Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 20. september 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Slml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Veðriö og fólkið Vetrartíðin ætlar ekki að láta á sér standa að þessu sinni. Eftir gróðurríkt sumar heftir brugðið til norða- náttar með snjókomu á fjöllum og heiðum og víða í byggð um norðanvert landið. Hvert sem framhaldið verður á haustveðráttunni er gróðrartíð að sjálfsögðu lokið og sumarið því á enda. Hér hefur þó ekkert gerst í veðurfari sem ekki á sér fordæmi í íslenskri veðráttu. Veðrabrigði á haustin geta orðið snögg og því verður þjóðin að vera viðbú- in og haga sér í samræmi við það. Þeir sem þekkja raunveruleika íslenskrar náttúru og hljóta atvinnu sinnar vegna að haga gerðum sínum eftir honum, taka slíkum veðurbreytingum sem sjálfsögðum hlut og það því ffemur sem tíðarfarið hefur verið gott á sumrinu. Raunsæismenn vita að ekki er á vísan að róa um íslenskan sumarauka og ekki sanngjamt að ætlast til að krafa um lífsgæði á íslandi byggist á draumum um eilíft sólskin og hlýviðri. Að sjálf- sögðu er öllum heimilt að eiga sér slíkan draum, en þeir sem vilja sjá hann rætast í eiginlegum og efnis- legum skilningi, verða að leita út fyrir íslenska land- steina. Ef marka má samantekt í fféttatímaritinu Þjóðlífi virðist það vera ein ástæðan til svokallaðs „land- flótta“, sem ijölmiðlar hafa á orði um þessar mund- ir, að fólki í flutningshugleiðingum úr landinu fellur ekki íslensk veðrátta. Verkffæðingur nokkur lýsir af- stöðu sinni til búsetu þannig að hann „kunni betur við“ veðurfarið í Svíþjóð og þar vilji J>au hjónin helst vera, ef ekki væru ættartengsl á Islandi sem halda í þau. Ungur smiður á Vestfjörðum á unnustu ffá Suður-Affíku og þangað ætla þau að flytjast, enda er veðrið á Islandi „leiðinlegt“, segir hann fyr- ir sína hönd og unnustu sinnar. Fleiri dæmi af þessu tagi má fmna í samantekt Þjóðlífs, þótt rétt sé að geta þess að fleiri ástæður liggja til þess að Islendingar eru í flutningshugleiðingum og flytjast til annarra landa. „Landflótti“ Þótt þarft sé að ráðamenn þjóðarinnar geri sér fulla grein fyrir þróun búferlaflutninga sem þjóðfélags- legum veruleika og áhrifaafli í íslensku hagkerfí, er eigi að síður rétt að fara sparlega með orð þegar far- ið er að kalla slík fyrirbæri ákveðnum nöfhum. Án ffekari athugunar á umfangi búferlaflutninga ffá landinu er naumast rétt að um „flótta“ sé að ræða, hvað þá að það fólk sem heldur kýs að eiga heima í Svíþjóð eða Suður-Affíku sé landflótta. Búferlaflutningar úr landi kunna að setja mark sitt á íslenskt þjóðlíf um þessar mundir. Hins vegar ligg- ur fátt fyrir um það í umræðunni, að hve miklu leyti hér er um alþjóðlegt fyrirbrigði að ræða sem eigi sér rætur í víðtækum þjóðfélagsbreytingum og sam- göngubótum, nýjum lífsviðhorfum. Sú brcyting hefur orðið hja ís- lenskum aöalverkiökum, besta og ríkasla fyrirtæki hleiidinga, að rikið hefur eignast 52% i fyr- irtækinu, og hefði þvi mátt ætJa nð meirihluti stjórnar yrði skip- aður kansellöstnm úr ýtnsum stjórnarstofuuuum. Svo er þó ekki. Að vísu hefur stjórnarfor- maður þjóðarinnar, Halldór Jónsson, látið af embætti t fyrir- tækinu. í staðinn hefur Thor Ó. Thors verið kjörinu stjórnarfor- maður með atfylgi ríkiseignar- innar. Á þetta munu eínhvcrjir líta sem drengskaparbragð viö son ólafs heitins Thors, einkum nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í bultandi stjðrnarandstfiðu við ríkisstjórnina. 