Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RtKISSKIP NÚTIMA FLUTNINGAR Hotnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM LANDSINS HlNIISSAN Réttur bíll á réttum stað. BÆM)ATRY(X;iNG t Ingvar 11M Helgason hf. . Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 SJÓVÁ ALMENNAR Tíniinn FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER1990 Ráðgert er að senda 70 tonn af hjálpargögnum til Jórdaníu. Rauði kross íslands bíður eftir grænu Ijósi frá ríkisstjórninni: KJOT, KEX OG TEPPI FARA TIL JÓRDANÍU Ríkisstjómin mun í dag að öllum líkindum samþykkja að senda 70 tonn af hjálpargögnum til Jórdaníu. Rauði Kross íslands hefur undanfama daga unnið að því í samvinnu við utanríkisráðuneytið að útbúa hjálpargögnin. Um er að ræða 50 tonn af matvælum, reyktri sfld, matarkexi og nið- ursoðnu kindakjöti, og 20 tonn af ullarteppum. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins sam- þykktu í síðasta mánuði tillögu um að öll aðildarlönd Nató tækju þátt í kostnaði vegna aðgerða Sameinuðu þjóðanna við Persafló- ann. Ríkisstjórn íslands hefur samþykkt að taka þátt í kostnaðin- um og að aðstoðin verði í formi hjálpargagna við flóttafólk, sem nú dvelur við slæmar aðstæður í Jórdaníu. Þriggja manna nefnd var skipuð, en í henni eiga sæti fulltrúar frá utanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og Rauða kross Islands. Hannes Hauksson, framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands, sagði að Rauða krossinum hefði verið falið að gera tillögur um hvernig best væri að standa að sendingu hjálpargagna. Rauði krossinn skil- aði utanrfkisráðuneytinu tillög- um, sem hann fékk gult Ijós á. Rauði krossinn fór þá strax af stað að vinna að því að útbúa sending- una. Sú vinna er nú langt komin. Þetta er stærsta einstaka verkefni sem Rauði kross íslands hefur unnið að. Áætlað er að flytja til Jórdaníu um 70 tonn af hjálpar- gögnum. Þar af eru 50 tonn af matvælum, þ.e. reykt síld í olíu, matarkex og hakkað niðursoðið kjöt. Verið er að vinna kjötið hjá Kjötiðnaðarstöð KEA á Akureyri. Þá verða send út 13 þúsund ullar- teppi, en nú er verið að framleiða þau í fimm prjónastofum í land- inu. Rauði krossinn stefnir að því að senda fyrstu sendinguna af stað 10. október. Síðari sendingin mun að öllum líkindum leggja af stað 17. október. Sendingarnar fara með flugi frá Keflavík til Belgíu, en þaðan verða þær fluttar til Am- man í Jórdaníu. Það er Alþjóðasamband Rauða kross félaga ásamt jórdanska Hálf- mánanum sem taka á móti hjálp- argögnunum og sjá um að dreifa þeim. -EÓ Lína í Iðnó Laugardagínn 29. september síð- astliðinn frumsýndi Gamanleik- húsið bama- og fjölskylduleikritið Lína Langsokkur í Iðnó. Leikritið um Línu Langsokk er fullt af söngvum og íjöri. Lína á apann Herra Níels og bestu vlnir hennar eru Tommi og Anna. Lína er ieifcin af Evu Hrönn Cuðna- dóttur, en í öðrum stórum hlut- verkum eru Bryndís BjÖrk Ás- geirsdóttir, Víðir Óli Guðmunds- son, Lýdía Eilertsdóttir og Stein- unn María Stefánsdóttir. