Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 4. október 1990 Sendinefnd fer til Sovét í fyrsta sinn Norðurlandaráð hefur ákveðið að senda sendinefnd til Moskvu og Eystrasaltsríkjanna dagana 14. til 20. október nk. Þetta verður í fyrsta sinn sem slík ferð verður farín og mun Páll Pétursson, for- maður Norðurlandaráðs, fara fyrir nefndinni en með honum fara þingmennirnir Lilli Gyldenkilde frá Danmörku, Elsi Hetemaki-Ol- ander og Mats Nyby frá Finnlandi, Johan C. Löken frá Noregi og Karin Söder og Bergit Oscarsson frá Svíþjóð. Páll Pétursson segir að þing- við ráðamenn í Moskvu og Eystra- mannanefndin myndi ræða sameig- inleg hagsmunamál eins og um- hverfismál, menningarmál og efna- hagsmál. Hann sagði ekki síður mikilvægt að með þessari ferð gæf- ist mönnum tækifæri til að kynnast aðstæðum eystra og stofna til kynna Stóð réttaó í Víði- dalnum Stóðréttir verða í Víðidalsrétt í Húnavatnssýslu á laugardaginn 6. okt. Um 500 fullorðin hross verða réttuð og dregin í dilka en auk þeirra ungviði, þannig að bú- ast má við um allt aö 800 hross- um, fjörugum kaupskap — og svo er stóðréttarball um kvöldið í Víðihlíð. Hross Víðidælinga hafa í sumar haft beit á Víðidalstunguheiði, en hún verður smöluð á föstudag. Leitarmenn leggja á heiðina frá Hrappsstöðum í morgunsárið á morgun, föstudag, og reikna með að koma með reksturinn til réttar að kvöldi. saltslöndunum. í Moskvu mun sendinefndin hitta fulltrúa beggja deilda Æðsta ráðsins og í Eystrasaltsríkjunum mun nefndin m.a. eiga fundi með full- trúum þingfiokka og forsetum þjóð- þinganna. Samkvæmt upplýsingum frá ís- landsdeild Norðurlandaráðs hafa Sovétmenn óskað eftir umræðum um form norræns samstarfs þing- manna og ráðherra auk umræðna um umhverfisvernd og menningar- mál. Þetta er í samræmi við þær til- lögur sem Norðurlandaráð hafði lagt fram. Sendinefndin verður tvo daga í Moskvu og síðan einn dag í hverju Eystrasaltsríkjanna fyrir sig. Þessi ferð hefur verið nokkuð lengi á dagskrá, en af ýmsum orsökum hefur ekki getað orðið af henni fyrr en nú. Verðlaun veitt í sumarleik Kodak Þaö gengur oft talsvert á í stóð- réttum og fræknir fákar eru ekk- ert á þvf að gefa frelsi sitt eftlr. í sumar stóðu Kodak Express framköllunarstaðimir um allt land fyrir getraunasamkeppni og var þátttaka góð. Alls bárust um 20.000 lausnir. Aukavinningar voru dregnir út þrisvar sinnum í sumar; 500 dún- mjúk Kodak litakríli, sem eru litlir bangsar, í hvert sinn. Nýlega voru dregnir tveir aðalvinningar úr öll- um réttum lausnum sem borist höfðu. Sá fyrri er helgarferð til London fyrir tvo með ferðaskrifstof- unni Sögu að verðmæti kr. 80.000. Hann hlaut Kristín Jónsdóttir, Berg- staðastræti 51. Kristín lagði sinn þátttökuseðil inn í verslun Hans Petersen í Austurveri. Síðari aðal- vinningurinn var Chinon Handy- zoom myndavél að verðmæti kr. 18.900. Hana hlaut Aron Kjartans- son, Kotárgerði 13, Akureyri, hans seðill kom frá Nýja Filmuhúsinu á Akureyri. -khg. Landsamband framsóknarkvenna með ráðstefnu um sl. helgi: Umhverfismál rædd í Vestmannaeyjum Landsamband framsóknarkvenna í Vestmannaeyjum hélt ráðstefnu um umhverfísmál þann 29. september síðastliðinn. Þar kom fram áskorun til stjómvalda að stuðla að frekarí umhverfisverad með stýringu, s.s. leggja á skilagjald og umhverfisskatta þar sem við á. Þá beinir L.F.K. (sundurliðað í 9 liði), þeim tilmælum til bæjaryfir- valda í Vestmannaeyjum að: 1. Að nú þegar verði hafist handa um að reisa sorpeyðingarstöð í Vestamannaeyjum þar sem undir- búningsvinna er á lokastigi. 2. Ekki verði gefnar frekari undanþágur til fiskimjölsverksmiðjanna í Vest- mannaeyjum, vegna mengunar er þær valda. 3. Bent er á að Malbikun- arstöðin veldur mikilli mengun og er ekki rétt staðsett. 