Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. ágúst 1990 Tíminn 3 Aukaaðalfundur Almenna bókafélagsins: HLUTAFÉ AUKIÐ UM 90 MILLJÓNIR Á aukaaðalfundi Almenna bókafé- lagsins, sem haldinn var 9. ágúst síðastliðinn, var hluthöfum gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Sam- þykkt var á fundinum að nýtt hluta- fé í fyrirtækinu yrði allt að 90 millj- ónir. Fyrirtækið á við mikla erfiðleika að stríða og m.a. kom fram i árs- reikningi félagsins, sem birtur var á apríl s.l., að hallinn á rekstrinum f fýrra var um 41 milljón. Ástæðum- ar eru margar, m.a. hefur verið sam- dráttur á bókamarkaðnum og það er ljóst að það em miklir erfiðleikar í bókaútgáfu almennt, og ekki bara hjá Almenna bókafélaginu, sagði Oli Bjöm Kárason, framkvæmda- stjóri ÁB. Fyrirtæki á íslandi em öll að beijast við gífurlegan fjármagns- kostnað og það er m.a. ástæðan fyr- ir bágri stöðu AB. Oli Bjöm sagði að fyrst og fremst yrði leitað til eldri hluthafa, þegar óskað yrði eftir meira hlutafé, þó svo að almenningi stæðu hlutabréf til boða ef áhugi væri fyrir hendi og að þeir hjá AB ætluðu sér einn mán- uð til að ganga ffá þessum málum. Orðrómur hefur verið í gangi um það að einhver stór fyrirtæki ætluðu að koma Almenna bókafélaginu til hjálpar og hefur Eimskipafélag ís- lands m.a. verið nefht til sögunnar. Oli Bjöm vildi ekki staðfesta það og ekki náðist í neinn hjá Eimskipa- félaginu sem var tilbúinn til að svara því. —SE Stefán Reykjalín látinn Stefán Reykjalín, byggingameistari á Akureyri, lést 8. ágúst, 76 ára að aldri. Stefán Reykjalín fæddist á Akureyri 9. október 1913. Foreldrar hans vora Ingibjörg Bjamadóttir og Guðmund- ur Ólafsson, byggingameistari á Ak- ureyri. Stefán lauk stúdentsprófi vor- ið 1938, prófi í húsasmíðum 1943 og hlaut meistararéttindi f greininni sama ár. Það ár hóf hann sjálfstæðan rekstur í byggingaiðnaði og byggði mörg þeirra húsa sem nú setja svip sinn á bæinn, s.s. Landsbankann, Ut- vegsbankann, Búnaðarbankann, Am- aro og heimavist Menntaskólans á Akureyri. Stefán sat fyrir Framsóknarflokkinn í bæjarstjóm Akureyrar í 22 ár, frá 1956 til 1978, og gegndi m.a. emb- ætti 1. varaforseta bæjarstjómar um 10 ára skeið og var forseti bæjar- stjómar 1977 til 1978. Stefán átti sæti í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins, svo sem bæjarráði, heil- brigðisnefnd, byggingamefnd og hafhamefhd og var þar formaður um langt árabil. Hann var formaður stjómar Slippstöðvarinnar á Akur- eyri árið 1971 og starfandi stjómar- formaður frá árinu 1975 til 1989. Þá var hann einnig formaður stjómar Branabótafélags Islands frá árinu 1979 til 1987. Þann 30. apríl 1940 kvæntist Stefán Guðbjörgu Bjamadóttur frá Leifs- stöðum í Öngulsstaðahreppi og eign- uðust þau tvo syni. Guðbjörg lést ár- ið 1987. Synir þeirra era Bjami, arki- tekt á Akureyri, og Guðmundur, við- skiptafræðingur og ffamkvæmdastjóri Apótekarafélags íslands í Reykjavík. Tíminn sendir aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Fæðingarheimilið við Eiríksgötu. Fæðingarheimili Reykjavíkur 30 ára: Boðið í veislu 18. ágúst Þann 18. ágúst næstkomandi verður Fæðingarheimili