Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 25. júií 1990 Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofun Lyngháls 9, 110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,- , verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hvað er framundan? Þróun kjara- og etnahagsmála kann aö gerbreytast á næstunni í kjölfar úrskurðar félagsdóms í máli Nátt- úrufræðifélagsins gegn ríkissjóði. Ekkert nema nýtt allsheijarsamkomulag um viðnám gegn verðbólgu er til bjargar. Mál Náttúrufræðifélagsins er prófmál sem hefur fordæmisgildi varðandi ágreining Bandalags há- skólamenntaðra manna og ríkisstjómar um þá ákvörðun ríkisvaldsins að fresta að greiða háskóla- menntuðum starfsmönnum ríkisvaldsins 4,5% launa- hækkun 1. júlí sl. Félagsdómur úrskurðar að frestun- in, sem birt var sem einhliða stjómvaldsákvörðun, bijóti gegn ákvæðum kjarasamninga, ríkið hafi ekki haft vald til að fresta launahækkuninni á þennan hátt. Rök ríkisvaldsins í þessu máli vom þau að miðað við almenna og samræmda áætlun um þróun launa- mála og efnahagsmála ylli larmahækkun til háskóla- menntaðra starfsmanna ríkisins nú röskun sem setti þessa þróun úr skorðum. Ríkisstjómin taldi að al- menn fyrirvaraákvæði í samningunum veittu heimild til frestunar launahækkana, þegar þannig stendur á. Af hálfu ríkisstjómar hefur ætíð verið lögð áhersla á að hér væri um frestun að ræða en ekki samningsrof, þótt í hita leiksins hafi ýmsir talað um svik í þessu sambandi. Eins og við mátti búast hrósa forystumenn BHMR sigri eftir þennan úrskurð. Hins vegar óttast aðrir eft- irleikinn í þessu máli. Afleiðingar launahækkunar til háskólamenntaðra manna strax á fyrsta þriðjungi þeirrar launa- og verðlagsstöðvunar, sem aðilar hins almenna vinnumarkaðar og ríkisstjómar ásamt Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja standa að, verða aðeins á einn veg: Launahækkanir í öllum greinum framleiðslu, verslunar og þjónustu í landinu. Því hef- ur verið lýst svo að slíkar launahækkanir staðnæmist ekki við þetta eina þrep, heldur sé komin af stað óstöðvandi víxlverkun í launakerfínu, þar sem ein hækkunin hafí áhrif á aðra. Þar með hefur verðbólgu- skrúfunni verið sleppt lausri, því að verðlag mun ekki síður þjóta upp. Átökin milli verðlags og kaup- gjalds munu óhjákvæmilega segja til sín. Ólafúr Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði í sjónvarpsviðtali að 70-80% verðbólga væri í aðsigi. Ef það er rétt er þjóðarsáttin búin að vera. Svo alvarlega sem horfir um þróun launa- og efna- hagsmála í kjölfar úrskurðar félagsdóms er augljós- lega komin upp ný staða í samskiptamálum ríkis- valds og aðila vinnumarkaðarins, þar með allra laun- þegasamtaka í ríkisþjónustu. Ekki er hugsanlegt að hægt sé að láta staðar numið við þá kaupgjalds- og verðlagsþróun sem í vændum er. Ríkisstjómin hefur það hlutverk að sameina þjóðfélagsöflin um skyn- samlega efnahagspólitík þar sem sérhagsmunasjón- armið verða að víkja fyrir raunsæisviðhorfum. Von- andi endist sérhagsmunaöflunum gæfa til þess að lúta skynsamlegri forystu um nýja þjóðarsátt, ef búið er að kála þeirri sem gerð var í febrúar. GARRI Allt í grænum sjó ICfíir aokkuð langt þóf brostu svo- kaliaðir aðilar vioBumarkaðaríus og skrífuðu undir samnlnga. Þetta gerðist í febrúar. Suinir sögðu að þjððiri belði sast yið sjáifa sig og aðBar vinnumarkaðarins og ríkls- stjðruin elnsettu sér að dgia þjrið- arskútunni í tuttugu mánaða beiti- vindi út úr öldudal bróðir ríkið skyidi ekki taka stærri hlut af ailanutn