Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. september 1990 Tíminn 3 Auknar líkur eru nú á að bankarnir lækki vexti á verðtryggðum útlánum um næstu mánaðamót: Vextir á ríkisvíxl- um lækka um 2% Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að lækka vexti ríkisvíxla úr 12% í 10%. Með þessarí ákvörðun von- ast stjómvöld til að bankamir fylgi í kjölfarið og lækki vexti á óverðtryggðum útlánum. Háværar kröfur um vaxtalækkun hafa heyrst á undanfömum dögum íframhaldi af fregnum af lækkandi verðbólgu. Vextir á ríkisvíxlum hafa lækkað síðan í byijun febrúar úr 22% í 10%. Ríkisvíxlar hafa selst mjög vel á þessu ári. Stofn ríkisvíxla nam 18. september 13,3, milljörðum króna og hafði aukist um 7,5 milljarða ffá ára- mótum. Framfærsluvísitala í september fór aðeins 0,27% ffam úr þeim mörkum sem ákveðin voru við gerð kjara- samninganna og kennd eru við rauð strik. Þar með er talið að verðbólgu- hraðinn á síðustu mánuðum ársins verði undir 6%. Að áliti fjármála- ráðuneytisins hljóta vextir óverð- tryggðra skuldabréfa að taka mið af þeirri þróun sem þegar er orðin og verðlagshorfúm á næstu mánuðum. Avöxtun óverðtryggðra skuldabréfa bankanna er nú að meðaltali rúmlega 14,5%. Verðbólga nú er talin vera 4% og samsvarar þessi ávöxtun því 10% raunvöxtum. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar, hafa nýlega gagnrýnt bankakerfið harðlega fyrir að taka seint við sér nú þegar verðbólga er orðin sáralítil. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hefúr tekið undir þessa gagnrýni og bent á að hagur bank- anna sé með þeim hætti að óhætt ætti að vera fyrir þá að lækka vexti. Bankamenn hafa svarað þessari gagnrýni með þeim orðum að þeir geti tæpast lækkað vexti hjá sér, þar sem ríkisvaldið haldi vöxtum uppi með háum vöxtum á ríkisvíxlum og Gagnfræðaskóli Akureyrar: Hestamennska kennd í vetur í vetur verður hestamennska kennd í fyrsta sinn við Gagnffæðaskóla Ak- ureyrar. Nemendum 10 bekkjar var boðið uppá hestamennsku sem val- grein, og munu 13 nemendur stunda nám í hestamennsku í vetur. Að sögn Magnúsar Aðalbjömssonar yfirkennara er þessi námsgrein til- komin vegna hugmyndar ffá ung- lingaráði hestamannafélagsins Léttis. Magnús sagði að námið yrði tviskipt. Á fyrri hluta námskeiðsins verður bókleg kennsla, en seinni hluti nám- skeiðsins verður verklegur og fer ffam í hesthúsi og á skeiðvelli. Ung- lingaráð Léttis útvegar kennara, og munu ýmsir valinkunnir hestamenn verða þar á meðal. í bóklega hlutanum verður m.a. fjallað um hesta og hestakyn með sérstakri áherslu á íslenska hestinn, bæði hérlendis og erlendis. Fjallað verður um hesta í sögu og bókmennt- um, og samtök hestamanna, mót þeirra og íþróttakeppnir kynnt. Farið verður i Ættbók islenska hestsins, hrossarækt og dóma, og einstakir stofhar kynntir. Einnig verður farið í lífffæði hestsins, fóðrun hans, um- hirðu og jámingu. Á síðari hluta námskeiðsins, sem spannar 24 kennslustundir, verður farið í tamn- ingu, þjálfún og keppnisíþróttir, og nemendum leiðbeint um ásetu. Magnús sagði að hestamennskan væri nýbreyttni á námsskránni og hefði mælst vel fýrir. Af öðmm nýj- um valgreinum við skólann mætti nefna nám í íþróttafræði og blaða- mennsku. Þá hefúr verið komið á samfelldum skóladegi við skólann, og í tilefhi af því komið á fót mötu- neyti sem nemendur sjá sjálfir um. Magnús sagði að þeir nemendur 10. bekkjar sem stunduðu nám í heimil- isffæði sæju um að útbúa hollustu- fæði, og selja skólafélögum sínum á vægu verði. hiá-akureyri FRÆGTF0LK TEFLIR SKÁK Um næstu helgi verður haldið harla óvenjulegt skákmót i skákheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Um er að ræða sveitakeppni milli hópa ýmissa þekktra einstaklinga úr þjóðlífinu, og ber það nafnið Fræg- mót Taflfélags Reykjavíkur. Meðal þeirra sem ætla að keppa á mótinu eru tónlistarmenn, þingmenn, krafta- jötnar, framkvæmdastjórar, leikarar, fjölmiðlamenn, rithöfúndar