Reykjavíkur við Þorfinnsgötu 30 ára. Á afmælisdaginn verður boðið upp á afmæliskaffi kl. 14:30 í tjaldi á grasflötinni fýrir framan heimilið hjá Jámsmið Ásmundar Sveinssonar. Eru Reykvíkingar velkomnir og þá sérstaklega böm fædd á Fæðingarheimilinu ásamt foreldrum og fýrrverandi starfs- mönnum. Sólveig Þórðardóttir yfirljósmóðir á Fæðingarheimilinu, sagði að ástæðan fyrir því að hátíðin væri ut- andyra væri sú að það hefði einfald- lega ekki verið hægt að hafa hana innandyra vegna þrengsla. Það væri vart hægt að bjóða sængurkonunum upp á það að opna húsið fyrir gest- um og gangandi umfram það sem eðlilegt er og svo væri alltaf ein- hver hræðsla við sýkingar í gangi á svona stofhunum. Sólveig sagði að það yrði án alls efa mjög skemmti- legt að hafa afmælishátíðina utan- dyra, bæði fyrir fullorðna og böm. Sólveig sagðist trúa því og vona að Fæðingarheimilið fengi að halda áffarn starfsemi sinni og draumur- inn væri að fá að flytja starfsemi þess í stærra og rúmbetra umhverfi. Það hlyti að vera draumur allra sem hugsa um það að konur geti átt val og hún sem ljósmóðir telur að það sé mjög gott fyrir þróun fæðingar- hjálpar að það séu tvær stofhanir sem vinni hlið við hlið í sátt og samlyndi og þeim sé báðum sköpuð sú nútímaaðstaða að það sé hægt að gera allt myndarlega og með reisn. Sólveig sagðist trúa því að Stjóm sjúkrastofhana Reykjavíkur væri einhuga í því að bæta aðstöðuna á Fæðingarheimilinu fyrir fæðandi konur og að velvilji væri einnig innan ríkisstjómarinnar til þess Vinsældir Fæðingarheimilisins era sífellt að aukast og ákvörðun var tekin um að hafa fæðingarheimilið opið yfir sumartímann, en það hef- ur ekki verið undanfarin ár. I affnælishófinu verður ýmislegt til skemmtunar og m.a. munu yfir- læknirinn á Fæðingarheimilinu, Guðjón Guðnason, og deildarlækn- irinn, Benedikt Sveinsson, láta að sér kveða, annar í bundnu máli en hinn í óbundnu. Ása Hlín Svavars- dóttir flytur ljóð eftir Benedikt en Guðjón mun gera grein fyrir starfi Fæðingarheimilisins í 30 ár. Sól- veig Þórðardóttir, yfirljósmóðir, stýrir kaffiboðinu og Ámi Sigfus- son borgarfulltrúi og formaður Stjóma sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar býður gesti velkomna. Þá munu böm frá Furaborg syngja sumarlög. Fæðingarheimilið hefur verið og verður vonandi í ffamtíðinni mjög vinsæl fæðingarstofnun og um síð- ustu áramót höfðu fæðst þar 23.073 böm, þannig að það má búast við fjölmörgum gestum á grasflötina fyrir framan Fæðingarhéimilið þann 18. ágúst. —SE Ekkert ókeypis Bæjarþing Reykjavíkur hefur staðfest með dómi bann verðlagsráðs við notk- un orðsins „ókeypis“ í auglýsingum fyrirtækisins Myndsýnar hf. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Myndsýn hf. og umboðsaðilar þeirra hafa um langan tima auglýst að ókeyp- is gæðafilma fylgi ffamköllun. Verð- lagsstofhun mun hafa krafist þess í janúar 1989 að fyrirtækið stöðvaði þegar þessar auglýsingar, þar sem þær væra brot á 27. og 31. grein verðlags- laga. Þegar fyrirtækið neitaði að verða við kröfunni, lagði verðlagsráð bann við notkun orðsins „ókeypis" í því sambandi sem orðið var notað. Mynd- sýn