Tíminn - 30.08.1990, Page 10

Tíminn - 30.08.1990, Page 10
Þessar upplýsingar byggja á tölum Hagstot- unnar um fjölda vinnuvikna árið 1988 og fyrr, sem unnar eru upp úr launamiðum til skatt- stofanna. Hvert ársverk svarar til 52 vikna í fullu starfi. Hálft starf tveggja manna telst því t.d. eitt ársverk. Arsverkum getur fækkað með ýmsu móti. Missi maður t.d. aukastarf, sem hann hefur unnið samhliða aðalstarfi, kemur það ffam sem fækkun ársverka þó svo hann hafi haldið sínu aðalstarfi. Sömuleiðis ef ekki eru ráðnir afleysingamenn fyrir þá sem fara í sumarffí. Og einnig ef einhver breytir úr fullu starfi í hálft starf. Arsverkum fækkar hins veg- ar ekki þótt menn missi yfirvinnu í sínu aðal- starfi að einhveiju eða öllu leyti. Þenslan 1987 öll í höfuöborginni Hin mikla þensla á vinnumarkaðinum 1987 varð nær öll á höfuðborgarsvæðinu. Ársverk- um þar fjölgaði þá í kringum 6.000 ffá árinu áður, fyrst og ffemst í verslun og ýmiss konar þjónustu bæði hjá hinu opinbera og á almenn- um markaði. Samdrátturinn, en hans fór að gæta á árinu 1988, kom þrátt fyrir það aðeins að sára litlu leyti ffam í fækkun starfa á höfuð- borgarsvæðinu það ár a.m.k. Rúmlega 6% fækkun starfa Landsbyggðin, sem aðeins að litlu leyti naut uppgangsins 1987, sat eigi að síður uppi með meginhluta samdráttarins 1988, sem fýrr seg- ir. Mest fækkaði störfum hlutfallslega á Suð- umesjum um 11%, minnst á Norðurlandi eystra rúmlega 3%, en á milli 7 og 8% í öðrum kjördæmum landsins. Langmestur varð þessi samdráttur á lands- byggðinni í fiskvinnslunni. Ársverkum í fisk- vinnslu fækkaði þar um 1.330 á einu ári, eða um 14%. Ársverkum í öðrum iðnaði fækkaði um 670 eða hlutfallslega um 9% þetta sama ár. Ársverkum í landbúnaði hélt áfram að fækka, eða um 680 störf. Það þýddi hlutfallslega um Spár um 30.000 manna flótta standast ennþá Bjami var spurður hvort búast megi við svip- uðum niðurstöðum fyrir síðasta ár og yfir- standandi ár. Hann sagði flutning fólks hingað suður að vísu hafa minnkað nokkuð í fyrra, en fólk fór þess í stað beint til útlanda. Þannig að heildar brottflumingur af landsbyggðinni var enn meiri en 1988. Bjami bendir á, að samkvæmt framreikningi stofnunarinnar frá 1985, muni um 30.000 manns af landsbyggðinni flytja suður á næstu 20 ámm ef svo heldur fram sem horfir. Og það sé blóðtaka sem landsbyggðin eigi erfitt með að þola. Og enn sem komið er hafi þessir framreikningar alltaf staðist ár fyrir ár, því miður. „Mesta katastrófan yrði þó bygging nýrrar álverksmiðju á Suðumesjum. Þá litist mér hreint ekki á framhaldið“. Tvö aðgreind hagkerfi í landinu „Það eru orðin tvö alveg aðgreind hagkerfi í landinu", sagði Bjami. „Annars vegar lands- byggðarhagkerfi, þar sem grundvallar at- vinnuvegimir eru bundnir í kvótum. Fjölgun fiystitogara og gámaútflutningur bitnar einnig á atvinnumálum landsbyggðarinnar. Auk þess sem störfúm hefúr verið að fækka í fiskvinnslu hefúr yfirvinna (sem ekki mælist í fækkun árs- verka) einnig verið að hverfa á undanfömum ámm. Hins vegar er það höfúðborgarhagkerfið, sem er þjónustuhagkerfi fyrst og fremst og ekki bundið í neina kvóta. Þar eru ársverk í þjón- ustufyrirtækjum einkaaðila einna t.d. orðin um fimmfalt fleiri en í sjávarútvegi og fiskiðnaði á svæðinu samanlagt. Mesta offjárfesting þjóðarsögunnar Þetta kom t.d. vel í ljós í uppsveiflunni 1986 og 1987, þegar þetta kerfi spilaði frítt og pen- ingar