Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.09.1990, Blaðsíða 16
RÍKiSSKIP NTJTIMA FLUTNINGAR Halnarhusiruj v Tryggvagotu. _____S 28822_____ AKTU EKKi ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á Ingvar Helgason Sævartröfða 2 Sfmi 91-674000 I (#01 Lfci. abriel /: HÖGG- DEYFAR Versliö hjá fagmönnum varahlutir Hamarsböföa 1 - s. 67-6744 I I íniinn MIÐVIKUDAGUR 12.SEPTEMBER 1990 Rússar samþykkja markaðsbúskap eftir 500 daga og eftir sviptingar á sovéska þinginu virðist Ryzkov vera að einangrast: Gorbatsjov er fylgjandi róttækri efnahagsstefnu Gorbatsjov Sovétleiðtogi afneitaði í gær efnahags- stefnu forsætisráðherra síns, Nikolais Ryzkov, en studdi þess í stað áætlun sem gerir ráð fýrír að Sovétríkin skipti yfir í markaðskerfi á 500 dögum. Sovétleiðtoginn mótmælti þó jafn- framt harðlega þeim persónulegu árásum sem forsætisráðherrann hefur mátt sæta af hálfu þingmanna og almennings fyrir að gera lítið úr þeim matarskorti sem ríkt hefur. En i ávarpi sínu til Æðsta ráðsins gerði Gorbatsjov þingheimi ljóst að hann styddi þá efhahagsstefnu, sem lögð hefur verið fram af Stan- islav Shatalin á móti áætlun Ryzkovs. Hann sagði þá áætlun geta sameinað lýðveldin i efna- hagsstefnu sinni og hún myndi auka stöðugleika efnahagsins, rúblunnar og markaðsins. Þessi yfirlýsing Gorbatsjovs skip- aði honum í flokk með erkióvini sínum, Boris Jeltsin, forseta Rúss- neska lýðveldisins, sem lagt hefur áherslu á óheftan markaðsbúskap. Áætlun Shatalins var samþykkt á rússneska þinginu í gær með aðeins einu mótatkvæði. Atkvæðagreiðsl- an átti sér stað á sama tíma og um- ræðumar í þinginu í Moskvu. Afstaða Gorbatsjovs skilur Ryzkov eftir úti í kuldanum, en af- sagnar hans hefur hvað eftir annað verið krafist. Sovétleiðtoginn gerir sér grein lyrir að Ryzkov þurfi lík- lega að víkja en veitir honum þó persónulegan stuðning sinn, en hann valdi hann sjálfur fyrir fimm árum til að byggja upp efnahag Sovétrikjanna. Áætlun Shatalins gerir ráð fyrir því að komið verði á óheftum markaðsbúskap á næstu 500 dög- um og að ríkissjóði verði aflað tekna með einkavæðingu sem felist i því að selja eignir rikisins í stað þess að ríkið haldi um tauma ftam- leiðslunnar og hækki vöruverð upp úr öllu valdi. Áætlun Ryzkovs gerir ráð fyrir mun hægari umskiptum og hann er algerlega á móti sölu á eignum rík- isins, enda sé um að ræða stórtæka breytingu á grandvallar hugmynda- fræði Ráðstjómarríkjanna. Jeltsin segir að sú áætlun muni hafa gífur- legar verðhækkanir í för með sér. Sú staðreynd, að leiðtogi Ráð- stjómarríkjanna lýsir yfir stuðningi við svo víðtæka einkavæðingu og óheftan markaðsbúskap, markar tímamót í sögu kommúnismans f heiminum. Að leiðtogi Ráðstjóm- arríkjanna skuli telja nauðsynlegt að slík breyting gangi yfir á aðeins 500 dögum undirstrikar á hversu miklum hraða undanhald hefð- bundinnar kommúnískrar hug- myndafræði er. Sjálfur leiðtogi Kommúnista- flokks Ráðstjómarríkjanna hefur nú dagsett endalok þess dauða- stríðs sem margir sovétfræðingar hafa fullyrt að kommúnisminn hafi háð f Sovétrikjunum á undanföm- um misseram. Banameinið er sam- kvæmt þessum fféttaskýrendum ekki fyrst og ffemst pólitfskt heldur miklu ffekar efnahagslegt. Slík skýring er raunar jafhframt í sam- ræmi við grannforsendur í komm- únískri hugmyndaffæði að það sé skipulag ffamleiðslunnar sem ráði mestu um ffamvindu samfélags- hátta og stjómskipunar þjóðfélags- ins. Byltingin 1917 var gerð