Tíminn - 30.08.1990, Síða 2
ZTíminrv
Fimmtudagur 30. ágúst 1990
Flugleiðir kaupa ferðaheildsölu
Fiugleiðir og flugfélagið Luxair í Lúxemborg hafa keypt
40% hlutafjár hvort í þarlendu ferðaheildsölufyrirtæki.
Fyrirtækið heitir Easy travel og hefur sérhæft sig í sölu
pakkaferða til Ameríku.
Með þátttöku í Easy travel segj-
ast Flugleiðamenn vera að styrkja
sig á markaðinum í Lúxemborg og
nágrenni. Ferðir til Miðjarðarhafs-
ins eru nú á undanhaldi á þessum
markaði og fólk sýnir vaxandi
áhuga á að eyða fríinu á nýjum
slóðum. Staða Flugleiða mun enn
frekar styrkjast í vetur þegar tekið
verður upp daglegt flug þangað, en
í fyrravetur voru fjórar ferðir í
viku til Lúxemborgar. Þá verður
lendingum í Bandaríkjunum einn-
ig fjölgað. Nú eru um 36% fleiri
bókaðir í Norður-Atlantshafsflug
Flugleiða í nóvember og desember
en á sama tíma í fyrra. Flugleiðir
og Luxair hafa rætt ýmsa mögu-
leika á nánari samstarfi félaganna.
Kaupin á meirihlutanum í Easy
travel eru upphaf á samvinnu sem
Flugleiðir vona að geti orðið enn
umfangsmeiri.
Flugleiðir hafa nú endumýjað
myndbandaúrvalið um borð í nýju
Boeing 757 þotunum. Farþegar á
Saga Class geta nú séð Óskars-
verðlaunamyndina Driving Miss
Daisy eða numið af myndböndum
hvemig hægt er að grenna sig eða
hætta að reykja. Þá er hægt að sjá
glæpamyndir, ástarsögur, gaman-
myndir og spennumyndir auk
fræðsluþátta um fiskveiðar með
flugu, golf eða garðyrkju. Flug-
leiðir em nú að kanna möguleika á
að koma sjónvarpsskjám fyrir í
sætisbökum í Saga Class og al-
mennu farrými. Þangað til verða
farþegum á Saga Class boðin afnot
af Sony myndbandstækjum á
Norður- Atlantshafsleiðum Flug-
leiða. —SE
Mikil athafnasemi var við byggingu Lindalax rétt innan við Vatnsleysu. Mannvirki eru mikil ofanjarðar og neðan, en þarna var borað eft-
ir bæði heitu og köldu vatni. Hvort fiskeldisævintýrinu er lokið verður tíminn að leiða í Ijós. Timamynd: Ami Bjama
Kennarafélag Kennaraháskóla íslands og Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga:
Vonbrigöi með ríkisstjórnina
Kennarafélag Kennaraháskóla íslands og Félag háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga hafa sent frá sér ályktanir
þar sem þau harma og mótmæla bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar í deilu BHMR og ríkisins.
í ályktun fiá Kennarafélaginu segir að
kjarasamningar þeir sem gerðir voru við
fjármálaráðuneytið í maí 1989 hafi ver-
ið mikilvægur áfangi í kjaramálum há-
skólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Eftir
langvinnar kjaradeilur vom m.a. gerðir
langtímasamningar sem tryggðu vinnu-
ffið í skólum landsins. Jafnffamt var
stigið mikilvægt spor i átt til þess að
leiðrétta kjör háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna.
Þá segir í ályktuninni að effir bráða-
birgðalög ríkisstjómarinnar ffá 3. ágúst
sl. séu brostnar þær vonir sem bundnar
vom þessum samningi. Jafhffamt sæki
að áleitnar hugrenningar um merkingu
og gildi mikilvægra hugtaka eins og
lýðræðis, sátta, samninga og samvinnu í
samsldptum manna.
Stjóm Kennarafélags Kennaraháskóla
islands álítur vinnubrögð ríkistjómar-
innar í þessu máli hafa verið henni til
mikillar vansæmdar og lýsir djúpum
vonbrigðum með að svo skuli komið
málum.
Félagsfundur Félags háskólamennt-
aðra hjúkrunarffæðinga, sem haldinn
var mánudaginn 20. ágúst, sendi fiá sér
eftirfarandi ályktun:
,félag háskólamenntaðra hjúkrunar-
ffæðinga mótmælir harðlega setningu
bráðabiigðalaga ríkisstjómarinnar á lög-
mæta kjarasamninga BHMR. Félagið
andmælir ennfremur þeim skoðun
stjómvalda að laun háskólamenntaðra
manna og annarra launþega séu helsti
verðbólguvaldur í íslensku efnahags-
kerfi. Félagið varar við þeirri tilhneig-
ingu stjómvalda, samtaka vinnuveit-
enda og forystu ASÍ og BSRB að telja
almenningi trú um að nýting þekldngar
menntafólks sem starfar hjá ríki og bæ
skili sér ekki í bættum lífskjörum þjóð-
arinnar. An almennrar og sérhæfðrar
menntunar og nýtingu hennar væri ís-
lenskt samfélag litlu betur sett efhahags-
lega og félagslega en þróunarlöndin.
