Tíminn - 11.09.1990, Síða 16

Tíminn - 11.09.1990, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 X RÍKISSKIP NTUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagolu, S 28822 AKTU EKKi UT í ÓVISSUNA. AKTU Á Ingvar Helgason hf. Sævartiöföa 2 Sími 91-674000 71 HOGG- DEYFAR Verslió hjá fagmönnum varahlutir Hamarsböfða I - s. 67-6744 J Tíniinn ÞRIÐJUDAGUR11. SEPTEMBER1990 Einar Oddur og Guðmundur J. þakka þjóðinni árangurinn í baráttu gegn verðhækkunum: Verðbólgan niður í 4% Stöðugu verðlagi (0% hækkun verðlags milli ágúst og september) er fagnað jafnt í herbúðum launþega og atvinnurekenda. Guð- mundur J. Guðmundsson og Eina/Öddur Kristjánsson eru sam- mála um að árangur í baráttunni við verðbólguna sé fyrst og fremst þjóðinni að þakka. Á hinn bóginn eru þeir ekki sammála um það hvort 0,27% vísitöluhækkun umfram rautt strik gefi tilefni til kaup- hækkunar. „Þetta eru út af fyrir sig mikil tíðindi, enda af mörgum spáð að það væri ekki mögulegt að halda sig innan þessara rauðu stríka, hvorki í júní eða september," sagði Guðmundur J. varðandi þann sjaldgæfa atburð að vísitalan hækkaði ekkert íseptember. Guðmundur telur látlausan áróður bæði verkalýðsfélaganna og raunar atvinnurekenda líka eiga stóran þátt í því að halda verðlagi i skefjum. „Ég er ekki f minnsta vafa um að verð- lagsskrifstofa verkalýðsfélaganna hefur haft veruleg áhrif í þessu eftii,“ sagði Guðmundur sem jafhframt skorar á launþega að vera vel á verði gagnvart verðhækkunum, því um leið og þeir hætti vöku sinni þá ijúki verðlag upp á ný. „Við sjáum nú að það er hægt að halda verðlagi i skefjum. Mér er lfka sagt það af kaupmönnum og at- vinnurekendum að fólk hafi aldrei spurt jafn mikið um verð og núna. Og eins að fólk hætti við að kaupa hafi verð hækkað. Sé fólk harðara f þessu efhi og þátttakan almennari þá trúi ég að hægt væri að ná fram lækkun á vísitölunni.V sagði Guð- mundur. Þau 0,3% sem vísitalan hefúr farið ffam yfir rauða strikið sagði hann að launþegar verði að fá bætt, enda hættu rauðu strikin annars að vera ógnandi. Hvemig það verður gert eigi aðilar vinnumarkaðarins aftur á móti eftir að ræða um. „Við fögnum því mjög hvað þetta stendur vel og teljum þetta ákveðinn sigur. Þessi 0,27% skakki á sjö mán- uðum er innan skekkjumarka — þetta er engin skekkja,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. „Þessi árangur sýnir, eins og suma hafði raunar gmnað, að við séum í alvöru að ná árangri.“ Lögmálin séu þau sömu hér og í öðrum löndum, þannig að við getum vitanlega haldið stöðugu verðlagi, þótt ýmsir hafi ekki viljað trúa því. Hveiju þakkar Einar Oddur árangurinn? „Þetta er fyrst og ffemst þjóðinni að þakka. Hún sjálf trúir því að það sé hægt að lifa án þess að eyða um eftii ffam. Það er ekkert annað sem gerist. Enda er orsökin fyrir þessari óstjóm islenskra efhahagsmála á undanföm- um áratugum engin önnur en kæm- leysi. Menn geta þess,vegna alveg / sleppt þvf að lesa þær mörgu og þykku bækur sem hafa verið skrifað- ar um verðbólgu, þvi kæmleysið er ástæða þessarar óstjórnar." En er Einar Oddur sammála Guð- mundi J. um hugsanlegar kauphækk- anir? „Eg skal ekki segja um hver af- staða verkalýðsfélaganna verður f því efni. Við skulum minnast þess að launanefndin á ekki að afgreiða launahækkanir sjálfkrafa og ég held að menn ættu að hugsa sig vel um. Við stöndum sannarlega gagnvart mikilli óvissu þar sem er hinn vænt- anlegi „flóabardagi“. Hinar miklu olíuverðshækkanir vom ekki inni í okkar áætlun. Þannig að ég held að það borgi sig að gaumgæfa ástandið mjög vel þessa dagana,“ sagði Einar Oddur. - HEI Framfærsluvísitalan: Engin hækkun frá ágúst Vísitala framfærslukostnaðar reyndist 146,8 stig í september og hefur því ekkert hækkað ffá í ág- úst Að vísitalan standi í stað milli mánaða er afar sjaldgæfl Nokkur hækkun varð á einstaka vöru og þjónustu, en á móti komu verð- lækkanir á öðrum liðum vörum og þjónustu. „Rauða strikið“ í kjarasamningunum gerði ráð fyrir að septembervísitalan færi ekki yfir 146,4 stig. Hækkunin er því tæplega 0,3% umfram þau mörk. Síðustu þijá mánuði hefúr vísitalan aðeins hækkað um tæplega 1% sem umreiknað til heils árs svarar til 3,9% verðbólgu. Verðbólga sfðustu 6 mán- uði mælist 5,8%. Verði kaup hækkað sem nemur hækkun vísitölunnar umfram rauða strikið mundu t.d. 50.000 kr. laun hækka í kringum 140 kr. á mánuði og 100.000 kr. laun hækka um 280 kr. á mánuði. Að framfærsluvísitalan hafi ekki hækkað milli mánaða hefúr ekki gerst síðustu fjögur og hálft ár, þ.e. síðan stór lækkun