og knatt- spymumenn. / Áð sögn Einars Trausta Óskarsson- ar, ffamkvæmdastjóra mótsins, hefúr verið sérlega auðvelt að leita til manna eftir þátttöku. Allir kunna að tefla og flestir hafi svo gaman af því, ríkisskuldabréfúm. Fjármálaráðu- neytið telur að bankamir geti ekki skákað í því skjóli að þeir geti ekki lækkað vexti vegna hárra vaxta á rík- isskuldabréfúm. Ráðuneytið bendir á í fféttatilkynningu vegna þessa máls að vextir á ríkisskuldabréfúm séu nú 6% og 6,2% í áskriftarkerfi. Vextir á verðtryggðum útlánum bankanna em hins vegar að meðaltali 8,2% og hafa reyndar hækkað um 0,2% ffá því í byrjun júlí. Aðstæður á peningamarkaði virðast að mörgu leyti bjóða upp á vaxta- lækkun. Áður er getið um lækkandi verðbólgu, en fleira kemur til. Gott jafnvægi er á peningamörkuðum og almenn eftirspum eftir lánsfé er lítil. Frá áramótum til ágústloka jukust út- lán bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga um rétt 3% á sama tíma og verðlag hækkaði um nær 6%. Lausafjárstaða bankanna er góð. Flestir bankanna hafa laust fé um- ffam lausafjárkvöð Seðlabankans. Lausafjárstaðan nam 17 milljörðum króna í lok ágúst og hafði batnað um rúma 7 milljarða króna ffá áramót- um. Þá hafa verðbréfasjóðir lækkað sína raunvexti um 1% að meðaltali ffá áramótum. -EÓ Hér eru þau saman komin (frá v.), Ólöf Sesselja Öskarsdóttir, Marta Óskarsdóttir, Camilla Söderfoerg og Snorrí Öm Snorrason. Musica Antiqua með tónleika Næstkomandi þriðjudagskvöld, 25. september kl. 20.30, heldur tríóið Musica Antiqua tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar ásamt Mörtu G. Halldórsdóttir sópransöngkonu. Flutt verða verk eftir Telemann, Bach og Handel, en þessa sömu dagskrá flutti Musica Antiqua á tónlistarhátið i Finnlandi í sumar. Musica Antiqua skipa þau Camilla Söderberg, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Öm Snorrason. Tríóið, sem sérhæfir sig í tónlist ffá endurreisnar- og barokk- timabilinu, hóf göngu sína árið 1984 með tónleikaferð um Austurríki og Sviþjóð. Marta G. Halldórsdóttir hélt ein- söngstónleika í Listasafni Siguijóns nú í sumar, þar sem tvítaka þurfti tón- leikana vegna aðsóknar. Marta Guð- rún lauk einsöngvaraprófi ffá Tónlist- arskólanum i Reykjavik 1988 og stundar nú nám við Tónlistarskólann í Mtlnchen. Hún söng sitt fyrsta óperu- hlutverk 15 ára að aldri og hefúr víða komið ffam síðan, jafnt sem einsöngv- ari og með tónlistarhópnum Hljóm- eyki. khg. að þeir samþykki með ánægju að tefla á móti sem þessu, þó að styrk- leiki þeirra sé náttúrlega mismikill og æfingarleysi kunni að vera nokkurt. Á meðal þátttakenda leynist hins vegar örugglega ýmsir sem væru orðnir alþjóðlegir meistarar, ef ekki stórmeistarar, hefðu þeir valið sér skákiþróttina sem viðfangsefni í stað þess starfs sem þeir væru síðan orðn- ir landsffægir fýrir. Hver sveit er skipuð fjórum mönn- um og verða tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi, með 10 mínútna um- hugsunartíma á keppanda. Mótið hefst á sunnudag kl. 14. Öllum er vel- komið að horfa á. -EÓ AFTUR TIL FORTÍÐAR? RAFIÐNAÐARMENN - STARFSMENN PÖSTS OG SÍMA Rafiðnaðarsamband íslands og Landsamband íslenskra rafverktaka boða til fundar um: Ferð pósts- og símamálastjómar til fortíðar. Fundurinn verður í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna að Háaleitisbraut 68, III hæð, fimmtudaginn 20. september næstk. kl. 17.30. Flutt verða inngangserindi um nýja túlkun Pósts og síma á einkarétti sínum. Þrengingu og aukna einokun, á meðan nágrannaþjóðir okkar auka frjálsræði til hagræðis fyrir neytendur. Á eftir verða almennar umræður. Allir rafiðnaðarmenn og hönnuðir raflagna eru hvattir til þess að mæta. Póst- og símamálastjóri og starfsmenn Pósts og síma eru sérstaklega velkomnir. Rafiðnaðarsamband íslands Landsamband íslenskra rafverktaka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.