Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.08.1990, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Þriðjudagur21. ágúst 1990 IÞROTTIR! Sigurður sigraöi á móti í Svíþjóð Sigurður Matthíasson spjótkastari sigraði á alþjóðlegu móti í Svíþjóð á föstudaginn, með því að kasta 76,78m. Einar Vilhjálmsson varð annar á móti i V-Berlín, kastaði 73,22m við mjög slæmar aðstæður. Reykjavíkurmaraþon: Yfir 1500 manns tóku þátt í 7. Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór á sunnudag. Mestur var flöld inn í skemmtiskokkinu, en betur þjálfaðir hlauparar hlupu ýmist hálft eða heilt maraþon. I maraþonhlaupinu sigraði Eng- lendingurinn Jerry Hall á 2:24,07 klst. en Spánverjinn Sanchez Francisco varð annar á 2:35,17 klst. Sighvatur Dýri Guðmundsson varð í þriðja sæti á 2:36,04 klst. Næst bestum tíma íslendings náði Ingólf- ur Hannesson, íþróttafféttamaður Sjónvarpsins, en hann hljóp á 3:29,43 klst. í flokki 40-49 ára karla sigraði Karl E. Waegeli frá Sviss á 3:05,23 klst. en Norðmaðurinn Per Oskar Andersen sigraði f flokki 50-59 ára. Hinn gamalkunni hlaupari Jón Guðlaugsson sigraði f flokki 60-69 ára á 3:52,28 klst. Fimm konur hlupu maraþon. Sus- an Shield ffá Englandi kom fyrst þeirra í mark á 2:59,58 klst. Sá tími nægði henni í 7. sætið yfir alla maraþonhlauparana. Önnur varð Annamarie Sigurðsson ffá Dan- mörku á 3:55,42 klst. Þriðja varð svo Vilborg Hannesdóttir á 4:13,21 klst. og fjórða varð Þorbjörg Er- lendsdóttir á 4:21,57 klst. Loks hljóp Caroline Boyd í flokki 40-49 ára. Hún var eini keppandinn í þeim flokki og náði mjög góðum tíma, 3:02,58 klst., sem var 9. besti tím- inn samanlagt. Keppnin í hálfmaraþoni var jafn- ffamt íslandsmeistaramót. Sigurður P. Sigmundsson varð íslandsmeist- ari á 1:10,28 klst. Annar varð Jó- hann Ingibergsson á 1:13,14 klst. og þriðji varð Jón Stefánsson á 1:14,54 klst. í flokki 40-49 ára sigraði Halldór Matthíasson á 1:20,33 klst., sem var 7. besti tíminn samanlagt. í flokki 50-59 ára vann Roger Strauli ffá Sviss á 1:33,45 klst. Eini kepp- andinn í flokki 60-69 ára var Ólafur Jóhann Jónsson, en hann kom í mark á 2:04,46 klst. Martha Emstdóttir varð íslands- meistari kvenna. Hún hljóp á 1:17,44 klst. og var 1 sekúndu frá því að slá brautarmetið í hálfmara- þoni kvenna. Önnur varð Lillý Við- arsdóttir á 1:32,34 klst. og þriðja varð Berit Gunnes frá Noregi á 1:37,47 klst. í flokki 40-49 ára kvenna sigraði Úrsúla Junemann Islandi á 1:41,57 klst. og Ragnheiður Stephensen var eini keppandinn í flokki 50-59 ára og hljópá 2:19,33 klst. I skemmtiskokkinu sigraði Toby Tanser i flokki 18-39 ára karla, en hann hljóp á 23,14 mín. Bjöm Pét- ursson varð annar á 24,57 mín. og Ingólfur Gissurarson varð þriðji á 26,09 min. Magnús Öm Guðmundsson sigr- aði í flokki 12 ára og yngri á 28,48 mín. Orri Pétursson kom fyrstur i mark i flokki 13-17 ára á 25,15 mín., sem var þriðji besti tíminn