Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 7
Laugardágúr 11. ágúst 1990 Tíminn 7 trúar- og þjóðarsamsetningu í Miðausturlöndum, þar sem öllu ægir saman og viðheldur þessum parti heimsins sem ófiriðarbæli. Inn í þetta litskrúðuga þjóða- og menningarmynstur blandast síð- an utanaðkomandi áhrif Evrópu- landa og stórvelda austan hafs og vestan sem með afdrifaríkum hætti hlutast til um málefhi þess- ara þjóða, sjá þeim m.a. fyrir vopnum, en eru annars að efla pólitísk áhrif sín og tryggja sér olíuviðskipti. Þegar Irak ræðst inn í Kúvæt er eins og köttur leiki sér að mús. Þótt Irak sé skuldum vafið og þjóðin þreytt eftir átta ára styij- öld sem nýlokið er, er landið eitt mesta herveldi heims. Einræðis- herra íraks, Saddam Hussein, hefúr með dyggilegri aðstoð ffá Sovétríkjunum og Frakklandi og vopnasölum og bröskurum víðar að unnið að því frá stríðslokum við Irani fyrir tveimur árum að stækka og efla her sinn, svo að hann hefúr aldrei verið jafn fjöl- mennur og aldrei betur búinn vopnum en nú. Saddam Hussein hefúr auðvitað ofúrtrú á hervæð- ingu og tekur hana ffarn yfir allt annað. Hann er auk þess maður til þess að nota herinn í árásar- og útþensluskyni, því að hann ætlar sér að vinna fleiri lönd ef hann mögulega getur og spyr þá ekki vopnasalana leyfis á hvem hann eigi að ráðast eða af hvaða tilefni. Honum var það meina- laust að beija á Irönum og klerkaveldinu þar. En nú virðist bæði Frökkum og Sovétmönnum ofboðið, að ekki sé minnst á Bandaríkjamenn, að Irakshér skuli beitt til þess að leggja und- ir sig vinveitt smáríki, lítið Ar- abaland, sem vafalaust hefði lát- ið undan kröfúm Iraka með samningum, ef reynt hefði verið til þrautar. Hagsmunir í voða En hvað kemur heiminum ann- ars við, þótt einn Arabahöfðing- inn ráðist á annan? Hvað geta fjarlægar þjóðir gert við því þótt óffiður og ósamlyndi sé í Mið- austurlöndum, þegar aldrei verð- ur neitt lát á slíku? Og hvað snertir það Evrópumenn, þótt stríð geisi á þessum slóðum og víða annars staðar í heiminum, þegar Norðurálfan er að samein- ast undir einum hatti, þegar Bandaríkin og Sovétríkin sam- einast um eina ffiðarstefnu? Það sem gerst hefur í samskipt- um Iraks og Kúvætbúa eru engar venjulegar Arabadeilur, engar ættflokkaskærur í eyðimörkinni. Innrásin í Kúvæt er í rauninni árás á hagsmuni stórvelda og iðnríkja og alls hins vestræna heims. Innrásin er reyndar litin svo alvarlegum augum að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur orðið næstum einhuga um að knýja verði íraka til undanláts með algeru viðskiptabanni, sem þegar hefúr haft áhrif. Sovét- menn stöðva vopnasendingar til vinar síns Saddams Husseins og eiga ekki orð til að lýsa fram- ferði hans. Bandarikjamenn knýja á ráðamenn í Saudi-Arab- íu að loka olíuleiðslum ffá írak sem liggja um land þeirra, þótt Irakar hafi raðað óvígum her á landamæri ríkjanna. Tyrkir gera það fyrir vináttusakir við Vestur- yeldin að skrúfa fyrir olíuleiðsl- ur íraka í Tyrklandi. Bandaríkja- menn vígbúast af kappi til þess að veija Saudi- Arabíu, ef innrás verður gerð í landið, og banda- rísk, bresk, frönsk og sovésk herskip bíða á Persaflóa til þess að hindra olíuflutningaskip á vegum Iraka. Þannig standa sak- ir viku eftir að íraksher réðst inn í Kúvæt. Heimaþjóðunum í Miðaustur- löndum er ekki lengur látið ein- um eftir að halda uppi krónisku óffiðarástandi þessa heimshluta með dulinni aðstoð stórveldanna. Stórveldin og iðnríkin eru komin á vettvang albúin til beinna stríðsátaka. Tilgangur þeirra er ekki sá að stilla til friðar með Ar- abahöfðingjum, heldur að veija olíuviðskipti sín sem nú sem áð- ur réttlætir vopnaða íhlutun í málefni Miðausturlanda og styij- öld ef ekki vill betur til. Olíuvið- skipti eru ekki endilega spuming um fijálsa verslun, heldur kapp- hlaup