Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur4. október 1990 Asgerður Rósa Jóhannsdóttir frá Ármúla við ísafjarðardjúp Fædd 23. mars 1915 Dáin 9. september 1990 Laugardaginn 15. september sl. gerði mikið hvassviðri við ísafjarð- ardjúp. Þessu veðri fylgdi skýfall svo mikið að undrum sætti og líkja mátti við að himinninn gréti. Slík veður eru sem betur fer fátíð á þess- um slóðum, enda stytti upp er á dag- inn leið. Sólin skein og yljaði gróðr- inum við Ármúlann og því fjöl- menni er safnast hafði þar saman þennan dag. Við þessar aðstæður fór fram útför hennar Rósu frá Ármúla. Mér hefur komið í hug að þarna hafi endur- speglast lífsferill þessarar konu, sem svo margt brotnaði á og vildi öllum gott gera, hvort sem það var lífsföru- nautur, börnin, aðrir samferðamenn á lífsleiðinni eða náttúran umhverf- is hana. Það var ávallt margmenni í kringum hana. Jarðarförin fór fram frá Melgras- eyrarkirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni. Fólkið var svo margt að stað- ið var milli bekkja milli sitjandi fólks alla kirkjuna. Tæpast var hægt að loka dyrum og meðan rokhviður skóku húsið utan hvarflaði að mér að þetta guðshús hefði verið byggt of lítið ... Prófasturinn í Vatnsfirði, séra Baldur Vilhelmsson, jarðsöng. Mér fannst það tilkomumikið er presturinn fylgdi eftir kistunni í híf- andi rokinu með fólkinu og kvaddi þar konuna með viðhöfn. Síðan lægði veðrið. Ásgerður Rósa Jóhannsdóttir fædd- ist á Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi 23. mars 1915. Hún var dóttir hjón- anna Jónu Sigríðar Jónsdóttur, sem fæddist að Hjarðardal í Önundar- fírði 2. ágúst 1882 og Jóhanns Jens Matthíasar Ásgeirssonar sem fædd- ist á Skjaldfönn 22. janúar 1885. Jóna Sigríður lærði til ljósmóður- starfa í Reykjavík og varð síðan ljós- móðir í Nauteyrarhreppi. Jóhann erfði jörð sína að þeirra tíma sið og varð stórbóndi að Skjaldfönn. Þau eignuðust 8 börn: Aðalsteinn, f. 16. maí 1909, Guðjón Gunnar, f. 15. júní 1910, Magnús, f. 3. sept. 1912, Ásgerður Rósa, f. 23. mars 1915, Karen Ólafía, f. 19. apríl 1918, Krist- ján, f. 25. sept. 1919, Halldór Val- geir, f. 3. apríl 1921, Ásthildur Sig- urrós, f. 13. júní 1923. Ennfremur átti Ásgerður Rósa hálf- systur, sem var barn Jóhanns frá Skjaldfönn og Maríu Helgadóttur frá Lónseyri. Það var Guðfríður Hall- fríður, f. 5. ágúst 1914, og fæddist að Selhúsum á móti Skjaldfönn. Þetta stúlkubarn varð mikilhæf og góð kona og ól aldur sinn að Kirkjubóli í Langadal. Hún dó 2. febrúar 1987. Það hlýtur að hafa verið ljúft líf fyr- ir Rósu litlu að alast upp með hjal- andi bæjarlæk við hliðina, Selá með sína sjóbleikju, Kaldalón við hliðina, Drangajökul fyrir ofan og fullt af glaðværum systkinum allt árið um kring í öllum áttum. Dalverpið hlúði að fólki sínu og umhverfi, for- eldrar hennar hlúðu vel að börnum sínum. Rósa trúlofaði sig ungum manni frá Ármúla um hátíðar 1936 að Skjaldfönn. Ekki hef ég heimildir um hvernig þessi trúlofun gekk fyr- ir sig, en hún hélt vel. Hún kenndi veikinda í baki haustið 1937. Þá kann að hafa runnið upp sú stað- reynd fyrir unnustanum að ekki væri allt með felldu með ungu kon- una hans. Sigurður Hólm Hannes- son fráÁrmúla gekk með henni veg- inn til enda. Hún lagðist inn á Land- spítalann með berkla og lá þar 3 ár. Hann beið á meðan. 