samanlagt. Þórólfur Þórlindsson kom fýrstur í mark i flokki 40-49 ára á 27,33 mín. og Eysteinn Þor- valdsson sigraði i flokki 50-59 ára á 30,52 min. Þá sigraði Sturlaugur Bjömsson i flokki 60-69 ára á 33,19 mín. Margrét Brynjólfsdóttir sigraði í skemmtiskokki kvenna á 27,36 mín. Önnur varð Hulda Björk Páls- dóttir á 28,01 mín. og þriðja varð Bryndís Stefánsdóttir á 31,55 mín. Eva Sæland sigraði i flokki 12 ára og yngri á 31,58 mín. Þorbjörg Jensdóttir hafði best í flokki 13-17 ára á 27,46 mín. Jóna Þorvarðar- dóttir varð hlutskörpust i flokki 40- 49 ára á 35,21 mín. í flokki 50-59 ára kvenna sigraði Guðmunda Þor- leifsdóttir á 42,16 mín. Lóa Kon- ráðsdóttir sigraði í flokki 60 ára og eldri kvenna. BL HM í körfuknattleik: Júgóslavar meistarar Júgóslavar tryggðu sér heimsmeist- aratitilimi í körfuknattleik á sunnudag- inn er þeir sigruðu Sovétmenn 92-75 i úrslitaleik. Bandarikjamenn urðu i þriðja sæti i mótinu. Júgóslavar höfðu yfirburði yfir Sov- étmenn í úrslitaleiknum og höfðu náð afgerandi forystu þegar eftir 6 mín. leik 38-17. í leikhléinu var staðan 52- 34. Hittni Júgóslava var frábær í fýrri hálfleiknum, en í þeim síðari geiguðu fleiri skot og Sovétmönnum tókst að bjarga andlitinu. Drazen Petrovic var stigahæstur Júgóslava með 20 stig, Zarko Paspalj gerði 16 og Toni Kukoc 14. Alexander Volkov gerði 15 stig íýrir Sovétmenn og Valeri Tikhonenko 11. Bandaríkjamenn unnu Puerto Rico í leiknum um þriðja sætið 107-105 í framlengdum leik á laugardag. Á föstudag töpuðu Bandaríkjamenn fýrir Júgóslövum í undanúrslitum og Puerto Rico tapaði fýrir Sovétríkjunum. BL íslandsmet í hástökki Þórdís Gísladóttir HSK setti um helgina íslandsmet i hástökki er hún sveif yfir l,88m í stökk- og kast- landskeppni milli íslendinga, Breta, Belga og Spánveija i Grimsby. Einar Vilhjálmsson kastaði spjótinu 75,78m og sigraði í greininni, en Sig- urður Matthíasson varð þriðji með 75,08m. ísland varð að sætta sig við neðsta sætið í keppninni. Bretar sigr- uðu í keppninni. Yfir 1500 hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á sunnudaglnn og var það metþátttaka. Tfmamynd: Pjetur Jafntefli á Wembley Liverpool og Manchester United gerðu 1-1 jafhtefli í leiknum um góð- gerðarskjöldinn, sem fram fór á Wem- bley á laugardag. Clayton Blackmore skoraði fýrir United í lok fýrri hálf- leiks, en John Bames jafnaði úr víta- spymu í síðari hálfleik, eftir að honum hafði sjálfum verið brugðið í vítateign- um. Haukar og Grótta upp í 1. deild Úrslitakeppninni um tvö laus sæti í 1. deildinni i handknattleik lauk um helgina. Haukar og Grótta mættust í Hafnarfirði og lauk leik liðanna með 23-23 jafutefli. Liðin leika bæði í 1. deildinni f vetur. HK, sem sigraði Þór, situr eftir í 2. deild ásamt Þór. BL Þórsarar sækja Valsmenn heim í kvöld lýkur 15. umferð 1. deildar — Hörpudeildar íslandsmótsins í knattspymu með leik Valsmanna og Þórsara að Hliðarenda. Leikurinn