Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.08.1990, Blaðsíða 6
Tíminn 6 Laugardagur 18. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls9,110 Reykjavík. S(mi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þjóöarsátt Verðlagsstjóri lét svo um mælt á blaðamanna- fundi í vikunni að verðbólguhugsunarháttur ís- lendinga sé á undanhaldi. Formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Ögmundur Jónasson, staðfestir það í viðtali við Þjóðviljann, að launafólk gerir sér grein fyrir að minnkun verðbólgu, þ.e.a.s. eðlilegt verðlag og viðráðanleg verðlagsþróun, er raunveruleg kjara- bót, sem leggur grundvöll að því að hægt sé að tryggja til frambúðar kaupmátt launa. Ögmundur Jónasson kallar þetta „skynsamlega kjarabaráttu“ og varar við því að menn gerist svo uppnumdir af „formi“ að þeir komist aldrei að því að skoða „inn- takið“. Með þeim orðum beinir hann sýnilega spjótum að þeim, sem hafnað hafa þjóðarsátt um samstiga þróun efnahags- og kjaramála og bera fyrir sig formrök fremur en efnis, gera kjarabaráttu að lagaþrætum umfram það sem þörf er á fyrir rétt- lætis sakir. Þjóðarsátt um efnahags- og kjaramál byggist á víðtæku samkomulagi valda- og áhrifaafla þjóðfé- lagsins. Eins og upphaf samkomulagsins verður rakið til sameiginlegs skilnings þjóðfélagsaflanna á nauðsyn efnahagslegrar jafnvægisstefnu, stendur og fellur árangur hennar með því að öll þessi valda- og áhrifaöfl standi saman um framkvæmd hennar. Engum blöðum er um það að fletta að þau víð- tæku samtök launþega sem standa að þjóðarsátt- inni, hafa staðið vel við sinn hlut. Ríkisvaldið hef- ur gætt síns hlutar, þ. á m. á þann hátt sem valdið hefur deilum og ásökunum um að hafa beitt of ströngum valdboðum eins og þeim sem felast í bráðabirgðalögum um efnahagsmál frá 3. þ.m. Ríkisvaldið hefur einnig sýnt vilja sinn í verki með því að Verðlagsstofnun sé virk í að fylgjast með verðlagshækkunum og að haldnar séu reglur um verðbreytingar á vörum og þjónustu. Launþega- hreyfingin hefur komið myndarlega til liðs við verðlagsyfírvöld með því að fylgjast af sjálfsdáð- um með verðlagsþróun og hvatt launþega og neyt- endur til þess að vera á varðbergi fyrir sitt leyti. Allt hefur þetta borið þann árangur sem verðlags- stjóri hefur orð á að verðbólguhugsunarháttur hér á landi sé á undanhaldi. Verðlagsyfírvöld hafa skýrt frá því að þau muni herða aðgerðir sínar til þess að milliliðastéttin í landinu framfylgi settum reglum um verðlag og verðmerkingar. Þótt vert sé að veita því athygli að almennt hefur verðlagsþróunin verið hagstæð síð- ustu mánuði, sem bendir til þess að aðilar á þjón- ustu- og viðskiptasviði gæti skyldu sinnar sam- kvæmt þjóðarsátt, eru til undantekningar sem hafa verður gætur á. Opinbert verðlagseftirlit er nauð- synlegt og því betur sem það er rækt því fremur getur almenningur treyst störfum Verðlagsstofn- unar. Grundvöllur þjóðarsáttarinnar má ekki bresta. Q k-/TRIÐIÐ við Persaflóa er fyrirferðarmesta fréttaefni fjöl- miðla heimsins um þessar mund- ir. Alþjóðlegar fréttastofnanir eins og Reuterfféttastofan, sem íslensku blöðin styðjast mest við, senda daglega út faðmslengdir af fféttaskeytum og skýringum at- burða á styrjaldarástandi þessa heimshluta, svo að ekki skortir efni til að moða úr og bera fyrir blaðalesendur hér sem annars staðar í veröldinni þar sem Reut- ersfféttir eru aðaluppspretta vitn- eskju um gang mála i heiminum. Síst er ástæða til að efast um sannleiksgildi þessara ffétta, því að vafalaust er að alþjóðlegu fréttastofumar vanda til ffétta- flutnings af stóratburðum eins og þeim er unnt. Blöð og aðrir íjöl- miðlar geta því með góðri sam- visku og sæmilegri