Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 5
fi' «■"" Vi-jshi'/'ívft’í'i Miðvikudagur 19. september 1990 n n i m;. Tíminn 5 Afborganir og vextir af erlendum lánum sl. ár 340.000 kr. á meðalfjölskyldu. 27% vöruútflutnings í skuldahítina: Allur saltfiskur, síld og skreið fer í vexti Aðeins vextimir af erlendu skuldunum námu 12.290 milljónum króna á síðasta ári, þ.e. upphæð sem svaraði til 1/9 hluta (11%) allra útflutningstekna landsmanna á árinu. Afborganir sömu lána sem voru um 9.124 m.kr. Samtals þurftu íslendingar því að greiða rúmlega 21.400 milljónir króna í afborganir og vexti af er- lendum skuldum sínum í fýrra og sú upphæð hækkar í 24.000 milljónir kr. á þessu ári (um 380 þús. kr. á hveija fjögurra manna Qölskyldu í landinu). Á síðasta ári hefði því þurft nærri fimmtung (19,3%) heildartekna þjóðarinnar af útfluttum vörum og þjónustu til að standa undir þessum greiðslum. Útflutningstekjunum eyddum við hins vegar í annað, og raunar gott betur, og ný lán því tekin til að borga af þeim gömlu. Erlendar lántökur á árinu voru 25.810 m.kr. í stað þess að minnka skuldimar hækkuðu þær því um nærri 17 milljarða kr. á árinu. Úr 41% upp í 51% landsframleiðslu í lok síðasta árs skulduðu íslending- ar rúmlega 166 milljarða króna í er- lendum lánum (um 660.000 kr. á hvert mannsbam í landinu). Þar af skulduðu rikissjóður og ríkisfyrir- tæki riflega helming upphæðarinnar. Sem hlutfall af landsffamleiðslu voru erlendar skuldir þá orðnar hærri en nokkru sinni fyrr, eða 51,3% (hækkun úr 41,4% árið áður). Þar sern íslendingum er tamt að bera sig saman við Norðurlönd má benda á að hlutfall erlendra skulda var um 20% landsffamleiðslu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi árið 1987, þ.e. helmingi lægra en hér á landi sama ár. Aætlað er að skuldahlutfallið hækki enn á þessu ári í 52,5% af landsffam- leiðslu. Skuldum vöruútflutn- ing 2ja ára „Hrein erlend skuldastaða endur- speglar að mestu leyti langvarandi viðskiptahalla við útlönd, því aðeins tvisvar á síðustu tveim áratugum, 1979 og 1986, náðist jöfnuður í við- skiptum við útlönd,“ segir í grein Jakobs Gunnarssonar um erlend lán 1989, í Fjármálatíðindum Seðla- bankans. Úr þeirri grein em ífaman- greindar tölur fengnar. Með öðrum orðum: skuldimar sýna eyðslu ís- lendinga umffam það sem þeir afla. Heildar útflutningstekjur þjóðarinnar vom um 110 milljarðar á síðasta ári. Þar af vom 80 milljarðar fyrir útflutt- ar vömr. Samkvæmt því þyrfti t.d. allan vömútflutning landsmanna í tvö ár til að borga upp skuldimar og dygði tæplega til. Þá em þó ótaldar allar vaxtagreiðsl- umar. A síðasta ári námu t.d. vextim- ir einir sem svarar tæplega 22% af öllum útfluttum sjávarafúrðum Is- lendinga. Þannig hefði t.d. þurft sam- anlagt andvirði alls útflutts saltfisks, allrar síldarinnar og skreiðarinnar að auki til þess að borga erlendu vextina ífyrra. Aætlaðar vaxtagreiðslur af erlend- um lánum hækka þó enn um rúman milljarð á þessu ári upp í 1.340 m.kr. Þá er gengið út ffá 8,2% meðalvöxt- um á árinu, sem er talsverð lækkun ffá síðasta ári. Að viðbættum afborgunum er greiðslubyrði af erlendum lánum á þessu ári áætluð í kringum 24 millj- arðar króna. Greiðslum frestað meira og meira Að sögn Jakobs hefúr dregið mjög úr hlutfallslegri endurgreiðslu lána á síðustu árum miðað við stöðu þeirra í ársbyijun. I byijun áttunda áratugar- ins voru afborganir um 10-11 % á ári, lækkuðu í 9-10% í byijun níunda ára- tugarins, áffam niður í 8% um miðjan áratuginn og voru komnar niður í 6,9% á síðasta ári. Astæðuna segir hann auknar lántökur opinberra aðila og fjárfestingarlánasjóða, sem bæði taki lán til lengri tíma heldur en einkaaðilar, auk þess sem lán þeirra séu oftast afborgunarlaus fyrstu árin eða eigi að greiðast upp í lok lánstím- ans. Finnst gullnáma fyrir 1994? Fyrr eða síðar kemur þó að slculda- dögunum. Þótt skuldimar hafi til þessa hækkað en ekki lækkað virðist sem lántakendur sjái bjartari tíma ffamundan — a.m.k. ef marka má hvað þeir ætla sér að vera duglegir að greiða afborganir af lánunum á næstu fimm árum, sérstaklega þó á árunum 1992 til 1995. Afborganir (ekki vextir) af þeim lánum sem Islendingar skulduðu í út- löndum í byijun þessa árs eru áætlað- ar sem hér segir næstu sex árin. Upp- hæðir em í milljónum króna og af- borganir opinberra aðila sýndar sér- staklega: Afborganir erlendra lána 1990-1995 Ajborganir - þ.a. opinb. m.kr. m.kr. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 10.650 13.770 17.900 16.700 21.090 23.860 2.940 3.900 8.830 7.980 11.360 15.700 Samt. 6 ár: 103.970 50.710 Samkvæmt þessu munu afborganir af núverandi erlendum skuldum op- inberra aðila meira en fimmfaldast til ársins 1995. Hátt í helmingur þeirra verður samt ennþá ógreiddur þótt engum nýjum lánum verði bætt við á tímabilinu. Hlutur ríkissjóðs sjálfs er ffekar hóflegur (um 1.300 m.kr.) flest árin ffam til 1993. En árið 1984 hljóða lánasamningar ríkissjóðs upp á 7.700 m.kr. afborganir sem síðan hækka enn í 12.800 m.kr. árið eftir. Ríkissjóði veitti víst ekki af að kom- ast yfir góða gullnámu fyrir 1984. Því þessi tvö ár (1994/95) hefúr rikis- sjóður einn og sér skuldbundið sig til að greiða samtals um 27 til 28 millj- arða króna að núvirði í afborganir og vexti af erlendum skuldum sínum. Svo dæmi sé tekið eru það útgjöld af álíka stærðargráðu og allur skóla- kostnaður landsmanna, þ.e. heildar- útgjöld menntamálaráðuneytisins. - HEI RENOLD keðjur, tannhjól og girar Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN 4 yjyy SUCURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum, sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR SSÍ mm A HEIWVARBA ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nú er haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús- undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er- lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs. Opið 10 - 18 alla daga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.