fiskvinnslunnar úti á landi streymdu til höfuðborgarinnar. Þá varð allt vitlaust héma. Unnum ársverkum hér á landi fækkaði um 3.900 á milli áranna 1987 og 1988 þrátt fyrir um 400 ný störf á vegum hins opinbera. Nær öll þessi fækkun starfa átti sér stað utan höfúð- borgarsvæðisins, þar sem ársverkum fækkaði i kringum 3.300 á þessu eina ári, eða rúmlega 6% að meðaltali. Þótt samdrátturinn hafi orðið mestur í fiskiðnaði var hann einnig mikill í öðrum iðnaði, landbúnaði og verslun og náði raunar til allra atvinnugreina annarra en en þjónustu þar sem störfúm fjölgaði smávegis. Þar sem landsbyggðin naut ósköp lítils af upp- sveiflunni 1987 þýðir þetta jafnframt að unnin ársverk (þ.e. fúll störf) vom þar um 2.500 færri árið 1988 heldur en tveim árum áður. Virðist því eðlilegt að landsbyggðamenn óttist margir um sinn hag. 9% fækkun í þeirri grein þetta eina ár. Ársverkum i verslun fækkaði einnig mikið utan höfúðborgarsvæðisins eða um 6% sem þýddi um 280 störf. Fækkun starfa varð einnig nokkur i fiskveið- um, byggingastarfsemi, hjá rafmagns- og hita- veitum, í flutningastarfsemi og opinberri stjómsýslu. Hins vegar fjölgaði ársverkum um 190 í op- inberri þjónustu og um 110 störf i annarri þjónustu. Aöalmál næstu kosninga? „Við hér hjá Byggðastofnun höfúm sannar- lega áhyggjur af þessari þróun. Ég tel að þetta verði að vera aðalmál næstu Alþingiskosn- inga, hvemig stemma á stigu við þvi að svo haldi ffam sem horfir, án þess að skerða hag þjóðarinnar — heldur þvert á móti þannig að það komi í veg fyrir samdrátt í þjóðarfram- leiðslu og skerðingu lífskjara. Ef rétt er að þvi staðið, má veija heilmiklum peningum til byggðamála þannig að það auki þjóðarffam- leiðslu og bæti lífskjörin í landinu“, sagði Bjami Einarsson hjá Byggðastofnun, sem seg- ir 6-7% fækkun ársverka á Landsbyggðinni á einu ári „ljótt mál“. Samdráttur í fjölda ársverka, sem gerði vart við sig 1988, kom aðeins að litlu leyti fram. höfúðborgarsvæðinu. Þessi geiri sprengdi þá upp öll laun með yfir- borgunum og um leið vextina á peningamark- aðnum. Og meira og minna var þetta gert til þess að byggja allt það atvinnuhúsnæði sem nú stendur svo meira og minna autt út um all- an bæ. Líklega hafa þessar byggingarffam- kvæmdir verið einhver mesta offjárfesting f þjóðarsögunni“, sagði Bjami. En af hveiju hefúr ársverkum sára lítið fækk- að á höfúðborgarsvæðinu í kjölfar samdráttar- ins 1988? Bjami telur vinnu þar ffemur hafa minnkað með því að dregið hafi úr yfirvinnu ásamt með stórfelldum uppsögnum yfirborgunarsamn- inga, fremur en að störfúm hafi fækkað. Kannski best aö allir flytji? En af hveiju að vera að vinna á móti þróun- inni? Telja ekki margir hagkvæmast fyrir þjóðina að allir flytji suður? „Þvert á móti mundi það draga mjög úr þjóð arffamleiðslunni og skerða stórlega lífskjörin. landinu. Auk þess sem sjósókn er hagkvæmari i úti á landi, t.d. á Vestfjörðum, þaðan sem fólksflóttinn er hvað mestur, mundi það heldur ekki kosta neitt smáræði að byggja yfir alltr þetta fólk hér. Auk þúsunda íbúða þyrfti t.d. að byggja skóla í stað þeirra sem tæmast og heilsugæslustöðvar f stað þeirra sem eru yfir- gefnar. Ef þetta væri ekki ofljárfesting þá veit ég ekki hvað það er“. Bjami nefndi sem dæmi, að endurstofnverð aðeins íbúðarhúsa á þeim stöðum, sem rætt hefúr verið um að tengja með jarðgöngum á Vestfjörðum, er um 15.000 milljónir króna. Auk þess sem nýbyggingar