvergi hefúr það komið ffam að
umbótasinnar í Kommúnistaflokki
Sovétríkjanna hafi upphaflega stutt
Gorbatsjov til valda til þess að vekja
upp þjóðemiskröfur eða sjálfstæðis-
baráttu innan Sovétríkjanna. Margt
mun því koma flatt upp á þá af því
sem gerst hefúr í þeim efnum síðustu
mánuði og misseri. Síðast í þessari
viku gerðist það að þing sovétlýð-
veldisins Úkraínu, sem mun vera
heimaland Gorbatsjovs sjálfs, lýsti
yfir því að Úkraína væri sjálfstæð
gagnvart sovétlögum, áskildi sér
fúllveldisrétt, þótt engan veginn sé
ljóst hvað felst í slíkum yfirlýsing-
imi. Aður haföi sovétlýðveldið Rúss-
land verið með svipaðar sjálfstæðis-
eða fullveldisyfirlýsingar að fram-
kvæði Jeltsins og reyndar fleiri af
sovétlýðveldunum, þótt ekkert þeirra
hafi gengið lengra en Litháen og að
nokkra hin Eystrasaltsríkin tvö, Lett-
land og Eistland, sem virðast stefna
að sjálfstæði gagnvart Sovétríkjun-
um til þess að öðlast fúllveldi í mál-
um sínum.
Nýlega var á ferð á íslandi eistnesk-
ur ráðherra að nafni Endel Lippmaa.
Hann kom hingað þeirra erinda að
kynna íslenskum ráðamönnum
ástand mála í heimalandi sínu og
Eystrasaltslöndunum yfirleitt og
leita stuðnings við sjálfstæðisbaráttu
þeirra. Ráðherrann hélt blaðamanna-
fund og kom fram í útvarpi og sjón-
varpi, þar sem almenningi gafst
tækifæri til þess að heyra mál hans.
Eins og kunnugt er, er Eistland eitt
15 sovétlýðveldanna, hluti af því
pólitíska efnahagsbandalagi sem
Sovétsamveldið er, þar sem alríkis-
valdið í Moskvu er allsráðandi í svo
til öllum greinum þjóðfélagsvalds-
ins. Samkvæmt stjórnarskrá Sovét-
ríkjanna er ríkisvald einstakra lýð-
velda svo takmarkað sem verða má.
Ofan á það bætist síðan að efnahags-
kerfi Sovétrikjanna er miðstýrt ffá
Moskvu, auk þess sem Moskvuvald-
ið getur ráðið fólksflutningum innan
ríkjanna að vild og haft áhrif á
hvemig þjóðemum er blandað í
hveiju lýðveldi, svo að þrengt er að
heimaþjóðinni um mál og menningu
og pólitísk áhrif. Allt er þetta fyrir
hendi í Eistlandi. Eistneska þjóðin er
nánast eins og einn minnihlutanna í
lýðveldinu og mun reyndar vera í
minnihluta í sumum bæjarfélögum.
Hvað stjómarfar og endurappbygg-
ingu varðar er Eistland gersamlega
innlimað í sovétkerfið og því ffemur
sem iðnvæðing hefúr verið ör í land-
inu og samtengd almennri iðnaðar-
uppbyggingu Sovétrikjanna með til-
heyrandi verkaskiptingu „á hag-
kvæmnisgrandvelli“ sem kommún-
isminn tileinkar sér ekki síður en
kapitalisminn.
Jafnvel þótt svona sé ástatt um eist-
neskt þjóðfélag að þar er allt „sovét-
iserað“, eða öllu heldur vegna þess
að svo er, ber nú hæsj í stjómmálum
í landinu kröfuna um að þjóðin öðlist
þegar í stað sjálfstæði og fúllveldi.
Eistneski ráðherrann, sem hér var á
ferð, er fúlltrúi landsstjómarinnar,
sem hefúr lýst yfir því að hún beijist
fyrir fúllu sjálfstæði Eistlands. Hann
hefúr kynnt málið rækilega hér á
landi og vill fá Islendinga til þess að
styðja sjálfstæðiskröfúr þjóðar sinn-
ar. Enginn vafi er á því að Islending-
ár eiga auðvelt með að skilja sjálf-
stæðisþrá Eystrasaltsþjóðanna, því
að hér á landi er allgóð þekking á því
með hvaða hætti þessar þjóðir vora
innlimaðar í Sovétríkin og hversu
miklar ógnir hafa herjað á þessi lönd
á síðustu áratugum.
