Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. ágúst 1990
Tíminn 7
VETTVANGUR
Gunnar Dal:
UPPHAF RITLISTAR
Leturgerð er hlekkur í langrí sögu Ijáskipta Maðurínn gerír sig
fýrst skiljanlegan með líkamsmáli og bendingum. Síðar fer hann
að gefa hlutum nafrí. Og nöfrí þarf að skýra og gefa þeim ein-
kunn. Og þegar slík orð eru orðin nægjanlega mörg verður tal til.
Löngu síðar, eða í upphafi borgar-
menningar, rekur nauðsyn kaup-
manninn til að breyta töluðu orði i
sýnilegt tákn eða mynd. Skrift hafði
tvo kosti fram yfir hið talaða orð:
Talað orð vill gleymast eða breytast f
minni manna, en bókstafurinn blífur.
Menn geta líka aðeins talað við nær-
stadda, en hið skrifaða orð gat náð,
án þess að breytast, til fjarlægustu
byggða.
En hvenær og hvar hefst þá letur-
gerð? Það segir sig sjálft að hún
byijar þar sem borgarmenningin
byijar og á svipuðum tíma. Elstu
skrifaðir textar, sem fundist hafa, em
frá Norður-Mesópótamíu við Tell
Brak. Þeir em fra 3200 f.Kr. Aðrir
textar frá þvi um 3000 f.Kr. hafa
fundist við Umk.
Frá Mesópótamíu barst leturgerð til
Persíu, Indlands, Egyptalands, Krít-
ar og Kína. En letrið þróaðist á ýmsa
vegu á ólíkum tungum, þó að fleira
virðist sameiginlegt með hinum sjö
fyrstu austurlensku leturgerðum.
Það væri auðvitað hugsanlegt að let-
ur hafi sprottið upp á fleiri stöðum,
vegna skyldra þarfa. En knýjandi
þörf fyrir letur byijar ekki fyrr en f
borgarmenningunni með þörfum
kaupmannsins. Borgarmenningin
var flutt út frá Mesópótamfu og let-
urgerð var hluti hennar. Það er auð-
vitað miklu auðveldara að líkja eftir
en finna upp eitthvað sem er alger-
lega nýtt. Dreifing hugmynda er að
sama skapi sennilegri tilgáta en að
sama hugmynd komi upp á mörgum
stöðum án ytri áhrifa, þó að svo
kunni að virðast vegna þess að engin
saga er til um manninn eða mennina
sem fluttu hugmyndina með úlfalda-
lestum jafnvel á hveiju ári milli
Miðjarðarhafs og Kyrrahafs. En það
er hægt að þróa sömu hugmynd á
marga vegu, þannig að í augum
manna sem skoða þessa hluti árþús-
undum síðar lítur út fyrir að um
margar menningar sé að ræða.
Fyrsta letrið er myndletur. Skrift
þróast frá myndletri til stafrófs.
Menn læra að tjá hugsanir sínar og
tilfinningar með sýnilegum merkj-
um og gera þær skiljanlegar öllum
sem kunna að ráða merkin.
Eins og fyrr segir eru til sjö austur-
lensk leturkerfi. Hið fyrsta byijar í
Mesópótamíu og þaðan berst það til
Egyptalands um 3000 f.Kr. og það-
an aftur til Krítar og Eyjahafs árþús-
undum síðar. Og eftir nokkrar aldir
berst það til Hittita í Tyrklandi.
Frumgerðin af letri Elamíta, Ind-
veija og Kritveija er enn óráðin. Hin
fjögur, letur Súmera, Egypta, Hittita
og Kinveija, eiga það sameiginlegt
að vera hljóðritun, næstum frá byij-
im. Þau hafa öll:
1. Merki sem tákna eitt orð.
2. Merki sem tákna samstöfu.
3. Hjálpartákn, t.d. greinarmerki.
Myndun orðtákna er mjög lík i
þessum fjórum kerfum. Aðeins sam-
stöfiitáknin eru nægjanlega ólík til
að réttlæta skiptingu í mismunandi
tegundir leturgerða. Þáttaskil verða í
þróun leturgerðar, þegar hún þróast
upp í stafrófsgerð. Og það vora
Grikkir sem gerðu fyrsta stafrófið.
