Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 20. september 1990 Tíminn 5 Byggingarkostnaður hefur hækkað minna en hálft prósent á þrem mánuðum: Verðbætur á milljónina 680 í stað 21.700 króna Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði aðeins um tæplega 0,2% milli ágúst og september. Þetta er jafnframt eina hækkunin á grunnvísitölum lánskjaravísitölunnar í þessum mánuði, því hvorki framfærsluvísitala né launavísitala hækkuðu neitt milli ág- úst og september. Lánskjaravísitalan hækkar því aðeins um 0,07% að þessu sinni. Reiknað í krónum þýðir það t.d. að 1 milljónar kr. verðtryggð skuld (eða inneign) nú í september hækkar að- eins um 680 krónur í október. Milli sömu mánuða i fyrra hækkaði millj- ónin aftur á móti um 21.670 krónur. Visitala húsnæðiskostnaðar hækkar heldur ekki að þessu sinni, sam- kvæmt útreikningum Hagstofúnnar. Leiga fyrir íbúðarhúsnæði eða at- vinnuhúsnæði fylgir vísitölu hús- næðiskostnaðar eða breytingum meðallauna og á því ekkert að hækka til áramóta ffá því sem hún er nú í september. Síðustu þrjá mánuði hafa hefð- bundnu verðlagsvísitölumar þijár hækkað sem hér segir (hækkanir á sama timabili í fyrra innan sviga): Framfœrsluvt. 1% (4,1%) Byggingarvt. 0,4% (6,5%) Lánskjaravt. 1% (3,9%) Samkvæmt þessu hafa verðlags- hækkanir verið um fjórfalt meiri í fyrrasumar heldur en í ár og munur- inn er ennþá meiri á byggingarkostn- aðinum. Ef hækkanir yrðu ekki jafh- aðarlega meiri næstu níu mánuðina heldur en hina þijá síðustu, væri verðbólga komin niður í um 4% á ári. Sífellt fleiri leita ásjár félagsmála- stofnana á höfuðborgarsvæðinu AUKAFJAR- VEBTINGAR í REYKJAVÍK 120MILLJ. Ljóst er aö félagsmálastofrianir á höfuöborgarsvæöinu þurfa á verulegum aukafjárveitingum aö halda til að rækja sitt hlutverk. Sí- fellt fleirí leita eftir aðstoð hjá þeim og að sögn Braga Guðbrands- sonar, félagsmálastjóra í Kópa- vogi, þarf Félagsmálastofnun Kópavogs um 10 milljón króna aukaflárveitingu vegna Qárhags- aðstoðar sem hún veitir. Þá hefúr Félagsmálastofnun Reykjavíkur fengið 120 milljónir umfram fjárhagsáætlun í ár og útlit er fyrir að tvöfalda þurfi framlag til Fé- lagsmálastofnunar Hafnarfjarðar. Bragi sagði að oft væri innbyggð skekkja í fjárhagsáætlunum sveitar- félaga hvað snertir fjárhagsaðstoð, en erfitt er að áætla aukningu milli ára. „Það er erfitt að sjá slíkt fyrir og fer mikið eftir atvinnu- og efnahags- ástandi þjóðarinnar." Hann sagði að hin siðari ár hafi oft þurft að sækja um aukafjárveitingu og þetta er þriðja árið í röð sem slíkt er gert í Kópavogi. Þá sagði Bragi að um tals- verða raunaukningu framlaga stofn- unarinnar væri að ræða miðað við fyrra ár. Þá hefúr Borgarráð Reykjavíkur samþykkt að veita Félagsmálastofn- un borgarinnar 80 milljón króna aukafjárveitingu umfram fjárhags- áætlun. Það er í annað sinn á árinu sem slík aukafjárveiting er veitt stofnuninni, en fyrr i sumar fékk hún 40 milljónir af sömu ástæðu og nema þvi aukafjárveitingamar samtals 120 milljónum. Þá hafa fréttir borist af því að fjárhagsáætlun Félagsmála- stofnunar Hafnarfjarðar sé sprungin. Þar er útlit fyrir að tvöfalda þurfi fjár- veitingu vegna aukins fjölda fólks sem þarf á aðstoð að halda. -hs. Athyglisvert getur verið að skoða hvaða áhrif það hefúr í krónum talið að byggingarvísitalan hækkar um 0,4% í stað 6,5% á einum ársfjórð- ungi. Dæmi: íbúð í byggingu sem samið hefði verið um kaup á f júlí f fyrra fyrir 5 m.kr. og verð tengt bygg- ingarvísitölu hefði í október það ár hækkað um 325.700 krónur á þrem mánuðum. Samsvarandi hækkun ffá júlí til október á þessu ári er hins veg- ar 20.400 krónur. Eða berum saman hækkun láns- kjaravísitölunnar á þessu sama þriggja mánaða tímabili í ár og í fyrra. Ársfjórðungsleg greiðsla af há- marksláni Húsnæðisstofhunar hækk- aði í kringum 2.230 kr. hækkunar