Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. október 1990 Tíminn 9 AÐ UTAN Ósköp einlit mynd hefur verið dregin upp af „slátr- aranum frá Bagdad“ í vestrænum fjölmiðlum og er honum jafnvel líkt við Adolf Hitler. Margret Thatcher er ein þeirra sem ekki hefur sparað stóru orðin þegar hún hefur lýst Saddam og dregur pólitískar samlík- ingar sem henni hentar. Robert Harris, einum dálka- höfunda The Sunday Times, þykir breski forsætis- ráðherrann fara nokkuð fijálslega með samlíkingam- ar og gefur henni ofanígjöf fyrir skemmstu. Fer grein hans hér á eftir. „Saddam er enginn Hitler" - segir breskur dálkahöfundur og gefur Margaret Thatcher ofanígjöf Margaret Thatcher virðist hafa merkilega áráttu — þráhyggja kann að eiga betur við — hún vitnar sýknt og heilagt í Munchen- arsamkomulagið frá 1938. Meðan Falklandseyjastríðið stóð yfir sagði hún hópi bandarískra gesta að þeir væru staddir í herberginu þar sem Neville Chamberlain útvarpaði ræðu um „fjarlæga þjóð sem við vitum lítið um.“ Þegar Vaclav Ha- vel var í London fyrr á þessu ári bað hún hann afsökunar fyrir „sví- virðuna" í Munchen. Þegar hún svo heimsótti Havel í Prag fyrir skemmstu baðst hún enn afsökun- ar. Það kann að vera að tékkneski forsetinn hafi fengið villandi hug- mynd um auðmýkt forsætisráð- herrans okkar. Hvers vegna er Thatcher Miinchen- arsamkomulagið svo hugleikið? Hvers vegna talar hún svona oft um Múnchen? í augum flestra er Iangt síðan sá staður hætti að vera tákn um skömm. Nú tengja sagn- fræðingar borgina ýmist við sárs- aukafulla nauðsyn eða slungið samkomulag. A.J.P. Taylor heitinn hyllti samkomulagið sem þar var gert jafnvel sem sigur alls þess sem var „best í opinberu lífi í Bret- Iandi“. Það getur verið að frú Thatcher hafi skömmustutilfinn- ingu vegna fyrstu pólitísku starf- seminnar sem hún tók þátt í. í kosningunum 1935, þegar hún var 10 ára, hafði hún uppi áróður fyrir þingmanninn í Grantham, Sir Vic- tor Warrender sem var fylgismað- ur Baldwins og undanlátssemi. Hver svo sem ástæðan kann að vera er augljóst að minningin um Múnchen á sinn þátt í að leiðbeina henni um hvernig hún skuli bregðast við ýmsum málum. Þegar hún var í Prag fyrir nokkru dró hún enn einu sinni upp samlík- ingu milli atburðanna á Persaflóa nú og þeirra sem áttu sér stað í Mið-Evrópu fyrir hálfri öld. „Síst af öliu þarf að minna Tékka á að þjóðir verða að sýna ruddum í tvo heimana, og það án tafar." Flestum okkar ber saman um að það sé rétt að senda herlið til Fló- ans og beita því ef nauðsyn ber til. En það er eitthvað óróavekjandi við þann hátt sem kreppuástandið nú er kynnt. Að klæða nútímaat- burði í ræðugjálfrið um hetjutím- ann okkar— að tala um „lærdóm- inn frá Múnchen", hina „fáu“ í breska konunglega flughernum, eyðimerkurrotturnar o.s.frv. — virðist allt í senn hræsnisfullt, hættulegt og jafnvel ofurlítið brjóstumkennanlegt. Hræsni Tökum fyrir hræsnina fyrst, vegna þess að Saddam Hussein hefur þegar verið sýnd svo mikil undanlátssemi. Þegar hann framdi fyrstu árásina sína með því að gera innrás í íran í september 1980, höfðust Vesturlönd ekkert að. Satt best að segja fögnuðu þau hljóð- lega framtaksseminni og sáu til þess að „slátrarinn í Bagdad" hefði nægar vopnabirgðir. Þegar hann beitti eiturgasi á vígvellinum og síðan gegn sínu eigin fólki varð enginn til að mæla því mót. Þegar hann lét taka breskan blaðamann af lífi fyrr á þessu ári kölluðum við ekki einu sinni sendiherra okkar heim. Nú hefur það verið upplýst að viku áður en innrásin var gerð í Kúvæt skýrði bandaríski sendi- herrann í írak Saddam frá því (þetta er skv. afriti af samræðun- um sem hefur verið birt í banda- rísku blöðunum) að Bandaríkja- menn „hefðu enga skoðun á deil- um milli Arabaþjóða, eins og landamæradeilu ykkar við Kúvæt“. Sendiherrann, frú April Glaspie, hélt áfram: „Ég hef skýr fyrirmæli frá forsetanum um að leita eftir betri sambúð við írak. Bush forseti er gáfaður maður. Hann mun ekki lýsa yfir efnahagsstríði gegn írak.