Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnorhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 Í BYGGÐUM LANDSINS AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 686300 | Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990 Kvakl, eða skottulækningar, tekið fastari tökum af yfirvöldum: MISVITRIR SPÁMENN BLEKKJA NEYTENDUR Heilbrígðisyfirvöld hafa nú grípið til ráðstafana sem miða að því að taka skottulækningar fastarí og skipu- lagðarí tökum en gert hefur veríð. Sett hefur veríð á laggimar sérstök nefríd, sem tekur tii umflöllunar mál sem hugsanlega er hægt að flokka undir skottulækn- ingar og ákveður hvort grípa eigi til einhvers konar aðgerða, t.d. kæra málið til dómsyfirvalda. Skottulækningar eru bannaðar í læknalögum, en oft leikur vafi á hvemig skilgreina eigi skottulækn- ingar. Læknar vilja ekki kenna skottulækningar við lækningar og vilja því ffekar nota orðið kvakl, sem er gamalt islenskt orð og merkir hið sama og skottulækningar. Yfirleitt er talað um að um augljóst kvakl sé að ræða, ef viðkomandi aðili gefur sig út fyrir að geta læknað fólk af kvilla, án þess að hafa fyrir þvi forsendur og röksemdir, og tekur jafnvel fyrir það miklar peningafjárhæðir. Þ.e. viðkomandi aðili blekkir fólk og hefur það í mörgum tilvikum að fé- þúfu. Erfitt er að segja um hversu útbreitt og viðamikið kvakl er, en þeir lækn- ar, sem Tíminn hefur haft samband við, eru sammála um að töluverð gróska sé í kvakli hér á landi. í nóv- ember s.l. var haldinn fundur á veg- um Læknafélags íslands um kvakl. Þar kom sú hugmynd upp að setja á stofn nefnd, þar sem i ættu sæti þrir aðilar, einn frá Landlæknisembætt- inu, annar frá Læknafélagi íslands og sá þriðji ffá Verðlagsráði, en mörg mál eru kærð til Verðlagsráðs þar sem þau heyra undir lög um ólöglega viðskiptahætti, s.s. villandi auglýsingar. Nefndin tók til starfa snemma í vor og hefur hist reglulega, þ.e. um einu sinni á mánuði. „Það má segja að við höfum hafið baráttu með það að markmiði að verja hagsmuni lækna og koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða. Ég held að mönnum hafi ofboðið,“ segir Ein- ar Þórhallsson læknir, sem á sæti í nefndinni á vegum Læknafélags ís- lands. Auk hans eiga sæti í henni Sólveig Guðmundsdóttir lögfræð- ingur og Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkr- unarffæðingur og deildarstjóri hjá Landlæknisembættinu. Að sögn Vilborgar hefur nefndin tekið til umfjöllunar sjö mál, sem ástæða hefiir þótt til að grípa til að- gerða út af, það sem af er þessu ári. Vanalega koma upp um tíu tilfelli á ári sem falla undir kvakl. Hægt er að senda málin til Verðlagsráðs til nán- ari umfjöllunar eða til Rannsóknar- lögreglu, þar sem málið fer eðlilega leið í dómskerfinu. í einu tilfelli á þessu ári hefur mál verið kært til RLR. „En við kærum ekki öll málin. Við reynum fyrst að fá viðkomandi til að láta af starfseminni. Ef hann gerir það ekki, er gengið lengra," segir Vilborg. I nær öllum tilvikum er um að ræða aðila sem telja sig geta greint sjúk- dóma og læknað kvilla með imdra- tólum, kúrum eða meðferðum. Off getur kvaklið farið á mjög alvarlegt stig. „Við höfum tekið mál til meðferðar, þar sem um er að ræða fólk sem hef- ur lent mjög illa í því. Viðkomandi aðilar hafa ef til vill ráðlagt fólki að hætta við lyfjagjöf, segjum t.d. vegna asma, sem er langvinnur sjúk- dómur. Fólk hefur trúað þessu og hætt við lyfjagjöf og síðan verið flutt á sjúkrahús nær dauða en lífi,“ segir Vilborg. Aðferðimar, sem þessir aðilar beita til „lækninga“, eru margvislegar. Oft er um að ræða meðferð á líkaman- um, t.d. sveigur, beygjur eða stuð með einhvers konar tækjum eða boð- ið er upp á svokallaða hollefnakúra. Aðferðimar eiga það sameiginlegt að vera byggðar á ósönnðum fullyrð- ingum, sem síðan er haldið ffarn við fólk, t.d. með auglýsingum. „Það er t.d. órökstudd fullyrðing að hægt sé að eyða tóbakslöngun á 12 daga hollefhakúr,“ segir Vilborg. Hægt er að nefna mörg dæmi um undraefni og tól sem hafa verið seld neytendum með von um lækningu við kvillum sínum. Vilborg nefhir dæmi um ffjókom sem ætluð vom þroskaheftum bömum. Þá em fyrir því dæmi að aðilar hafa sagst geta læknað krabbamein. Þeir hafa þá tekið til sín sjúklinga, sagt þeim að leita ekki til læknis og meðhöndlað þá í langan tíma. Sjúklingur hefur siðan komist undir læknishendur, en