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson og sýningarstjóri Magnús Þór Torfason. Vertóð þýddi Þórarinn Eldjám. Miðaverð á leikritið er 500 krón- ur með leikskrá. khg. Ásgeir Hannes Eiríksson þingmaður: Veturinn sker úr um líf Borgaraflokksins Ásgeir Hannes Eiríksson, þingmað- ur Borgaraflokksins, segir að aðal- stjóm Borgaraflokksins geti ektó ákveðið hvort flokkurinn eigi að bjóða fram í komandi alþingiskosn- ingum. í lögum flokksins standi skýmm stöfum að þaö sé kjördæm- isfélaganna að taka ákvörðun um framboð. í ályktun aðalstjórnar er skorað á þingmenn og forystu flokksins að vinna að framboði flokksins fyrir næstu kosningar. Ásgeir Hannes segir að ályktunin sé aðeins áskorun en ekki ákvörðun. Ákvörðun um framboð sé ekki hægt að taka á þess- um vettvangi. Ásgeir Hannes var spurður hvort hann ætlaði að gefa kost á sér í kom- andi kosningum. Hann sagðist ekki geta svarað spurningunni í dag. Miklu máli skipti hvernig hin pólit- íska staða Borgaraflokksins yrði tefld í vetur. Ásgeir Hannes viður- kenndi að staða flokksins í dag væri ekki góð. Hann benti hins vegar á að atburðir geti gerst hratt í pólitík. Umskipti geti orðið í vetur og þá ríði á fyrir Borgaraflokkinn að standa sig. -EÓ Hjúkrunamemar um deilu ríkis og stundakennara við H.Í.: Ræðið saman! Stjóm Félags hjúkmnarfræðinema við Háskóla íslands skorar á stjóra- völd að hefja nú þegar viðræður við lausráðna stundakennara innan BHMR og koma þannig í veg fýrir frekari röskun á námi innan náms- brautarinnar. Ástandið í hjúkrunarfræði er mjög slæmt og þegar kennsla hófst í haust vantaði kennara í tvö nám- skeið, verklega kennslu í Iífeðiis- fræði og í næringarfræði, sem fella þurfti niður af þeim sökum. Kemur þetta sér sérlega illa fyrir nemend- ur, þar sem öll námskeið í hjúkrun- Guðbjörg RE-21 keypt í makaskiptum til Sandgerðis: Sandgerðingur á Krókinn Fiskiðja Sauðárkróks hefur eignast stálskipið Sandgerðing GK-280 í makaskiptum fyrir eikarbátinn Guðbjörgu RE-21. Það eru feðg- arnir Jóhann Guðbrandsson og Sigurður Jóhannsson í Sandgerði sem áttu Sandgerðing, en honum fylgja 604 þorskígildistonn til Sauðárkróks. Aflakvóti Guðbjargar eftir þessi makaskipti verður 300 þorskígildistonn ásamt bugtarleyfi í Faxaflóa. Kaupverð skipanna í þessum makaskiptum er ekki gefið upp en tryggingarverðmæti Guð- bjargarinnar, sem er 28 tonna eik- arbátur smíðaður 1972, er um 18 milljónir króna. Tryggingarverð- mæti Sandgerðings, sem er 149 tonna stálskip smíðað 1964, er um 47 milljónir. arfræði eru skyldunámskeið og þarf öllum námskeiðum að vera lokið til að nemandi hljóti útskrift. Að sögn Guðlaugar Vilborgardótt- ur, deildarfulltrúa hjúkrunarfræði- nema, eru um 70% kennslunnar í hjúkrunarfræði kennd af stunda- kennurum og verði ekki samið fljót- lega við stundakennara, þá liggi það ljóst fyrir að kennsla eftir áramót verður öll í moium. Um 327 nemar stunda nám í hjúkrunarfræði og þar af eru 109 á fyrsta ári. í bréfi, sem stjórn Félags hjúkrun- arfræðinema sendi fulitrúum ríkis- stjórnar og fleirum, segir að ef ekki fáist stundakennarar til starfa muni það leiða til tafa á námi allra hjúkr- unarfræðinema og engin útskrift yrði í vor og hætta á að margir nem- ar hverfi frá námi. Þá segir í bréfinu að ef bæta eigi þá truflun, sem verður á náminu, þá verði það að gerast að sumarlagi. Hingað til hafa hjúkrunarfræði- nemar leyst hjúkrunarfólk af í sum- arleyfum. Kennsia að sumarlagi gæti þannig leitt til frekari röskunar á starfsemi sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnanna. —khg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.