hf. vildi ekki una banninu og stefndi málinu fyrir bæjarþing Reykja- vikur þvi til ógildingar. Dómur í mál- inu féll svo 25. júlí síðastliðinn og eins og áður sagði staðfesti bæjarþingið bann verðlagsráðs. Kjartan Gústafsson, ffamkvæmda- stjóri Myndsýnar, sagði að dómurinn væri vissulega vonbrigði en sagði að í niðurstöðu dómarans kæmi ffam að það færi ekkert á milli mála að þessi filma væri afhent án endurgjalds en skilgreiningin á orðinu „ókeypis“ væri ekki við hæfi í þessu tilfelli. Kjartan sagði að þessi niðurstaða dómarans segði sina sögu þó svo þeir mættu ekki nota orðið „ókeypis". Aðspurður sagði Kjartan að það kæmi til með að skýrast hvert ffam- haldið yrði og ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort dómnum yrði áffýjað. —SE Sólheimaganga í Grímsnesinu í þriðja skipti: Boðið upp á 3 leiðir og frítt nestí Næstkomandi sunnudag fer hin ár- lega Sólheimaganga fram. Þetta er í þriðja sinn sem gengin er Sól- heimaganga. Þátttaka er öllum heimil, en skráning verður við rás- mark. Gengið verður frá Sólheimum i Grímsnesi, en unnt er að velja á milli þriggja mismunandi göngu- leiða, 5 km, 15 km og 24 km. Þátt- takendur hafa möguleika á að fara í sund, bregða sér á hestbak og leika boccia á meðan á dvöl á Sólheim- um stendur. I göngunni sjálfri verð- ur boðið upp á nesti og að henni lokinni geta þátttakendur gætt sér á pylsum, en hvort tveggja er í boði aðstandenda Sólheimagöngunnar. Ræst verður í lengstu gönguna (24 km) klukkan 11 árdegis, klukkan eitt eftir hádegi leggja þátttakendur í 15 km göngunni af stað og tveim- ur tímum fer seinasti hópurinn ffá rásmarkinu. Sætaferðir verða famar frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 ár- degis á sunnudag og frá Sólheimum að göngu lokinni um kl. sex eftir hádegi. Frekari upplýsingar era veittar í síma 98-64430. - ÁG Fimmtíu skógræktarmenn frá Noregi vinna við gróðursetningu í Reykholti: Gróðursetja 40 þús. plöntur Hér á landi era staddir 50 skógrækt- armenn ffá Noregi og vinna þeir við gróðursetningu hjáplantna í Reyk- holti í Borgarfirði. Einnig vinna Norð- mennimir að stígagerð við Svigna- skarð. Þeir era hér á vegum Skógrækt- arfélags Islands, sem á móti hefur sent 50 manna hóp til Þelamerkur í Suður- Noregi í sömu erindagjörðum. Meiningin er að gróðursetja um 40 þúsund birki-, greni- og lerkiplöntur við og í nágrenni Reykholts. Þar á að vaxa upp i ffamtíðinni Norræni skóg- urinn, er komi til með að styrkja bönd- in milli Norðurlandaþjóðanna. Reyk- holt var fyrir valinu, ekki sist fyrir það, að þar bjó Snorri Sturluson sem skrifaði mikilvægan hluta af menn- ingarsögu Norðmanna. Skiptiferðir þessar hafa verið á þriggja til fjögurra ára ffesti. Þær hóf- ust fyrst árið 1949 fyrir tilstuðlan Tor- geir Anderssen Rysst, þá sendiherra Noregs hér á landi. Hátt á annan tug skiptiferða hafa verið skipulagðar á þessum liðlega 40 árum og milli átta og níu hundrað manns tekið þátt í þeim. Ferðir þessar era mjög vinsælar og til marks um það má nefha að um eitt hundrað Norðmenn voru vora nú á biðlista hjá norska skógræktarfélag- inu. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.