Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 2
0CJ/-.\ ; or ur.r,'Affví Miðvikudagur 10. október 1990 \ i'Pirpn 2 Tíminn Aöalfundur Bflgreinasambandsins 1990 var haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 29. september síðast- liðinn. Formaður Bflgreinasambandsins, Gísli Guðmundsson, setti fundinn og kl. 9.30 hófust sérgreinafundir. Á þessum fundum fjölluðu hópar um sín sérmál. Rætt var um horfur í bif- reiðainnflutningi og verkefni verk- stæða. Fjallað var um endurskoðun á verkstæðum, Ijósaathugun, nýj- ungar í bílamálun og réttingum, svarta atvinnustarfsemi og sam- skiptin við tryggingafélögin. Einnig var rætt um losun umhverfismeng- andi efna. Sérstaklega var fjallað um hagræðingarátak fastaverðs og ein- ingarkerfi á verkstæðum. Gísli Guðmundsson, formaður Bíl- greinasambandsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hefur verið í stjórn í 10 ár þar af sl. 4 ár sem formaður. í stjórn Bílgreina- sambandsins voru kjörnir Sigfús Sigfússon formaður, Björn Ómar Jónsson, Ragnar Ragnarsson, Hall- grímur Gunnarsson, Sigurður H. Oskarsson, Svanlaugur Ólafsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Ólafur Ósk- arsson og Bogi Pálsson. Hinn síðast- nefndi er nýr í stjórn. Endurskoð- endur voru kjörnir Águst Hafberg, Jónas Jónasson og til vara Sverrir Sigfússon. khg SORPBÖGGUNARSTÖÐIN í GUFUNESI er nú byijuð að fá á sig mynd. í stöðinni verðurallt sorp af höf- uðborgarsvæðinu flokkað og ónýtanlegt lífrænt sorp veröur bundið í bagga og flutt á uröunarstað í Álfsnesi á Kjalamesi. Timamynd; Pjetur. Kjördæmisþing ráða í flestum tilfellum vali á lista Framsóknarflokksins: Framboðsmál framsóknar- manna afgreidd án átaka Kjördæmisþing ráða í flestum tilfellum vali á lista Framsóknar- flokksins vegna komandi kosninga. Þessi þing verða haldin í á næstu vikum. Allir þingmenn flokksins gefa kost á sér til áfram- haldandi framboðs. Tekin verður ákvörðun um hvemig staðið verður að framboði í Reykjavík á aðalfundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna sem verður haldinn 17. október næstkomandi. Finnur Ingólfsson, formaður full- trúaráðsins, sagðisFekki treysta sér til að segja um hvaða leið er líklegust til að verða farin við val á frambjóð- endum á lista. Guðmundur G. Þór- arinsson, þingmaður flokksins í Reykjavík, gefur kost á sér að nýju og það sama ætlar Finnur Ingólfsson varaþingmaður að gera. Ágúst B. Karlsson, formaður kjör- dæmissambands framsóknarmanna á Reykjanesi, sagði að ákvörðun um hvemig valið verður á lista flokksins yrði tekin á kjördæmisþingi sem haldið verður í nóvember. Við þrjár síðustu kosningar hefur sú Ieið verið farin í kjördæminu að velja menn í efstu sæti á aukakjördæmisþingum. Ef sú leið verður farin má búast við að aukaþingið verði haldið um mán- aðamótin nóvember/desember. Þingmenn flokksins á Reykjanesi, Steingrímur Hermannsson og Jó- hann Einvarðsson, gefa báðir kost á sér. Ekki er annað vitað en að Níels Árni Lund, sem skipaði þriðja sætið við síðustu kosningar, geri það einn- ig- Framsóknarmenn á Vestfjörðum áforma að halda skoðanakönnun undir iok þessa mánaðar. Sveinn Bernódusson, formaður kjördæm- issambandsins, sagði að skoðana- könnunin yrði óbundin en úrslit hennar kæmu til með að ráða mjög miklu um röðun á iistann. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram eru beðnir að tilkynna það fyrir 15. októ- ber. Sveinn sagðist reikna með að búið yrði að ganga endanlega frá list- anum um miðjan nóvember. Ólafur Þórðarson þingmaður og Pétur Bjarnason varaþingmaður gefa báðir kost á sér. Óvíst er hvemig staðið verður að vali á Iista flokksins á Vesturlandi, en ákvörðun um það verður tekin á kjördæmisþingi sem haldið verður 20. október í Búðardal. Erna Einars- dóttir, formaður kjördæmissam- bandsins, sagðist ekkert vilja segja um hvaða leið væri líklegust, ýmis- legt kæmi til greina. Alexander Stef- ánsson þingmaður og Davíð Aðal- steinsson varaþingmaður gefa báðir kost á sér að nýju. Steinunn Sigurð- ardóttir, sem skipaði þriðja sætið við síðustu kosningar, hyggst ekki gefa kost á sér aftur. Bogi Sigurbjömsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, sagði að stefnt væri að því að ganga frá skipan list- ans á kjördæmisþingi sem verður haldið 27. og 28. október næstkom- andi. Bogi sagði að engar kröfur hefðu komið fram um að halda próf- kjör og því ætti hann von á að fram- boðslistinn yrði samþykktur á kjör- dæmisþinginu án atkvæðagreiðslu. Hann sagðist ekki eiga von á aö miklar breytingar yrðu gerðar á skip- an efstu manna. Þingmenn flokks- ins, Páll Pétursson og Stefán Guð- mundsson, gefa báðir kost á sér og það sama gildir um Elínu Líndal sem skipaði þriðja sæti flokksins í síðustu kosningum. í Norðurlandskjördæmi eystra verður beitt svipaðri aðferð við val frambjóðenda á lista og við síðustu kosningar. Á kjördæmisþingi sem haldið verður á Húsavík 10. og 11. nóvember verður kosið um sjö efstu sæti. Yfir 300 manns hafa rétt til setu á þinginu. Hákon Hákonarson, formaður kjördæmissambandsins, sagðist ekki vita annað en að þing- menn flokksins, Guðmundur Bjamason og Valgerður Bjamadótt- ir, gæfu áfram kost á sér. Það sama á við um Jóhannes Geir Sigurgeirsson varaþingmann. Ólafía Ingólfsdóttir, formaður kjör- dæmisráðs Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi, sagði að gengið yrði frá framboðslista flokks- ins á kjördæmisþingi sem haldið verður heigina 27.-28. október. Það verður gert með þeim hætti að aliir þeir sem rétt hafa til setu á þinginu og varamenn þeirra, samtals um 220 manns, kjósa listann í tveimur um- ferðum. I fyrri umferð verða flokks- menn beðnir um að kjósa 12 menn af um 20 manna lista. Flokksfélögin eru nú að velja nöfn á þennan lista. í seinni umferð eiga flokksfélagar að númera við þá tólf sem hlutu flest at- kvæði í fyrri umferð. Niðurstaða þeirrar kosningar er bindandi fyrir fjögur efstu sætin. Þingmenn flokks- ins í kjördæminu, Jón Helgason og Guðni Ágústsson, gefa áfram kost á sér og það sama gerir Unnur Stefáns- dóttir sem skipaði þriðja sætið í síö- ustu kosningum. Undirbúningur vegna framboðs Framsóknarflokksins f Austurlands- kjördæmi er þegar langt kominn. Broddi Bjamason, form. kjördæm- issambands flokksins í Austurlands- kjördæmi, sagði að flokksfélög til- nefndu menn á 20 manna lista, en af honum hafa flokksmenn þegar valið 10 menn til