dómgreind nýtt sér þá námu sem fféttasend- ingar Reuters og annarra alþjóða- fféttastofa em. Hins vegar duga þess háttar daglegar fréttir, sem auk þess hættir til að verða að sí- bylju, ekki til þess að kynnast ná- ið heildarumgerð hvað þá bak- sviði atburða í fjarlægum heims- hlutum, þótt atburðarás frá ein- hveiju tilteknu tímamarki sýnist skýr og augljós. Þetta hefur kom- ið vel ffam í þeim átökum sem hófust með innrás íraka í Kúvæt. Umfjöllun þeirra stjómmála- manna sem mest ber á í hinum vestræna heimi, pólitískum for- ingjum iðnveldanna, er öll á þá leið að gera sem mest úr þeim sérstaka viðburði þegar Irak lagði Kúvæt undir sig á einum sólar- hring og telja síðan dagana ffá þeim ákveðna degi og rekja at- burðarás þeirra. Síst er ástæða til að gera lítið úr innlimun Iraka á Kúvæt eða hættunni af því að Ir- aksher ráðist inn í Saudi-Arabíu og önnur nálæg lönd. Þvert á móti hlýtur það að vekja ógn og áhyggjur um þróun heimsmála ef styrjaldarástandið versnar og stríðsátök breiðast meira út. Saddam einangraður Ekkert vafamál er um upptök þess stríðsástands sem nú hefur skapast við Persaflóa. Þau em bundin við innrás Iraka í smá- furstadæmið Kúvæt og líkumar fyrir því að þeir réðust einnig inn í Saudi-Arabíu, sem er víðlent land og ekki jafhauðsigrað og hið fyrmefnda smáríki, þótt liðsmun- ur heija sé mikill. Þrátt fyrir þau sannindi, að Irak er skuldum vaf- ið og nánast á gjaldþrotsbarmi eftir átta ára styrjöld við Iran, er hitt jafhvíst að Irakar ráða yfir öflugum herstyrk. Þeir hafa bol- magn til þess, ef þeir em látnir óáreittir um herfarir, að leggja fleiri lönd undir veldi sitt en eitt smáriki. Þeim hlýtur því að koma það allra verst ef stórveldin sam- einast um að hindra stríðsrekstur þeirra eins og nú er komið á dag- inn. írökum gat ekki komið á óvart að Bandaríkjamenn létu til sín taka ef þeir reyndu að gera að vemleika þá stórveldisdrauma, sem einvaldsherra landsins, Saddam Hussein, hefur lengi alið með sér. írökum mátti einnig vera það ljóst að fleiri stórveldi yrðu til þess að fylgja fordæmi Banda- ríkjamanna og raunar allur hinn vestræni heimur, enda hefur það komið á daginn. Hins vegar gat Saddam Hussein að einhveiju leyti lifað í von um að Sovétríkin hefðu sig lítið í frammi, sem þó hefur ekki orðið reyndin, því að þau taka þátt í að fordæma hemaðarstefnu hans og stöðva viðskipti við írak. Þar er um stefhubreytingu að ræða, því að Sovétríkin hafa verið öflugir pólitískir bandamenn íraka og stuðlað að uppbyggingu Iraks- hers. Þegar svo bætist við, að mörg Arabaríkja hafa snúist leynt og ljóst gegn Irökum má sýnt vera að hringurinn þrengist um þá og rekur þá út í einangmn sem þeir geta varla staðist til lengdar. Þannig hefur verið þjarmað að Irökum með beinum hemaðarleg- um viðbúnaði og viðtæku við- skiptabanni, sem verkar eins og stríðsaðgerð sem það líka er. En hafi Saddam Hussein gert sér rangar hugmyndir um viðbrögð heimsins gagnvart hemaðarbrölti sinu er ástæða til að minnast þess að á þeim árum sem hann átti í stríði við írana naut hann marg- háttaðs stuðnings þeirra sem nú hafa snúist gegn honum. Hin risa- vaxna hemaðaruppbygging i írak gat ekki orðið nema fyrir það að Irökum bámst vopn og herbúnað- ur víða að, ekki síst frá Sovét- mönnum og Frökkum, og honum tókst að útvega peningalán í stór- um mæli frá vestrænum þjóðum, að ekki sé minnst á hin auðugu olíuríki Araba. Þar á meðal veitti Kúvæt honum 15 milljarða doll- ara vaxtalaust lán til þess að standa undir kostnaði við herbún- að og styrjaldarrekstur. Þótt öll þessi aðstoð vestrænna ríkja og Arabalanda kæmi Irökum vel meðan á Iransstríðinu stóð, kom að skuldadögum. Olíuframleiðsla