Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 11
lOTíminn Fimmtudagur 4. október 1990 Fimmtudagur 4. október 1990 Tíminn 11 Tölvusýning í Þjóðarbókhlöðunni 3. til 7. október: TOLVUSTYR í gær var opnuð tölvusýningin Tölvur á tækniöld í Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin er haldin á vegum tölvunarfræðinema í Háskóla íslands og hefur undirbúningur fyrir hana staðið í allt sumar. Á sýningunni munu rúm- lega 30 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjón- ustu. Þá verður margt til skemmtunar á sýn- ingunni, gestir geta fengið að reyna flug- hermi, þarna verður tölvustýrt Lego, kynntar verða tölvuveirur og varnir gegn þeim, fram fer fjöltefli við skáktölvur og ýmislegt fleira. Meðal nýjunga sem kynntar verða eru nýjar gerðir af tölvum, nýjasta tækni í netkerfum, geislaprentarar sem afkasta margfalt á við það sem nú þekkist, geisladiskar sem hægt er að skrifa á og lesa af, ásamt flestu því sem telst nýtt og merkilegt í vél- og hugbúnaði. Meðal stærstu sýnenda á sýningunni má nefna Einar J. Skúlason, Póst og síma, Þór hf. og Kristján Ó. Skagfjörð. Einnig verður á sýningunni bás frá Háskóla íslands, þar sem nám í tölvunar- fræði verður kynnt og svo sjá nemendur í fjöl- miðlafræðideild um kaffi- og veitingasölu. Blaðamaður Tímans hitti í gær þrjá af að- standendum sýningarinnar, þá Agnar Má Jónsson, Ara Kristin Jónsson og Björn Þór Jónsson. Sögðu þeir að það væri samdóma álit þeirra, sem ynnu að tölvumálum á íslandi, að slíkar sýningar væru mjög þarft framtak. Fyr- irtæki á íslandi væru mörg hver smá og svona sýning gæfi þeim tækifæri til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri við almenning og það sé staðreynd að erfitt sé að kynna slíka hluti á öðrum vettvangi. Aðspurðir um það hvað það kostaði að setja upp svona sýningu, sögðu þeir félagar að kostnaðurinn yrði í kringum 7-8 milljónir. Fermetrinn á sýning- arsvæðinu verður seldur fyrirtækjum á 12.000 krónur og aðgangseyrir væri 500 krónur fyrir fullorðna en 250 krónur fyrir börn. Sýningin fyrir alla, bæði leika og lærða Þeir félagarnir sögðu að sýningin væri sett upp með fagmenn jafnt sem almenning í huga. Sýnendur verða með allra nýjustu tækni tölvuheimsins fyrir fag- og kunnáttu- menn, en allur þorri almennings getur haft gaman af þessum nýjustu tækniundrum. Þá yrðu þarna skemmtiiegar uppákomur sem eru ætlaðar til að skemmta háum sem lágum. Sýningin er einnig leið tölvunarfræðinema til að afla fjár til námsferðar, sem farin verður næsta sumar. í tengslum við sýninguna var haldin ráð- stefna á Hótel Sögu í gær og fjallaði hún um tölvunet og framtíðarsýn í tölvumálum. Ari sagði að þátttakan á ráðstefnunni hafi farið fram úr björtustu vonum og þurft hafi að stækka salinn í gærmorgun, þar sem 130 manns höfðu skráð sig á ráðstefnuna. Hann sagði að hugmyndin með þessari ráðstefnu hafi verið að kynna tölvunetin og öll þau hug- tök og orð sem væru í kringum þau, svo að stjórnendur fyrirtækja og allir þeir, sem þyrftu að taka ákvarðanir um tölvunet, gætu fengið sæmilega hlutlaust yfirlit yfir mögu- leikana sem væru í boði. Ari sagði að mikið hefði komið fram af nýjungum í sambandi við tölvunet eða netkerfi á þessu ári og á stærstu tölvusýningum erlendis hafa nettengingar verið rauði þráðurinn í sýningunum. Hug- búnaðurinn sem stýrir netkerfunum er orð- inn það fullkominn og það öflugur að ekki þarf lengur rándýrar tölvur til að stjórna kerf- unum, heldur er hægt að notast við venjuleg- ar tölvur. Agnar sagði að engu máli skipti hvernig tölvur fólk væri með þegar það tengdi sig inn í fullkomið netkerfi. Menn gætu notað sínar tölvur óháð því hvemig aðrar tölvur, sem tengdust kerfinu, væru. Tækninýjungar í netkerfum hafa gert það kleift að nú er hægt með tölvu að nýta ýmsa þjónustu, sem annars þyrfti að sækja langt að, svo sem bókanir og kaup á farseðlum, millifærslur í bönkum og margt fleira. Þeir félagarnir sögðu að