Tíminn - 26.09.1990, Side 16

Tíminn - 26.09.1990, Side 16
 : 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu, S 28822 SAMVINNUBANKiNN BYGGÐUM IANDSINS NORЗ AUSTURLAND AKTU EKKI UT í ÓVISSUNA. AKTUÁ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 varahlutir m Hafflarsböföa 1 - s. 67-67 -44 3 ríminn MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER1990 Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á NV vill að miðstjórn AB fjalli um álmálið áður en ríkisstjórnin tekur ákvörðun. Steingrímur J.: „Pakkinn í heild sinni ræður afstöðu minni“ Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra hefur farið fram á að miðstjóm flokksins fái að ræða álmálið áður en ríkisstjórnin tekur um það ákvörðun. í ályktun frá kjördæmis- ráðinu er ataðsetningu álvers á Keilisnesi mótmælt og einnig drög- um að orkusamningi. Steingrímur J. Sigfúaaon varaformaður Al- þýðubandalagsins sagði I samtali við Tímann í gær, að það muni ekki standa á sér að kalla saman miðstjórn. Hann segir að staðsetn- ingarmálið hafi þokað í skuggann fyrir orkuverðinu og að það verði að talca afstöðu til málsins I heild sinni, en ekld einstakra hluta þess. „Það mun að sjálfsögðu ekki standa á mér að kaíla saman mið- stjórn, hvenær sem menn telja þurfa og allra síst í þessu stóra máli. Ef tími leyfir ekki að það ger- ist á næsta boðuðum fundi, þá höldum við einfaldlega aukafund um það. Hins vegar hlýtur það að vera visst matsatriði á hvaða tíma- punkti ber að halda slíkan fund, því menn vilja heldur ekki kalla saman miðstjómarfund fyrr en upplýsing- ar liggja fyrir um málið." Steingrímur sagði að um álmálið yrðu skiptar skoðanir í ríkisstjóm- inni. „Það hefur lengi legið ljóst fyrir að staðsetningarmálið vegur þungt í hugum margra. í umræð- unni síðustu daga hefur það þó þokað í skuggann af því, sem er ennþá stærra þegar til kastanna kemur, þ.e.a.s. orkuverðinu og þeirri áhættu, sem þar er á ferð- inni, og hvort það er nógu hag- stæður gjömingur fyrir okkur þeg- ar í heildina er tekið. Það er auðvit- að það og pakkinn í heild sinni sem hlýtur að ráða afstöðu manna, en ekki bara einhver einangraður þáttur. Ég tek það skýrt fram, hvað mig snertir, þá horfi ég fyrst og fremst á útkomuna í heild sinni, þó ég dragi engan dul á að staðsetn- inginn vegur þungt hjá mér.“ -hs. Steingrímur J. Sigfússon vara- formaður Alþýðubandalagsins. Sjálfvirk skuld færsla tékk- hefta í bönkum Timamynd; Áml Bjama 30 til 50 þúsund lítrar af svartolíu láku í sjóinn þegar olíubarki gaf sig: TJÓNID LÍKLEGA METIÐ A MÖRG HUNDRUÐ ÞÚSUND KR. Mikiil tími bankamanna og við- skiptamanna fer í sölu og afgreiðslu tékkhefta, en íslendingar nota tékka í viðskiptum alira þjóða mest, eins og kunnugt er. Til þess að stytta þennan af- greiðslutíma eru bankar og spari- sjóðir nú í þann veginn að taka upp beina skuldfærslu á andvirði af- greiddra tékkhefta, þannig að við- skiptamenn þurfa þá ekki lengur að hafa handbæra peninga eða greiða tékkheftið með fyrsta tékkanum. Upplýsingar um úttektina birtast að sjálfsögðu á næsta reikningsyfir- liti, og gilda þá sem kvittun bank- ans, en fyrirtæki, sem þurfa sérstakt fylgiskjaí vegna bókhalds, geta feng- ið aukakvittun, sem tölvan skrifar. Þetta nýja fyrirkomulag var tekið í notkun til reynslu á einum af- greiðslustað föstudaginn 21. sept- ember, en að fáum dögum liðnum verður það einnig tekið í notkun hjá öllum afgreiðslustöðum banka og sparisjóða, sem beintengdir eru Reiknistofu bankanna. khg. Leki kom að olíubarka þegar ver- ið var að ianda gvartolíu úr sov- ésku flutningaskipi á mánudag- inn hjá Olís við Laugamestanga. Friðrik Kárason, aðstoðarstöðv- arstjóri hjá Olís, sagði að þama hefðu lekið 30 til 50 þúsund Lítr- ar af olíu en það samsvarar 27 til 40 tonnum. í fyrrinótt og gær- morgunn fór sérútbúinn lóðsbát- ur og dreifði hreinsiefnum yfir ol- íubrákina en efnið á að sprengja olíuna upp í agnir og flýta þannig fyrir eyðingu hennar. I gær sáust olíuflekkir á Vlðeyjarsundi, norð- an við Engey og einnig sást flekk- ur sem var á leið inn í Kollafjörð. Eyjólfur Magnússon hjá mengunar- máladeild Siglingamálastofnunar, sagði að starfsmenn Olís hefðu ekki tekið strax eftir lekanum og hans hefði ekki orðið vart fyrr en að menn, sem voru á leið út í skipið á bát frá Olís, Héðni Valdimarssyni, tóku eftir olíu- brák á sjónum um klukkan sjö á mánudagskvöldið. Löndun hefði þegar verið hætt þegar lekinn uppgötvaðist og lóðsbáturinn var farinn að dæla hreinsiefninu yfir olíubrákina um klukkan 10 á mánudagskvöldið. Kostnaðurinn við hreinsun af þessu tagi er mikill og sagði Eyjólfur að bæði væru hreinsiefnin dýr og þar að auki væri leigan á bátnum, sem sér um að dreifa efninu, mikil. Eyjólfur sagðist búast við því að kostnaðurinn við að hreinsa olíuna upp úr sjónum næmi hundruðum þúsunda en þó færi það eftir því hvað báturinn væri notaður í langan tíma. Löndun úr olíuskipum fer þannig fram að barki liggur frá skipinu og er olíunni dælt í gegnum barkann í olíu- tanka. Barkinn er venjulega um 400- 600 metrar á lengd og var barkinn, sem lekinn kom að, rúmlega 4 ára gamall. Þegar kafarar könnuðu bark- ann kom í ljós að suða hafði gefið sig. Eyjólfur sagði að ómögulegt væri að segja til um hugsanlegt tjón á lífríki sjávarins í kring vegna lekans en nú þegar væri orðið lítið um líf í kringum þessa löndunarstaði og honum hefði verið sagt af mönnum, sem þama þekktu til, að lítið væri eftir af fiski þama í sjónum. Eins og áður sagði, sáust olíuflekkir á fleiri stöðum en við Laugamestanga. Þegar Tíminn ræddi við starfsmann á bátnum, sem sér um að dæla hreinsi- efninu, kom fram, að þeir hefðu ekki orðið varir við þessa flekki þrátt fyrir leit í gær. Þeir væru að dæla hreinsi- efni við Sundahöfhina og olían sem fór í sjóinn væri að mestu horfin. —SE Vilja beita þrýstingi til að afnema _ Kristján Ragnarsson formaöur LÍÚ og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF segja báð- ir, að ef hvorki gangi né reki í samningum við Evrópubandalag- ið um niðurfellingu tolia á ís- lenskum sjávarafurðum, komi til álita að stöðva ferskfiskútflutn- ing frá ísiandi til EB-iandanna til að þrýsta á um lausn málsins. Þetta kemur fram í nýjasta tölu- blaði Sjávarfrétta. Einnig kemur fram að físk- vinnslan í Bretlandi sé afar háð framboði á ísflski frá Íslandi, sem best sjáist á því, að meira en annar hver þorskur sem tll ráð- stöfunar er á Humbersvæðinu er íslenskur og meira en fjórði hver þorskur, sem til fellur í Brctlandi öllu, kemur frá íslandi. Á sama hátt megi segja að fískvlnnsia í Norður-Þýskalandi standi og faUi með fískframboði frá íslandi. Þessi innfíutningur sé því þess- um þjóðum jafn mikUvægur og hefðu þær sjáifar fískveiðiheim- Ud við Island. —SE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.