Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 2
2 Yímínn ! ‘l'A ' I Þriðjudagur Framfærsluvísitalan komin 0,4% yfir mörk þjóðarsáttar: í orlofsferð yfir strikið Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst og fór þar með í 146,8 stig. Það þýðir að hún er nú þegar komin 0,4 stig fram úr rauða strikinu fyrir 1. september (146,4 stig). Af einstökum liðum eru það orlofsferðir til útlanda sem hvað mestan þátt eiga í hækkun vísitölunn- ar að þessu sinni. Má því segja að þjóðin fljúgi yfir rauða strikið á sól- arstrendur Spánar. I vísitölugrunnin- um eru orlofsferðimar eru taldar með í liðnum: „Veitingahúsa- og hótel- þjónusta" (sem er um 164.000 kr. á ári). Þessi liður hækkaði nú um tæp 5% sem veldur 0,3% hækkun á vísi- tölunni, þ.e. jafh mikilli hækkxm og varð á vísitölunni milli júlí og ágúst. Hækkun ffamfærsluvísitölunnar undanfama 6 mánuði svarar til 7,6% verðbólgu á ári, en heldur minna (6,8%), ef miðað er við vísitölu- hækkun síðustu 3ja mánaða. Nokkrir fleiri liðir visitölugrund- vallarins hækkuðu einnig lítillega. Hækkun á ávöxtum og grænmeti hækkaði visitöluna um 0,1%, hækk- un opinberrar þjónustu einnig um 0,1% og aðrir liðir ennþá minna svo sem kostnaður við einkabílinn og lið- urinn snyrtivömr og snyrting. Á móti kemur að endurgreiðsla virðisauka- skatts við endurbætur og viðhald ibúðarhúsnæðis olli 0,4% lækkun vísitölunnar. Sú lækkun nægði því til að mæta verðhækkunum á öllu öðra heldur en orlofsferðunum. Hvaða áhrif hefúr svo rof rauða striksins? „Þá eigum við rétt á kaup- hækkunum," sagði Ögmundur Jónas- son, form. BSRB. Réttinn til að ákveða slíka kauphækkun sagði hann liggja hjá samtökum launþega, en hinumegin borðsins hafi menn þá rétt til að segja samningunum upp. „Menn vega því og meta hvemig er hagkvæmast og best fyrir okkur að standa að málum.“ Og það taldi Ög- mundur ljóst að yrði gert með kaup- hækkunum sem nemur hækkun vísi- tölunnar urnfram rauða strikið. - HEI Sjávarútvegsráðuneytið: AUKNING A RÆKJUKVÓTA Sjávarútvegsráðuneytið hefur aukið rækjukvóta um 10 af hundr- aði, úr tæpum 22 þúsund lestum í um það bil 24 þúsund lestir. Rækjuveiðar hafa gengið vel í sum- ar og er heildarveiðin orðin meiri en á sama tíma í fyrra og mörg skip hafa lokið við að veiða kvóta sinn eða era langt komin með það. Rannsóknir, sem nú standa yfir á stærð rækjustofnsins, lýkur í lok ág- úst en samkvæmt bráðabirgðaniður- stöðum Hafrannsóknarstofnunar hef- ur komið í ljós að svokölluð stoíh- vísitala rækjustofnsins á helstu veiði- svæðum út af Norðurlandi er í ár a.m.k. 20 prósentum hærri en á áran- Listasafn Háskóla (slands: Sýning í Odda Núna stendur yfir í Odda við Sturlugötu sýning á vegum Lista- safns Háskóla íslands. Sýningin samanstendur af um 100 verkum sem safnið hefúr nýlega fest kaup á. Era þetta flest verk eft- ir unga íslenska myndlistarmenn. Listasafn Háskólans var stofnað af veglegri listaverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sigurðssonar. Stofngjöfm, sem samanstóð af 115 verkum eflir Þorvald Skúlason og 25 verkum eftir ýmsa samtíðarmenn hans, markaði safninu þegar í upphafi ákveðna stefnu þar sem hún tók fyrst og fremst til íslenskrar listar eftir 1930. Því var það stefna safns- ins, þar sem önnur söfn geyma ým- is bestu verk framherjanna ffá fyrstu þrem áratugum aldarinnar, að einbeita sér að hinum yngri skeiðum, s.s. „kreppuáramáluran- um“, „septemberhópnum" og kyn- slóðunum þar á eftir. Má benda á að af þeim nær 150 verkum, sem safn- ið hefúr keypt fyrir eigið fé, eru rúmlega 100 verk sem unnin era eftir 1980. —SE um 1988 og 1989. Jafhffamt aukningunni á kvótanum hefúr ráðuneytið ákveðið að kannað verði í sumar með hvaða hætti dregið verði úr veiðum á smárækju en sterk- ir árgangar hafa verið á miðunum, einkum fyrir Norðausturlandi. —SE Á myndinni eru ffá vinstri Kristján Linnet yfirlyflafræðingur, Jón Brynjólfsson læknir, sem mætti fýrir Hannes Pétursson yfirlækni, dr. Gunnar Sigurðsson yfiriæknir, Guðný Daníelsdóttir læknir, dr. Jónas Magnússon læknir, Páll Gíslason yfiriæknir og lítil hnáta, María dóttir Jónasar. Vísindasjóður Borgarspítalans: Styrkjum úthlutað Vísindasjóður Borgarspítalans veitti nýlega rúmlega eina milljón króna í styrki til 6 starfsmanna vegna jafnmargra verkefna. Páll Gíslason, yfirlæknir og þáver- andi formaður Stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar, af- henti styrkina. Þeir