Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.07.1990, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Miðvikudagur 25. júlí 1990 rkvr\r\^«j i «nr Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 1990 Dregið var í vorhappdrætti Framsóknarflokksins 15. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29352 2. vinningur nr. 14359 3. vinningur nr. 38822 4. vinningur nr. 8039 5. vinningur nr. 13391 6. vinningur nr. 33369 7. vinningur nr. 14360 8. vinningur nr. 14874 9. vinningur nr. 127 10. vinningur nr. 33064 11. vinningur nr. 2606 12. vinningur nr. 6749 13. vinningur nr. 17642 14. vinningur nr. 29032 15. vinningur nr. 13417 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá úrdrætti. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-21379. Framsóknarflokkurinn Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofur Framsóknarflokksins að Nóatúni 21 verða lokaðar frá og rmeð 2. júní 1990, vegna sumarleyfis starfsfólks. Framsóknarflokkurinn. Þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 31. ágúst til 2. september. Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þingsins og er hægt að ná í hann hér á Tímanum í síma 686300 frá kl. 9.00-13.00. Héraðsmót framsóknarmanna í Vestur-Skaftafellssýslu verður haldið í Tunguseli í Skaftártungu laugardaginn 28. júlí og hefst kl. 23. Hljómsveit Stefáns P. leikur. Framsóknarfélögin REYKJAVÍK, SUMARFERÐ Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 11. ágúst. Að þessu sinni verður farið á Snæfellsnes. Ferðatilhögun verður nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðið. Garðsláttur Tökum aö okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna! Hver er maðurinn? Robin Williams sést hér ásamt konu sinni, Marciu, og bami þeirra í New York. Þetta er samt ekki hvers- dagklæðnaður leikarans því þessi mynd er tekin í hléi á nýjustu mynd Robins sem heitir The Fisher- King. Eftir hlutverk hans í myndinni Dead Poets Society var hann beðinn um að taka þátt í herferð sem fólst í því að fá fleiri kennara til að kenna í breskum skólum og styrkja þá. Stjómendur herferðarinnar ætla sér að nota Robin í sjónvarps og dag- blaðsauglýsingum. í myndinni (De- ad Poets Society) lék hann skemmtilegan kennara sem nem- endur dáðu og virtu. Kiefer og Júlía - alltaf saman Þessi mynd var tekin af þeim Kie- fer Sutherland og Júlíu Roberts á flugvelli í Los Angeles. Þau sjást varla án hvors annars og em mjög hamingjusöm. Bráðlega verður frumsýnd í Bandaríkjunum myndin Flatliners en þau leika bæði i þeirri mynd. Sú mynd fjallar um hóp fólks sem ger- ir einhverskonar tilraunir með líf manna og fara þær á annan veg en búist hafði verið við. Þetta er spennumynd með dulrænu ívafi. Kiefer, sem var áður giftur, skildi við konuna sína svo hann gæti ver- ið með Júlíu. Flann hafði verið gift- ur í tvö ár. Hann er ekki sagður myndarlegur í útliti en hefur mikla persónutöffa til að bera. Það sama hefur verið sagt um föður hans, Donald Sutherland en hann var vin- sæll hjá kvenþjóðinni og var ást- maður margra fallegra kvenmanna. Júlía, sem valin var ein af falleg-' ustu konum heims á þessu ári, heillaðist gersamlega af Kiefer og búist er við að þau gifti sig bráð- lega. Júlía og Kiefer em í gtfb'ngarhugleiðingum Hér heldur ein stúlka á kanínunni sem hún fær að taka meö sér heim. HÆGT AÐ FÁ DÝR AÐ LÁNI í öllum bamaskólum er hægt að fá lánaðar bækur heim til sín í ein- hvem tíma. En í skóla einum í Kali- fomíu geta krakkamir fengið dýr að láni heim til sín. „Þetta byijaði allt á því er nokkrir krakkar fundu særða dúfu og fengu að hafa hana í skólastofunni þar til henni batnaði. Því næst fundu þau fuglaunga sem þau ólu upp“, segir Doug Kaye, kennari bamanna. „Eg tók eftir því hversu annt krökkunum var um dýrin og hversu mikla ábyrgðartil- fmningu þetta veitti þeim“. Kaye ákvað því að gera eitthvað meira í málinu og nú em um nokkur hundr- uð dýr í skólanum sem leigð em út. Allskyns dýr em þama t.d. kóngu- lær, eðlur, froskar, hamstrar, kanín- ur og slöngur. Krakkamir skiptast á að gefa dýmnum og hreinsa búrin þeirra í skólanum. Þegar dýr er tek- ið að láni heim í einn dag eða yfir helgi þá fær lántakandinn nákvæm- ar upplýsingar um hvemig á að fara með dýrið og hvað á að gefa því að borða. Krakkamir þurfa að sjálf- sögu að sýna skriflegt leyfi frá for- eldrum sínum. Robin Williams og ffú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.