nú væri orðið mögulegt að nettengja tölvur með sára- litlum tilkostnaði og þar með væri einnig ver- ið að nýta mun betur þann tölvukost sem fyr- ir væri í fyrirtækjum. í dag væri bylting á sviði tölvuneta að fara af stað hér á landi. Ýmsir að- ilar, jafnt einkafyrirtæki sem opinberir aðilar, væru um þessar mundir að undirbúa netvæð- ingu, eða hefðu jafnvel nú þegar komið sér upp netkerfi. Tölvustýrt Lego fyrir böm og unglinga á öllum aldri Á sýningunni verður í fyrsta skipti kynnt tölvustýrt og forritanlegt Lego. Krökkum á öllum aldri gefst með þessari nýjung tækifæri til að smíða og forrita eigin vélmenni, teikn- ara, lyftara, umferðarljós og hvað það sem ímyndunaraflið býður upp á. Björn Þór Jóns- son hefur kynnt sér þetta tölvustýrða Lego og gert forrit sem gerir manni kleift að búa til sín eigin hreyfingarmunstur fyrir vélarma og teiknara. Kallar hann forritið Lego Logo. Skólar hafa sýnt þessu áhuga og hefur Mela- skólinn í hyggju að kaupa tölvustýrt Lego til að nota við kennslu í tölvufræðum. Á sýning- unni verður m.a. sýndur vélarmur, sem Jó- hann Breiðfjörð, sextán ára hugvitsmaður, smíðaði fyrir 2 árum. Aðspurður um það, hvaðan sú hugmynd kæmi að tengja Lego við tölvur, sagði Björn að hún hefði örugglega fæðst hjá Lego. Mót- orar og bretti séu frá þeim og hugmyndin að tengja Legoið við tölvur hafi líklega fæðst hjá þeim. Björn sagði að fyrst og fremst væri hægt að nota þetta tölvustýrða Lego í kennslu og til að efla almennan þroska. Hann sagði að með þessu væri verið að framlengja Lego-ald- urinn um nokkur ár. Þetta væri bráðsniðugt kennslutæki, því hægt væri að byggja hvað sem er úr kubbunum, síðan prófaði maður sig áfram með því að stýra því með höndunum. „Þegar það er orðið gott, þá tengirðu það sem þú smíðaðir við tölvuna og lætur arminn, eða hvað það er sem smíðað er, gera eitthvað og ef notað væri Lego Logo-forritið þá ertu þar kominn með forritað vélmenni. Sem kynning á tölvum og forritun er þetta mjög skemmti- legt og heppilegt," sagði Björn. Tölvan bölvar ef skrifað er Margrét Thatcher Á sýningunni gefst áhorfendum eins og áður sagði kostur á að kynnast tölvuveirum og vörnum gegn þeim. Fluttur verður fyrirlestur, þar sem skýrt verður út fyrir fólki hvað tölvu- veirur séu og hvernig hægt sé að varast að fá þær inn í tölvurnar. Sýnt verður hvernig nokkrar tölvuveirur virka á skjá og sagði Agn- ar að fólki þætti það án efa forvitnilegt, þar sem á þessu ári hafi þessar veirur vakið mikla athygli. Agnar sagði að veirur væru ekkert annað en forrit. Aðspurður um það hvort tölvuveirur gætu eyðilagt tölvur, sagði Agnar að hægt væri að búa til veirur sem eyðilegðu annað hvort monitor eða disklingadrif en ekki hefði enn fundist veira sem gerði það og yrði það vonandi aldrei, þó svo það væri tæknilega mögulegt. Agnar sagði að verknaðurinn að búa til og dreifa tölvuveirum væri án efa glæpsamlegur, en ekki hefði ennþá tekist að finna neinn sem hefði búið til veiru. Þó hefðu böndin oft borist að ákveðnum aðilum. T.d. var fyrsta tölvuveiran, sem fannst árið 1986, „brain“-veiran, eflaust gerð af tveimur bræðr- um í Pakistan, sem voru með svokallaða „sjó- ræningja“-hugbúnaðarverslun. Sagan segir að þeir hafi selt útlendingum smitaðan hug- búnað, en innlendum aðilum aftur á móti hugbúnað sem var ósmitaður. Ástæðan fyrir því að böndin bárust að þeim, var sú að inni í veiruforritinu var textastrengur og í honum var símanúmerið hjá þessum þokkapiltum. Aðspurður um það hvort einhver íslensk veira væri í gangi, sagði Agnar að diskettuveiran svonefnda væri að öllum líkindum íslensk. Hún hefði fyrst fundist á íslandi og ákveðin atriði bentu til þess að hún væri frá íslendingi komin. Agnar sagðist gruna það að þeir, sem væru að gera svona veirur, væru góðir forritarar sem hefðu ekki nógu skemmtilega, skapandi eða krefjandi vinnu. Sagt er að þriðjungur allra tölvuveira komi frá Búlgaríu og er ástæðan sögð sú að forritarar þar vinni hjá ríkinu og séu þar á lúsarlaunum og séu óánægðir með þau og starfið yfirleitt. Því hafi þeir farið út í að gera veirur til að klekkja á tölvukerfum rík- isins og skemmta sjálfum sér. Ein búlgörsk veira kallast „Yankee Doodle". Undir ákveðn- um kringumstæðum byrjar tölvan að spila Eftir Stefán Eiríksson lagið Yankee Doodle sem er lag sem amerísk- ir hermenn sungu í frelsisstríðinu. Þessi veira flúði til vesturs frá Búlgaríu og er talið að for- ritarinn, sem skapaði hana, hafi búið til u.