Með Ieturgerð, handriti eða bók
verða þáttaskil i menningu. Og þró-
unin heldur áfram. Menn finna upp á
því að prenta táknin og loks á 19. öld
er tæknin komin á það stig að bók
verður almenningseign og hægt að
tala um heimsbókmenntir sem allir
eiga aðgang að vegna góðra þýð-
enda. Allt era þetta framfarir. Þó era
þeir til sem álíta að bókmenntaþekk-
ingu hafi farið stórlega aftur eftir að
menn fóra að lesa bækur!
Bókmenntir vora munnlegar sjálf-
sagt í árþúsundir á undan letri og
Fyrsta letrið er myndlet-
ur. Skrift þróast frá
myndletri til stafrófs.
Menn læra að tjá hugs-
anir sínar og tilfinningar
með sýnilegum merkj-
um og gera þær skiljan-
legar öllum sem kunna
að ráða merkin.
prentlist. Það að kunna bókmenntir
utan að var almenn íþrótt og Grikkir
litu svo á að það að lasra bókmenntir
utan að væri listgrein. Og ekki sú
minnsta. Hún er þvert á móti móðir
allra listgreina. Þessa móður list-
anna, gyðju minnisins, nefndu
Grikkir Mnemosyne. Og hún var
stórrar ættar. Faðir hennar var Uran-
us (himinninn) og móðir hennar var
Gea (jörðin). Og þessi gyðja minn-
inganna eignaðist líka frægar dætur,
sjálfar menntagyðjumar grísku. Þær
vora níu talsins:
Calliope, gyðja söngljóðsins.
Polyhymnía, gyðja sálma og helgi-
ljóða.
Evterpe, gyðja flautunnar.
Erato, gyðja lýrunnar.
Terpsichore, gyðja dansins.
Thalía, gyðja gamanleiksins.
Melpomane, gyðja harmleiksins.
Clíó, gyðja sögunnar.
Uranía, gyðja stjömufræðinnar.
Listin að læra utan að var iðkuð um
allan heim, einnig í Evrópu um alda-
raðir. Sagt er t.d. um Tómas Aquinas
að hann hafi lagt metnað sinn i að
kunna utan að allar bækur sem hann
las. íslendingar lærðu ljóð og sögur
utan að alveg fram á 20. öld, og fátt
er betur fallið til að varðveita bók-
menntir og tungu. En nú er komin
önnur öld. Þekking og listir þúsund-
faldast. En hvað situr eftir af þessu f
höfði manna? Er menningarauki að
þvi fyrir hinn einstaka mann að
geyma á bók eða i tölvu það sem
menn áður geymdu í höfði sér?
Minna má á, að það er mikil fylgni
milli minnis og greindar. Við stöðv-
um ekki framþróunina, segja menn.
En verða menn ekki líka að fara að
veija sig fyrir tækni sinni? Verða
menn ekki með einhveijum ráðum
að hindra að allt vit og minni sé flutt
úr mannshuganum í vélmennið?
BÓKMENNTIR
Efasemdir vakna um vinnubrögð lektors
FISKISTOFNARNIR VIÐ (SLAND, ÞJÓÐ-
AREIGN EÐA RfKISEIGN?
Höf: Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
lektor I stjómmálafræði vió H.f. og
framkvstj. Stofnunar Jóns Þorlákssonar
Útg: Stofnun Jóns Þortákssonar
Reykjavfk 1990
Það er vissulega gott að lektorar við
Háskóla Islands reyni eftir megni að
senda frá sér rannsóknamiðurstöður
sínar á prenti. Þannig sést óvefengi-
lega að þeir era að vinnu við rann-
sóknir en sitja ekki aðgerðarlausir
milli kennslustunda. Þannig sést líka
hvemig lærimeistaramir kenna og
fleiri geta lagt mat á vinnubrögð
þeirra en aðeins nemendumir á hveij-
um tíma. Með því móti verður líka
hægt að veita kennuram æðstu
menntastofnunar okkar nauðsynlegt
aðhald og ætti að vera óþarft að
minna á upphaf frönsku byltingar-
innar á síðustu öld í því sambandi.
Því er þessi inngangur hér að við
lestur nýjustu bókar dr. Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, lektors í
stjómmálafræði, vakna efasemdir
um heiðarleika í röksemdafærslu. Af
sjálfu leiðir að efast ber um gildi nið-
urstöðu hans i þessari bók. Ekki er
lagt mat á pólitiska afstöðu höfundar
né heldur ætla ég mér að fara í stjóm-
málalegan eltingarleik, þótt við-
fangsefni bókarinnar sé vissulega eitt
af stærri málum stjómmála um þess-
ar mundir.
Súlurit og tilvitnanir era með þeim
hætti að ekki er ástæða til að efast um
aðdrætti höfundar. Ytra byrði textans
er með öðram orðum I því horfi að í
fljótu bragði mætti ætla að hér fari
venjulegt fræðikver háskólakennara.
Stóram hluta bókarinnar er eðlilega
varið í að skilgreina hugtök og skilja
milli þess sem höfundur kallar þjóð-
areign annars vegar og rikiseign hins
vegar. Fjallað er um eignarréttinn, ný
viðhorf í auðlindahagfræði og reynt
er að svara spumingunni um hveijir
eigi tilkall til afraksturs af fiskistofti-
um. Er niðurstaða hans í þeim skil-
greiningum með þeim hætti að höf-
undi hlýtur að leyfast slíkt, þótt varla
teljist þessi skilningur hans almennur.
Afsal jarðar frá Guði?
Bók sem gefin er út af stofhun
kenndri við Jón Þorláksson frá Vest-
urhópshólum í Húnaþingi, ætti að
sæta strangari skilyrðum um fagleg
vinnubrögð en raun ber vitni. í fyrstu
línu inngangsins er t.d. vitlaust farið
með texta úr heimildum. Þar er
greinilega ætlunin að vitna beint i
fyrstu Mósebók, 1. kafla. Þar segir
hins vegar ekki að Guð hafi skipað
mannkyninu að margfaldast, eins og
dr. Hannes ritar. Hins vegar blessaði
Guð þau (karl og konu) og sagði
þeim að margfaldast. í fiamhaldi af
þvi er það vitlaust af höfundi og bein-
línis fölsun á heimildum að segja að
Guð hafi gefið mannkyni jörðina í
sameiningu. Þvert á móti er maður-
inn af jörðu kominn og aðeins hér
sem ráðsmaður Guðs. Hann er ekki
þinglýstur eigandi með afsal upp á
vasann fra skapara sínum. Það sann-
ast best á því að af jarðvistinni lok-
inni hverfur maðurinn aftur til dufts-
ins. Út fra þeim textum Biblíunnar
sem fjalla um ráðsmennsku mannsins
á jörðinni er því alls ekki hægt að tala
um eignarrétt að lögum eða í stjóm-
málalegu tilliti. Út frá þessu dæmi
fær bókin því ekki góða einkunn fyr-
ir heimildanotkun. Þar að auki ætti
fræðimaður með doktorsnafnbót að
vita að ekki er nóg að endurtaka full-
yrðingu til að hún verði sönn, eins og
gerist með áðumefhda setningu. Það
þýðir því ekki að enda bókina á því
að segja enn og aftur að mönnunum
hafi verið gefin jörðin i sameiningu
og vísa þannig til illa fenginnar full-
yrðingar í inngangi.