frá júlí til okt. í fyrra en aðeins um tæpar 620 kr. á sama tímabili í ár. Sjálfúr höfúðstóll lánsins hefði á þessu tímabili í fyrra hækkað i kring- um 155 þús. kr. borið saman við tæp- ar 45 þús. kr. á sama þriggja mánaða tímabili á þessu ári. - HEI MHterrand Frakklandsforsetí og Steingrímur Hermannsson forsætísraðherra. Myndin ertekín meðan á opinberrí heimsókn FrakkJandsforseta stóð. Tlmamynd: Ami Bjama Frakklandsforseti beðinn að beita áhrifum sínum í þá átt að tollar verði felldir niður af íslenskum fisk: Steingrímur ritar Mitterrand bréf Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur ritað Francois Mittenrand Frakklandsforseta bréf þar sem hann óskar eftir því að Frakklandsforseti beiti áhrifum sínum til að Evrópubandalagið fallist á samninga um niðurfeliingu þeirra tolla sem þaö innheimtír nú af íslenskum sjávarafurðum. Vísar forsætisráðherra i bréfi sinu til ummæla Frakkiandsfor- seta um þessi mál á blaðamanna- fundi er hann hélt í tilefni af ojp- inberrí heimsókn sinni til ls- lands hinn 29. ágúst síöastliðinn. Á umræddum blaðamanna- fundi sagðist Mitterrand gera sér fulla grein fyrir sérstððu ís- lands í samningaviðræðum EFTA og EB. Vísaði hann sér- staldega til þess að efnahagur ís- lands væri fyrst og fremst byggð- ur á einum þætti, fiskveiðum. Því værí erfitt fyrir íslendinga að deila iiskveiðum með ððrum. 1 framhaldi af þessu sagði forset- inn orðrétt: „Mér virðist að vit- urlegast væri að stefna að sér- stökum samningi milli Evrópu- bandalagsins og íslands eða að öðrum kosti milll bandalagsins og EFTA-ríkjanna sex. Ég vil taka fram að ísland hefur fullan stuðning Frakklands í þessu máli.“ íslensk stjórnvðld hafa á liðn- um árum iagt mikla áherslu á að fá fellda niður tolla sem inn- heimtir eru af útfluttum sjávar- afurðum íslcndinga í löndum Evrópubandalagsins. Stjórnvöld hafa margsinnis lýst því yfir að ekki komi til greina að Evrópu- bandalagið fái heimild til aö veiða fisk innan islenskrar fisk- veiöilogsögu. Þessa stefnu árétt- ar Steingrímur Hermannsson i bréfi sínu til Mitterrand. Jafn- framt þakkar hann stuðníng Frakklandsforseta við málstað Islendinga. -EÓ ísland þátttakandi í vörusýningu í Ungverjalandi NÝTING JARÐVARMA OG SÖNGUR Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er nú í opinberri heimsókn í Ungverjalandi í boði Bela Ká- dárs, ráðherra utanríkisviðskipta í Ungverjalandi. í heimsókninni mun Jón eiga viðræður við Bela Kádár og Akos Peder-Bod, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við bankastjóra ungverska seðlabankans og fleiri fúlltrúa stjómvalda. Þá verður Jón viðstaddur opnun alþjóðlegrar vörusýningar, sem árlega er haldin í Búdapest. Áætlað er að sýningu þessa sæki um 800 þúsund manns. Að þessu sinni er íslendingum og Finnum sérstaklega boðið að kynna framleiðslu sína og þjónustu. Mánudaginn 24. sept- ember verður sýningin sérstaklega helguð íslandi. Það er Útflutningsráð íslands sem skipuleggur þátttöku íslands í vörusýningunni, en þar verður lögð áhersla á nýt- ingu jarðhita og sölu á íslenskum búnaði og þekkingu í því sambandi. Þá kynna ffamleiðendur ullarvara, sjávaraf- urða og lagmetis vörur sínar. Á íslandsdeginum efnir sýningarstjómin til blaðamanna- fúndar með fúlltrúum íslands, fyrirtækið Virkir-Orkint heldur námsstefnu um nýtingu jarðvarma og Rannveig Bragadóttir ópemsöngkona syngur fyrir sýningargesti. - EÓ Herforingi í heimsókn Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins, Vigleik Eide hers- höfðingi, dvelst nú á fslandi í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra. Eide átti í vikunni viðræður við utanríkisráðherra. Þá heimsótti hann vamar- stöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli og fór 1 skoðunarferð til Þingvalla, Gullfoss og Geysis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.