þ.b. 50 veirur og tvö afbrigði af þeim hafa sloppið til Vesturlanda. Agnar sagði að þær veirur, sem sýndar verða á sýningunni væru mein- lausar, því ekki væri forsvaranlegt að sýna veirur sem væru virkilegir skaðvaldar. Bjöm sagði að til væri veira sem virkaði þannig að ef skrifað væri inn Margrét Thatcher á tölvuna, þá kæmi góð blótsyrðaruna á skjáinn. Það sama gerðist ef skrifað væri inn Khaddafi eða Reagan. Bjöm Þór Jónsson situr þama við tölvu og gefúr tölvustýrða arminum skipanir um að hreyfa sig. Bjöm sagði að tölvustýrt Lego gæfi ýmsa möguleika í kennslu og væri til þess fallið að efla almennan þroska. Ttmamynd: Pjetur Margt gert til gamans og skemmtunar Á sýningunni verður m.a. í gangi tölvuvædd pörun. Agnar sagði að þetta væri að mestu í gamni gert, en þarna væri hægt að skrá sig, ásamt helstu áhugamálum sínum, og síðan sæi tölvan um að raða saman því fólki sem passaði best saman. í lokin yrði svo valið par sýningarinnar og væri því boðið út að borða saman. Hver einstaklingur, sem tæki þátt í þessu gamni, fengi síðan útskrift af þeim fimm einstaklingum sem passa best við hann. Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson ætla að etja kappi við nýjustu og öflugustu skáktölvurnar. Einnig verður ætt- fræðiforritið Espólín kynnt, þar sem fjölmarg- ir íslendingar geta rakið ættir sínar aldir aftur í tímann. Forritið ISBLISS, sem er tjáskipta- forrit fyrir fatlaða, verður kynnt og einnig for- rit sem gera tölvu kleift að yrkja og flytja at- ómljóð. Allra nýjustu tækin í tölvutónlistar- heiminum verða kynnt og munu atvinnu- menn sýna hvernig á að nota þau. Myndlistarmaður verður á staðnum og sýnir gestum hvernig nota má tölvur í myndlist. Nær allar stúlkur í tölvunarfræði í HÍ ófrískar eða nýbúnar að eiga Tölvunarfræði er þriggja ára nám við Háskóla íslands. Námið skiptist í grófum dráttum í þrennt. Einn þriðjungur er stærðffæði, annar er tölvunarfræði og sá síðasti er val. Tölvunar- fræði skiptist í kennslu um hugbúnað og vél- búnað, meira er þó fjallað um hugbúnað og stærðfræðin er að mestu leyti hagnýt Mikið er kennt um hönnun og smíði hugbúnaðar. Björn sagði að atvinnumöguleikar að loknu námi væru mjög góðir núna. Menn fái vinnu við for- ritun og hönnun forrita og jafnvel stjómun við hugbúnaðargerð. Bandaríkin heilla marga, hvað framhaldsnám varðar, og segja menn að námið í Háskólanum sé mjög góður undirbún- ingur fyrir frekara nám og sagt er að ef eitthvað sé þá séu íslendingar betur undirbúnir undir framhaldsnámið heldur en Bandaríkjamenn- imir. Björn sagði að þeir hefðu úrvals kennara, Snorri Agnarsson væri einn af fremstu fræði- mönnum á sínu sviði í heiminum og aðrir kennarar mjög góðir, þannig að þeir sem hyggi á framhaldsnám erlendis komi mjög vel undir- búnir undir það héðan. Bjöm sagði að félagslíf í deildinni væri mjög gott. Árshátíðir væm stórskemmtilegar og yfirleitt mjög vel heppn- aðar. Konur em í minnihluta í tölvunarfræði- skor. Svo einkennilega vildi til síðasta vetur að allar nema ein vom óléttar eða nýorðnar mæð- ur og samkvæmt grein eftir Guðrúnu Bimu Gunnarsdóttur í blaði tölvunarfræðinema sér ekki fyrir endann á því. Sýningin í Þjóðarbók- hlöðunni verður opin í dag og á morgun á milli 14:00 og 22:00 og á laugardag og sunnudag verður opið milli kl. 10:00 og 20:00. Sýning- unni lýkur á sunnudaginn. i íi ■ . - ■ . . ....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.