Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. ágúst 1990
Tíminn 3
Hannes Hlífar vann
og náði áfanga að
stórmeistaratitli
Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á
alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í
Noregi. Hann fékk 7,5 vinning á
mótinu af 9 mögulegum. Með þess-
um glæsilega árangri náði hann
fyrsta áfanga af þremur að stórmeist-
aratitli.
Hannes Hlífar fór illa af stað á mót-
inu því að hann tapaði fyrstu skák-
inni. Hann lét það ekki á sig fá held-
ur vann næstu sjö skákir. í síðustu
umferðinni gerði Hannes Hlífar síð-
an jafntefli og tryggði sér þar með
sigur á mótinu.
A mótinu í Gausdal tefldu 84 kepp-
endur, 7 stórmeistarar og 20 alþjóð-
legir meistarar.
Hannes Hlífar hefur með þessum
sigri sýnt að hann er til alls líklegur í
ffamtíðinni. Þrátt fyrir ungan aldur
hefur hann þegar getið sér gott orð í
heimi skáklistarinnar og skipað sér á
pall með okkar allra efhilegustu
skákmönnum. -EÓ
Niðurstaða skoðanakönnunar sem Skáís gerði fýrir Stöð tvö.
Yfir 40% óákveðnir eða svara ekki í skoðanakönnun Skáíss:
Sjálfstæðismenn
með meirihluta
Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan
meirihluta ef kosið yrði nú, ef marka
má skoðanakönnun sem Skáís hefur
gert fyrir Stöð tvö. Fylgi allra annarra
flokka mælist minna í könnuninni en
þeir fengu í kosningunum vorið
1987. Yfir 40% svarenda tóku ekki
afstöðu í könnunni. Tæplega 2/3 af
þeim, sem tóku afstöðu, lýstu yfir
andstöðu við ríkisstjómina.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar
urðu eftirfarandi. Aðeins er reiknað
með þeim sem tóku afstöðu. Til hlið-
sjónar eru birtar tölur úr nýlegri
könnun sem DV gerði.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið
mjög vel út úr skoðanakönnunum í
rúmt ár. I nýlegri DV-könnun fékk
flokkurinn t.d. 54,2% fylgi og síðast-
liðinn vetur fór það upp í 59,1%.
Fylgi annarra flokka hefúr, í flestum
þeim könnunum sem gerðar hafa ver-
ið, ekki náð kosningafylgi. Fram-
sóknarflokkurinn hefur þó haldið
nokkuð vel á sínu i flestum könnun-
um. Niðurstöður Skáfs könnunarinn-
ar em f samræmi við þær kannanir
sem gerðar hafa verið undanfama
mánuði. Fylgi Alþýðubandalagsins
hefur þó ekki mælst meira lengi.
í könnun Skáís var einnig spurt um
afstöðu til ríkisstjómarinnar. Af þeim
sem tóku afstöðu lýstu 34,3% að-
spurðra sig fylgjandi henni, en 65,7%
sögðust vera henni andvígir.
- EÓ
Þjóðræknifélagið með dagskrá fyrir Vestur-
íslendinga sem eru í heimsókn hér á landi:
200 MANNS
FRÁ KANADA
Stjóm Þjóðræknifélags íslands
efnir til dagskrár fyrir um 200 Vest-
ur-íslendinga ffá Kanada, sem
staddir em hér á landi.
Flestir Vestur-íslendinganna em
nú á ferðalagi um landið. Hópurinn
kemur saman í Reykjavík næst-
komandi sunnudag. Býður Þjóð-
ræknifélagið gestunum að skoða
Alþingishúsið og einnig mun hóp-
urinn hlýða á messu í Bessastaða-
kirkju. Dagskránni lýkur svo með
kaffisamsæti í Viðey í boði Davíðs
Oddssonar borgarstjóra. Fulltrúar
vestur-íslenska hópsins munu einn-
ig eiga fund með Steingrími Her-
mannssyni forsætisráðherra og
færa Skógræktarfélagi íslands gjöf.
Skúís DV
Alþýðuflokkur.................................... 9,9% 10,6%
Framsóknarflokkur................................ 15,7% 15,3%
Sjálfstæðisflokkur............................... 51,8% 54,2%
Alþýðubandalag................................. 11,6% 10,1%
Kvennalisti....................................... 8,9% 7,9%
Kosn.
15,2%
18,9%
27,2%
13,3%
10,1%
Borgaraflokkur.... 0,5% 0,5% 10,9%
ísland tekur þátt í
vísindaáætlun EB
Samningur um fulla þátttöku ís-
lendinga í vísindaáætlun Evrópu-
bandalagsins er til umflöllunar á
þingi Evrópubandalagsins og
verður væntanlega tilbúinn til
undirritunar í lok þessa árs. Sam-
komulag er um að undirbúa fram-
kvæmd hans, m.a. með því að
Finni fræðir
um villisveppi
Berit Thors ffá Finnlandi mun dag-
ana 18.-21. ágúst nk. halda námskeið
um sveppi og sveppatínslu í Norræna
húsinu í Reykjavík.
Berit Thors hefúr áður haldið svipað
námskeið í Norræna húsinu. Fjallað
er um sveppi, tínslu þeirra og grein-
ingu. Jafnffamt verða gefnar leið-
beiningar um meðferð þeirra og mat-
reiðslu. Farin verður sérstök sveppa-
tinsluferð upp í Skorradal í Borgar-
firði sunnudaginn 19. ágúst.
Ahugi fyrir villtum sveppum hefúr
farið vaxandi hérlendis á undanfom-
um árum en samkvæmt tilkynningu
ffá Norræna húsinu verður að tak-
marka fjölda þátttakenda. Ekki verð-
ur boðið upp á fleiri en þetta eina.
auglýsa nú þegar eftlr umsóknum
um styrki ffá vísindaáætluninni.
Vísindaáætlunin styrkir ýmiss konar
verkefni sem valin eru á grundvelli
mats á vísindalegum og tæknilegum
gæðum umsóknanna. Verkefhin skulu
miða að þvi að koma á kerfisbundinni
samvúmu og samskiptum á milli evr-
ópskra vísindamanna og tæknimanna.
Þannig er vísindamönnum veitt tæki-
færi til að læra hver af öðrum og út-
breiðsla nýrrar þekkingar er auð-
velduð.
Með áætluninni er leitast við að efla
rannsóknir í aðildarrikjunum og draga
úr visindalegum og tæknilegtim mis-
mun á milli þeirra. Áhersla er lögð á
að styrkja verkefni, sem eru fjölfag-
leg, fela í sér nýbreytni og stuðla að
því að bijóta niður húidranir á milli
mismunandi sviða evrópskra rann-
sókna og þróunarverkefna.
Vísindaáætlunin nær til allra ffæði-
greúna raun- og náttúruvísinda. Um-
sóknú um styrki má senda hvenær
sem er, en reikna verður með sex mán-
aða biðtíma eftú svari. Umsóknú
sendist til: Lois Bellemúi, Brussel,
Fax 32 2 236 33 07. Umsóknareyðu-
blöð og allar nánari upplýsmgar fást
hjá Rannsóknarráði rikisúis og Vís-
indaráði.
UNAGREIÐENl
EINDAGI
STAÐGREÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skll tímanlega!
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI