Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 14. ágúst 1990 Saúdí-Arabar vilja draga úr óstöðugu verði á olíu: Sendifulltrúi Saúdí-Arabíu í Bandaríkjunum sagði á mánudag að OPEC-löndin myndu hittast bráðlega. Þau myndu leita leiða til að draga úr áhrífum átakanna við Persaflóa á olíuverð. Bandar Bin Sultan prins sagði á fréttamannafundi, að OPEC- löndin ræddu nú sín á milli um að flýta næsta fundi. Hann sagðist vona að fundurinn myndi „minnka áhrif átak- anna i Persaflóa á vinalönd okkar“. Prinsinn gaf engar nánari upplýsing- ar og gat ekki nefiit ákveðinn dag en Saúdí-Arabar hafa þegar aukið olíu- framleiðslu sína til að auka framboð hennar eftir að olía hætti að berast ffá Irak og Kúvæt. Hann sagðist ekki vilja að spennan í Persaflóa skaðaði efhahag heimsins. Framleiðsla OPEC-landanna á fyrri hluta þessa árs, í þúsundum olíUtunna á dag. Mikill hluti olíu heimsins hefur komið frá (rak og Kúvæt en Saúdí-Arabar eru eina landið sem getur verulega aukið framleiðslu sína. Sameinuðu arabísku furstadæmin (U.A.E.), Kuúvæt og Saúdí-Arabía höfðu framleitt umfram kvóta fýrir innrás Iraka sem sökuðu þessi lönd um að vilja með þvf lækka olíuverð. Palestínumenn styðja Saddam Hussein: Palestínumenn hafa e.t.v. gert mistök Palestínumenn hafa gert mörg söguleg mistök og þeir hafa ef til vill gert enn ein mistökin með því að styðja (rak í deilunni við Persa- flóa. Frelsissamtök Palestínu (PLO) og Palestínumenn yfirieitt hafa orðið meðal fárra til að styðja innrás íraka í Kúvæt Þessi af- staða þeirra gætu orðið þeim dýr- keypt í ffamtíðinni þegar rætt verður um lausn deilu Araba og fsraelsmanna. Saddam Hussein lagði til um helgina að deilan um Kúvæt yrði tengd deil- unni um yfirráð ísraela á herteknu svæðunum. Hann bauðst til að ræða um brottkvaðningu hersveita sinna frá Kúvæt ef reynt yrði að leysa deilu- mál Araba og Iraela um Palestínu og líkaði Palestínumönnum þessi tillaga hans vel. „PLO hefur oft lent á milli i deilum Arabaþjóða en enginn gleym- ir eða fyrirgefur aðgerðum þeirra“, sagði Joseph Goldberg sem starfar hjá „National Defence Uninversity“ (Þjóðvamarháskólanum) í Bandarikj- unum. Fyrir innrásina virtist Jasser Arafat hafa bimdið trúss sitt við Sadd- am Hussein, en með því að lýsa yfir stuðningi við hann núna tekur hann mikla áhættu, því að Saúdí-Arabar og Egyptar hafa hingað til stutt PLO bæði siðferðislega og fjárhagslega. „PLO er að einangra sig. Fjárhags- stuðningur við þá mun minnka og það mun taka mörg ár að endurheimta þann stjómmálastuðning sem þeir hafa haft“, sagði Barry Rubin sér- fræðingur stofhunar i Washington sem fjallar um málefni Austurlanda. Þetta yrði ekki i fyrsta skipti sem Palestínumenn gera afdrifarík mistök. 1947 höfhuðu þeir tillögum Samein- uðu þjóðanna um skiptingu Palestínu milli þeirra og Ísraelsríkis, en þá stjómuðu Bretar landinu. Eftir að ísrael var myndað neituðu þeir að viðurkenna það jafnvel eftir að stærsta ríki Araba, Egyptaland undir- ritaði við það friðarsamninga 1979. 1988 virtist þessu tímabili vera lokið, þá hafhaði Arafat hryðjuverkum og viðurkenndi tilveru Israels. Banda- rikjamenn hófu viðræður við PLO og hóf að þrýsta á um kosningar á her- numdu svæðunum. Þegar Arafat og PLO neituðu síðan að fordæmda mis- heppnaða árás á strönd Israels, slitn- aði upp úr þessum viðræðum og nú hafa Israelsmenn fengið enn meiri stuðning við herskáa stefhu sína gagnvart Aröbum eftir að írakar hófu aðgerðir sínar gegn Kúvæt. Saúdí-Arabar banna lestun á olíuskipi frá (rak: Olíuflutningaskipi snúið frá S-Arabíu Saúdí-Arabar sném í gær ffá olíu- flutningaskipi, sem hugðist sækja olíu í olíuflutningaleiðslu Iraka um Saúdí- Arabíu. Saúdí-Arabar hafa ekki sagt opinberlega að þeir ætli sér að loka leiðslunni, en í gær kom í ljós að sú er ætlun þeirra. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt bemm orðum að þeir hafi sett írak í hafnbann, en bæði þeir og Bretar hafa sagt að þeir áskyldu sér rétt til að stöðva skip sem hyggðust ijúfa viðskiptabann Öryggisráðsins á írak. Á sunnudag sagði utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James Baker, að Bandaríkjamenn myndu stöðva öll skip, sem reyndu að ijúfa viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna, og í gær gáfu Bretar út sams konar yfirlýsingu, eftir að fréttir bámst um að breskur þegn hefði verið skotinn, þegar hann reyndi að flýja írak. í gær bámst hins vegar fréttir frá höfuðstöðvum Sam- einuðu þjóðanna um að hvorki Banda- ríkjamenn né Bretar hefðu umboð S.Þ. til að setja hafhbann á írak. Ein- stök lönd S.Þ. gætu ekki upp á sitt ein- dæmi sett slíkt hafnbann á írak eða önnur ríki sem Sameinuðu þjóðimar hefðu sett í viðskiptabann. í gær hélt áfram að fjölga herskipum í eða á leið til Persaflóa. Belgar vom meðal þeirra þjóða sem tilkynntu um að þeir hefðu sent þangað herskip og Pakistanar bættust í hóp þeirra sem buðust til að senda hersveitir til Saúdí- Arabíu. Leiðtogi franskra hægri öfgamanna leggur orð í belg: Kúvæt er gerviland Leiðtogi franskra hægri öfgamanna, Jean-Marie Le Pen, lét í ljós á föstu- dag samúð með hemámi Iraka á Kú- væt og fordæmdi hemaðarafskipti vesturlanda. „Kúvæt er að áliti íraka innanrikismál þeirra...Kúvæt er nán- ast gerviland sem kemur Aröbum einum við“, sagði Le Pen í sjónvarp- sviðtali fýrir helgi. „Kúvæt á tilveru sína að þakka breska utanríkisráðu- neytinu", sagði þessi leiðtogi „Na- tional Front" (þjóðarfýlkingarinnar) og tók þar með undir orð Saddams Husseins, sem hefur sagt að Bretar hafi stofhað Kúvæt til að tryggja sjálfum sér ódýra olíu. Hann for- dæmdi forseta Frakklands Francois Mitterand fýrir að senda herskip til IKvóti OPEC Áætíuð framleiðsla 4,000 5,000 6,000 Bandaríkin: Þriðjungur kaþ- ólskra presta stundar kynlíf Nærri þriðjunugur rómversk- til 8% þeirra, sem eru gagnkyn- kaþólskra presfa í Bandaríkjun- hneigðir, stunda auk þess kjmlíf af um stundar einhvers konar kynlíf. og til með konum. 23% hafa tíl- Rúmlega fimmtungur þeirra er hneigíngar til samkynhneigðar, samkynhneigður en aðeins tveir af scm er langtum hærra hlutfall en hverjum 100 hafa verið algerlega meðal almennings, þar af lætur hreinlífir. Þetta segir í skýrslu sem belmingurinn það eftir sér að A.W. Richard Sípe hefur skrifað. stunda kynlíf með karlmönnum. f Hann var sjálfur kaþólskur prest- skýrslunni segir að 6% prestanna ur, aukþess að vera sálfræðingur fái útrás fýrir kynhneigðir sínar og lektor við Johns Hopklns-há- með bömum, aðallega ungum skólann í Bandaríkjunum. Hann drengjum. Skýrslan á að koma út lifir nú á eftirlaunum. Skýrslan í bókarformi f næsta mánuði en byggir á gögnum um 1500 ein- hún byggir á gögnum um 1500 staklinga sem Sipe safhaði á árun- rómversk-kaþólska presta. Sipe ura 1960-1985 og var birt á 98. safnaði gögnum um 500 presta þingi amerískra sálfræðinga lýrir sem leitað höfðu sálfræðiaðstoðar. helgi. í skýrslunni segir að fimmt- Upplýsingar um aðra 500 aflaði ungur kaþólskra presta séu i föstu bann sér i gegnum aðra presta en kýnlífssambandi við konur þótt clskhugar, fórnarlömb eða vitni þeir hafi heitið því að stunda ekki sögðu honum áreiðanlegar sögur kynlíf þegar þeir tóku vígslu. 6% af 500 til viðbótar. Le Pen telur hugsanlegt að Bandaríkjamenn vilji hafa her- sveitir í Saúdí-Arabíu til að koma í veg fýrír stjómarskipti sem séu óhagstæð Bandaríkjamönnum. Persaflóa og sagði að Frakkar ættu þess í stað að taka að sér hlutverk sáttasemjara. Le Pen sagði fréttamanni á „stöð 1“ í Frakklandi að hann væri hissa að skjótum hemaðarviðbrögðum Bandaríkjamanna og sagði að hugs- anlega leyndist eitthvað annað að baki þeim en hemaður íraka. „Hvemig myndu Ameríkanar fara út úr því ef einhver breyting yrði á stjóm Saúdí-Arabíu?“, spurði hann. Saúdí-Arabar em langstærsti olíu- framleiðandi heims. í landinu er ein- veldi en konungaættin hefur átt mjög vinsamleg samskipti við Vest- urlönd. Franskir stjómmálamenn og frétta- skýrendur studdu upp til hópa þá ákvörðun Mitterands að senda 3.500 menn á 7 herskipum til Persaflóa. Þar með verða Frakkar með annan stærsta flota vestrænna ríkja á svæð- inu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.