100 miiijónir í vasann Aldrei íór það svo að Alþýðn- flokkurinn ætti ekki einn inann inni i bitlingastriðinu mikla, þeg- ar aö því kom að ráða þurfti nýj* an forstjnra Aðalverktaka. Svn víll til að um ágætau mann er að heiln gengi úr sundlaugunum tii vetursetu við Miðjarðarhaf. rýnaþcssa ráðningu. Aðhennier hins vegar staðið á þann hátt, að hægt er að ímynda sér að ríkið eigi þessa stundina meirihluta í Aðatverktökam. Ilér er átt við Stefán Friðfinnsson, rekstarar- hagfræðing og aðsíoðarmann Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrikisráðherra. Hann er ætt- aður frá Strandseljum við Djúp, sonur Friðfinns Ólafssonar, sem margir minnast sem eins ágæt- asta manns seni þeir þekktu. Í forstjórastarfl nýtur forstjórinn væntanlega stuðnings stjórnar- formannsins, svo vel gétur faríð á þessu krufli yfir landamærin. Hins vegar er vert að gera sér grein fyrir því að Aðalverktakar hafa fengið góða verksamninga á Keflavikurvelli, sem hafa skilað óhemjufé tfl efnstakra hiuthafa. Hafa einhverjir þeirra, sem hafa fengið bundrað raOljóuir cða svo við uppstokkunina og kaup ríkis- ins á meirihluta, haft við orð að þeir gætu að skaðlansu boðið sériega hagstæðra verksamninga, sem Várttarliðið iét sér vei líka að gera, vegna þess að það býr leigu- laust á Miðnesheiði, og hafa bandarísk stjórnvöid eflaust talið að með hagstæðum samningum við Aðalverktaka væru þau að bæta fyrir iandnytjarnar. Fjár- munirnir lcntu þó aldrei í ríki- skassanum, heldur söfnuðust þeir upp þangað tíl núna, að við uppgjur eiga menn fyrir stórum sólariandaferðuin, ef ekki sjö kjóia ferðum fii Karabíska hafs- ins, sem áður höföu aðelns verið á færi gjaidþrota útgerðarmanna. Verst er tyrir hina nýju guilkáifa þjóðfélagsins að vaxtafáríö skuli vera gengiö um garð. Annars hefðu þeir getað haidið á sólar- strendur fyrir vestina eina. En ríkiskassinn cr jafnsnauður og hann var, þótt bandarísk stjðra- völd kunni að hafa álitíð að hinir góðu verksamningar við Aðal- verktaka hail verið gerðir í þágu þjóðarinnar. Eius ng alkunna er þá eiga peningar ekkert iöóur- Við dyr meiri- hiutans Eínn af forverum Stefáns Frið- finnssonar forstjóra i Alþýðu- flokknum, héit því fram að menn vildu ólmir færa Alþýðufiokks- mönnum hitlinga til að gera þá háða $ér. Uro þcnnan mann var kveðið: Sonur Bríetar, bróðir Laufeyjar Héðinn Valdimarsson. Einkum sakaðl Héðlnn Jónas Jónsson frá Hriflu nm þetta at- hæfi. Haft var efttr Héðni að Jón- as lægi við dyr háskólans og hirti hvern frambærilegan krata sem út úr skólanum kæmi. Þetta var nú kannski orðum aukið. Nú hef- ur ðialdið i samráði við meiri- hiuta ríklsíns í stjóro Aöalverk- taka faríð líkt að og Iléðiuu lýsti vinnubrögóum Jónasar. bað hef- nr legið víð dyr meiríhiutans í stjórninni og náð Stefáni til sin. Auðvitað breytir það ekld ntiklu, frekar en ásælni Jónasar. Margir af þeim háskóiamönnum héldu áfram að vcra góðir kratar, án þess að Jónasi þættí mikið fyrir því. Aftur á móti brást Iléðiun og gekk I fang konunúnista og fékk slg fuilsaddan. Nú má ríkið Hluthafar í íslenskum aðalverk- tökum (Iceiandic Prime Contrac- tors) hafa fengið leigngjöidin fyr- ir Miðnesheiði og halda þeim. Nokkurn veginn er vítað hvað fé þetta er mikið og hvernig það hefiir skipst niðnr á eiostaklinga. að einungis einn aðili semdi um verkin fyrir herinn. tíl að máiín ientu ekki í þeim hnút aö einn