Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.09.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. september 1990 Tíminn 7 Vettvangur Þórarinn Þórarinsson: Þingforsetarnir og skjaldarmerkið Því verður ekki neitað með neinni sanngirni að nú- verandi forsetar Alþingis eru framtakssamir og hug- sjónaríkir menn, en slíkum mönnum fylgir oft að þeim hættir til þess í dugnaði sínum að rasa um ráð fram. Forsetamir hafa fundið til þess, að Alþingi nýtur ekki nægrar virðing- ar. Þeir hafa einnig orðið þess varir, að skjaldarmerki ríkisins er hvergi nægur sómi sýndur. Fáninn er miklu meira notaður sem merki þjóðarinnar. Því hefur hinum hug- myndaríku forsetum fundist gefið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi og auka í senn bæði virðingu Alþingis og veg skjaldarmerkisins. í fýrstu mun þeim hafa flogið í hug að taka niður konungsmerkið á Al- þingishúsinu og setja skjaldarmerk- ið í staðinn. Við nánari athugun mun þó hafa verið horfið frá því vegna þekktrar vanafestu Islend- inga. Þá datt forsetunum það snjall- ræði í hug að hengja skjaldarmerki framan á húsið. Einn forsetinn benti þó á að til þess myndi þurfa samþykki húsfriðunameftidar. Meirihluti forsetanna leit hins veg- ar svo á að forsetavaldi þeirra fylgdi að þeir gætu einir ráðið þessu og hófu því ffamkvæmdir án þess að spyija kóng eða prest. En verkið skyldi vel vandað og forset- amir því hljóta lof og þökk að því loknu. Fenginn var þjóðhagasmið- ur til að smíða skjaldarmerkið í þeirri stærð og með þeim litum að vel yrði eftir því tekið og myndu auglýsingaspjöld annarra stoftiana eða fyrirtækja ekki þykja eftirtekt- arverðari. Sómi Alþingis og skjald- armerkisins skyldi þannig endur- reistur á svipstundu. Allt var þetta gert með mikilli leynd, þvi ekki var vitað nema stjómarandstaðan myndi nota þetta til úlfúðar. Stjómarsinnar vita að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki annað meira áhugamál en að lenda ekki í rikisstjóm fyrir kosningar og notar því aðeins minniháttar mál til að látast vera stjómarandstöðu- flokkur ffarn að kosningum. Forset- unum fannst því hyggilegt að fara sem leynilegast með þetta ráða- bmgg. Einum þeirra þótti þetta fyr- irhugaða verk þeirra hins vegar svo snjallt að hann talaði af sér í fjöl- miðlum og sagði ffá leyndarmál- inu. Og þá kom stjómarandstaða Sjálfstæðisflokksins til sögunnar. Hér var gefið tilefni fyrir flokka að láta á sér bera. Varaformaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins kom strax ffam á vígvöllinn og lýsti það Allt var þetta gert með mikilli leynd, því ekki var vitað nema stjórn- arandstaðan myndi nota þetta til úlfúðar. Stjórnarsinnar vita að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki annað meira áhugamál en að lenda ekki í ríkisstjórn fyrir kosningar og notar því aðeins minniháttar mál til að látast vera stjórn- arandstöðuflokkur fram að kosningum. hreina óhæfu að vinna slík spjöll á útliti þinghússins að hengja skjald- armerki upp sem auglýsingamerki á ffamhlið þess, án þess að bera það undir þingflokkinn. Þetta vakti forsetunum nokkum ugg og var því horfið að því ráði að bera málið undir húsffiðunamefhd. Hún taldi þetta breyta útliti hússins og að ekki væri hægt að nota skjaldarmerkið á þennan hátt. For- setamir vildu þó ekki láta sinn hlut og hófst því samningaþóf, sem lauk með þeirri sátt að hengja mætti upp skjaldarmerkið innandyra í þing- húsinu. En með því var málinu ekki lokið, því að eftir var hlutur fjölmiðlanna. Bar þar mest á Garra í Tímanum og öðmm ritstjóra Þjóðviljans. Garri var vígdjarfari og vildi niður með konungsmerkið af húsinu og upp Vafalaust er best, úr því sem komið er, að mál þetta falli niður og þinghúsið fái að halda sínum gamla svip, sem er orðinn vinsæll