hér mundu kosta miklu meira, er kostnaður við allt lagna- og gatnakerfi heldur ekki meðtalinn í þessari tölu. Kauðungarflutningar „Það er líka eitt sem allir fjölmiðlar mistúll uðu á sínum tíma: Skoðanakönnun Húsnæðis- stofnunar um hvar fólk vildi búa. Allir túlkuðu niðurstöður hennar sem vilja fólks til mikilla flutninga suður, sem var alls ekki rétt. Ef það hlutfall landsbyggðafólks, sem vildi flytja suður og hins vegar höfúðstaðarbúa sem vildu flytja út á land, er yfirfært á íbúafjöldann, kemur í ljós að um 13.800 vildu suður, en 13.400 flytja héðan og út á land, þ.e. nær sami fjöldi. Það er fábreytnin í atvinnulífinu sem neyðir fólk hingað og kemur f veg fyrir að fólk héð- an flytji út á land. Tækist að breyta því, sner- ist straumurinn við“, sagði Bjami. Að hans mati gæti m.a. álver við Eyjafjörð snarbreytt ástandinu á Norðurlandi. Með jarðgöngum á Vestfjörðum og Austfjörðum gætu sömuleiðis myndast atvinnusvæði sem bjóði upp á rekstur fleiri þjónustufyrirtækja og þar með fjölbreyttari atvinnu á þessum stöðum — einmitt það sem vantar þar ffarnar öðru. Minna framleitt - meira selt Ef litið er á fjölda ársverka i landinu í heild, þá fækkaði þeim árið 1988 um 4.300, þegar opinberi geirixm er undanskilinn. Segja má að störfúm hafi fækkað í öllum framleiðslugrein- um nema stóriðju. Þrátt fyrir stórfellda fjölgun starfa í hinum ýmsu greinum verslunar og við- skipta þensluárið mikla 1987 fækkaði þeim störfúm hins vegar aðeins lítillega með sam- drættinum árið eftir og fjölgaði jafnvel enn í sumum þessara greina. I ffamleiðslugreinunum samanlögðum (þ.m.t. viðgerðum) fækkaði ársverkum á einu ári um hátt á 4. þúsund störf, fyrst og ffemst úti á landi, sem áður segir. Raunar hafði ársverk- um í þessum greinum fækkað í kringum 2.000 ffá 1985, svo ljóst er að sífellt færri Islending- ar lifa á einhvers konar framleiðslu eða iðnaði. Fækkun starfa í eftirtöldum greinum varð sem hér segir: Fækkun Fækkun störf: % Landbúnaður 680 9% Fiskveiðar 230 3% Fiskiðnaður 1.420 14% Matvælaiðnaður 340 7% Ullar/fataiðn. 520 20% Tijávömiðn. 230 15% Eftiaiðnaður 80 6% Málm/véla/skipasm. 250 7% Fækkun 3.750 störf í byggingariðnaði fækkaði störfúm einnig um 500 (4%) á árinu. Sömuleiðis kom töluvert bakslag í þá miklu fjölgun starfa sem varð í verslun á árinu 1987. Störfum í heildverslun og smásöluverslun fækkaði um 460 á árinu (að litlum hluta á höfuðborgarsvæðinu). Bankar og peningastofnanir voru raunar eina óopinbera atvinnugreinin, sem blómstraði árið 1988, þar sem ársverkum fjölgaði um 360, um nær 9% á árinu. Þetta stóð þó ekki lengi þvf samkvæmt nýjustu upplýsingum fækkaði bankamönnum aftur á síðasta ári. M.a.s. stöðnun hjá ríkinu Störfúm í þágu hins opinbera fjölgaði óvenjulega lítið, eða aðeins um 400 ársverk, árið 1988. Skýringin felst að líkindum ekki hvað síst í því að stórlega var dregið úr ráðn- ingu afleysingafólks vegna sumarffía, eins og kom t.d. ffam f lokun deilda á sjúkrahúsum. Sú fjölgun, sem átti sér stað, varð fyrst og ffemst á dvalarheimilum aldraðra og öðrum velferð- arstofnunum. Alls töldust ársverk við stjómsýslu og þjón- ustu á vegum hins opinbera um 28.870 á árinu 1988, eða rúmlega 22% af samtals 127.780 ársverkum þetta ár. - HEI 10 Tíminn Fimmtudagur 30. ágúst 1990 Fimmtudagur 30. ágúst 1990 VERÐUR FÆKKUN STARFA ÚTIÁ LANDIAÐALMÁL ÞINGKOSNINGA?

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.