sem hlutu styrki að þessu sinni vora dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir, sem fékk 300 þús. til að rannsaka beinþéttni meðal íslenskra kvenna, dr. Jónas Magnússon lækn- ir fékk 50 þús. vegna gerðar mynd- bands um lifrarskurðaðgerðir í samvinnu við RUV, Hannes Péturs- son yfirlæknir fékk 280 þús. vegna ffamhaldsrannsóknar á erfðaþáttum geðklofa og vegna byijunarverk- efnis á arfgengi áfengissýki, Krist- ján Linnet yfirlyfjaffæðingur fékk 166 þús. til að kanna stöðugleika súxameton stungulyfs við stoíuhita og loks fengu Sigrún Rnútsdóttir aðstoðaryfirsjúkraþjálfari og Guð- ný Daníelsdóttir læknir 300 þús. til könnunar á afleiðingum mænu- skaða. Vísindasjóður Borgarspítalans var stofnaður árið 1963 til minningar um Þórð Sveinsson lækni og Þórð Úlfarsson flugmann. Tilgangur hans er að styrkja og örva vísinda- legar athuganir, rannsóknir og til- raunir er fara ffam á Borgarspítal- anum eða í náinni samvinnu við hann. Úthlutað er úr sjóðnum ár- lega. —SE Stúdentaráð Háskólans leggurfram tilmæli í kjölfar milljóna króna fjárdráttar í Bóksölu stúdenta: VERÐUEKKUN í STAÐ STULDAR Á fundi Stúdentaráðs Háskóla ís- lands sl. fimmtudag var samþykkt að beina þeim tilmælum til stjórn- ar Félagsstofnunnar stúdenta, að kannað yrði hvort lækka mætti bókaverð í Bóksölu stúdenta á komandi hausti. Hér er á ferðinni nokkuð óvenjuleg tillaga, en ástæður hennar era ekki síður óvenjulegar. Eins og kunnugt er komst upp um fjárdráttarmál starfs- manns Bóksölu stúdenta í sumar. Umræddur aðili hafði dregið sér fé um árabil og ljóst er að þær upphæð- ir skipta milljónum króna. Stúdenta- ráð vill kanna hvort sú vörurýmun, sem hlaust af íjárdrættinum, hafi komið ffam í bókaverði. Sé svo era það eindregin tilmæli ráðsins að bókaverð verði lækkað í ffamtíðinni sem því nemur. - ÁG Heilsu- miðstöð- in Dalur Heilsumiðstöðin Dalur hefur nú nýlega hafið starfsemi sína í Kjörgarði við Laugaveg, Þar er boðið upp á margvíslega þjón- ustu, svo sem fótaaðgerðir, svæðameðferð, nudd og nýja megrunaraðferð. Það er Þuríð- ur Jóna Gunnlaugsdóttir sem rekur Dal, en hún hefur rekið heilsumiðstoð í Svíþjóð í sjö ár. Starfsemi Dals verður kynnt fréttamönnum og áhugafólki mánudaginn 20. ágúst nk. milli kl. 13 og 1$. Félag íslenskra sjúkraþjálfara: RÍKISSTJÓRN Á SKÍTUGUM SKÓM Fundur var haldinn hjá sjúkra- þjálfurum í þjónustu ríkisins þann 8. ágúst síðastliðinn. í ályktun frá fundinum kemur ffam að sjúkraþjálfarar í þjónustu ríkisins harma þá atlögu sem ríkisstjóm ís- lands hefúr gert að mannréttindum og lýðræði með setningu bráða- birgðalaga um samningsrétt, sem í þetta sinn beinist að félögum í BHMR. Sjúkraþjálfarar segja að öll framganga rikistjómarinnar í málinu beri vott um fádæma valdahroka sem varla eigi sér hliðstæðu í sögu lýðveldisins og að ríkisstjóm, sem þannig gangi á skítugum skóm yfir starfsmenn sína eigi að segja af sér strax. Sjúkraþjálfarar í þjónustu ríkisins telja einnig að afstaða forystu ASÍ til setningar bráðabirgðalaganna sé til skammar og sé jafnframt hættu- leg íslenskri verkalýðshreyfmgu. I lok ályktunarinnar segir að með setningu bráðabirgðalaganna á samningsrétt háskólamenntaðra ríkistarfsmanna sé þróun og nýtingu þekkingar í landinu stefnt í hættu og þar með undirstöðum nútíma samfé- lags. —SE Næstkomandi laugardag veröur lögð fram skýrsla stjórnar Sam- bands íslcnskra námsmanna er- lendis og fulltrúa hennar í Lána- sjóði íslcnskra námsmanna. Skýrslan verður lögð fram á sum- arráðstefnu SÍNE, auk þess sem endurskoðun rcikninga fyrir starfsárið og stjórnarskipti fara fram. Skýrt verður frá starftemi SÍNE- deilda erlendis og tillögur dl álykt- unar sumarráðstefnu afgreiddar. Staðan verður í framhaldi þessa metin og linur lagðar fyrir þá starfsemi sem framundan er. Ráð- stefnan heftt klukkan tvö í Stúd- entakjallaranum við HringbrauL Laugvetningar! Áformað er að nemendur eldri deildar skólans veturinn 1939 til 1940 hittist á Laugarvatni laugar- daginn 25. ágúst næstkomandi klukkan 13.00. Dvalið verður á staðnum til sunnudags. Þátttaka tílkynnist til einhvers undirritaðs Í siðasta lagi sunnudaginn 19. ág- úst og veita þeir nánari upplýs- ingar. Mætum öll! Bjarni Eyvindsson Hveragerði sími 98-34153, Hjálti Þórðarson Selfossi s. 98-21166, Konráð Gíslason Varmahlið s. 95-38199, PáD Þorsteinsson Reykjavík s. 91- 82941.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.