Tíminn - 25.09.1990, Síða 5
c/yj,
f>C‘t •’
I 1.1
- jj3? r' \ joyslu'j6» <rJ
Þriðjudagur 25. september 1990
Tíminn 5
Verð á bensíni og olíu á heimsmörkuðum hækkar enn. Verðhækkanirnar ná til Islands um mánaðamót:
Gasolía mun hækka mjög
mikið, en bensín minna
Olíufélögin hafa undanfarna daga hafl til umfjöllunar þær
miklu verðhækkanir sem orðið hafa á olíu og bensíni á er-
lendum mörkuðum. Búist er við að í dag liggi fyrir hvað ol-
íufélögin telja að eldsneyti þurfi að hækka mikið en heyrst
hefur að þau muni fara fram á um 40% hækkun á verði gas-
olíu. Verðlagsráð fjallar um hækkanabeiðnirnar á föstudag.
Þær munu væntanlega taka gildi strax eftir mánaðamót.
Kristinn Björnsson forstjóri Olíu-
félagsins Skeljungs sagði það ljóst
að verð á gasolíu og svartolíu kæmi
til með að hækka mjög mikið um
mánaðamótin. Talsverðar birgðir
eru til af 92. oktana bensíni og því
kemur það til með að hækka minna.
Búist er við að hækkunin muni
nema milli 20 og 30% á næstu vik-
um samkvæmt heimildum Tímans.
Súperbensín á nýju og hærra verði
er þegar komið á markað og því er
búist við að það hækki talsvert.
Súperbensín er ekki undir verðlags-
ákvæðum. Þá hefur verð á flugvéla-
bensíni hækkað mjög mikið á
heimsmörkuðum og m.a. leitt til
þess að fargjöld hjá Flugleiðum hafa
hækkað um 3,8%.
Olíuverðhækkanir hafa þegar skil-
að sér út í verðlagið í nær öllum
vestrænum löndum. íslendingar
hafa getað dregið að hækka olíuverð
vegna þess hve mikið var til af olíu-
birgðum áður en Hussein fór að láta
illa við Persaflóa. Nú er fjármagn
farið að streyma út af innkaupa-
reikningi olíufélaganna, en þeim
reikningi er ætlað að jafna verð-
sveiflur á olíu. Menn telja því ekki
stætt á að draga öllu lengur að
hækka verðið.
Olíufélögin eiga að ýmsu leyti erf-
itt með að ákveða hvað hækkunin á
að verða mikil. Óvissan á olíumörk-
uðum er mikil. Enginn veit hvað
gerist við Persaflóa á næstu dögum
og vikum. Óvissuástandið virðist
þrýsta verðinu upp. Komi til stríðs
má hins vegar búast við verðspreng-
ingu. Nýjustu fréttir af olíumörkuð-
um benda ekki til að verð sé að
lækka. Þvert á móti, í gær bárust
fréttir af hækkandi verði. Því kann
svo að fara að olíuverðhækkun um
mánaðamót verði fyrsta hækkunina
af mörgum sem íslendingar verða
að þola.
-EÓ
Um 1.200 milljónir
í snjómokstur 1990
Ljóst þykir að kostnaður Vega-
gerðarinnar vegna snjómoksturs
verði enn hærri á þessn ári held-
uren í fyrra, sem þýðir þá qýtt
íslandsmet. Mokstnrskostnaður
Vegagerðarinnar einnar er áætl-
aður um 630 milfjóna kr. í ár og
þá miðað við að fremur snjólétt
verði tð áramóta. Þar við bætist
kostnaður sveitarfélaga við sqjó-
mokstur á götum innan bæja,
sem mun eldd ósvipuð upphæð
og hjá Vegagerðinni. Samkvæmt
þessu má reikna með að kostn-
aður þjóðarinnar af snjóruðn-
ingi á vegum og götum verði ekki
undir 1.200 milfjónum któna á
þessu ári - eða upphæð sem siag-
ar td. hátt í áætlaðan rekstrar-
kostnað Háskóla íslands sam-
kvæmt fjáriögum.
