Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 14. ágúst 1990 Þriðjudagur 14. ágúst 1990 Tíminn 9 - ■- Neysluútgjöld námsmanna um 10-15.000 kr. hærri á mánuði en ráðstöfunartekjur ASÍ-launþega: Þurfa námsmenn meira en aðrir? „Hagstofan hefur kosið að nota orðið neysluútgjöld í stað framfærsluút- gjalda“, segir m.a. í skýringum Hagstof- unnar með könnun sem hún gerði á út- gjöldum 311 námsmanna úr hópi lán- þega Lánasjóðs ísl. námsmanna, sem stunda nám í Reykjavík. Hagstofan tekur fram að engin tilraun sé gerð til þess að meta hvað mikið námsmenn „þurfa“ sér til framfærslu. Ekki er heldur ólíklegt að ýmsum þeirra, sem verða að láta sér nægja 60-70 þús.kr. útborguð mánaðar- laun (eftir skatt og annan fastan frádrátt), þyki tíðindum. sæta ef einhleypir og bamlausir námsmenn „þurfa“ 15-25 þús. kr. meiri framfærslueyri. Af könnun Hagstofunnar vérður nefnilega ekki ann- að séð en að námsmenn hafi mun meira fé handa á milli heldur en almennir laun- þegar t.d. innan ASÍ og BSRB hafa að meðaltali í útborguðum launum fyrir fulla vinnu og umtalsverða aukavinnu. Til að fá nokkum samanburð er fróðlegt að glugga í gögn Kjararannsóknamefnd- ar um tekjur 12.500 launþega innan ASI- félaga á tímabilinu janúar-mars á þessu ári. Heildartekjur þessa stóra hóps vom 93.600 kr. að meðaltali. Að frádregnum staðgreiðsluskatti og iðgjaldi í lífeyris- sjóð og stéttarfélag gætu útborguð laun verið um 73.800 kr. að meðaltali á fyrsta fjórðungi þessa árs — þ.e. nær 12 þús.kr. lægri upphæð en meðalútgjöld ein- hleypra námsmanna m.v. Hagstofukönn- unina. Af þessum ASÍ félögum em það aðeins iðnaðarmenn og ýmsir hópar „stjóra“ meðal skrifstofukarla sem höfðu nokkm hærri útborgaðar meðaltekjur heldur en einhleypir námsmenn. Það virðist benda til þess að námsmenn hafi margir hverjir úr meiru að moða heldur en foreldrar þeiira. A.m.k. virðist ljóst að afar fáar ASI-konur fá yfir 85 þús. kr útborguð laun á mánuði. Það mun einnig eiga við konur innan BSRB og jafhvel BHMR. „Þarfir“ námsmanna? Hagstofan skipti hinum 3.11 náms- mönnum í hópa eftir fjölskylduaðstæð- um: Þ.e. þrjá hópa einhleypra; í foreldra húsum (90), þá sem búa einir (48) og síð- an einstæða foreldra með 1,26 böm að meðaltali (19). Og síðan þrjá hópa hjóna/sambúðarfólks; bamlaus hjón (74), hjón með 1 bam (54) og hjón með 2,5 böm að meðaltali (26). Mánaðarút- gjöld hverrar Qölskyldu miðað við verð- lag í apríl s.l. reyndust sem hér segir: Mánaðarútgjöld námsmanna í april Fjölskylduhagir: kr./mán. Einn i foreldrahúsum 67.100 Einn m. eig.heimili 85.400 Einst.foreldri (1,25 b.) 126.100 Hjón bamlaus 122.200 Hjón eitt bam 144.800 Hjón 2,5 böra 174.900 Vegið meðaltal allra: 112.200 miklu meira, eða um 32 þús.kr. að með- altali. Þá virðist líka athyglivert hve hjón með eitt „þurfa“ litlu minna heldur en einstæðir foreldrar með rúmlega eitt bam að meðaltali. Utgjaldatölur námsmanna er sem fyrr segir fróðlegt að skoða í ljósi upplýsinga um laun á almennum vinnumarkaði. Nýjustu haldbæm upplýsingamar þar um em frá Kjararannsóknamefnd og sýna m.a. heildar mánaðartekjur hinna ýmsu stétta innan ASÍ-félaga á fyrsta fjórðungi þessa árs. Að frádregnum staðgreiðslu- skatti og iðgjöldum í lífeyrissjóð (4%) og verkalýðsfélag (1%) vom nettótekjur þessara hópa sem hér segir: Mánaðartekjur ASÍ-fólks eftir skatt: Stéttir: „nettó“ kr.mán. Verkakonur 61.100 Afgreiðslukonur 65.300 Skrifstofukonur 65.200 Verkakarlar 72.100 Afgreiðslukarlar 72.300 Skrifstofukarlar 90.100 Iðnaðarmenn 90.600 Vegið meðaltal allra: 73.800 Tekið skal fram að hér er reiknað út frá heildartekjum þessara hópa, sem m.a. innifela greiðslu vegna tæplega 30 yfir- vinnustunda á mánuði að meðaltali. Eftir Heiði Helgadóttur Sem sjá má bendir mismunur á útgjöld- um hjónafólksins til um 22 þús. kr. við- bótarútgjalda vegna hvers bams á mán- uði. Hjá einhleypum hækka mánaðarút- gjöldin vegna hvers bams hins vegar Kannski er eðlilegra að reyna bera út- gjöld námsmanna saman við þær tekjur sem þeir geta vonast eftir að námi loknu? Heildartekjur allra BHMR manna á síð- asta ársfjórðungi 1989 vom að meðaltali 119 þús. Niðurstaðan verður samt álika. Eftir skatt, iðgjöld og endurgreiðslu af námsláni til LIN nær meðal BHMR mað- urinn varla að halda eftir upphæð sem jafnast á við meðalútgjöld einhleypra námsmanna hvað þá útgjöld þeirra ein- hleypinga sem em með böm á framfæri. Kom sumum á óvart öörum ekki Úrtak Hagstofunnar fyrir neyslukönn- unina var, sem áður segir, valið úr hópi þeirra nemenda sem njóta lána frá LÍN. Vegna mjög umræddrar skerðingar lána vegna launa var Þorbjöm Guðjónsson hjá LíN spurður hvemig framangreindar „ráðstöfunampphæðir“ námsmanna kæmu heim og saman við að þeir njóta lána frá LÍN. Þorbjöm nefhdi sem dæmi að afli ein- hleypingur sér það mikilla tekna að hann hafi 85 þús. kr. til ráðstöfunar á mánuði ætti hann ekki að fá nema um 50 þús. kr. á ári frá LIN. Hann bendir á að könnunin upplýsi eingöngu um það hverju náms- menn eyða, en hins vegar ekkert um það hvar það aflar þeirra fjármuna sem þarf til að eyða svona miklu. Hugsanlega geti þama verið um að ræða lán frá öðmm en LÍN. Aðspurður sagði hann sumum hafa komið á óvart hve neyslutölur náms- manna vom háar, en öðmm ekki. „En kannski er þetta bara vísbending um í hve geysilegu neysluþjóðfélagi við lifum í dag“. Bíöa „mögru árin“ aö námi loknu? Þorbjöm kvaðst ekkert hissa á útkom- unni úr ffamangreindum samanburði á útborguðum tekjum almennra launþega og ráðstöfunarfé námsmanna. „Enda em kannski ekki ýkja margir einstaklingar sem halda eftir 90 þús.kr. til ráðstöfunar af launum sínum á mánuði". Miðað við þann launasamanburð er þá ekki hætta á að hluti námsmanna eigi eft- ir að reka sig á þá nöpm staðreynd að þeir sitji uppi með minna fé til ráðstöfun- ar að námi loknu heldur en á námsámn- um? Eg held að það séu vissir hópar sem geta lent í því. Ef við tökum t.d. einstæða móðir með 2 böm þá tryggir LÍN henni 106 þús.kr. lágmarksframfærslu á mán- uði. Það virðist ljóst að þeim mun reyn- ast erfitt að-fá vinnu sem skilar þeim álíka ráðstöfunartekjum eftir skatta og gjöld. Það virðist ljóst að hjá vissum hópum verður um að ræða breytingar sem erfitt verður að sætta sig við“. Að sögn Þorbjöms á stjóm LÍN eftir að ræða um hvað gert verður við þær upp- lýsingar sem komu fram í könnuninni. En væntanlega verði hún einhvers konar gmnnplagg í sambandi við endurskoðun á framfærslutölunum. Húsnæöiskostnaður 15>20 þús.kr. Hvað neysluna snertir er líklega eðli- legast að geta þess kostnaðarliðar sem námsmenn hafa umfram aðra: Kostnaður vegna skólagjalda, námsbóka og annars efhiskostnaðar vegna aðalnáms reyndist tæp 74 þús.kr. að meðaltali á ári (um 6.150 kr. á mánuði). Hvað húsnæðiskostnaðinn snertir búa 29% námsmanna (leigufrítt) í foreldra- húsum. Aðeins 18% þeirra búa i eigin húsnæði. Yfir helmingurinn býr í leigu- húsnæði þar af flestir á almennum leigu- markaði. Kemur nokkuð á óvart hve litlu munar á meðal húsnæðiskostnaði eftir fjölskyldustærð. Lægstur reyndist hann um 15.500 kr.