Tíminn - 25.09.1990, Page 3

Tíminn - 25.09.1990, Page 3
Þrið|udagur 25. septerabqr 19,90 Tíminn 3, Tómas Arnason seðlabankastjóri um væntanlega vaxtalækkun: Vextir mættu lækka um 2% Bankastjóm Seðlabankans hélt fund með bankastjórnm viðskipta- bankanna fyrir síðnstu helgi. Niðurstaða fundarins var sú að til- efni væri til vaxtalækkunar. Búnaðarbankinn Iækkaði vexti á út- lánum um 1,25-2% og sparisjóðirnir um 0,5% í síðustu viku. Bú- ist er við að aðrar lánastofnanir fylgi I kjölfarið um mánaðamótin, en þá er næsti vaxtabreytingadagur. Tómas Árnason seðlabankastjóri á von á verulegri vaxtalækkun um mánaðamótin. Hann sagði í sam- tali við Tímann, að ef tekið væri mið að ört lækkandi verðbólgu væri ekki óeðlilegt að búast við 2% vaxtalækkun. Tómas hefur ósjaldan gagnrýnt bankakerfið fyrir að taka seint við sér þegar aðstæður í þjóðfélaginu gefa tilefni til vaxtalækkana. Hann sagði að bankarnir hefðu gjarnan mátt lækka vexti sína fyrr að þessu sinni. Tómas benti hins vegar á að bankarnir hefðu ýmislegt til síns máls, þegar þeir gagnrýndu ríkis- valdið fyrir stefnu í eigin vaxtamál- um og ríkisfjármálum. „Ríkissjóð- ur skuldar bönkunum í dag 12-13 milljarða í ríkisvíxlum. Þetta þýðir Lyfsalar í dreifbýlinu telja að lyfjadreifing á lands- byggðinni sé í hættu verði álagning á lyfjum lækkuð: Litlu apótekin geispa golunni Lyfsalar í dreifbýli mótmæla harðlega lækkun Iyfjaálagning- ar sem boðuð hefur verið. Þeir segja, að nái hún fram að ganga, sé rekstrargrundvelli kippt undan minnstu lyfjabúð- unum og faglegu öryggi við lyfjadreifíngu á landsbyggð- inni stefnt í stórhættu. í fréttatilkynningu frá lyfsölum í dreifbýli segir að afleiðingarnar yrðu að líkindum þær að lyfjabúð- irnar á Blönduósi, Neskaupstað, Patreksfirði, Seyðisfirði, Siglufirði og í Grindavík yrðu að hætta rekstri, en önnur neyddust til þess að skerða verulega þjónustu við íbúa dreifbýlisins. Dreifbýlislyfsalar vitna í skýrslu sérfræðinganefndar sem skipuð var til þess að rannsaka forsendur álagningar á lyf. Nefndin skilaði áliti árið 1989 og í því kom fram að hún teldi að minnstu lyfjabúðirnar þyldu enga skerðingu álagningar- innar. í skýrslunni hefði einnig verið Iagt til að allar lyfsölur lækna og sveita- stjórna yrðu settar undir stjórn lyfjafræðinga, ekki einungis vegna siðferðis- og réttindasjónarmiða, heldur einnig til að styrkja á þann hátt rekstrargrundvöll minnstu lyfjabúðanna svo ekki þyrfti að koma til þess að hækka lyfjaálagn- inguna þeirra vegna. Ekkert hafi hins vegar verið að- hafst í þessa veru og furðulegt hljóti að teljast að stjórnvöld hafi að þessu leyti hundsað álit sérfræðinga- nefndarinnar. —sá Sameiginlegur gjaldmiðill fyrir Norðurlöndin: EKKII Niels Helwek-Petersen efnahags- málaráðherra Dana hefur lagt til að Norðurlöndin komi sér upp sameig- inlegum gjaldmiðli. Með því móti telur hann að Norðurlöndin geti myndað sameiginlegt efnahagskerfi sem standi betur að vígi gagnvart sameinaðri Evrópu en ef að löndin sigla áfram ein eins og þau hafa gert. Tómas Árnason seðlabankastjóri var spurður að því hvort þessi hug- mynd hefði verið rædd innan Seðla- bankans. Hann sagði að það hefði ekki verið gert að neinu marki. BRAÐ Hann sagðist telja að langt væri í að hún næði fram að ganga. Umræða um hana væri mjög skammt á veg komin. Tómas sagði það sína persónulegu skoðun að við ættum að fara okkur hægt í að sameinast öðrum löndum, efnahagslega og menningarlega. í því sambandi vísaði hann til ræðu sem Sigmundur Guðbjarnason há- skólarektor hélt við útskrift háskóla- stúdenta í vor. „Þar