en svo að eittbvað vserí eftir handa utgerðinni og bú- Setunum. Og það var ekki „síokkió af stað“ Skipstjórínn var 1 vestan af fjörðum, vanur ntaður og lítið skemmdur af iangvaranði setu fyrir verkum að áhöfnin skQdL Si sem fór fyrir óbreyttum básetum kunni að vísu ekki þá lisi, en iiann var staðráðinn i aö halda blut sinna manna óbreyttum og setti alit sitt traust á skipsfjórann. Kokkurinn, fulltrúi bændastéttarinnar á þjóð- arskútu nni, fékk að ftjóta með, en eins og hann sagði sjólfur, sbíptir einna mestu máli að menn fái boU- Meðan allt lék sið Það voru mikhi fleirí um borð, meðal annarra Ijóshærður siáni, sem sumir sögðu að hefði hlotið óvcrðskuldaðan fraina i stjórnraái- um. Olókollurinn lofaði því að stóri um tíma, beldur seglin rtfuð, sknt- ánréttafog aiiar hendur unnu sem ein. Skipstjórinn steig ölduna í brúnni og stýrði einbcittur fram hjá rauðmerktum hættussæðum. GlókoUurinn fylitist einbegu stolti og mcira segja kokkurínn brosti, enda var þetta æviötýri likast þjóðarskútunni Hvað gerðist, ber mönnum ekki alis kostar saman um, en sumir segja aðslysið hafi verið GlókoUi að kenna. Aðrir eru þeirrar skoðunar að hér bafl veríð á ferðinni skipu- iögð starfsemi skemmdarverka- manna, iíkt og á sér stað í sumum úflöndum. Undirrótín var a.m.k. sú sama og undirrót flestra styrjalda og skæruhernaða: einhverjtim fannsf að þeir œttu sldlið betra hlutskipti en þeir höfðu. gengnir hásetar þjóðarskútunnar, sem voru ráðnir upp á hlut hjá <JIó- kolli, sem rufu þjúðarsáttina. Fyrir löngu siðan hafði Glókoilur lofað þetm stærri hlut 1 aflanum, en þeg- ar tii átti að taka vildi bann ckki stanða víð þaö. Langskúiagcngoir hásetar, róðnir upp á hlut hjá Gió- koBL vfldu ekki una þessu og iétu dætna sér stærri hlut, enda ijóst að GiókoHur hafðl svikið ioforðið. Nó talsmaður óbrcyttra háseta, þcgar bann frétti af þessu, að hann viidi fá sfterri bluf líka. Vandinn var bara sá að afli þjóöarskútunnar hafði aidrei vaxið i sanmemi viö óskir áhafnarinnar, það höföu dæroin sannað, Nn stendor kafteinoinri vestan af ekki skipunum, en deUir innbyrðis og aUir vflja fá meira heldur en er tíi. iláskólamennimir hafa að vísu nokkuð fi! sins máls, því þeir eigu meira skilíð heldur en ómenntuð uf- þýðan. m reynir á GlóMl Getur hann sannfært sina menn um að betra sé að bíða meó að vera yflr aðra hafriir þangað tíl sjóferðinni er iokið? Eða gerir það einhver annar? Á meðan við bfðum flýtur þjóðarskútan stjórnlaus milli rauð- merktra hættusvæða. 1 VÍTT OG BREITT !■ ■ ; Umhleypingar Tíðin er umhleypingasöm um þessar mundir og stundum margátta og spár um veðrin á morgun og hinn því allar á reiki. Pólitíkin dregur dám af veðurlag- inu og hvirfilvindamir þjóta svo hamslausir um völlinn að hægri og vinstri hafa tapað öllum áttamiðun- um og maður veit varla lengur hvað er upp og hvað niður og þá náttúr- lega alls ekki hvert aðdráttaraflið togar. Náttúrulögmálin eru úr lagi færð. Össur Skarphéðinsson er á hrað- ferð inn í Sjálfstæðisflokkinn, þar sem Albert er orðinn innsti koppur í búri og bæði málgögn íhaldsins ríf- ast hástöfúm um hvort flokkurinn sé forystulaus eða megi una við sinn forystusauð. Guðmundur jaki, formaður Dags- brúnar og Verkamannasambands- ins, er einnig á pólitískri hraðferð og stefhir í valdamiðju Alþýðu- flokksins og hótar stofnun Verka- mannaflokks, verði honum ekki vel tekið þar. Um öll þessi undur og mörg fleiri getur að lesa í málgögnum stjóm- málaflokkanna um helgina og i gær. Athafnir og hugsjónir Moggi, sem hvetur