Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 9
Tíminn 8 Miðvikudagur 25. júlí 1990 Miðvikudagur 25. júlí 1990 Tíminn 9 Eftir Sólveigu Ólafsdóttur Konur f meirihluta í kennslu og fá makana með út á land í Reykjavík sóttu 146 kennarar um stöður við grunnskóla höfuðborgarinnar og hafa 68 einstaklingar þegar verið ráðnir, þar af þriðj- ungur í skertar stöður. A sama tíma er aðeins helmingur þeirra sem starfa við vestfirska skóla með kennsluréttindi, og ekki einn ein- asti nýútskrifaður kennari hefur sótt um stöðu í Norðurlandsumdæmi vestra. Fræðslustjórar landsbyggðarumdæmanna telja margir að þar sem konur séu nú yfir- gnæfandi meirihluti kennara reynist erfitt fyrir þær að telja maka sina á að flytjast landshomanna á milli, auk þess sem kynn- ingu á kennslu úti á landi mætti bæta í Kenn- araháskóla Islands. Offramboö í Reykjavík en aðeins 68 nýráöningar Ragnar Georgsson hjá Skólaskrifstofu Reykjavíkur sagði að 148 umsóknir hefðu borist í kennarastöður í grunnskólum borg- arinnar. Hann sagði þetta vera ívið hærri tala en vant væri. „Af þessum hópi hafa skólastjórar þegar gert tillögu um setningu 68 nýrra kennara," sagði Ragnar. „En þessir 68 eru ekki nærri allir í fullar stöður.“ Ragnar sagði að meira en þriðjungur af þessum kennurum óskaði ekki eftir nema hálfri stöðu, eða 2/3 úr stöðu, þannig að stöðugildin sem búið væri að ráða í væru mun færri. Hann sagðist ekki hafa gert neina könnun á þessum 146 manna hóp, en þama blönduðust saman kennarar utan af landi sem væm reiðubúnir að kenna annars staðar, nýútskrifaðir kennarar og svo kennarar sem hafa starfað annað í millitíðinni. Að sögn Ragnars em engir leiðbeinendur, þ.e. réttindalausir kennarar, í þessum hópi umsækjenda, en það sýndi sig oft að í lok ág- úst að einstaka kennarar hafa ekki séð fyrir sínar ástæður og biðja um að mega frá að hverfa, og því kæmi ofl viðbótar kennara- þörf í bytjun skólaársins og skólastjórar þyrftu heimild til að ráða leiðbeinanda þá. Konur kjósa skertar stööur til aö vera í Reykjavík „Það er mjög mikið af konum í kennara- stéttinni á gmnnskólastiginu. Nýútskrifaðir kennarar em búnir að hreiðra um sig héma, þetta er fólk ekki lengur svo mjög ungt, það hefur verið þijá vetur við nám og oft í sam- búð eða gift. Skýringin er áreiðanlega stund- um sú að makinn er hér í námi í Reykjavík eða í vinnu og karlamir fylgja ekki svo gjaman konunum eftir. Þeir em miklu tregari í taumi fyrir þær en konur fyrir karla,“ sagði Aslaug Brynjólfsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, er hún var spurð um ástæður á offramboði kennara á höfuðborgarsvæðinu meðan skortur er á þeim úti á landi. Áslaug sagðist hafa orðið vör við það að konumar væm bundnar af því að vera þar sem eiginmaðurinn er þegar þeim er bent á staði í dreifbýlinu þar sem vantar kennara. „Jafnvel þó að þetta fólk sé í húsnæðishraki þá virðist það heldur vilja kúldrast hér,“ sagði Áslaug. Hún taldi að hátt hlutfall af skertum kenn- arastöðum í Reykjavík kæmi einnig til af því að konur tækju heldur hálft starf hér en að fara í fullt starf úti á landi. skólinn ekki staðið sig. Hvað snertir kynningu á skólum umdæmis- ins í Kennaraháskólanum sagði Pétur að fjölmargir skólastjórar þess hafi farið í skól- ann til að kynna sína skóla, og lagt ffam ým- is gögn um það. „Eitt árið sendi ég öllum nemum á síðasta ári bréf þar sem ég kynnti fyrir þeim mögu- leikana á Vestfjörðum og sendi þeim jafn- framt yfirlitsrit um skólana, hvað hér væri gert og hvemig þeir væru. Það er held ég eina árið sem ég hef ekki fengið kennara þaðan, hvort sem það var nú því um að kenna eða ekki!