í nafni samnýtingar og sameignar á ffam- leiðslutækjum sem losa átti menn undan skorti og neyð. Einkavæðing og markaðsbúskapur era hins vegar lausnarorð sovéskra ,Jcommúnista“ til að losna undan skorti og neyð. Umræðumar í Æðsta ráðinu, sem er nýkomið saman eftir sumarffí, urðu heiftúðugar, sérstaklega vegna þess mikla vöraskorts sem vart hefur orðið að undanfömu. Krafist var afsagnar Ryzkovs og stjómar hans og einn þingmanna gekk svo langt að krefjast þess að Gorbatsjov segði af sér. Verðlaunahafar úr samkeppni Mjólkursamsölunnar ásamt Hallvarði erkigaur. Mjóna varð fyrir valinu Fyrir einu ári markaðssetti Mjólkursamsalan í Reykjavík ávaxtasafa i nýjum umbúðum sem kallaðar voru „SLIM“. Sú nafngift þótti hins vegar ekki við haefi og því greip Mjólkursamsal- an, í samvinnu við AÚK hf, Aúg- lýsingarstofu Kristinar, til þess ráðs að efna til samkeppni um nýtt íslenskt orð á umbúðirnar. Þátttakan í nafnaleiknum var mjög góð en alls tóku á milli 400 og 500 manns i leitinni að rétta orðinu. Dómnefnd, skipuö Krist- ínu Þorkelsdðttur og Ólafi Pét- urssyni frá AUK hf og Baldri Jónssyni frá MS, hefur nú valið nýtt nafn á umhúðirnar. Nýja nafníö er Mjóna en alls voru 108 sem völdu það nafn. Farið var með þessar 108 tilnefn- ingar til borgarfógeta og dró full- trúi embættisins út fimm nöfn. Síðan dró hann út eitt nafn af þessum fimm og var það nafn Henriks Óskars Þórðarsonar. Hann hlaut þvi fyrstu verðlaun, 100,000 krónur. Aukaverðlaun, fjóra kassa af Mjónu ávaxtasafn, hlutu: Garðar Garðarsson, Guð- rún Sigmundsdóttir, Halla Ge- orgsdóttir og Ragnar Eiriksson. khg. Þota týndist á leió frá íslandi Boeing 727 þota, er kom við á Keflavíkurflugvelli á leið frá Mílanó til Gander á Nýfundnalandi, týndist í gær. Þotan lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan eitt í gærdag. Áætlað var að flugið myndi taka rúma þrjá og hálfan klukku- tíma. Ekki varð vart við neitt óeðlilegt á meðan flugvélin var inni á flug- stjómarsvæði íslands, en laust fyrir klukkan sex hafði flugstjóm Gan- der samband við flugstjóm hér á landi og bað um upplýsingar varð- andi fjölda meðlima áhafnar, björg- unartæki og fleira sem ekki er venj- an að senda. „Um leið sögðu þeir okkur að flugmennimir væra villtir og að eldsneyti væri orðið lítið. Vélin var komin inn á þeirra svæði, þannig að við aðhöfðumst ekkert frekar. Síðan var aftur hringt klukkan hálf sjö og við látnir vita að vélin hefði orðið eldsneytislaus og væri ófundin," sagði starfsmað- ur flugumferðarstjómar í samtali við Tímann. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir em í áhöfn vélarinnar, en talið er að það séu um fimmtán manns. Endanlegur áfangastaður þotunnar mun hafa verið Perú en ætlunin var að taka eldsneyti í Gan- der. Vélin sjálf er upprunalega frá Möltu. Ekki er vitað hvað kom fyr- ir, það er að segja hvort um ein- hverja bilun hefði verið að ræða, og þegar síðast fréttist var vélin enn ekki fundin. jkb Ljósavél ofhitnar Slökkvilið og lögreglan í Reykjavík vora kölluð út að Ægisgarði um klukkan 16 í gær. Ljósavél, sem var ofanþilja á loðnubátnum Hákoni ÞH, hafði ofhitnað og lagði ansi mikinn reyk frá henni. Skipstjóri bátsins þorði ekki annað en að kalla til slökkviliðið. Slökkviliðsbílamir fóra því eins og eldibrandar niður að Æg- isgarði, en sem betur fer kviknaði ekki eldur út frá vélinni og fór því allt betur en á horfðist i fyrstu. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.