hjá þjóðinni og húsið að verða einn helsti forn- gripur hennar. með skjaldarmerkið. Þjóðviljarit- stjóri vildi hins vegar flytja kóngs- merkið út á Austurvöll og hafa það í félagi við styttuna af Jóni Sigurðs- syni. Hann ætlaði því síður en svo slæman félagsskap. Enn er málinu ekki lokið, því að eftir er að velja skjaldarmerkinu stað innan dyra þinghússins og á Sjálfstæðisflokkurinn eftir að segja sitt síðasta orð. Hér er tilvalið tæki- færi fyrir hann til að sýna harða stjómarandstöðu og það því ffemur, að aðrir þingflokkar kunna að vera eitthvað klofnir í þessu máli. Og ekki er líklegt að varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins fallist á að skjaldarmerkið verði fært í sal Neðri deildar og Samein- aðs þings. Þar stjómaði afi varafor- manns þingflokksins um langt skeið með skörangsskap og virðu- leik, sem eftirminnilegt er í þing- sögunni. Honum nægði að hafa málverk af Jóni Sigurðssyni þing- forseta og þurfti því ekki á skjaldar- merkinu að halda. Vafalaust er best, úr því sem kom- ið er, að mál þetta falli niður og þinghúsið fái að halda sinum gamla svip, sem er orðinn vinsæll hjá þjóðinni og húsið að verða einn helsti fomgripur hennar. Það getur enn um langa hrið verið heimili Al- þingis, ég spái því að við næstu stjómarskrárbreytingu verði þing- mönnum ffekar fækkað en fjölgað, svo að þinghúsið verði áffam nógu rúmgott fyrir fundi Alþingis. Al- þingis bíða nú mörg stórmál og það hefur því ærið að gera þótt ekki bætist við ófijótt rifrildi um þing- húsið og skjaldarmerkið. Virðing Alþingis verður ekkert minni né minnkar vegur skjaldarmerkisins þótt það verði ekki hengt upp í þinghúsinu. UR VIÐSKIPTALIFINU Einkavæðing í Ráðstjórnarríkjunum? FyrirÆðsta ráð Sovétríkjanna voru fyrríhluta september 1990 lagðar tvær tillögur um einkavæðingu í sovésku efriahagslífl, en sem mjög mislangt gengu. Sagði Economist frá þeim 8. september 1990: „í sumarhúsi utan Moskvu hefur starfshópur átta hagffæðinga sex daga vikunnar etið, sofið og imnið að mörkun umbótaleiðar i Ráðstjómar- rikjunum. Flesta morgna hefur starfs- hópurinn farið á fund Nikolais Ryshkov, forsætisráðherra Ráðstjóm- arríkjanna, til að skýra honum ffá störfum sínum. Til er ætlast að álits- gerð þeirra verði endurskoðuð útgáfa stefhuskrár þeirra, sem Ryshkov tókst ekki að fá samþykkta í Æðsta ráðinu fyrr á árinu. Ef Boris Jeltsín, forseti rússneska lýðveldisins, kemur sínu ffam, hefur allt starf þeirra verið unn- ið fyrir gýg.“ „Jeltsín hefur uppi sínar eigin og djarfari ráðagerðir. Óg er þá komið til kasta annars starfshóps hagfræðinga og er fyrir þeim hópi Stanislas Sjata- lín, foðurímynd sovéskra umbóta- manna... Af leikni ferhann bil beggja höfuðleikmanna sovéskra stjómmála, Jeltsíns og Gorbatsjovs. Hann nýtur virðingar beggja. Hefur Gorbatsjov skipað hann i 16 manna forsetaráðið. Jeltsín var ljúft að hafa hann fyrir starfshópnum sem endurskoðaði til- lögur hans um „500 daga sprett" til markaðsbúskapar i Ráðstjómarrikj- unum. í fyrstu viku september 1990 vora tillögur starfshópsins lagðar fyr- ir þing rússneska lýðveldisins. Hug- myndin er að „efnahagslegt bandalag fullvalda ríkja“ standi að markaði, sem taki til Ráðstjómarríkjanna ger- vallra. Og skulu lýðveldin ffemur en sovésk stjómvöld í Moskvu hafa tögl og hagldir. Um hnúta skyldi svo búið allt ffá upphafi 500 daga sprettsins, sem búinn yrði nokkum veginn þessi leið: Dagar 1-100: Settyrði upp efnahags- nefhd lýðveldanna til að samræma umbætur og legði hún tillögur sínar fyrir Gorbatsjov. Væri hún hafin yfir hin fjölmörgu ráðuneyti í Moskvu sem flest munu daga uppi. Sala ríkis- eigna hæfist. Bændum yrði heimilað að ganga úr samyrkjubúum sínum með landspildu og nokkrar eigur. Ut- gjöld yrðu niður skorin: Erlend að- stoð um 