hefstkl 19.00. BL Metþátttaka í hlaupinu íslandsmótið í knattspyrnu: unnii öll og pressan nu - Stjaman vann stórsigur á meisturunum Fram sígraði Víking í daufum leik á Vikingsvellinum í gærkvöld 0-1. Sigurinn hefðí altt eins getai inga en Framarar höfðu heppnina með sér. Fátt inarkvert gerðist fyrstu 20 mln. en efUr það dró til tíð- Inda. Varnarmcnn Fram kom- ust fyrir þrumuskot Víklnga og stuttu sföar var það sama upp á tenlngnum hinu megin á vellin- um. Janik Zilnik fékk gulllð tækifæri tU að koma Víkingum yfir á 26. min. en misheppnað skot hans fyrir opnu marki fór víðs fjærri marki Fram. Stuttu síðar varði Guðmundur Hreið- arsson markvðrður Vfldnga vel skot Péturs Ormslev.en Krist- inn R. Jónsson hafði rennt knettinum innfyrir vörnina á Pétur. Zilnik var aftur á ferð- inni fyrir Víkinga á 32. min. en nú varði Birkir skot bans. Leikurinn var leiðinlegri ef eitthvað var i síðari hálfleik. Sigurmark Fram kora þð á 63, mín. Guðmundur Steinsson lék inni vítateig Vikinga hægra megin og skoraði framhjá Guð- mundi úr að þvi er virtist mjðg þröngu færi. Víkiugar sóttu nokkuð eftir markið en án þess að skapa sér veruleg færi. Framarar voru nærrí því að hæta víð öðru marki er Guð- mundur varði í horn þrumu- skot Steinars Guðgeirssonar á 70. mín. Markaregn á Skaganum Það var öilu meira Ijðr á öðr- um vígstöövum i gærkvöld. Sjö mörk litu dagsins ljós á Akra- nesi þar sem heimamenn tóku é móti ÍBV. Eyjamenn höfðu 2-0 yflr í leikhléi en þaft voru þeir Hlynur Stefánsson og Tómas Ingi Tómasson sem gerðu mörkiu. Það tók Skagamenn aðeins 5 mín. að jafua í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Kari Þórðarson og siðan jafnaði Sig- ursteinn Gíslason. Tómas Ingi kom ÍBV aftur yflr en Karl Þórðarson jafnaði. Audrei Jer- ina gerði síðan sigunnark Eyja- manna stuttu fyrir leiksiok. Sigursteinn Glsiason var ná- lægtþví aö jafna á siöustu min. leiksins en skot hans fór í stöng KRvann FH Á Kaplakrikavelli unnu KR- ingar 1- 3 sigur á FH-ingum. Höröur Magnússon kom FH yf- ir með ntarki úr vítaspyrnu á 24. min. en Gunnar Oddsson hafði fellt Hörð í vitateignum. Siðan skoraði Pétur Pétursson tvívegis og Rúnar Kristinsson bæti þriðja markinu víð fyrir KR. Stórsigur Stjörnunnar Stjarnan vann 0-3 sigor á KA á Akurcyri. Árni Sveinsson skoraði fyrsta raarkið beínt úr aukaspyrnu af löngu færi en i síðari hálfleik bættu þeir Lárus Guöinundsson og Valclimar Kristófersson við mörkum fyrir Stjörnuna. Markalaust í Keflavík Keflavík og Selfoss gerðu markalaust jafntcfli í 2. deild- inni á Keflavík í gærkvöld. KT Vinningstölur laugardaginn 18. ágúst '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 2.475.388 Z. 4af5^y 5 101.993 3. 4af 5 144 6.108 4. 3af5 4.805 427 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.392.028 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511- - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.