um að komast yfir olíu með góðu eða illu. Olíuviðskipti iðnveldanna eru í húfi ef írökum helst uppi að hertaka fleiri olíu- riki, fyrst og ffemst Saudi-Arab- íu, sem þeir myndu gera ef ekki verður tekið á móti þeim. r Oskilgreind samstaða Islendingar hafa engra beinna hagsmuna að gæta í Miðaustur- löndum og hljóta að varast öll af- skipti af því sem þar er að gerast. Þátttaka í viðskiptabanni kann að vera réttlætanleg en lítið ffam yf- ir það. Islendingar búa ekki yfir neinum ráðum sem komið geta að haldi til lausnar á því ástandi sem ríkir á þessum slóðum. Hversu mikið sem menn vilja gera úr siðferðisskyldum íslencl- inga sem lýðræðisþjóðar eða vegna aðildar að Atlantshafs- bandalaginu þá er ffáleitt að ætl- ast til að þeir blandi sér í styrjald- ir og stríðsástand í fjarlægum heimshlutum af ímyndaðri skyldurækni við óskilgreinda samstöðu gegn uppivöðslusemi og hemaðarátökum á alræmdum óffiðarsvæðum. Hins vegar verða Islendingar að vera við því búnir að afleiðingar olíustríðanna komi við efnahags- þróun hér á landi og raski henni meira eða minna. Hversu bjart- sýnir sem menn kunna að vera um að auka megi olíuffamleiðslu annars staðar í heiminum, svo að olíuffamboð minnki ekki úr hófi ffam meðan stríðsástand varir í Miðausturlöndum, er það mál heldur ekki á okkar valdi. Við gemm ekki betur en að njóta þess ef olíuframleiðslulöndin ákveða að auka ffamboð á heimsmark- aði, en verðum allt eins að vera við því búnir að slíkar aðgerðir dugi ekki til fúllnustu um það að halda olíuverði niðri. Svartifoss í Öræfum. því sem samið var um í febrúar sl. Til þessa var gripið sem virk- ustu efnahagsaðgerðar i barátt- unni við verðbólguna. Yfirleitt munu landsmenn sætta sig vel við þessa ákvörðun, menn skilja nauðsyn hennar og virða mark- mið hennar. Hins vegar hafði ríkisstjómin naumast komið efnahagsaðgerð sinni í framkvæmd, þegar at- burðir i fjarlægum heimshluta verða til þess að stefna í tvísýnu áformum um að koma á jafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. Enn hafa íslendingar verið minntir á að þeir hafa ekki allt í hendi sér um þróun efnahagsmála, atvik sem gerast úti í heimi geta hve- nær sem er raskað heimagerðum áætlunum um þjóðarbúskapinn. Stundum koma slíkir atburðir mjög á óvart, m.a. vegna þess að íslendingar em, — eins og marg- ar aðrar þjóðir í værð og sælu vestrænnar sjálfshyggju — gmn- lausir og meira og minna óvit- andi um ástand mála í stómm heimshlutum og leiða varla hug- ann að því hvemig hagsmunir þeirra tengjast ástandi og at- burðaþróun i fjarlægum löndum, sem menn kunna tæpast að nefna réttum nöfnum. A fimmtudaginn í fyrri viku réðust Irakar imi í smáfúrsta- dæmið Kúvæt, lögðu landið und- ir sig fyrirstöðulítið á einum degi og komu þar upp leppstjóm, því Kúvætfúrstinn flýði land og átti ekki annars úrkosti til að halda lífi. Formleg innlimim Kúvæts í Iraksríki hefúr nú átt sér stað. Ekki er nokkur vafi á þvi að inn- rás Iraka í Kúvæt hefúr sínar sér- stöku ástæður, að mati innrásar- manna. Hitt er jafnvíst að þær ástæður sem einræðisherra Iraks færir fram fyrir innrásinni em ekki að öllu leyti heilaspuni hans sjálfs, heldur allt eins sprottnar upp úr félags- og menningar- ástandi þess heimshluta, sem hér um ræðir, þ.e.a.s. Austurlöndum nær eða Miðausturlöndum sem svo em kölluð. Á þessu stóra svæði, sem menn kenna gjaman við Arabaþjóðir og islamskan sið, hefúr verið sífelldur óffiður áratugum saman og reyndar miklu meira en það. Reyndar er það ekki nema hálfúr sannleikur að kalla þennan heimshluta Ar- abaheim, hvað þá að allur ófriður stafi af ættarflokkaskærum þeirra. Þótt svo vilji til að innrás Iraka í Kúvæt minni á arabiskar ættflokkaskærur, þá segir það ekki alla söguna um menningar-,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.