76%, ffamlag til landvamar- ráðuneytisins um 10% og ffamlag til leyniþjónustunnar, KGB, um 20%, en hingað til hefúr ekki mátt við henni stjaka. Á yrði komið tvíþættu banka- kerfi: Sambands-varasjóðsbanka, sem seðlabankar lýðveldanna stæðu að, og viðskiptabönkum, mynduðum úr sérhæfðum ríkisbönkum. Eftirlit með verðlagi flestalls vamings yrði niður fellt 1991, þó ekki nauðsynja. Gagnvart útlendum gjaldmiðlum yrði eitt gengi á rúblunni, sem yrði hinn eini lögmæti gjaldmiðill Ráðstjómar- ríkjanna. Dagar 100-250: Á markaði ætti nokkurt jafhvægi að komast á sakir afnáms eftirlits með verðlagi og nið- urskurðar útgjalda. Kaupgjald yrði bundið verðlagi um mitt ár 1991. Tala hlutafélaga, myndaðra upp úr stóram ríkisfyrirtækjum, ætti að hækka upp i 1000-1500. Um helmingur lítilla verslana og veitingastaða kæmist í einkaeign. Dagar 250-400: Undir lok þessa skeiðs munu hafa verið mynduð hlutafélög um 40% fyrirtækja í neysluvöraiðnaði, 50% fyrirtækja í byggingariðnaði og 60% fyrirtækja í verslun og þau seld eða leigð. Upp hefði verið komið gjaldeyrismarkaði Útflutningur víns ffá Ástralíu marg- faldaðist ffá 1976 til 1989 en þá varð bakfall á síðari árshelmingi. Nam hann 1976 tæplega 5 milljónum lítra, 1986 um 10 milljónum lítra, 1988 um 40 milljónum lítra og ioks 1989 um 41 milljón lítra. í verði hækkuðu Chardonnay vínber úr 600 áströlsk- um dollurum á tonn 1986 í 2.000 ástralska dollara á tonn 1989. í Ástr- alíu vora 550 víngerðir 1989, en 90% ffamleiðslunnar vora í höndum 20 þeirra. Til samfellinga og uppkaupa á með- al fyrirtækja í víngerð sem vínyrkju kom þegar fyrir enda hins öra vaxt- arskeiðs sá. Stærsta ástralska vín- til að skipta yrði á rúblu við öðram gjaldmiðlum. Dagar 400-500: Efhahagslífið ætti að vera farið að sækja í sig veðrið. Að hinum 500 dögum liðnum munu 70% fyrirtækja í iðnaði og allt að 90% fyr- irtækja í byggingariðnaði og smá- söluverslun ekki vera lengur í hönd- um ríkisins. I þessum áformum er fimalangt gengið — og í meginatriðum skilur þrennt á milli tillagna Sjatalíns og Ryshkovs. í tillögum Ryshkovs er til tekið við að koma á heildarstöðug- gerðin, Penfold Wines, sem er í eigu Ádelaide Steamships, keypti í janúar 1990 fjórðu stærstu vingerðina, Lindemanns, sem var í eigu Philips Morris, bandaríska tóbaksfyrirtækis- ins, á 100 milljónir ástralskra doll- ara, en Lindemanns hafði 1989 keypt 50% hlut i Geyser Peak, vín- gerð í Kalifomíu. Penfolds hefúr ffamleitt vín tuidir eigin nafhi sem og nöfnunum Wynn’s, Seaview, Ka- iser Stuhl og Tulloch og mun nú að auki ffamleiða vln undir nöfnum Lindemanns og líka nöfnunum Leo Buring og Matthew Lang. Önnur stærsta víngerðin, Orlando Wines, fékk í árslok 1989 eignarhald leika (macroeconomic stabilisation), að nokkra fyrir hækkun verðlags, en ríkiseftirliti með mörgum helstu greinum yrði ekki aflétt fyrr en 1992. Áð virðist er i hinum endurskoðuðu tillögum Ryshkovs að fúllu fallist á endurapptöku einkaeignarhalds, en upp í þær er ekki tekin fortakslaus sókn til markaðsbúskapar sem í til- lögum Sjatalíns. Sá er annar megin- munur þeirra. Þriðji og snarpasti munur þeirra lýtur að gagnkvæmri stöðu sovéskra stjómvalda og lýð- veldanna.” Fáfnir á Wyndham’s Estate á 70 milljónir ástralskra dollara, en ffanska fyrir- tækið Pemod Ricard keypti 1989 Or- lando Wines af bresku fyrirtæki, Reckitt og Colman. Wyndham’s Est- ate var í eigu Quadrax Investments. Hardy’s, þriðja stærsta víngerðin og enn í eigu fjölskyldu, keypti síðla árs 1989 elstu víngerð Ítalíu í eigu fjöl- skyldu, Casa Vinicola Bame Picasoli í Chianti. Þá er samstarf með Mild- ara Wines í Victoria og Sanraku, jap- önsku fyrirtæki. Og á Sanraku 10% í Mildara Wines. Stígandi Vínyrkja í Ástralíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.