4. Bent er á að enginn hreinsunarbúnaður er til við höfnina, brýnt er að bæta úr því sem Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu: Utanríkisráðherra talar um endalok „kalda stríðsins“ Utanríkisráðherrar aðildarríkja ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, CSCE, héldu fund í New York 1. til 2. október síðastliðinn. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra flutti ræðu á fundinum. Hann ræddi þar þróun mála varð- andi öryggi og samvinnu í Evrópu og lét í ljós þá von, að fyrirhugaður leiðtogafundur CSCE-ríkjanna markaði endalok kalda stríðsins og upphaf nýs tímabils samvinnu og trausts í Evrópu. Utanríkisráðherra lagði áherslu á, að í framtíðinni yrði unnið jöfnum höndum á öllum sviðum Helsinki-samstarfsins, þ.e. á sviði öryggismála, mannréttinda- mála, efnahagssamvinnu og ekki síst umhverfismála. Hann lýsti yfir stuðningi við tillögur um að styrkja innviði CSCE-starfseminnar og mælti með sérstakri CSCE-stofnun, svo og miðstöð til að vinna að því að koma í veg fyrir átök, auk þings kjörinna fulltrúa frá aðildarríkjun- um. Ráðherra lagði ennfremur áherslu á, að hin tíu grundvallarat- riði lokaskjals Helsinki-sáttmálans, þar á meðal viðurkenning á sjálf- stæði þjóða og réttur þjóða til sjálfs- ákvörðunar, næðu til allra Evrópu- búa. í þessu sambandi gerði utan- ríkisráðherra sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna að umtalsefni og lét í Ijós þá von, að viðræður milli fulltrúa þeirra og leiðtoga Sovétríkj- anna myndu leiða til þess ástands í sjálfstæðismálum þessara ríkja, sem var við lýði fyrir hið ólöglega her- nám og innlimun Eystrasaltsríkj- anna í Sovétríkin. Ráðherra sagði, að ríkisstjórn íslands styddi fyllilega aðild Eystrasaltsríkjanna að CSCE- ferlinu. í ræðu sinni fjallaði utanríkisráð- herra ennfremur um fyrirhugaða sameiningu þýsku ríkjanna, ógnina sem stafar af hernaðaraðgerðum ír- aks gagnvart Kúvæt og fyrirhugaða undirritun samnings um takmörk- un hefðbundins herafla í Evrópu 18. nóvember næstkomandi. khg. fyrst. 5. Kannað verði hvort ekki sé möguleiki á að hér rísi endur- vinnslustöð. 6. Bent er á að mikil náttúruspjöll hafa verið unnin aust- ur á hrauni með óskipulagðri vega- gerð. 7. Skorað er á eigendur skreið- arhjalla að fjarlægja þá hjalla sem ekki eru í notkun og skila landinu í því ástandi sem sómi er að. 8. Fagna ber því átaki sem hafið er í plöntun trjáa og melskurði. Hvetja þarf alla bæjarbúa til að taka þátt í upp- græðslumálum, til dæmis með þeim hætti að fjölskylda eða einstaklingur taki að sér ákveðinn reit til upp- græðslu á opnum svæðum. 9. Vest- mannaeyjar eru rómaðar fyrir nátt- úrufegurð, þess vegna þurfa fyrir- tæki jafnt sem einstaklingar ávallt að hafa í huga að ganga vel um og hlúa að umhverfinu. Þá bendir L.F.K. á að umhverfisum- ræður eru oft fjarlægar heimilun- um. Nauðsynlegt er að færa umræð- ur nær fólkinu sjálfú og heimilum, því þar getur hver einstaklingur lagt sitt af mörkum til umhverfisvemd- ar. Frumskilyrði fyrir því að lands- menn taki sig á í þessum efnum er að fræðsla um umhverfisvernd auk- ist t.d. með því að kenna í grunn- skólum og víðar hvaða áhrif okkar daglega atferli hefur á umhverfið og koma landsmönnum í skilning um að nýtni er ekki níska. khg. Framsóknarflokkurinn: EGILL HEIÐAR NÝR kVllhk ■ I ki I 1 IV I ■ 1 Framsóknarflokkurinn hefur ráð- ið Egii Heiðar Gíslason sem fram- kvæmdasfjóra flokksins. Egill tekur við staríinu af Sigurði Geir- da! sem nú er bæjarstjóri í Kópa- vogi. Egill er Súðvíkingur, fæddur 1958. Hann lauk samvinnuskóla- prófí 1978, og var við starfsnám hjá sfs 1978-1980. Þá stundaði hann nám við Lýðháskólann í Gautaborg árin 1982-84 og iauk þaðan prófi. Egill gegndi starfl fé- lagsmilafufltrúa í Borgarnesi 1984-1987 en það sama ár réðst hann tii starfa hjá Framsóknar- flokknum. Egill er kvæntur Magn- euGísladóttur. Eglll Heiðar Glslason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.