1941 fór hún af spítalanum og þau giftu sig skömmu síðar í Reykjavík. Þaðan lá leiðin vestur að Djúpi og þau tóku við hluta af búi Hannesar föður hans. Árið 1943 töldu þau Rósa og Sig- urður að þau hefðu unnið bug á þeim sjúkdómi sem hrjáði hana. Þau tóku við búi af foreldrum Sigurðar, en nokkru síðar tók Kristján Hann- esson, bróðir Sigurðar, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir við öðr- um parti jarðarinnar. Þau Guðbjörg og Kristján eru bæði látin, en þeirra börn eru Gunnar Hannes, Guðjón Arnar, Guðrún Oddný og Gísli Jón. Það gekk furðuvel hjá bræðrunum og konum þeirra að stunda búskap- inn á Ármúla. Fyrst var verið saman í gamla húsinu sem hann Sigvaldi Kaldalóns læknir bjó í, en síðan fluttu þau Siggi og Rósa í nýtt hús um 1960. Þá rýmkaðist til á báða bóga. Ég var sendur til fósturs frá ísafirði inn í Djúp, að verða fjögurra ára. Ég lenti á góðu heimili og óx þar úr grasi. Fyrir mér voru öll heimili eins við ísafjarðardjúp. Þau voru full af kökum, áhyggjum af börnum, kaffi, körlum í einhverjum erindum og konum sem stóðu frammi fyrir öllu saman. Ég færði rólega út kvíarnar og end- aði með því að kynnast öllum strák- unum á báðum Ármúlaheimilun- um. Rósa og Siggi gátu ekki eignast börn. Þá tóku þau til bragðs að taka fósturbörn, en þau eru Jóhannes Al- exandersson, f. 11. apríl 1944, sjó- maður á ísafirði, giftur og á 3 börn, Karl Georg Kristjánsson, f. 23. aprfl 1945, giftur og á 6 börn, Sigurrós Sigurðardóttir, f. 3. nóvember 1956, gift og á 2 börn, og síðan Guðný Björk Hauksdóttir, f. 3 mars 1960, ógift í námi við Háskóla íslands. Við krakkarnir við Djúp nutum þess ofurlítið að mikið var umleikis hjá Sigga og Rósu. Kaldalón var rétt fyrir innan og þeirra hús var í þjóð- leið. Inn á heimili Rósu komu þing- menn, ráðherrar, listamenn og fólk á faraldsfæti. Ýmsa þurfti að flytja yfir Lón á þeim tíma og bæði Ár- múlaheimilin stóðu saman að því. Jóhannes Kjarval kom mikið að Ár- múla og málaði þar. Rósa hafði í kringum sig hænur, kýr, kindur, hesta, presta, þingmenn, ferðamenn og nágranna. Hún notaði nóttina til að baka, sofnaði síðust og vaknaði fyrst. Þegar við unga fólkið fórum loks að spretta úr sporunum tók hún okkur opnum örmum. Við átt- um harmonikku sem spilað var á aftur í jeppa og hún lofaði okkar að spila inn í stofunni áÁrmúla, meðan hún bakaði til næsta dags. Þessi móttaka konunnar á heimil- inu, þar sem allt var nánast á öðrum endanum, er mé- umhugsunarefni enn í dag. Ég horfi nú á haustlaufin falla af öspinni hérna fyrir utan og það er eðlilegur hlutur. Sennilega hefur Rósu verið það jafheðlilegur hlutur að hlúa vel að öllum í kring- um sig. Rósa á Ármúla sáði sterkum rótum. Það sterkum að hún hefur merkt öll sín fósturbörn og alla sína samferðamenn. Sigurður Hólm Hannesson á Ár- múla dó á nýársdag 1973. Ekkjan sat jörðina í eitt og hálft ár og seldi síð- an ásamt Guðbjörgu og Kristjáni jörðina til Gerðar Kristinsdóttur og Kristjáns Sigurðssonar. Hann fórst í Ljósufjöllum í flugslysi. Gerður sit- ur nú jörðina og hefur Rósa gengið frá sínum málum með þeim hætti sem best má vera. Þar er nú reisn yf- ir húsum og erfisdrykkjan fór þar fram. Þarna hitti ég margt fólk, m.a. TVyggva Maríasson sem gekk undir verndarvæhg Rósu rúmlega tvítug- ur að aldri. Hún lagði vænginn sinn yfir fjölda barna frá heimilum víðs vegar að. í gamla daga átti maður þess kost að koma af balli sunnar heiða, koma inn til Rósu, borða kök- ur og fara síðan inn í Kaldalón með Jóa á Ármúla. Þar var horft á Mór- illu, bleikjuna, Drangajökul og rifj- aðar upp gamlar lygasögur frá Sigga á Ármúla. Síðan var komið við í Ár- múla aftur og síðan heim. Frá fósturbörnum Sigga og Rósu kemur hér kveðja: Þegar undir skörðum mána kulið feykir dánu laufi mun ég eiga þig að rósu. Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi. (Höf. Stefán Hörður Grímsson) Með þessu tilskrifi til hennar Rósu á Ármúla fylgja sérstakar og góðar kveðju frá Hallsstöðum. Ennfremur koma kveðjur frá mínu heimili. Gylfí Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellssveit Ármann G. Jónsson Fæddur 5. apríl 1931 Dáinn 24. september 1990 Með örfáum orðum viljum við minnast ástkærs mágs og svila, Ár- manns G. Jónssonar, er snögglega hefur kvatt þessa jarðvist. Ármann Guðni fæddist í Reykjavík 5. aprfl 1931, sonur hjónanna Jóns Ármannssonar og Guðlaugar Guð- mundsdóttur, sem nú eru bæði lát- in. Var hann næst yngstur barna þeirra, en hin eru: Elín, gift Halldóri Christensen, og Guðmundur, giftur Jónu Gróu Sigurðardóttur. Ármann giftist systur minni og mágkonu, Önnu, dóttur Benedikts Sveinssonar frá Firði f Mjóafirði, en hann er látinn fyrir nokkrum árum, og konu hans Gróu Sigurðardóttur. Anna og Ármann bjuggu í ástríku og farsælu hjónabandi og eignuðust þau sérlega hlýlegt og fallegt heim- ili. Þeim varð þriggja barna auðið. Elst er Sesselja Díana, fædd 4. febrúar 1960, gift Ellert Helga Sigurðssyni og eiga þau tvo syni, Arnar Sigurð og Birki Frey. Næst er Anna Dóra, fædd 24. júlí 1963, sem á eina dótt- ur, Þóru Kolbrúnu. Yngstur er Brynjar, fæddur 25. maí 1965, í sam- búð með Tínu Marie Johnson, þeirra dóttir er Natasha Björk. Ármann heitinn vann við bygging- ariðnað í mörg ár og reyndist traust- ur og samviskusamur starfskraftur. Til marks um það skipti hann sjald- an um vinnuveitendur. Eitt af áhugamálum hans var að taka myndir og minnumst við margra ánægjustunda á heimili þeirra hjóna við að skoða þær. Ármann var glæsilegur ásýndum, hár og grannur, brúneygður og dökkur yfirlitum og ávallt snyrti- maður í hvívetna. Að eðlisfari var hann dagfarsprúður og hæglátur maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var gleðimaður í kunningja- hópi og eigum við margar ógleym- anlegar gleðistundir með þeim hjónum. Unun var að horfa á þau dansa, en auðsjáanlegt var að þau höfðu yndi af músik og að taka dans- spor. Ármann var sérlega barngóður. Því fengu börnin okkar að kynnast, og nú síðast litlu afabörnin hans. Sár er söknuður okkar allra, en það er huggun harmi gegn að minning- in um góðan dreng mun lifa. Könnun á trúarlífi íslendinga Út er komið þriðja hefti ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla íslands sem að þessu sinni fjallar um trúar- líf íslendinga. Útgefandi er Skál- holtsútgáfan. Höfundar ritsins, sem ber yfirskriftina TYúarlíf íslendinga, félagsfræðileg könnun, eru dr. Björn Björnsson, prófessor við guð- fræðideild, og dr. Pétur Pétursson, lektor við félagsvísindadeild HÍ. Hér er um að ræða umfangsmikla spurningakönnun sem fram fór 1986-1987. Byggt var á 1000 manna úrtaki þjóðarinnar á aldrin- um 18-75 ára og svörunin var 75%. Fjallað er um marga þætti trúar- lífs, trúarskoðana