Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.08.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 28. ágúst 1990 Tíminn 13 rbvni\«ju i «nf Dagskrá SUF-þings, Núpi, Dýrafirði, 31. ágúst-2. september Föstudagur 31. ágúst Kl. 16.30 Setning - Gissur Pétursson, formaður SUF. Kl. 16.45 Kosning embættismanna. Skipað í nefndir. Kl. 17.00 Ávörpgesta. - Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra - Guðrún Jóhannsdóttir, varaformaður LFK - Guðmundur Ingi Kristjánsson - Egill Heiðar Gíslason Kl. 17.30 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldmatur. Kl. 20.00 Island og Evrópubandalagið - Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 21.30 Nefndarstarf. Kl. 22.30 Kvöldvaka - þjóðdansar. Laugardagur 1. september Kl. 08.30 Morgunverður. Kl. 09.00 Nefndarstarf Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé - Knattspyrna og hráskinnaleikur. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 21.30 Kvöldskemmtun að Núpi - söngur, glens og gaman. Sunnudagur 2. september Kl. 09.30 Morgunverður. Brottför. Málefnaundirbúningur fyrir SUF-þing á Núpi: Nefnd um niöurskurð í ríkiskerfinu Kristinn Halldórsson formaður. Fundur þriðjudaginn 28. ágúst kl. 18.00. Öllum ungum framsóknarmönnum er heimil þátttaka í málefnaundir- búningi. Komið og látið sjá ykkur. Fundurinn verður að Höfðabakka 9 (Jötunshúsinu). Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 674580. KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi. Haldið að Núpi í Dýrafirði 8.-9. september 1990 DAGSKRÁ: Laugardagur 8. september: 1. kl. 14.00 Þingsetning 2. kl. 14.10 Kosning starfsmanna þingsins 3. kl. 14.15 Kosning nefnda og framlagning mála 4. kl. 14.40 Skýrslur stjórnar, umræður og afgreiðsla 5. kl. 15.10 Ávörp gesta 6. ki. 15.30 Kaffihlé 7. kl. 16.00 Stjórnmálaviðhorfið - staða og horfur 8. kl. 16.40 Ávarp þingmanns og varaþingmanns 9. kl. 17.30 Almennar umræður 10. kl. 19.00 Matarhlé 11. kl. 20.00 Umræður um framboðsmál 12. kl. 21.00 Fundi frestað Sunnudagur 9. september: 1. kl. 09.00 Nefndarstörf 2. kl. 12.00 Hádegisverður 3. kl. 13.00 Afgreiðsla mála 4. kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda 5. kl. 14.30 Önnur mál 6. kl. 15.00 Þingslit Stjórnin Umhverfismálaráðstefna Ráðstefna um umhverfismál verður haldin í Vestmannaeyjum laugardaginn 29. sept. nk. Ráðstefnan er öllum opin. Nánar auglýst síðar. Landssamband framsóknarkvenna, LFK. Huxtablefjölskyldan stækkar með hverju árinu og vinsældir hennar haldast óbreyttar- Fyrirmyndarfaðir sjö ára Þættimir um fyrirmyndarfoðurinn og fjölskyldu hans eru nú orðnir sjö ára gamlir en njóta enn mikilla vin- sælda. Helsti keppinautur þáttanna í Bandaríkjunum núna er teiknimynd um fjölskyldu sem nefnist Simpson og er öll hin undarlegasta. I samkeppninni um áhorfendur er um að gera að hafa allar klær úti og hyggur Bill Cosby nú á nokkrar breytingar til að hressa upp á þætt- ina. Lisa Bonet verður aftur fastur lið- ur í þáttunum sem dóttirin Denise. Hún hefúr gift sig síðan síðast og eignast fjögurra ára gamla stjúp- dóttur og býr víst öll Ijölskyldan inni á Huxtable- hjónunum. Þá hefur 17 ára guðdóttir líka bæst við Qölskylduna. Ráðnir hafa verið fjórir nýir handritshöfúndar, allt konur. „Þær munu leggja áherslu á þær breytingar sem verða í lífí kvennanna i þáttunum," segir Bill Cosby. Lisa Bonet hefur aftur gengið til liðs við „Fyrirmyndarföður- inn“ og hefur nú sett á stofn fjölskyldu í þáttunum. BARNAMAL Málgefin smáböm njóta nú mik- illa vinsælda. Kvikmyndin Look Who’s Talking naut mikilla vin- sælda, svo mikilla að nú hefúr ver- ið ákveðið að gera sjónvarpsþætti sem byggja á sama efúi. Aðalhlutverkið, einstæðu móður- ina sem er að leita að hinum fúll- komna maka handa sjálfri sér og föður handa bami sínu, leikur Connie Selleca og Tony Danza (heimilishjálpin í Hver á að ráða) talar fyrir bamið. Bamið í þáttun- um „leikur" Justin Conkling Star og er þetta upphafið á ferli hans. Bamið hefúr hinar skondnustu skoðanir á lífinu og tilverunni og lítur málin oft mun raunsærri aug- um en móðir þess. Unginn hefiir fyrir löngu séð út þann föður sem það gæti hugsað sér Mæðginin eru ekki sammála um hver sé hæfastur til að taka að sér hlutverk eiginmanns og föður á heimili þelrra. að hafa á heimilinu. Sá útvaldi er iðnaðarmaður sem vinnur að endur- bætum á heimili þeirra mæðgina. Móðirin er aftur á móti ákveðin í að leita langt yfir skammt, afkvæmi sínu til mikilla leiðinda. Þá er bara að bíða og sjá hvort þættimir ná að slá í gegn og hvort íslenskar sjónvarpsstöðvar taki þá til sýninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.