að taka þátt í síðari um- ferð. Hún fer fram á aukakjördæmis- þingi 27. október næstkomandi. Rétt til setu á þinginu hafa um 300 manns. Niðurstaða kosningarinnar er bindandi fyrir sex efstu menn. Broddi sagði að að lokinni kosningu yrði endanlega gengið frá skipan list- ans á þinginu 27. október. -EÓ Aðalfundur Samtaka fiskvínnslustööva: 3% hagnaður af rekstrinum í ræðu Amars Sigmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslu- stöðva, á aðalfundi félagsins sl. fóstudag kom fram að samkvæmt úttekt á rekstri 12 fiskvinnslufyr- irtækja fyrstu 6-8 mánuði á þessu ári, reyndist vera 3% hagnaður á rekstri þessara fyrirtælga. Fyrir- tækin eru staðsett í ölium lands- hlutum. Amar sagði að árið 1990 hefði verið íslenskri fiskvinnslu á margan hátt hagstætt. Verð á af- urðum erlendis hafi hækkað, náðst hefðu nunhæfir kjara- samningar en minnkandi verð- bólga og lækkun flármagnskostn- aðar skiptu þar mestu máli. Hins vegar væm blikur á lofU og gífur- leg verðhækkun á oiíu væri þegar farin að hafa veruleg áhrif á við- skiptakjör þjóðarinnar. Amar sagðí að olíuhækkunin væri gífur- legt áfall fyrir sjávarútveginn og allt þjóðarbúið. Arnar sagði að samkvæmt árs- reíkníngi 28 fiskvinnslufyrir- tækja, víðs vegar um land í sölt- un, frystingu og skreið, varð 0,4% halli á rekstri þeirra á árinu 1989 á móti 9,5% tapi árið 1988. Araar sagði að afkoma þessara fyrirtækja gæfi nokkra mynd af afkomu vinnslunnar í heild á síð- asta ári, þó svo að ætla mætti að afkoma þeirra væri nokkuð fyrir ofan meðaltal. —-SE Húseigendafélagið færir út kvíarnar: Breiöfylking húseigenda Húseigendafélagið mun á næstunni leggja áherslu á að fá afgreitt á Alþingi frumvarp til laga um ábyrgð á steinsteypu, en félagið hafði frumkvæði að samningu þess frumvarps. Að sögn tals- manns Húseigendafélagsins er hér á ferðinni gífurlegt hags- munamál fyrir húseigendur. Steypuskemmdir hafa kostað fjölda manns háar fjárhæðir í viðhaldi og viðgerðum undanfarin ár án þess að nokkur virðist bera ábyrgð á því. Húseigendafélagið er þessa dagana málum sem Húseigendafélagið að færa úr kvíarnar og flutti nýlega starfsemi sína í þágu 5000 félags- manna sinna í nýtt húsnæði að Síðumúla 29 í Reykjavík þar sem skrifstofa félagsins að Bergstaða- stræti 11 a var fyrir löngu orðin of lítil. Af öðrum brýnum hagsmuna- vinnur að má nefna ekknaskattinn svonefnda. Síðastliðið haust var stofnuð eignaskattsdeild innan Húseigendafélagsins. Sú deild átti sinn þátt í að knýja fram breyting- ar á eignaskatti og þeim þætti hans sem í dag'.egu tali var nefndur ekknaskattur. Þar var einungis um áfangasigur að ræða en ætlunin er að taka upp þráðinn aftur og fá þennan skatt með öllu lagðan nið- ur. Skrifstofa Húseigendafélagsins þjónar félagsmönnum og veitir m.a. upplýsingar um hvaðeina varðandi fasteignir. Starfsmenn Húseigendafélagsins aðstoða vi£ gerð leigusamninga, húsreglna og við fundarboð á húsfundi. Á vegunn félagsins starfar lögfræðingur serr leiðbeinir félagsmönnum. Skrifstofa Húseigendafélagsins er opin alla virka daga frá kl. 9.00- 14.00 og síminn er 679567. —khg Nýr formaður hjá Bílgreina* sambandinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.