færi að bjóða niður fyrir öðrum. Sjáifsagt hefðn Bandarikjamenn orðið skritnir í framan hefði svo farið, faafl þeir hugsuð hluta verksamninga sem leigugjöid fyr- ir afnnt af landí. Landsferður sáu til þess að engiu undariegbeit hlypu í samninga. En nú fer að skipta um skreið, og reiðilaust af gullkálfunum að afhenda mynt- sláttuna á Miðnesheiði. Vegna breytinga í heiminum eru verk- takasamningar á Miðncsbeiði ekki eins brýnir og þeir voru. Nú má rikið. Cíarri mmm wítt aa rdcitt másmé VITT Uu dHEITT ..1... 10 dollara slríð Af hveiju er ekki kviknað í fyrst slökkviliðið er komið? spurði athug- ull maður sem kom þar að sem bruna- liðið var að sprauta á Búnaðarfélags- húsið í Lækjargötu í æfmgarskyni. Mörgum árum síðar kviknaði svo í húsinu og brann það vel og lengi áð- ur en slökkviliðið kom og er það önn- ursaga. Heimsfréttamálum er eitthvað svip- að komið og eldlausu slökkvistarfi og getur maður spurt eins og maðurinn, af hveiju er ekki stríð íyrst herliðin em komin? Liðssafhaðurinn í Mið- Austurlönd- um á sér ekki hliðstæður í sögunni. Helstu herveldi heims bindast sam- tökum um að bíta í skjaldarrendur samkvæmt pöntuðum skipunum frá Sameinuðu þjóðunum og setja á við- skiptabann eins og þama sé einhver ótýnd Suður-Afríka að óþekktast. Allir vilja vera með í krossferðinni af þvi að auðunninn sigur er í sjón- máli og málstaðurinn er heilagur. Emírinn í Kúvæt og fjölskylda hans em réttborin til olíugróða og þjóðir heims hafa gengist í ábyrgð fyrir að familían fái 29 dollara í sinn hlut af hverri olíutunnu sem seld er út fyrir landamæri OPEC. Kostnaður olíufélaganna við að pumpa olíufatinu upp er um dollar á tunnu. En stríðið lætur eftir sér bíða og er herkostnaðurinn farinn að sliga ol- íukauparikin þótt engu púðri sé eytt. Bandaríkin eru farin að rukka fjármálaveldin sem bannað er að hervæðast um framlög til eigin víg- búnaðar. Þýskaland og Japan eru óalandi og ófeijandi í samfélagi þjóðanna og eru einu ríkin í veröldinni sem ekki er treystandi fyrir vopnum eða sjálfstæðri utanríkisstefhu. En núna er verið að sníkja af þeim peninga til að borga herkostnað. Eru liðs- safnaðarþjóðimar jafhvel orðnar svo aðþrengdar að farið er að nefna að emírinn af Kúvæt og auðkýfmg- ar Saudi-Arabíu leggi eitthvað af mörkum til vama eigin olíulinda. ísland á líka að leggja sitt af mörk- um til umsátursliðsins og komið hefúr til tals að skattleggja þjóðina og mun 10 dollara framlag á mann þykja hæfilegt. Ef úr verður geta ís- lendingar státað af þvi að vera orðnir þátttakendur í striði ef enn á eftir að hitna í kolunum. Það heyrir til undantekninga að hemaðaráætlanir standist og einatt kemur upp allt önnur vígstaða í styijöld en skammsýnir hershöfð- ingjar ætla. Ef liðssafnaður SÞ hefur hemað í Irak munu veraldarvanir terroristar færa sína víglínu til landa sem taka þátt í herforinni til oliubrunnalanda arabanna. Sú hótun hefúr þegar verið kunn- gerð. Vel ætti að vera hægt að spara stór- ar striðsyfirlýsingar á íslandi þótt eitthvað verði lagt í púkkið. Snjallir stríðsmenn sækja þar að óvinum sem fyrirstaðan er minnst. Hitt er annað að aldrei er hægt að sættast á að herveldi leggi smáþjóð undir sig með ofbeldi. Slíkum að- gerðum hljótum við ávallt að mót- mæla. En hollast er okkur að fara með ffiði, jafhvel þegar við stöndum með ofureflinu. Og vonandi kviknar ekkert í þótt slökkviliðið sé komið. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.