Það getur munað þjóðlna mötg hundruð milljóna króna tll eða frá hvort
vetur er snjóiéttur eða snjóþungur. Línuriöð sýnir kostnað Vegagerðar-
innar vegna snjómoksturs á þjóðvegum landsins ár hvett al. aldarfjórö-
ung, þar sem allar tölur eru reiknaðar til verðlags á sfðasta ári. T.d. kost-
aði mokstur I fyrra um 300 m.kr. (136%) meira heldur en árin 1985 og
1987. Við bætist svo álika kostnaöur hjá svettarfélögunum.
kr. samkvæmt upplýsingum ftá
100% meira í snjó
en slitlag
í ársriti Vegagerðarinnar fyrir síð-
asta ár kemur fram að kostnaður
vegna snjómoksturs varð þá hærri að
taungtldi heldur en hann hafði
nokkru sinni áður orðið, en það met
verður þó greinilega slegið í ár. Þessi
þjónusta við Íandsmenn kostaði
Vegagerðina 527 milljónir kr. árið
1989, sem var td. nær tvöfalt hærri
upphæð heldur en Qárveiting sama
árs (283 miHjónir) til lagningar
bundinna slitlaga á þjóðvegakerfi
landsins. Reiknað til verðlags 1990
svarar 527 m.kr. moksturskostnað-
ur í fyrra til 593 miDjóna kr. kostn-
aðar á þessu ári.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerð-
arinnar er reiknaö með að moksturs-
kostnaður veröi í kringum 630 m.kr.
í ár, sem er þá um 6% bækkun að
raungildi ftá síðasta ári. Sú áætlun
byggist þó á því að fremur snjólétt
verói ftam undir áramótin. Þvt á fyrri
hluta þessa árs fór moksturskostn-
aður Vegagerðarinnar í nær 530
miHjónir kr. Gefi tíöarfarið síðustu
vikuna hins vegar forsmekkinn af því
Hfir ársins.
Annað eins hjá
sveitarfélögnm
Um samaniagðan kostnað sveitarfé-
laganna vegna snjómoksturs af göt-
um í þéttbýli liggja elns nýlegar upp-
lýsingar eldd fyrir. En árið 1988,
sem var fremur snjólétt, voru útgjöld
þebra af snjómokstri 242 milþónir
Sambandi sveitarfélaga. Sú upphæð
var svipuð eða ittiu lægri upphæð
heldur en moksturskostnaður Vega-
gerðarinnar það sama ár (sem var
309 m.kr. framreiknaður tíl verðlags
1989 samkvæmt meðfylgjandi Knu-
riti).
Líkiegt er að þessi hhitfoli haldlst
nokkuö svipuö ár ftá ári - miidum
snjó á þjóðvegakerfinu fyigi mikill
snjór á gatnakerfi bæjarfclaganna.
Heildarkostnaðurviðsnjóruðningár
hvert mun því ekki langt frá tvöfóid-
um kostnaöi Vegagerðarinnar.
Snjóavetur getur því hæglega kostað
þjóðina 500-600 miHjón kr. meira
heldur en snjóléttur vetur, f mokst-
urskostnaði cinum saman.
Sparað næstu mánuði?
Um snjómokstur Vegagerðarinnar á
„Vericstjórum ber að varast að moka
þegar veður er óhagstætt eins og í
snjókomu eða skafrenningi eða þeg-
ar siík veður eru fyrirsjáanleg. Enn-
kostnaður við hann er orðinn óhóf-
legur“.
Og ennftwnun ,JEf vegir eru færir
þann dag eða þá daga, sem moka á,
verður ekki mokað aðra daga í stað
þeirra. Sé ekki unnt vegna veðurs að
opna á áætlunardegi, má opna næsta
færan dag þar á eftíri*.
Miðað við það hve snjómokstur hef-
ur þegar kostað mikið á þessu ári svo
og aimennar spamaðaraðgerðir í
þjóðfélaginu er eidá ólðdegt að spar-
iega verði mokað umfram reglur
næstu mánuöina.
Daglegur mokstur
bara á SV-hommu
Mokstur aila daga vikunnar er að-
eins heimill í nágrennl höfuðborgar-
innan þ.e. á Reyfcjanesi, vestur til
Borgamess og austur í Rangárvalla-
sýshi.
Vfða í nágrenni helstu þéttbýlisstaða
má moka 5 daga í viku (mánudaga-
ftístudaga).
Fjailvegi á leiðinni Reykjavík/Akur-
eyri er heimilt að opna þrisvar f viku
meðan snjólétt er, en annars 2 daga f
vflku meðan fært þykir vegna veðr-
áttu og snjóþyngsla.
Hringveginn frá Vík tii Austgarða
skal aðeins moka 2 daga f viku. Á
vegakerfi Vestfiarða er vfðast hvar að-
eins gert ráð fyrir mokstri 1 tfl 2
daga í viku meðan fært þykir og srip-
Fari sveitarfélög eða aðrir fram á
mokstur á þjóðvegum umfram það,
semreglur segjatflum,verðursáað-
fli, er óskar eftír þeim mokstri, að
borga helming kostnaðarins. -HEl
sem framundan er næstu mánuðina
gæti kostnaðurinn aftur á móti farið
langt fram úr þeim 100 milijónum
sem ætlað er að duga það sem eftír
þjóðvegum gilda ákveðnar reglur,
ma. um fjölda mokstursdaga á
hverjum vegakafla. í þessum reghim
segirnua^
fremur skulu þeir fækka moksturs-
dögum eða ieggja mokstur niöur um
kngri eða skemmri tíma
aö á við um þjóðvegi vfða annars
staðar á Íandinu, mju alla vegi á
landinu norðaustanverðu.