“ sagði Pétur. Hann sagði að hvert einasta ár hafi þeir haff samráð við skólanefndir og skólaskrifstofur í þéttbýlinu, og fengið hjá þeim nöfn þeirra sem sótt hafa um en ekki fengið stöður, og hann bendi síðan skólastjómm á að hringja í þetta fólk. „Ein skýringin á þessum skorti er sú að kennarastarfið er í vaxandi mæli kvenna- starf, og það virðist nú vera þannig að kon- umar eiga erfiðara með að teyma karlana með sér út í dreifbýlið en öfugt,“ sagði Pétur. Hann sagði að ekki væri mikil fjölbreytni fyrir langskólagengna menn í litlum sjávar- þorpum, og að það kynni að ráða einhveiju um að starfsframboð maka sé ekki nægilegt. Það skýrði hins vegar ekki af hveiju það væri ekki síður erfitt að manna skólana á Isa- firði, sem er stærri staður og úr mörgum störfum að velja. „Bestu skólamir að manna hér em minnstu skólamir. Þeim fylgir yfirleitt ódýr íbúð og ágætis aðstaða og tekjumöguleikar em mjög góðir, eins og reyndar í öllum skólum hér. Ménn geta fengið mikla vinnu og hafa alla- jafna ódýrt húsnæði og flutningsstyrki,“ sagði Pétur. „Eitthvað mun þetta lagast í ág- úst, en ég sé fyrir mér vandræði samt sem áður í mörgum skólum." Enginn nýútskrifaður í kennslu á Noröurlandi vestra „Því er ekki að leyna að það er heldur verra hljóð hér en undanfarin ár. Það liggur engin umsókn fyrir frá nýútskrifuðum kenn- ara eða kennumm sem hafa útskrifast und- anfarin tvö þrjú ár. Okkur finnst það hart þegar útskrifast kannski um hundrað á ári að það komi enginn í okkar hlut,“ sagði Guð- mundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri Norður- landsumdæmis vestra, er hann var spurður um horfur á ráðningum í ár. Guðmundur Ingi sagði að í hans umdæmi væm um 150-200 stöður, og enn sem komið væri, væri nær eingöngu um tilfærslur innan umdæmis að ræða og leiðbeinendur sem verið hafa í starfi, en nýráðningar kennara hafi ekki komið upp á borð hans og mjög lít- ið væri spurt um kennarastöður. Hann sagði þetta allt hafa sínar skýringar, það væri ekki alltaf það að fólk vildi ekki fara út á Iand heldur gæti það ekki vegna maka sinna sem ekki fengju vinnu, og það jafnvel bundið eignum. Guðmundur Ingi sagði að eftir því sem honum væri kunnugt væri lítið gert af því í Kennaraháskólanum að kynna fyrir nem- endum starfsaðferðir í litlum skólum þar sem samkennsla væri nauðsyn. „Þær vilja vera hér, og þær hafa ekki tök á því að vinna vegna bamapössunar. Það er erfitt að fá nema hálfsdags vistun og þá geta þær ekki verið í fnllu starfi, þær hafa ekki aðstöðu til þess,“ sagði Áslaug. Áslaug sagði ennffemur að meðan skóla- dagurinn er svona stuttur væri þetta alltaf erfitt fyrir konur, það þekktist ekki annars staðar í heiminum að böm mættu í skóla eft- ir hádegi. Þá sagði hún að það væri mjög óheppilegt þegar kennarar sem væm búnir að ganga frá ráðningu ákvæðu allt í einu að hætta við. „Skólastjóramir hafa gert stundatöfiu á vor- in, svo að foreldrar viti t.d. hvort bam sem hefur verið fyrir hádegi á að vera eftir há- degi, því margir þurfa að skipta um vinnu vegna þess og þurfa að vita þetta með svo- litlum fyrirvara. Svo getur einn kennari koll- varpað öllu ef ekki er hægt er að ráða annan kennara sem getur gengið inn í nákvæmlega sömu stöðu eftir stundatöflu,“ sagði Áslaug. Hún sagði að því hefði komið upp að ráðn- ir hafa verið leiðbeinendur að haustinu til, þar sem kennarar væm þá ekki lengur til staðar. „Því hefur ekki verið laust við það að ráðn- ir hafa verið leiðbeinendur í Reykjavík þó að það ætti ekki að þurfa miðað við hvað það er mikið af umsóknum á vorin,“ sagði Áslaug. Góöir tekjumöguleikar í kennslu úti á landi Að sögn Péturs Bjamasonar, fræðslustjóra Vestfjarðarumdæmis, hefur verið óvenju lít- ið um umsóknir nú, þó svo að slæmt hafi verið undanfarin ár. Pétur sagði að nú væri verið að ganga frá undanþáguráðningum, því þær umsóknir lægju fyrir hjá skólanefnd- um, en útilokað væri að nefna tölur í bili. „Við höfum verið með mjög hátt hlutfall, hæsta hluta leiðbeinanda undanfarin ár, og það verður það vafalaust áfram. Ef svo held- ur fram sem horfir sýnist mér að hlutfallið verði svipað og síðustu ár, það hefur verið til helminga,“ sagði Pétur. „Það bendir ekkert til þess að nein uppsveifia sé i vændum." Pétur sagði að þeir ættu engar skýringar á því hve illa tækist að fá kennara í vinnu út á land. „Það útskrifast stöðugt þó nokkur slæðing- ur af kennumm og þéttbýlið tekur ekki við nema takmarkað, svo það væri fróðlegt að vita hvað verður af þeim sem útskrifast og fara ekki i kennslu,“ sagði hann. Pétur sagði að i KHÍ hefði verið gefinn kostur á æfingakennslu út um land um margra ára skeið. Hann sagði að uppi væm áform að bæta stöðuna hvað varðar kennslu í fámennum skólum, en þar hefði Kennarahá- því að ráða leiðbeinendur við skólana, og helst þá sem hafa reynslu af kennslu. Fjarkennsla kennaranáms undirbúin Hjalti Hugason, aðstoðarrektor Kennarahá- skólans, sagði að lengi hefði verið til umræðu við fræðslustjóra umdæmanna á hvem hátt kennaranámið ætti að taka á þessum sérstöku starfsháttum skólanna á landsbyggðinni. „Ýmsir hafa verið þeirrar skoðunar að við sinntum því ekki nóg, og við munum í endur- skipulagningu kennaranámsins, sem fer fram núna næsta vetur, mjög taka á þeim þætti með- al annars, og reyna að efla umfjöllun um fá- mennu skólana," sagði Hjalti. Hann sagði að sem liður í því að búa fólk undir störf á landsbyggðinni hefðu þeir lagt á það töluvert mikla áherslu að nemendur tækju hluta af æfmgakennslu sinni í slíkum skólum og ákveðinn ferðakostnaður væri greiddur i því sambandi til þess að nemendur þyrftu ekki að verða af þeirri reynslu af fjárhagsástæðum. „Þetta hefúr mælst nokkuð vel fýrir hjá okk- ur, og án þess að ég hafi athugað það sérstak- lega myndi ég álíta að það ætti vaxandi vin- sældum að fagna. kannski vegna pínulítils áróðurs og þrýstings héðan,“ sagði Hjalti. Hjalti sagði ennfremur að margir af þeirra nemendum væru af landbyggðinni, og kenn- aranám hefði að því er virtist lengi höfðað frekar til landsbyggðarfólks en annarra. Þá væri einnig mikið af þeirra nemendum sem hefðu þegar stundað kennslu um tíma úti á landi áður en þeir hæfu nám, og þekktu því þessa skóla af eigin raun. „Það er hins vegar stórt vandamál að kenn- araskorturinn í afskekktustu byggðunum virð- ist ekki leysast sjálfkrafa með aukinni aðsókn í kennaranám," sagði hann. Hjalti sagði að það væri þó afar skiljanlegt, fólk kæmi til Reykjavíkur og byggi þar í þijú ár og margt breyttist á þeim tíma. „Það er kannski ekki endilega eðlilegt að fólk hverfi til upphaflegra heimaslóða i kennslu, sem við teljum þó að væri afar æskilegt,“ sagði hann. Hjalti sagði að nú væru uppi