Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Trvggvagötu. g 28822 ______ NISSAN Réttur bíll á réttum stað. A. Ingvar I f | Helgason hf. SævarhÖfða 2 Sími 91-674000 L0ND0N - NEW YORK - ST0CKH0LM DALLAS T0KY0 Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíniinn MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ1990 Úrskurður ríkisskattstjóra: KEYPTUR KVOTI ER SKATTSKYLDUR Kvótinn er skattskyldur, var svar ríkisskattstjóra tii skattstjór- ans á Norðurlandi eystra sem óskað hafði eftir áliti ríkisskatt- stjóra á skattalegrí meðferð kvótakaupa. Þessu áliti ríkis- skattstjóra hefur veríð komið til skattstjóra um land allt sam- kvæmt frétt í Fiskifréttum. Verði reyndin sú að fyrirtæki verði framvegis að eignafæra kvótann í stað þess að gjaldfæra hann eins og gert hefur verið til þessa getur það haft mikil áhrif á þau fyrirtæki sem keypt hafa kvóta, að sögn Fiski- frétta. Blaðið segir að mörg vel rekin fyrirtæki hafi varið hagnaði sínum til kvótakaupa og ekki þurft að greiða skatt af þeim hagnaði sem þannig var varið. Mikil umsvif Samheija hf. á Akureyri í skipa- og kvótakaupum er sögn helsta ástæða erindis skattstjórans á Norðurlandi eystra. Á hinn bóginn hefiur blaðið það eftir hagffæðingi LÍÚ að niður- staða ríkisskattstjóra í þessu máli stangist ljóslega á við 1. grein laga um stjómun fiskveiða. En þar væri skýrt kveðið á um að nytjastofnar á Islandsmiðum séu sameign ís- lensku þjóðarinnar og að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignar- rétt yfir þessum veiðiheimildum. í bréfi sinu til ríkisskattstjóra óskaði skattstjórinn á Norðurlandi eystra svara um skattalega meðferð á kaupum veiðiréttinda m.v. fems konar tilvik. í svari ríkisskattstjóra fólst eftirfarandi: Kaup á tímabundnum veiðiheim- ildum em sambærileg við leigu. í slíkum tilvikum hefur ekki verið um skattaleg vandamál að ræða. Enda era þessi veiðiréttindi gjald- færð hjá kaupanda og tekjufærð hjá seljanda. Kaup á varanlegum veiðiheimild- um em aftur á móti vandamál að mati ríkisskattstjóra. Slík réttindi beri að eignafæra á kostnaðarverði. En jafnffamt er fallist á að fyma megi slík réttindi og er 8% fyming- arhlutfall talið eðlilegt. Þegar skip er keypt til úreldingar telur ríkisskattstjóri að greina verði á milli kaupverðs veiðiheimilda þess og skipsins sjálfs. Kvótann eigi að telja fram sem eign, fyman- lega eins og fyrr segir. Sama regla gildi einnig mn kaup á skipi til rekstrar með tilheyrandi veiðirétt- indum. Úreldi útgerð eigið skip og flytji kvótann yfir á önnur skip sín er þess hins vegar ekki krafist að slík áunnin réttindi í skattalegu tilliti séu færð til eignar hjá eigendum viðkomandi skipa. Það er fyrst við kaup eða sölu þessara réttinda sem krafa er gerð til skattalegra færslna samkvæmt bréfi ríkisskattstjóra. —HEI Tilboð opnuð í smíði nýs dráttarbáts fyrir Hornar- fjarðarhöfn: Bretar lægstir Opnuð hafa verið tilboð í lóðs- og dráttarbát fyrir Homafjarðarhöfn. Lægsta tilboðið átti enskt fyrirtæki og hljóðar það upp á rúmlega 35 milljónir króna. Lægsta innlcnda til- boðið átti Stál hf. á Seyðisfirði og munaði um 700 þúsund á þvi og lægsta tilboðinu. Hæsta tilboðið átti Dröfn sf. sem hljóðaði upp á rúmlega 58 milljónir. Um er að ræða tilboð í bát sem verð- ur að hafa mikla toggetu og sjóhæfni vegna hinna erfiðu aðstæðna sem em við Homafjarðarós. Þetta er svokall- að alútboð, þ.e.a.s. væntanlegur verktaki sér bæði um hönnun og smiði. Tilboðin em nú í athugun og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir innan mánaðar. -hs. Gagnfræðaskóli Akureyrar: Tilraun gerð með kynskiptar Á vetrí komanda verður gerð tilraun með að skipta nemendum f bekkjardeildir eftir kynjum í 8.bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar. Skólinn hefur fengið styrk frá: Menntamálaráðuneyti, Jafnréttis- nefnd Akureyrar og Kennarasambandi íslands til verkefnisins. Meginmarkmiðiö er að rannsaka áhríf kynjaskiptingar á námsár- angur með sérstakrí áherslu á árangur stúlkna í raungreinum. Umsjónarmenn með verkefninu verða Valgerður Bjamadóttir félags- ráðgjafi og Kristján Magnússon skólasálffæðingur en Kristján hefur unnið að hliðstæðum verkefhum í Danmörku um 5 ára skeið. 126 böm munu taka þátt í tilrauninni og skipt- ast þau í 5 bekkjardeildir. Ein deildin verður blönduð en tvær eingöngu skipaðar stúlkum og tvær drengjum. Tilgangurinn með tilrauninni er að sjá hvort ekki er hægt að ná fram betri námsárangri með þessu móti. Reynslan hefur sýnt að stúlkum gengur verr í raungreinum og þær sækja þessar greinar síður í fram- haldsskólum. Erlendar rannsóknir benda til þess að strákar séu ffekari á athygli og við viljum láta reyna á hvort hægt er að lyfta stúlkunum upp með þessu móti. Tilraunin stuðlar líka að betri yfirsýn yfir sjálfsmynd og sjálfsöryggi kynjanna og gefur tækifæri á að styrkja sérkenni hvors hóps fyrir sig. Skólinn hefur hlotið styrki til þessa verkefnis og mun því fé m.a. verða varið til að fá til Akur- eyrar danskan uppeldisffæðing sem hefur unnið að svipuðum rannsókn- um í Danmörku. Hann mun halda námskeið i haust fyrir þá kennara sem taka þátt í tilrauninni. Þá mun Kennarasambandið greiða laim kennara, sem nemur tveimur vinnu- stundum á viku, til þess að auðvelda þeim að safha gögnum um árangur deildir tilraunarinnar. Þetta er vissulega umdeild ráðstöfun en þess verður gætt að leyfa foreldr- um að fylgjast vel með ffamvindu mála. S.l. vor var nemendum kynnt tilraunin og haldinn fundur með for- eldmm. Kynskiptingin verður aðeins reynd hjá þessum eina árgangi. Reynslan verður svo að skera úr um hvort ástæða reynist til að kynskipta bekkjum i ffamtíðinni. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.