Örlög Eistlands
Eistneski ráðherrann rifjaði upp
söguna af því, hvemig Eistland varð
háð Sovétríkjunum haustið 1939,
sem endaði með því að landið var
innlimað. Eistland var sjálfstætt riki
1939 og haföi verið u.þ.b. 20 ár, þeg-
ar Hitler og Stalin gerðu með sér
griðasáttmála sem fól það m.a. í sér
að Eystrasaltslöndin skyldu tilheyra
áhrifasvæði Sovétrikjanna. Sovét-
menn létu ekki á sér standa heldur
neyddu Eistlendinga samstundis til
að heimila sovéska hersetu í landinu
og gangast undir pólitískt áhrifavald
Moskvustjómarinnar án þess að
heita ætti að sjálfstæði landsins væri
skert formlega fyrstu mánuði herset-
unnar. En Sovétmenn fúndu tylli-
ástæðu til að setja eistnesku stjómina
af, komu upp leppstjóm sem gekkst
fyrir því að stofnað var sovétlýðveldi
sem sótti um aðild að Sovétríkjun-
um. Þótt hlé yrði á yfirráðum Rússa í
Eistlandi eftir innrás Þjóðveija 1941,
féll landið Sovétrikjunum í hendur
eftir að Þjóðveijar höfðu verið sigr-
aðir.
Þetta era alkunnar staðreyndir og
augljóst að Eistlendingar vora inn-
limaðir í Sovétrikin með nauðungar-
aðferðum og gegn þjóðarvilja. Ekki
er lengra síðan þetta gerðist en svo
að það er í ljósu minni margra núlif-
andi manna, m.a. á íslandi. Örlög
Eistlands og annarra Eystrasalts-
landa hafa síst farið framhjá íslend-
ingum, því að okkur hefur fúndist að
sitthvað væri líkt í sögu okkar og
þeirra. Sérstaklega vora þær kyn-
slóðir Islendinga sem liföu sig inn í
sjálfstæðisbaráttuna gegn Dönum og
vissu hvers virði fúllveldisviður-
kenningin 1. desember 1918 var,
meðvitaðir um sjálfstæðisvilja
Eystrasaltsþjóðanna. íslendingum
hefúr ætíð fiindist eins og allt bæri
upp á sama daginn í sjálfstæðismál-
um þeirra og Eystrasaltslandanna.
Þótt samlíkingin um sögu og sjálf-
stæði Islands og Eystrasaltslanda sé
rétt að því er tekur til atburða eftir
heimsstyrjöldina 1914-1918 og eigi
sér nokkra hliðstæðu á millistríðsár-
unum, nær hún raunar ekki öllu
lengra. Þjóðarsaga íslendinga gegn-
um aldimar markast vissulega af
átökum við erlent vald og ýmiss
konar yfirgang útlendinga, en allt
slíkt bliknar í samanburði við óffels-
is- og kúgunarsögu Eystrasaltsþjóð-
anna, ekki síst Eistlendinga. Þróun-
arsaga sjálfstæðra Eystrasaltsríkja
eftir 1939 á ekkert skylt við það sem
gerst hefúr á íslandi. Eystrasalts-
þjóðimar hafa verið kúgaðar undir
yfirráð Rússaveldis, fyrst með
hrottalegum svikum af miðaldagerð,
síðan reyrt stjómskipunar- og efha-
hagslegum böndum sem enginn
kann í rauninni leið til að leysa þeg-
ar loks fer að rofa til í stjómmálum
Moskvuvaldsins. Eystrasaltslöndin
hafa verið innlimuð í heimsveldi og
ríkjabandalag svo rækilega að þau
geta sig ekki hreyft. ísland hefúr
haldið sjálfstæði sínu og fúllveldi og
ekki aðeins það, heldur víkkað það,