Iraka stóð ekki undir þessum skuldum. Þess vegna tóku þeir að krefjast þess af öðrum olíuffam- leiðsluríkjum að olíuverð yrði stórhækkað og gerðu sig líklega til þess að knýja það ffarn með góðu eða illu. Þess vegna létu þeir til skarar skríða gegn ná- grannalandinu Kúvæt, sem þeir auk þess töldu sig hafa ástæðu til að gera upp sakir við vegna óljósra landamæra og umdeilan- legra oliulinda á landamærum ríkjanna. Bandarískt-breskt olíustríð Með þvi að rekja þræði hins nýja Persaflóastríðs á sem einfaldast- an hátt frá því ,að Irakar gerðu innrás í Kúvæt fyrir hálfum mán- uði má atburðarásin teljast auð- skilin, þ. á m. íhlutun Bandaríkja- manna og annarra vesturvelda. Aftur á móti er yfirsýn um bak- svið þessara atburða miklu flókn- ari og segir ekki nema hálfa sögu af ástandi mála í Miðausturlönd- um í heild. Þetta heimssvæði er suðupottur óffiðarástands, sem á sér margbrotnar ástæður, þar sem heimaþjóðimar einar valda ekki öllu, heldur hafa blandast í þær sakir utanaðkomandi áhrif og af- skipti stórvelda og iðnríkja með ýmsum hætti, pólitiskt, hemaðar- lega og sögulega. Saddam Hus- sein hefur ekki verið einn um að standa í styijöldum á liðnum ár- um og áratugum. Ekki hefur ísra- el farið með neinum ffiði né Ar- abaríkin gagnvart ísrael, þvi að þar í milli hefur ríkt stríðsástand í meira en 40 ár og reyndar miklu lengur. Líbanon hefur verið þjak- að af borgarastyijöld og innrás- um í hálfan annan áratug án þess að á því sjáist nokkur lausn. Afg- anistan telst einnig til þessa heimshluta og hefur logað í borg- arastyijöldum og fyrir tilverknað innrásar Sovétmanna í landið. Þótt hemaði þeirra sé lokið ríkir enginn ffiður í því landi. Yfir- standandi Persaflóastrið er þvi ekki á neinn hátt upphaf óffiðar í þessum heimshluta, það er í raun- inni ekki annað en viðbót við það sem er og hefur verið. Að vísu má finna Persaflóastriðinu sínar sér- ástæður, enginn vafi er á að þær snerta hagsmuni vestræns heims með sérstökum hætti. Þess vegna verður þetta stríð allt meira í munni en ástæða hefur þótt til um aðrar styrjaldir og stríðsástand á þessum slóðum. Persaflóastríðið er í raun og vem bandarískt og breskt olíustrið. Þess vegna er það fréttnæmt. r Ofriður um allan heim Miklu víðar um heim verður það fýrir að mannskæðar styij- aldir séu viðvarandi með öllum sínum hörmungum, ekki síst i Afríkulöndum, einnig í Róm- önsku Ameríku. Þess háttar stríð em ekki mikið í fréttum. Okkur er svo gjamt til að telja það ffið- artíma þegar ekki er ófriður í Evr- ópu, aÓ menn vita varla af því hvemig ffiðarmálum er komið annars staðar á heimsbyggðinni. Þaðan af síður gera menn sér grein fyrir stjómarháttum og mannréttindaástandi í fjarlægum heimsálfum, þar sem ógnarstjóm og einræði ríkir og ekkert lát er á. Þó em til um þetta greinargóðar upplýsingar ffá Amnesty Intema- tional — Alþjóðasamtökum um sakamppgjöf og mannréttindi. Samtökin gefa út árlega skýrslu um ástand mannréttindamála í heiminum og þræða að segja má þau ríki sem eiga aðild að Sam- einuðu þjóðunum. Skýrslur Amnestysamtakanna em ffóðlegar á fleiri en einn veg. Þær geyma ekki eingöngu kerfis- bundið staðreyndatal um mann- réttindi i stafrófsröð eftir heiti þeirra ríkja sem ástæða hefur þótt til að nefha í sambandi við mann- réttindabrot og meðferð pólit- ískra fanga. Þar sem hér er um að ræða ríki sem eiga aðild að Sam- einuðu þjóðunum virðast 9 af hveijum 10 þessara ríkja gerast sek um meiri eða minni brot á mannréttindum samkvæmt stöðl- um Amnestysamtakanna. Að ein- hveiju leyti kunna þessir staðlar að vera strangari en ýmsir telja réttmætt, en í höfuðatriðum eru i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.