Bændur og afréttur
Á mörgum stöðum í bókinni er að
finna slagorðakennda ffamsetningu,
sem að öllu jöfhu á ekki heima í
fræðilegu riti. Ætla ég ekki að elta ól-
ar við allt það er vakti upp spuming-
ar um ágæti vinnubragðanna. Hins
vegar þykir mér rétt að nefna eitt
dæmi annað um óvönduð vinnubrögð
höfundar. Á blaðsíðu 119 slær hann
því t.d. ffarn, að þvi er virðist til skýr-
ingar, að bændur eigi ekki afrétti,
heldur njóti þeir aðeins tiltekinna
lögvarinna réttinda eða hlunninda
þar, svo sem veiðiréttinda. Það upp-
lýsist hér með að víða um land eiga
sveitir bænda affétt sinn á svipaðan
hátt og þeir eiga bújarðir sínar. Þar
með rýkur púðrið úr þeirri fullyrð-
ingu höfundar að á sama hátt eigi út-
gerðarmenn ekki fiskimiðin, heldur
njóti þar aðeins veiðiréttinda. Les-
andinn er þvi illa undir það búinn að
taka við þeim sannindum höfundar
að þetta þýði að þjóðin eigi hafsvæð-
ið en ekki rikið. Legg ég hér sem fyrr
ekki mat á skoðanir höfundar, heldur
Dr. Hannes H. Gissurarson lektor.
aðeins gefnar forsendur hans er leiða
hann að tiltekinni niðurstöðu.
Óttast ekki gróöafíkn
Sá brestur sem hér kemur ffam á
þekkingu höfundar um eignarréttindi
affétta á íslandi, leiðir hann hins veg-
ar greinilega af leið þegar aftar dreg-
ur í textanum. Þar fiillyrðir hann að
fólk í fiskvinnslu eigi ekki meira til-
kall til afhota af fiskistofnum en aðr-
ir hópar þjóðarinnar. Sem rök við
þessari fullyrðingu skírskotar hann
einmitt til þess að starfsmenn í slátur-
húsum eigi ekki tilkall til hlunninda á
afféttum, þó að sláturhús séu
vinnslustöðvar landbúnaðarins, eins
og hann orðar það. Gengur hann hér
út frá þeirri forsendu er hann hefur
gefið sér áður, að bændur eigi ekki
affétti.
Nú skal ekki lagt mat á það hvort út-
gerðarmenn einir eigi að fá til skil-
yrðislausrar eignar alla fiskistofha
við ísland og heildarsamtök þeirra
einna eigi að fá ffelsi til að ákveða
heildarveiði á hveiju ári. Hér er um
stjómmálalega afstöðu að ræða f
stóra máli. Hins vegar verður ekki
hjá þvi komist að efast um þá ein-
kennilegu fullyrðingu höfundar að
ekki þurfi að óttast að þeir (útgerðar-
menn) láti stjómast af von um fljót-
tekinn gróða eftir að þeir hafa hlotið
varanlega og seljanlega aflakvóta.
Að mínu viti þarf ekki að leita lengi í
biblíusögum til að finna dæmi um
ófyrirleitni mannskepnunnar yfirleitt
þegar gróðafikn nær yfirhöndinni.
Þarf reyndar ekki að fara nema í
þriðja kafla sömu Mósebókar og dr.
Hannes Hólmsteinn vitnar til í inn-
gangi sínum. Er þar skýrt ffá falli
mannsins, er bjó þó við frelsi Parad-
fsar.
Það er þvf niðurstaða min að lokn-
um lestri þessarar bókar dr. Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar, að gera
þarf meiri kröfur um fræðileg vinnu-
brögð og heimildamotkun en bókin
stendur undir. Þá er hún frekar lýj-
andi aflestrar sökum þess að línu-
setning er léleg og nokkur dæmi era
um skort á prófarkalestri. Slíkir hlut-
ir skipta þó litlu máli samanborðið
við áðumefhda ágalla, þar sem ekki
er um eiginlegar bókmenntir að ræða,
heldur bók i flokki ffæðirita. Þó er
ekki óeðlilegt að gera þær lágmarks
bókbandskröfur að ritið þoli örlítið
meira en eina yfirferð f hraðlestri og
nokkrar uppflettingar.
Kristján Björnsson.