og trúarathafna. Þá er einnig nokkuð komið inn á lífsviðhorf almennt og siðrænar spurningar og svörin greind með tilliti til trúarafstöðu. Fjallað er um sérkenni guðshugmynda og trúar- lífs íslendinga sem bornir eru sam- an við aðrar þjóðir. í ritinu, sem er 244 síður, er einnig mikill fjöldi taflna og tölulegra upplýsinga sem höfundar leitast við að túlka með hliðsjón af kenningum í trúar- bragðafélagsfræði og trúarlífssálar- fræði. Ritið skiptist í sjö aðalkafla. Fyrsti meginkaflinn ber yfirskriftina Trú- arhugmyndir. Þar er m.a. fjallað um Guðstrú, afstöðuna til Jesú Krists og trú á líf eftir dauðann. Kaflinn um trúaráhrif og uppeldi fjallar um hverjir það eru sem mest hafa áhrif á trúarmótun. Þar er einnig komið inn á viðhorf fólks til trúarlegs efnis og trúarathafna í skólum og á dagvistarstofnunum. í kaflanum um trúarlíf og helgihald er biblíulestur, bænaiðja og áheit tekin fyrir ásamt kirkjusókn og af- stöðunni til sakramentanna. í kafla sem ber heitið Trú og siðferði eru m.a. viðhorfin til fóstureyðinga könnuð og fjallað um hugsanlegt samband þeirra við trúarskoðanir. Þá er einnig að finna kafla sem bera yfirskriftina: Trúarlegt efni í fjöl- miðlum og Afstaða til kirkju og presta. í kaflanum Trú og þjóðmál er fjallað um afstöðu fólks til sam- bands ríkis og kirkju, stjórnmála- skoðanir, áhuga á stjórnmálum og viðhorf til þjóðkirkjunnar. í lok ritsins er stutt samantekt helstu niðurstaðna á ensku. Blessuð sé minning Ármanns G. Jónssonar. Sveinn Benediktsson, Guðríður Guðbjartsdóttir, Neskaupstað Hinsta kveðja frá eiginkonu, börn- um og bamabömum. Á þessum tímamótum viljum við, með tregum huga, þakka þér sam- fylgdina. Sárt er að skilja um sinn, en minn- ingin um ástríkan og ljúfan föður, afa og eiginmann mun lifa og eftir standa bjartar og blíðar endurminn- ingar með þér, sem við munum geyma í hjörtum okkar. Farþú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku Anna, Díana, Anna Dóra, Brynjar og aðrir ástvinir. Hugljúfar samúðarkveðjur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk. ALMANAK HÁSKÓLANS Út er komið Almanak fyrir fs- finna tölvuforrit til almanaksút- Iand 1991, sem Háskóli íslands reikninga, stjömukort, kort sem gefur út. Þetta er 155. árgangur sýnir áttavitastefnur á íslandi og ritsins, sem komið hefur út sam- litprentað kort sem sýnir hvað fellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn klukkan er hvar sem er á jörðinni. Sæmundsson stjarafræðingur hjá Af nýju efni má nefna grein um Raunvísindastofnun Háskólans heimskautsbauginn og hreyfingu hefur reiknað almanakið og búið hans og upplýsingar um nálæg- það til prentunar. Ritiö er 96 bls. ustu fastastjömur. að stærð. Háskóh'nn annast sölu alman- Auk dagatals með upplýsingum aksins og dreifingu þess til bók- um fióð og gang himintungla fiyt- sala. Almanakið kemur út í 7000 ur almanakið margvíslegan fróð- eintökum, en auk þess eru prent- leik, s.s. yfirlit um hnetti himin- uð rúmlega 2000 eintök sem geimsins, mælieiningar, skrá um Þjóðvinafélagið gefur út sem veðurmet og töflu sem sýnir hluta af sínu almanaki með leyfi stærð, mannfjölda og höfuðborgir Háskólans. allra sjálfstæðra ríkja. Þá er þar að Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeirri tregatárin stríð. (V. Bríem)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.