mjög róttæk áform til þess að leysa þessi mál þar sem væri „dreifð og sveigjanleg kennaramenntun“. Þar væri efnt til kennaramenntunar sem væri hugsuð þannið að fólk geti áfram búið á heimaslóðum og stundað námið þaðan, hugs- anlega með starfi. Fræðslustjórar hafa hins vegar bent á að þessi góða tilraun um fjar- Tlmamynd: Pjetur kennslu fyrir leiðbeinendur og aðra sé í raun andvana fædd verði þetta ekki metið sem láns- hæft nám. Konan víkjandi aöili í búsetuákvöröunum Hjalti sagði að kennaraskorturinn úti á landi væri ekki vegna þess að KHÍ útskrif- aði of fáa nemendur. „Eg velti því stundum fyrir mér sjálfur hve mikill hluti af skýringunni felst í því að yf- irgnæfandi meirihluti okkar nemenda, yfir 85%, er konur. Er það erfiðara fýrir konu sem aflað hefur sér kennaramenntunar að flytja út á landsbyggðina, með fjölskyldu og mann í eftirdragi sem þarf að fá vinnu við sitt hæfi, heldur en karlmann? Er það frekar þannig að kona myndi fylgja manni sínum út á land en maður konu? Kennara- hjón eru sárafá að verða í seinni tíð, meðal annars vegna þess hve karlpeningurinn er orðinn sjaldgæfur hjá okkur. Ég hef þá skoðun að í þeim samböndum þar sem kon- an er kennari, þá er hún víkjandi aðili í þessu samspili og það sé þá karlmaðurinn sem er með aðra menntun sem ráði endan- legri búsetu," sagði Hjalti. —só Frá kennslustund í grunnskólanum í Hveragerði. „Það er náttúrlega ekki spuming að þar em hlutir sem menn þekkja ekki þegar þeir koma út í litla skóla, og ef til vill er það eitt- hvað sem menn óttast," sagði hann. Guðmundur Ingi sagði að oft þyrfti að hafa tvo til þrjá árganga í sömu kennslustofu sem yrði að kenna saman. „Þetta held ég að Kennaraháskólinn leggi mjög litla áherslu á við sína nemendur. Þrátt fyrir það eru um 100 skólar í landinu sem þurfa að nota þetta kerfi að öllu eða ein- hveiju leyti. Þetta er helmingurinn af skól- um í landinu, en þeir eru náttúrlega með miklu færri nemendur,“ sagði Guðmundur Ingi. Hann sagði að þó nokkuð væri um það að skólastjórar umdæmisins fæm og kynntu skóla sína í Kennaraháskólanum. Einnig væri mikið um að þessir skólar væm aug- lýstir uppi í Kennaraháskóla með myndum, en erfitt væri að „markaðssetja“ skólana fVekar en gert er og ekki væri ætlað mikið fyrir auglýsingakostnaði hjá hinu opinbera varðandi stöður. Hins vegar skorti á kynn- ingar á skólum úti á landi í Kennaraháskól- anum. „Hvort það er svo skylda Kennaraháskól- ans er aftur spuming. Hann lítur á sig sem háskólastofnun og á auðvitað ekki að reka áróður fyrir einu frekar en öðm,“ bætti Guð- mundur við. Landsbyggðin á erfitt meö aö taka viö mökum kennara Trausti Þorsteinsson, fræðslustjóri Norður- landsumdæmis eystra, sagði að viða væri ekki fullráðið í skólana ennþá. „Það er afar dauft yfir kennararáðningum eins og er og hefur verið í nokkum tíma,“ sagði hann. Trausti sagði að þetta væri svipað og á und- anfomum ámm. Nýútskrifaðir kennarar væm einhverra hluta vegna tregir til að fara út á land, það vantaði kannski meiri kynn- ingu í Kennaraháskólann á skólum úti á Iandi. „Stærsti hlutinn af nýútskrifuðum kennur- um er konur og þá er þetta líka spumingin um vinnu fyrir eiginmann ef hann er fyrir hendi. Það er kannski erfiðara fyrir landsbyggðina að taka við hjónum, þar sem makinn vill fara í annað starf en kennslu,“ sagði Trausti. Hann sagði að skólar væm þegar bytjaðir á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.