Þar sem sýnt er að ríkisstjómin hefur
gefist upp við stjóm efnahagsmála og
látið allt ffumkvaeði á þvt sviði í hendur
vinnuveitendasamtaka og ASI ætti hún
að hætta að vera leppstjóm þessara sam-
taka og segja af sér tafarlaust" —SE
Slátrun í fiskeldisstöðinni sem áður hér Lindalax og síðan Laxa-
lind.
Laxalind að hætta
Stjóm Laxalindar hf. hefur í samráði við íslandsbanka og eigendur fé-
lagsins, Iðnþróunarsjóð og Den norske Bank, ákveðið að leggja nið-
ur fiskeldi á vegum félagsins, bæði á Vatnsleysuströnd og á Hallkels-
hólum.
Um töluverðar fjárbæðir er hér að
seiðum þegar best lét.
í tilkynningu stjómar félagsins segir að
öllu starfsfólki verði sagt upp miðað við
næstu mánaðamót og að allar rekstrar-
skuldir fyrirtækisins verði greiddar.
Sömuleiðis að Laxalind muni starfa
áfram um sinn en aðeins sem eignar-
haldsfélag.
Eins og ffam kom í Tímanum þann
þrettánda síðasta mánaðar er forsaga
málsins sú að fýrirtækið Laxalind var
stofnað við gjaldþrot Lindalax hf. fyrir
ári. Laxalind falaðist síðan eftir, en fékk
ekki, leyfi fyrir innflutningi laxahrogna
/ ffá Noregi. Jafnffamt er fiárennsli Hall-
J kelshóla í vatnasvasði Hvitár og þar með
Ölfusár, en samkvæmt íslenskum lögum
um vemdun fiskistofha er eldi erlendra
ræða því framleiðsla nam milljón
seiðastofha óheimilt nema fiárennsli
stöðvar liggi beint til sjávar. Laxalind
hefði því ekki getað nýtt aðstöðuna að
Hallkelshólum, jafiivel þótt leyfi fýrir
innflutningi hrogna hefði fengist
Einnig var greint fiá því að um tölu-
verðar fjárhæðir væri að ræða. Að sögn
Óskars Ingebrigtsen, ffamkvæmda-
stjóra Laxalindar, nam ffamleiðsla seiða
um einni milljón jtegar best lét. A síðast-
liðnu ári var ffamleiðsla dregin saman
um helming en hvert seiði var selt á um
100 íslenskar krónur á mörkuðum er-
lendis.
í fýrmefhdri tilkynningu segir að mest
af fiskinum hafi nú verið slátrað. Þar
sem stöðvamar hafi enn ekki verið seld-
ar hefur verið ákveðið að hætta starf-
rækslu. Ekki er ætlun þeirra banka og
sjóðs sem áttu veð í fiski og stöðinni að
standa sjálfir að rekstri stöðvanna um
lengri tíma en það eru Den norske Bank
og íslandsbanld sem áttu veð í öllum
fiski í stöðvum félagsins og hafa fjár-
magnað rekstur þess. Fiskeldisstöðin
sjálf að Vatnsleysu er i eigu Laxalindar
fýrir hönd veðhafa sem era DnB og Iðn-
þióunarsjóður. Stöðin verður áffam
boðin til sölu eða leigu. Stöðin að Hall-
kelshólum er nú eign DnB og Fram-
kvæmdasjóðs. jkb
Þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins:
Ályktun
um smá-
báta og
framsal
kvóta
í ályktun sem samþykkt var á
þingflokksfundi Alþýðubanda-
lagsins 28. ágúst sl., vekur
þingfiokkurinn athygli á þelrri
miklu réttaróvissu og riugul-
reið sem skapast hefur varð-
andi framsal á kvóta smábáta
eftir að sett voru lög nr.
38/1990 um stjórnun iiskveiða.
„Lögin eiga að taka gildi um
næstkomandi áramót og reglu-
gerðir varðandi kvóta smábáta
hafa enn ekki verið settar.
Þrátt fyrir það er komin í full-
an gang sala á kvóta þessara
báta til stærri útgerðaraðUa án
þess að smábátaeigendur viti
um rétt sinn. Vitað er að ýmsir
hugsa sér að komast inn f kerf-
ið á ný, en hijóta þá að ganga á
hlut þeirra sem fyrir eru,“ seg-
ir í ályktuninni.
Þingflokkur Alþýpubanda-
lagsins beinir þeim eindregnu
tilmælum tU sjávarútvegsráð-
berra að á þessum málura verði
tekið hið fyrsta og hraðað setn-
ingu regiugerða.
Þá telur þingflokkurinn óhjá-
kvæmUegt að taka vissa þætti
laganna um stjórnun fiskveiða
að því er tekur til smábáta tU
endurskoðunar strax og þing
kemur saman, m.a. tU að
tryggja að forkaupsréttur
sveitarstjórnar samkvæmt 11.
grein laganna taki einnig til
smábáta.
—'SF.