Tíminn - 30.08.1990, Qupperneq 8

Tíminn - 30.08.1990, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 30. ágúst 1990 — - ' Hermennirnir í Djibouti er þjálfaðir í efnavopnahernaði í eyðimörkum og eru því hæfastir allra vestrænna hermanna til aö takast á viö iraka. Austantjaldshermenn gegn írökum? Nú þegar franska flugmóður- skipið Clemenceau heldur til Persaflóa með viðkomu i Dji- bouti, segja frönsk stjómvöld að þau „útiloki enga möguleika“ varðandi þátttöku útlendingaher- deildarinnar í væntanlegum átök- um. Arlega bætast um 12 til 14 hundmð nýliðar í útlendingaher- deildina og nú þegar er íjórðungur þeirra frá Póllandi, Ungverjalandi og A- Þýskalandi, sem er bein af- leiðing af opnun áður lokaðra landamæra. Herdeildin, sem telur sig þá bestu í Frakklandi — ef ekki í öll- um heiminum — segist hafa þurft að vísa frá fleiri umsækjendum en hún hafi getað tekið á móti. Nýskráningarstjóri hersveitar- innar, Gerard de Lajuchie ofursti, sagði nýlega í viðtali við The Eur- opean: „Að minnsta kosti fjórð- ungur umsækjenda í ár kemur frá austantjaldslöndunum. Við fáum miklu flciri umsækjendur frá A- Evrópu en við getum mögulega tekið inn. Það hefur gerst nokkr- um sinnum áður að menn hafi sótt um í svona miklum mæli.“ Reyndar hafa öll meiriháttar átök í Evrópu frá því um 1830 valdið aukningu í mannafla útlendinga- herdeildarinnar — Rússar flykkt- ust að 1919, Spánverjar 1936, Þjóðverjar 1945 og Bretar eftir Falklandseyjastríðið. De Lajuchie ofursti bætir við: „Nú er komið að A-Evrópubú- um.“ Hann lagði áherslu á að út- lendingaherdeildin hefði ekki áhyggjur af að fyrrum austan- tjaldshermenn væru njósnarar því menn væru helst teknir inn rétt rúmlega tvítugir og hefðu því fáir þá hertæknilegu kunnáttu sem þyrfti til að geta orðið fyrrum hús- bændum sínum að gagni. Hann sagði að þeir gætu ekki komist að neinum leyndarmálum í hinum erfiðu æfingabúðum deild- arinnar. De Lajuchie ofursti sagði enn- fremur: „Við bjóðum mönnum vitanlega upp á nafnleynd. En við viljum síður taka inn margdæmda fyrrum fanga eða menn sem eru eftirlýstir fyrir morð.“ Hin nýja kynslóð austur-evr- ópskra herdeildarmanna eru menn sem eru að meðaltali 22 ára og verða að hafa gegnt herskyldu í heimalandi sínu. Umsækjandi frá Austur-Evrópu, sem íklæðist búningi útlendinga- hersveitarinnar, þar með talinni hinni hefðbundnu hvítu her- mannahúfu, er vísast atvinnuher- maður sem kýs fremur að berjast ópu til höfuðstöðva hersveitar- innar í Aubagne, sem er iðnaðar- borg rétt hjá Marseille, eða þeir skrifa eða hringja. Höfúðstöðv- arnar voru fluttar til Frakklands eftir stríðið gegn Alsír 1962 þeg- ar hersveitin hraktist frá upphaf- legum heimkynnum sínum í Sidi bel Abbes í eyðimörk Norður- Afríku. Það sem helst heillar austan- tjaldsmennina, að sögn de Lajuc- hie ofursta, er að þeir geta orðið franskir ríkisborgarar eftir fimm Ungur nýliði skrifar undir þjónustusamning við útlendingaherdeildina. undir hörðum aga útlendingaher- deildarinnar en með her eigin lands. Þetta er ástæðan fyrir því hversu margir austantjaldshermenn sækja nú um. Umsækjendumir ungu koma annaðhvort með lest gegnum Evr- ára herþjónustu. Nýjum liðs- mönnum nú til dags er þó gefinn sex mánaða umþóttunartími. Þó eru margir sem ekki gera sér grein fyrir því að 26 kílómetra hlaup fyrir sólarupprás á hverjum degi er ekki við allra hæfi til lengdar. Ennfremur gera þeir sér Austantjaldsmenn sækja nú stíft að komast í frönsku útlendingaherdeildina og það gæti orðið til þess að þeir ættu eftir að taka þátt í eyðimerkurbardögum gegn írökum. Vonsviknir hermenn Varsjárbandalagsins frá A-Þýskalandi, Póllandi og Ungverjalandi, sem sjá enga framtíð í herjum eigin landa, standa nú í röðum og sækja um inngöngu. Umsækjendurnir gætu lent í hinni risavöxnu herstöð Frakka í Djibouti við strendur Rauðahafsins, einu heitasta svæði jarðar og þar eru einhverjar hrikalegustu eyðimerkur í heimi. Þeir hermenn sem hafa hlotið þjálfun sína hjá útlendingaherdeildinni í Djibouti eru allir þjálfaðir í efnavopnahernaði í mjög heitu loftslagi og eru því líklega hæfastir allra þeirra vestrænu hermanna sem nú búa sig undir átök við stríðsherta hermenn Saddams Hussein. getur ekki hjálpað þér. I fimm ár getur ekkert nema dauðinn frels- að þig frá herdeildinni." Herþjónustan er jafnharðsoðin og hún var þegar Geste bræður skráðu sig til hennar á þriðja áratugnum undir nöfnunum Smith og Brown. Frá því að Loðvík Filippus Frakka- konungur setti herdeildina á fót árið 1831 til að aðstoða við stjóm frönsku nýlendanna, hefúr her- deildin misst 35.763 menn, þar af 903 yfirmenn. Nýliðar sveija að þjóna herdeildinni, ekki Frakk- landi, og margir af krúnurökuðum hermönnum hennar bera stoltir óopinber einkunnarorð deildarinnar húðflúruð á handleggi sína, Legio patria nostra (herdeildin er okkar foðurland). Ein frægasta saga sem fer af her- deildinni er um það þegar sérsveit undir stjóm Danjou höfuðsmanns var þurrkuð út árið 1863 í bardaga í Mexíkó. Siðar endurheimti her- deildin tréhönd Danjous og er hún nú einn kærasti minjagripur her- deildarinnar. Nú þegar spennan við Persaflóa fer stigvaxandi væri þessum ungu Pólveijum, A-Þjóðveijum og Ung- veijum hollt að minnast þess að 20 herdeildarmenn vom myrtir af hryðjuverkamönnum og leyniskytt- um í Beirút 1983 þegar herdeildin tók síðast þátt í bardögum í Mið- Austurlöndum. Að ekki sé talað um herforingjann sem ávarpaði óharðnaða nýliða í útlendingaher- deildina með þessum orðum: „Þið emð orðnir hermenn til þess að deyja.“ ekki grein fyrir því að spakmælin sem PC Wrien gerði fræg í bók sinni Beau Geste em enn í fullu gildi: „Þú verður hermaður Frakklands, gjörsamlega á valdi herlaga, undantekningarlaust. Vinir þínir geta ekki keypt þig lausan og ræðismaðurinn þinn

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.