á mánuði hjá bamlausum einhleypingum, 16.600 hjá einstæðum foreldrum og hæstur rúmlega 20.000 kr. á mánuði hjá bamlausum hjónum. Hér er um að ræða meðaltal; húsaleigu, kostn- aðar vegna íbúðalána og viðhaldskostn- aðar íbúða. Námsmenn utan foreldrahúsa búa í íbúðum sem em um 66 fm. að flatarmáli og 2,6 herbergi að meðaltali. Einnig er athyglivert hve litlu munar á fatakaupum hvort um einstakling eða stóra fjölskyldu er að ræða. Þannig verja einstaklingar i foreldrahúsum að- eins þriðjungi minna til fatakaupa held- Lánamál námsmanna eru reglulega í almennrí umræðu. Hér sést menntamálaráðherra á fundi með námsmönnum í vor vegna meintrar skerðingar á lánum. ur en stærstu fjölskyldumar (8.300 kr./mán.). Bíllinn dýrari en húsnæöiö Rekstur einkabílsins/bílanna reyndist námsmönnum dýrari en húsnæðiskostn- aðurinn. Rúmlega helmingur einhleypra á eigin bíl og tæp 80% einstæðra foreldra og bamlausra hjóna. Hjón með böm virðast nær öll eiga bíl og þó nokkuð er um 2 bíla á fjölskyldur. Kostnaður við hvem bíl er talinn um 272 þús.kr. á ári. Bílakostnaður framangreindra hópa er því frá um 140-340 þús. kr. á ári. Þar við bætast um 52 þús.kr. að meðaltali vegna fargjalda og ferðakostnaðar innanlands og utan. Þessi bíla- og ferðakostnaður reyndist því um 21.000 kr. að meðaltali á mánuði (þ.e. um 3.000 kr. hærri en með- al húsnæðiskostnaður). Námsmenn eyddu að meðaltali um 5.600 kr. á mánuði á veitingahúsum og skemmtistöðum. Athyglivert er að þessi kostnaður er gegnumsneitt ekki meiri hjá pömm heldur en einhleypingum og ein- stæðum foreldrum, raunar lægstur (4.500 kr.) hjá stærstu fjölskyldunum. Þá em ótalin áfengiskaup í ÁTVR, að meðaltali um 1.700 kr. á mánuði. Þar munaði einn- ig litlu hvort einn eða tveir fullorðnir em í Qölskyldunni. Fimmfaldur munur á tóbakskosntaði Námsmenn í heimahúsum skera sig úr hvað varðar lág útgjöld til tóbakskaupa, eða um 700 kr. á mánuði, sem bendir til að stór meirihluti þeirra sé „reyklaus“. Á hinn bóginn virðast einstæðir foreldrar reykja lang mest og raunar meira heldur en öll hjónin til samans. Tóbakskostnað- ur einstæðra foreldra er um 3.400 kr.á mánuði að meðaltali. Þá er athyglivert að ly^a- og læknis- kostnaður er líka hlutfallslega lang hæst- ur hjá einstæðu foreldmnum (6.600 kr./mán.), og raunar álíka mikill og hjá tvöfalt stærri hjónafjölskyldum. Bara- lausir námsmenn í sambúð virðast hins vegar áberandi heilsubestir. Raunar má merkilegt telja, að lyfja- og lækniskostnaðurinn reyndist eini liður- inn þar sem útgjöld þessara ungu náms- manna (og fjölskyldna þeirra) sker sig vemlega frá útgjöldum „vísitölufjöl- skyldu“ Hagstofunnar. Vísitölugmnd- völlurinn er sem kunnugt er fundin með svipaðri neyslukönnun meðal úrtaks þjóðarinnar allrar. Gæti því virst áhyggjuefni að lyfja- og lækniskostnaður hinna ungu námsmannafjölskyldna reyndist hlutfallslega um 65% hærri heldur en hjá „vísitölufjölskyldunni“. ■ m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.