þá of seint. A fimdi stjóma norrænu læknafé- laganna í sumar var kvakl tekið til sérstakrar umfjöllunar. Þar kom ffam að kvakl er mjög oft í auðgunarskyni og ofl veltur slík starfsemi á öðram Norðurlöndum tugum milljónum króna. „Það er spuming hvað fólk vill gera fyrir heilsu sína. Og þeim sem era haldnir einhvers konar kvilla, sem heilbrigðisþjónustan hefur ekki get- að gefið lækningu við, veigra sér e.t.v. ekki við að borga háar upphæð- ir til aðila sem gefur sig út fyrir að geta hjálpað þeim,“ segir Vilborg. Flestir viðmælendur Tímans era sammála um að kvakl sé í mjög mörgum tilvikum stundað hér á landi einungis með gróða í huga. „Verst er þegar verið er með firrar og vitleysur í auðgunarskyni, eins og kemur alltaf upp hér af og til. T.d. má nefna dæmi um konu sem kemur hér árlega og horfir í augun á fólki, tiltölulega stutt, og les út úr augun- um hvað sé að því og hvað sé hægt að gera. Það er svona vitleysa sem fólk fellur fyrir og eyðir í þúsundum. Það er svo skrýtið, að ef fólk leitar til skottulæknis með einhvem kvilla, þá er það reiðubúið að borga fyrir við- talið 15-20 þúsund, en það er oft súrt út í það að borga 500 kr. fyrir viðtal hjá viðurkenndum sérffæðingi," seg- ir Haukur Þórðarson, formaður Læknafélags íslands. Sólveig Guðmundsdóttir, fulltrúi Verðlagsráðs í kvaklnefhdinni, segir að mikið sé um auglýsingar um læknisaðferðir með undratólum og tækjum, t.d. gegn höfuðverk eða blóðleysi. „Það era margir, sem era haldnir þessum kvillum, þannig að fólk hleypur gjaman í þetta og borgar stórfé fyrir. Það er kannski það versta i þessu máli, þetta era orðin hörð viðskipti þar sem neytandinn er oft svikinn," segir Sólveig. Off getur verið erfitt að skilgreina hvað er kvakl og hvað er það ekki. Nauðsynlegt er að geta þess að nudd er ekki talið vera kvakl, a.m.k. ekki ef það er í umsjón menntaðra aðila, t.d. sjúkranuddara. Þá er t.d. ekki fett út í það frngur ef um fegrunarað- gerðir er að ræða, t.d. það að græða hár á skalla, þar sem segja má að þau varði ekki heildar- heilsukerfið. „Þá eram við ekki að tala um þetta fólk sem segist hafa samband við almætt- ið og tekur ekkert fyrir trúarleg sam- töl við „sjúklinga" sína,“ segir Sól- veig. Það er hins vegar annað mál ef fólk gefur sig út fyrir það, að ganga á milli vinnustaða og bjóða að það lækni t.d. vöðvabólgu. „Það hefur enginn réttindi til slíks nema læknar, sjúkraþjálfar og sambærilegar stéttir. Til hvers eram við með 30 heilbrigð- isstéttir hér ef þær ættu ekki að sinna þessu?“ spyr Vilborg. Það er einnig stór spuming í þess- um málum, hvað sé fullnægjandi menntun. En ef um kvakl er að ræða er viðkomandi aðili yfirleitt ómennt- aður í lækningum. „Maður sem sótt hefur námskeið um eina helgi í Kaupmannahöfh getur varla talist í stakk búinn til að lækna fólk eða sjúkdómsgreina," segir Vilborg. En hversu margir hafa sótt meðferð hjá aðila sem býður upp á kvakl? Um 10% úrtaks í könnun sem gerð var í vetur á vegum Landlæknisembættis- ins, kvaðst hafa leitað til einhvers konar hjálækninga. Ekki þarf þó endilega að vera um kvakl að ræða, þar sem oft era hjálækningar viður- kenndar af sérffæðingum. I könnun- inni var ekki spurt um hvort fólk hefði notað einhver „undralyf* eða farið i einhveija kúra, sem flokka má undir kvakl. Orsakir fyrir því að fólk leitar á náðir misvitra manna með kvilla sína geta verið margvíslegar. Oft er um að ræða síðasta úrræði viðkomandi einstaklings. „Einstaklingur, sem greinist með vandamál, sem er ólæknandi, leitar allra ráða til að fá lækningu. Það ger- ir menntað jafnt sem ómenntað fólk,“ segir Vilborg, „Það má e.t.v. segja að hver einstaklingur beri ábyrgð á sinni heilsu og ráði því hvað hann geri. En það er bannað samkvæmt lögum að hafa fólk að at- hlægi ogjafnvel að féþúfu." GS. Hfljj | jt v t* Fjölgun í húsdýragarðinum Dýrunum í Húsdýragarðinum í Laugarda) flölgaði um helgina þegar hryssan Hólmfriður eða „Hóff ‘ kast- aði gullfallegu hestfolaldi, móbrúnu að IH. Faðirínn er Galsi Ófeigsson, frægur kynbótahestur, og er af- cvæmið sagt háfætt og glæsilegt. Folaldið hefur hlotið nafriið Mósi og sést þama á myndinni ásamt fómasi Guðjónssyni, forstöðumanni Húsdýragarðsins. Það veröurtil sýnis í garöinum alla daga, sem opið er, gestum og gangandi til gleði og ánægju. Timamynd: pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.