á verði nýrra bíla lækkaði visitöluna í mars 1986. Margumrædd niðurfelling virðisaukaskatts af bók- um olli 0,2% lækkun vísitölunnar. Um helmingur þeirrar lækkunar var hms vegar étin upp af 9% hækkun skóla- gjalda. Að vísitalan hækkaði ekkert milli mánaða má ekki hvað síst þakka verð- lækkun á mörgum tegundum matvæla (0,7% að meðaltali). Mest munaði þar um mikla verðlækkun á kartöflum (12%), ávöxtum og grænmeti (5%), þannig að segja má að gróðursælt sumar hafi stutt þj óðarsáttina. - HEI Héöirtn Steingrímsson, hinn 15 ára gamll íslandsmeistarí í skák. Tímamynd Svenir Aðaisteinsson. HÉÐINN VANN MEÐ MIKLUM YFIRBURÐUM Frá Sverri Aöalsteinssynl, fréttarrtara Tfmans á Höfn Skákþingi íslands lauk á Hótel Höfn í gær. Hinn bráðefnilegi Héðinn Stein- grímsson stóð uppi sem skákmeistari Islands 1990 með níu vinninga af ell- efú mögulegum. í elleftu umferð atti hann kappi við Margeir Pétursson stórmeistara og vann. í öðru sæti á mótinu varð Björgvin Jónsson með sjö og hálfan vinning, en báðir þessir imgu menn náðu áfanga að alþjóðleg- um titlum. Héðinn Steingrimsson, sem er aðeins 15 ára gamall, eryngstur íslendinga til að verða Islandsmeistari í skák, en Jón L. Ámason var 16 ára þegar hann varð íslandsmeistari 1977. Jón hefúrþrisv- ar orðið íslandsmeistari. í hófi á Hótel Höfh að mótinu loknu afhenti Jón Rögnvaldsson Héðni farandbikarinn. Þá tilkynnti Jón Ólympíusveit íslands sem keppa mun f Júgóslavíu f haust, en hana skipa: Helgi Ólafsson, Mar- geir Pétursson, Jón L. Ámason, Jó- hann Hjartarson, Héðinn Steingrims- son og Björgvin Jónsson. Þá tilkynnti Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélags íslands, að stjóm Eim- skips hefði ákveðið að styrkja Ólymp- íusveitina með 1,5 milljón króna framlagi, en það er sú fjárhæð sem tal- ið er að kosti að senda sveitina til Júgóslaviu. í hófinu á Hótel Höfn tóku ýmsir til máls, þar á meðal Maigeir Pétursson sem sagðist hafa teflt á möigum stöð- um, en hvergi hafi viðuigjömingur ver- ið eins góður og hér. Taldi hann að skákmenn myndu örugglega koma hingað aftur. Jón L. Ámason sagðist síðast hafa verið á skákmóti í Moskvu og gengið þar mjög vel, en hér frekar illa, svo að sennilega vasri betra að tefla svangur. En hann tók undir með Maig- eiri að matur og allt hafi verið til fyrir- myndar. Og áfram sló Jón á létta strengi og vildi segja að skýringin á velgengni Héðins væri líklega sú að faðir Héðins vasri prófessor i efhafræði og líklega hefði hann beitt efhavopnum. Blaðburðar- laiim la oarn nario Sigurður Örn Hjörleifsson, fnmmtán ára gamall blaðburðar- drengur Túnans, var sleginn niö- ur og stolið af honum u.þ.b. tólf þúsund krónuni, þegar hann var að koma frá því að rukka um klukkan tíu að kvöldi sunnudags. „Ég hef borið út blöð meira og minna frá því ég var smástrákur, en það hefur ekkert þessu Ukt komið fyrir áður við blaðburðinn. Núna ber ég út í Högunum og var að koma frá því að rukka,“ sagði Sigurður í samtali við Tímann. Hann hafði því sem næst lokið við að rukka og var á heimlcið þegar ráðist var á hann. „Ég kom við í sjoppu á Hjarðarhaganum og ákvað síðan að stytta mér leið. Það er göngustfgur á bak við verslanirnar, sem liggur út á Kvisthagann og þaðan er annar stigur sem liggur út á Hofsvalla- götu en þangað ætlaði ég.“ Sigurður komst þó ekki svo langt þvi hann var rétt kominn bak við húsið þegar hann var kýldur nið- ur og veskið rifrö úr höndunum á honum. „Þetta voru tveir strákar en ég sá þá ekki fyrr en ég reis upp aftur og sá aftan á þá á harðahlaupum í burtu. Þetta voru iangir og mjóir náungar og ég gætí trúað að þeir væru svona einu til tveimur árum eldri en ég. Ég varð strax mjðg rauður og bólginn i kring um augun f gær, en þegar þetta hafði gerst fór ég inn i isbúðina og hringdi á lög- rcgluna. Konan sem var að vinna Siguröur Öm Hjörleffsson. Timœnynd: pjetur skóf innan úr frystfnum ís sem ég lagði við andlitið á meðan ég beið eftir lögreglunni, af þvi að mig var farið að verkja í andlitió. Svo gaf ég lögregiunni skýrslu um það sem hafði gerst og vona bara að þeir nái þessum strákum.“ Sigurður sem stundar nám í 10. bekk Hagaskóla sagðist aðspurð- ur telja að hann myndi halda áfram að bera út þrátt fyrir þessa óskemratilegu lifsreynslu, þar sem það væri lítið nm aðrar leiðir fyrir finimtán ára krakka tíl að vinna sér inn vasapeninga. Hann sagðí þó að eftirieiðis mundi hann vandlega forðast að stytta sér leið eftír að skyggja tæki og með þetta mikla peninga meðferðis. jkb

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.