Ingiríður ofurhugi var með stórar yfirlýsingar þegar hún lenti á Haga-
torginu í gær. Hún vildi auka hámarkshraða og breikka vegina og sagði
að kellingar í áhugahópnum væru að skemma allt fýrir sér. Rúnar Rún-
arsson, fallhlífarstökkvari og sá sem ferjaði Ingiríði niður, brosir að öll-
um látunum í ofurhuganum. Timamynd: Ami Bjama
Ingiríður ofurhugi:
Fleygði sér úr flugvél
til að vekja athygli
á umferðarátaki
Þessa dagana stendur yfir umferð-
arátak sem Áhugahópur um bætta
umferðarmenningu stendur fyrir.
Átakið var kynnt fjölmiðlum með all-
sérstæðum hætti í gær. Ingiríður of-
urhugi, sem Elfa Gísladóttir leikkona
túlkaði með miklum ágætum, fleygði
sér út úr flugvél í fallhlíf ásamt Rún-
ari Rúnarssyni og 5 öðrum stökkvur-
um, en flugvélin var stödd í u.þ.b. 10
þúsund feta hæð og lenti hersingin á
Hagatorginu fyrir framan Hótel
Sögu.
Helga Thorberg í Áhugahóp um
bætta umferðarmenningu sagði að
þetta fallhlífarstökk hafi aðallega ver-
ið hugsað til að tæla fjölmiðlafólk til
að koma og kynna sér þetta umferð-
arátak. Átakið stendur yfir vikuna 24.
til 30. september. Ákveðið hefur verið
að helga hvern dag vikunnar einu
ákveðnu umferðartengdu efni. Dag-
urinn í dag verður helgaður barátt-
unni gegn hraðakstri og er kjörorð
hans: í dag ek ég á löglegum hraða.
Miðvikudagurinn verður notaður til
að vekja athygli á liósanotkun og
verður kjörorð hans: I dag ætla ég að
verða Ijósgjafinn í umferðinni. Kjör-
orð fimmtudagsins verður: í dag ætla
ég að láta mér þykja vænt um þig í
umferðinni. Þá verður mengunar-
vörnum veitt lið á föstudaginn og
kjörorð hans verður: í dag drep ég á
bflnum meðan ég skrepp aðeins inn.
Ölvunarakstur verður tekinn föstum
tökum á laugardaginn: í dag hugsa
ég mig um áður en ég sest undir stýri
eftir einn bjór.
Áhugahópurinn hefur lengi haft
uppi áform um að reisa áminningu
til vegfarenda, sem minnti þá á að
akstur er dauðans alvara. Nú er verið
að reisa vörðu með krossi í Kúagerði
við Keflavíkurveginn en þar hafa orð-
ið 10 alvarleg umferðarslys á síðustu
tíu árum. Útvarpsstöðin Aðalstöðin
hefur gengið til liðs við Áhugahópinn
og þessa viku verður gengist fyrir
söfnun sem ætluð er til að kosta
vörðuna og önnur átök hópsins,
mögulega aðrar vörður sem reisa
mætti annars staðar þar sem alvarleg
umferðarslys hafa átt sér stað. Há-
punktur átaksins verður svo næst-
komandi sunnudag kl. 15 en þá verð-
ur varðan við Kúagerði vígð og hlut-
verk hennar blessað. Séra Jóna Krist-
ín Þorvaldsdóttir stýrir helgistund og
biður fyrir fórnarlömbum umferðar-
slysa, aðstandendum þeirra og veg-
farendum öllum. Varðan mun kosta
um 250 þúsund og er fyrirtækjum og
einstaklingum gefinn kostur á að
kaupa einn stein í vörðuna á fimm
þúsund krónur. Einnig hefur verið
opnaður gíróreikningur og er númer
hans 243000. Varðan verður 2,5
metrar á hæð og er hún hönnuð og
hlaðin af Þorkeli Einarssyni garð-
yrkjumeistara, en krossinn efst er
smíðaður og gefinn af Stálprýði hf. í
Súðarvogi.
Aðspurð um það hvemig fólk gæti
lagt átakinu lið, sagði Kolbrún Hall-
dórsdóttir hjá Áhugahópi um bætta
umferðarmenningu að fólk gæti tek-
ið þátt í söfnuninni, sem væri í gangi,
en fyrst og síðast legði fólk þeim lið
með því að aka varlega og gera sér
fulla grein fyrir því að akstur er dauð-
ans alvara. —SE