var allt sagt sem segja þurfti um þetta mál,“ sagði Tómas. - EÓ Norðurland eystra: Framsóknarmenn ákveða listann á kjördæmisþingi Kosið verður bindandi kosningu í sex efstu sæti lista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra á kjördæmisþingi flokksins, sem haldið verður helgina 10. og 11. nóvember á Húsavík. Stjóm Kjördæ- missambandssins verður síðan falið að raða í þau 8 sæti sem eftir eru. Fyrri dagur þingsins verður helgaður venjulegum fundarstörfum og hafa 90 fulltrúar rétt til setu á þinginu. Seinni daginn fara síðan kosningar fram, og þá mæta aukafulltrúar, og má reikna með að um 270 manns taki þátt í kosningunum. Að sögn Páls Jónssonar, formanns fulltrúaráðs, verður íyrirkomulag li- stauppröðunar þannig, að framsókn- arfélögin í kjördæminu gera tillögur um fjóra menn í 6 efstu sæti listans, og skal að minnsta kosti einn þeirra vera úr viðkomandi félagi. Kjörnefnd fer síðan yfir tiliögurnar og kannar hvort viðkomandi aðilar gefa kost á sér í framboð. Á þinginu verður síðan lagður fram listi þeirra sem gefa kost á sér, og kosið milli þeirra. Kosið er um hvert sæti fyrir sig, og niðurstöð- ur kynntar áður en kosið er um næsta sæti. Þess má geta að stjórn Kjördæmiss- ambandsins hefur ráðið starfsmann, Sigfríði Þorsteinsdóttur, til að annast undirbúning kjördæmisþingsins, og verður hún til viðtals daglega milli kl. 17 og 19 á skrifstofu Framsóknar- flokksins á Akureyri að Hafnarstræti 90 (s. 21180). hiá-akureyri. að það er minna fé aflögu til að lána í atvinnurekstur og ýmislegt annað, sem í raun kallar á hærri vexti og meiri eftirspurn eftir pen- ingum. Ég álít því að það sé mjög brýnt að rétta ríkissjóð af til þess að fá sem mestan stöðugleika í efnahagsmálin," sagði Tómas. Guðmundur J. Guðmundsson, Ögmundur Jónasson og fleiri verkalýðsleiðtogar hafa undan- farna daga gagnrýnt bankana harð- lega fýrir þeirra hlut í þjóðarsátt- inni. Ögmundur lét svo ummælt í Tímanum fyrir helgi, að það yrði engin þjóðarsátt ef bankarnir héldu uppteknum hætti og lækk- uðu ekki vexti. Krafan um vaxta- Iækkun er því hávær. Menn bíða eftir viðbrögðum bankanna. -EÓ Hundurinn Patti í fullu fjöri Hundurinn Patti, sem gangna- menn úr Biskupstungum töpuðu í stórhríð sem þeir lentu í uppi á Kili, er kominn fram. Tíminn greindi sl. laugardag frá hvarfi hundsins og miklum hrakningum sem gangna- mennirnir lentu í fyrir helgina. Arnór Karlsson, bóndi í Arnarholti og eigandi hundsins, sagði að Patti hefði ekki skilað sér á fimmtudags- kvöldið, þegar menn og hestar komu í skála Ferðafélags íslands í Hvítárnesi. Hundurinn sást síðan hinum megin við ána og tókst eftir nokkrar tilraunir að tæla hann yfir ána með saltkjötsbita. Arnór sagði að hundurinn væri þekktur fyrir það hve hann væri gæfur og hann ving- aðist við alla sem kæmu að bænum. Arnór sagði að leitin hefði gengið bærilega og alls hefðu þeir náð í 68 kindur og þar af 24 fyrir innan Hvítá. Alls væri leitað þrisvar sinn- um og fyrirhugað væri að fara í þriðju og síðustu leit um miðjan október. —SE Se/itf- 'S/ð^c/ Gátum útvegaó vióbótarmaga^f Macintosh Plus á aðeins v # Vinsældir Macintosh-tölvanna eru slíkar að við höfum vart undan að anna eftirspurninni. Við þökkum frábærar mótttökur og bjóðum jafnframt lokasendinguna af Macintosh Plus-tölvum, sem okkur tókst að útvega á þessu afmælisverði. (Afhentar beint aflager) Ath. Gildir aðeins á meðan birgðir endast! Pantanir í síðustu sendingu óskast sóttar. Radíóbúðin hf. Sími: (91) 624 800 Apple-umboðið Skipholti 21,105 Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.