skribenta sína til að skrifa stutt, splæsti 4 síðum á athafriamanninn Össur, sem íyrir skömmu var Þjóðviljaritstjóri og frambjóðandi komma í borgar- stjóm. Hann er nú orðinn forstjóri og telur að athafrialífi framtíðarinn- ar sé best borgið með hinni nýju kynslóð Sjálfstæðisflokksins, eins og komið er til skila í súperviðtal- inu í helgarmogga. Það gleymdist að taka fram, hvort Hannes Hólmsteinn tilheyrir nýju íhaldskynslóðinni, eða hvort hann er orðinn skallauppi. Hitt fer ekki milli mála að Össur tryggingaforstjóri og unga fijáls- hyggjukynslóðin munu gera þann uppskurð á þjóðfélaginu sem þarf, segir Össur Skarphéðinsson, at- hafhamaður og hugsjónamaður, eins og núverandi Þjóðviljaritstjóri kallar piltinn í fomndran sinni yfir inyntsp / mUÐSVID & LÞÝDUFLOKKINI moggaviðtalinu mikla við forvera sinn í ritstjórastóli málgagns verka- lýðshreyfingar og alls þessa. Þjóöarsáttin heldur Dagsbrúnarformaður viðrar sín sinnaskipti í Alþýðublaðinu og er orðinn krati. Þó að þvi tilskildu að útflutningur verði gefinn alfijáls og að láglaunastéttir verði ekki lög- bundnar í landinu til eilífðamóns. Hvemig krataflokkurinn á að koma í veg fyrir það veit Guðmundur J. Guðmundsson einn, því það er fyrir löngu búið að gera þjóðarsátt um að helmingur þjóðarinnar líti aldrei upp úr striti og afborgunum sem renna til hins helmingsins. Það þarf eitthvað meira en flokkaflæking og samþykktir landsfunda til að ijúfa þann sáttmála. Össur er mátulega sloppinn, því Jakinn segir um allaballana að flokkur sem eyðir 70% af orku sinni í innbyrðis deilur verði ekki langlíf- ur og er Steingrími landbúnaðarráð- herra valinn framtíðarstarfi sem hentar honum betur en afskipti af þjóðmálum, en það er staða fjall- kóngs norður í Þistilfirði. Sá sterkasti Innbyrðis deilur málgagna Sjálf- stæðisflokksins um forystu og for- ystuleysi flokksins em valdabarátta mílli málgagnanna. DV segir flokk- inn vera forystulausan, þótt flokk- urinn hafi 60% fylgi í skoðana- könnunum og sveitarstjómum. En Moggi segir forystu Þorsteins hreint frábæra og byggist það á því að Morgunblaðið segir formanninum fyrir verkum og hann hlýðir, en það gerir Davíð varaformaður ekki. Að mati höfuðmálgagnsins er sú forysta góð sem það fær að stjóma. En þar sem einhugur rikir hvergi um forystuvandamál Sjálfstæðis- flokksins, þótt Albert ambassador lýsi yfir eindregnu fylgi við flokk- inn og sé eini sendiherra þingræðis- ríkis í heiminum sem tekur svo skýra flokkspóltíska afstöðu, væri ekki úr vegi fyrir ihaldið að fá nýtt blóð til að sameina öll þau ólíku sjónaramið sem regnhlífarsamtökin Sjálfstæðisflokkur samanstanda af. Þegar sá ferski athafha- og hug- sjónamaður Össur Skarphéðinsson tekur höndum saman við nýju fijálshyggjukynslóðina verður hann tilvalið leiðtogaefni sem allir sannir sjálfstæðismenn geta sameinast um. Hver veit nema að Jakinn verði þá orðinn svo stórt kratanúmer að hann geti orðið höfuðandstæðingur þeirr- ar nýju forystu framsækinna íhald- safla sem gera mun nauðsynlegan uppskurð á þjóðfélaginu, eins og Össur ætlar sér. Nema að hægt verði að sameina þetta allt saman í einn Evrópu- bandalagsvöndul krata og íhalds sem leiða munu þjóðina hönd í hönd inn í sæluríkið. Við það gæti átt lýsing Guðmund- ar J. um draumamarkað íslenskra fiskverkenda, sem er Bretland. Á þann markað er nefnilega hægt að sulla saman beini, roði og ormum í eina pakkningu. Svona þjóðfélagsmálapakka er upplagt að prakka upp á innan- landsmarkaðinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.