“ Þetta eru nákvæmlega sömu skilaboðin og breski sendiherrann í Berlín, Sir Neville Henderson, var vanur að færa Hitler frá Cham- berlain, að við værum reiðubúin að fallast á endurskoðun á landa- mærum, að við vildum í raun og veru frið. Rétt eins og 1939 í Berl- ín voru slík orð, í samhengi við undanfarandi aðgerðaleysi, tekin sem vísbending um að Vesturlönd myndu ekkert aðhafast gegn Bagd- ad 1990. Auðvitað, rétt eins og Hitler komst að eftir árásina á Pól- land og eins og Saddam hefur komist að raun um eftir að hann ruddist inn í Kúvæt, reyndist túlk- unin skelfileg mistök. En að líta á þetta allt sem sönnun þess að Vest- urlönd hafi Iært „lexíuna um und- anlátssemi" er kjánalegt. Hið rétta er það gagnstæða. íraska einræðis- herranum var gefið eftir þar til lit- ið var á hann sem beina ógnun við þjóðarhagsmuni okkar. Þegar þangað var komið var tekið fyrir undanlátssemina. Margaret Thatcher virðist vera með Munchenarsamkomulagið á heilanum og í hvert skipti sem hún hitt- ir Vaclav Havel, forsetaTékkóslóvakíu, biðst hún afsökunará því. Þetta geturverið hættuleg árátta, seg- ir Robert Harris. „Saddam er enginn Hitler,“ seg- ir Harris og bendir á mikilvæg at- ríði áliti sínu til sönnunar. Hættuleg samlíking þaggar niður í vitleg- um umræðum Samlíkingin við síðari heims- styrjöld er líka hættuleg vegna þess að hún þaggar niður í allri vit- legri umræðu. Það þarf ekki annað en kynna sér móðursýkina sem ummælum Edwards Heaths á dög- unum var mætt með. Hann lagði áherslu á að ekki kæmi til greina að gera neitt samkomulag af neinu tagi við íraka fyrr en þeir hefðu dregið hersveitir sínar frá Kúvæt. Aðstoðarráðherra bandaríska ut- anríkisráðuneytisins sem. fer með málefni Persaflóa tók í sama streng í viðtali á BBC. (Þetta var líka af- staða Breta 1939 þegar Hitler var sagt að ekki yrði um að ræða nein- ar viðræður um framtíðarskipulag fyrr en herir hans væru farnir út úr Póllandi). Engu að síður var Heath umsvifa- laust stimplaður sem fimmtu her- deildarmaður. „Reiði í garð Teds, þjóðníðingsins" var útúrsnúning- ur blaðsins Express á skoðunun- um sem hann hafði látið í ljós. David Howell, formaður utanríkis- nefndar þingsins, réðst að honum fyrir að hafa sent „röng skilaboð" til Bagdad. Þetta andrúmsloft er ekki til þess fallið að örva til raun- hæfra umræðna um utanríkis- stefnu. Bijóstumkennanleg samlíking Að síðustu, er ekki eitthvað svo- lítið brjóstumkennanlegt við það að útmála Saddam Hussein em ógnun við heiminn, í sömu andrá og Adolf Hitler? Víst er hann skelfi- legur maður, um það er ekki deilt. Hann hefur smekk fyrir stórkost- lega byggingarlist. Hann hefur yf- irskegg. En því fer víðs fjarri að hann sé svipað því eins hættulegur og þýski einræðisherrann. Hitler var í forystu 80 milljóna þjóðar með geysilega iðnaðargetu og það tók því sem næst allar aðrar stór- þjóðir sex ár að berja hann í rúst. Saddam stjórnar 18 milljónum ír- aka og burtséð frá olíunni er aðal- útflutningur þjóðarinnar döðlur. Ef Bandaríkjamenn tækju þann kostinn gætu þeir afmáð ríki hans á sex klukkustundum. Við skulum hafa rétt hlutföll á hlutunum. Breska herliðið, bæði það sem komið er til Saudí-Arabíu og það sem er á leiðinni, er innan við 4% af sameinuðum herafla bandamanna. Bresku hermennirn- ir verða undir herstjórn Banda- ríkjamanna, eins og Tom King hef- ur viðurkennt. Við erum svo sann- arlega aðeins minniháttar hluthaf- ar í þessu fyrirtæki. Það er varla viðeigandi — það er næstum því auðmýkjandi — að dusta rykið af myndunum af Dowding, Montg- omery og Alexander í þessu sam- hengi. Margaret Thatcher er í eilífri leit að nýj- um Hitler Hvers vegna þurfum við alltaf að dveljast við myndina frá því fyrir 50 árum? Frú Thatcher einkum og sér í lagi er eilíflega í leit að ein- hverjum til að taka að sér hlutverk Hitlers, með sjálfa sig í hlutverki Winstons Churchill. 1982 var það Galtieri hershöfðingi. Fyrr á þessu ári voru það Þjóðverjar sjálfir þeg- ar hún hafði uppi skuggalegar ábendingar um möguleikana á því að þeir „endurlifðu fortíðina“. Þá fór Saddam Hussein á stúfana og við fórum á flug, einu sinni enn. Þetta er spurningin um meira en bara fræðilegan áhuga. Að því kemur, þegar hnignandi ríki hætta að Iáta við það sitja að halda hátíðlega upp á atburði úr fortíð- inni og fara í staðinn að velta sér upp úr henni. „í stað atburða," skrifaði Vaclav Havel einu sinni um líf í Tékkóslóvakíu undir valdi kommúnista, „er okkur boðið upp á atburðaleysi. Við lifum frá einu afmælinu til annars, frá einni há- tíðinni til annarrar, frá einni skrúðgöngunni til annarrar ...“ Hann kallaði þessa rás einkenni þjóðfélags í vaxandi óreiðu. Við kynnum að kannast við það sem lýsingu á Bretlandi síðustu 12 mánuðina. Kannski er það bara ímyndun, en mér sýnist að síðan efnahagurinn fór aftur að versna hafi flóttinn inn í fortíðina aukið á hraðann. í stað þess að biðjast afsökunar fyrir mistök forvera sinna gæti verið betra ráð fyrir forsætisráðherrann að takast sjálf á við sín eigin mis- tök sem eru riær í tímanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.