Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. október 1990 Tíminn 3 Alþingi Islendinga sett í dag og búist við fjörugu kosningaþingi: Stjórnarliðar standa vörð um efnahagsbata Alþingi íslendinga verður sett í dag, 10. október, samkvæmt venju. Á morgun, fímmtudag, verður kosið í nefndir og embætti forseta. Búist er við fjörugu þingi enda kosningaþing. Þegar hefur verið óskað eftir utandagskrárumræðu um álmálið á mánudag, en það gerðu sjálfstæðismenn. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á morgun, en næsta víst er að ríkisfjármál og raunar efnahagsmál almennt muni setja verulegan svip á þingumræðuna. Forstætisráðherra mun flytja stefnuræðu sína undir lok mánaðarins og leggja út af nýrri þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar, sem væntanlega verður lögð fram í þinginu á morgun. í þeirri áætlun Kaupþing tekur að sér sölu hlutabréfa í Fróða hf.: Hlutabréf að nafnvirði 40 milljónir kr. verða seld Kaupþing hf. hefur tekift aft sér sölu hlutabréfa í Blafta- og bókaútgáfunni Frófta hf. Sala hlutabréfa aft nafnvirfti 40 milijónir króna hófst hjá Kaup- þingi í gær. Kaupþing hefur lagt mat á hlutabréf í Frófta hf. út frá stöftu og framtíftarhorfum fyrirtækisíns og verftur sölu- gengi þeirra 1.0 til aft byrja meft. Vift mat sitt legguT Kaup- þing 18% ávöxtunarkröfu á ári til grundvallar. Frófti hf. hóf starfsemi í byrjun þessa árs og tók þá víft allri þeirri útgáfustarfsemi sem Fijálst framtak hf. haffti haft meft höndum. Þar er m.a. um aft ræfta útgáfu 15 tímarita og bókaútgáfu sem farift hefur sí- vaxandi á undanfömum árum þannig aft á þessu ári gefur fyr- irtækiö út um 20 bækur. Rekst- ur Fróða hf. hefur gengift vel og er gert ráft fyrir meira en 30 milljóna króna hagnafti á árinu 1990. Hiutafé í Frófta hf. er 162 milljónir króna. Þar af eru 98 milljónir óseldar. Ekki hefur verift tekin ákvöröun um frekari sölu hlutabréfa í félaginu. khg. er gert ráð fyrir því að hagvöxtur aukist á ný á næsta ári um 1,5%. Það er að vísu minna en gert er ráð fyrir að verði í helstu viðskiptalöndum okkar þar sem hagvöxtur, mældur í aukningu landsframleiðslu, er tal- inn muni aukast um 2 til 2,5%. Engu að síður er þetta betra en ver- ið hefur undanfarin ár því í ár hefur landsframleiðslan nokkurn veginn staðið í stað en hún dróst saman í fyrra og hitteðfyrra. Þessar hagvaxt- artölur taka mið af þeim olíuverðs- hækkunum sem orðið hafa á undan- förnum vikum og mánuðum, en í þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar mun ekki gert ráð fyrir því að ol- íverðshækkanirnar leiði til sérstakra launahækkana. Þá er í þjóðhagsspánni gert ráð fyr- ir því að verðbólgan á næsta ári verði í böndum og svipuð því sem hún hefur verið í ár eða á biliu 6-8%. Tblsmenn stjórnarliða á þingi telja ólíklegt að önnur mál sem hátt munu bera á þessu þingi nái því að spilla fyrir stjórnarsamstarfinu og þeim árangri í efnahagsmálum sem náðst hefur og endurspeglast í þjóð- hagsspánni. Álmálið verður heitt en þó ekki svo að menn brenni sig á því. Auk efnahagsmála og álmálsins er búist við að samningamál EFTA- EB muni nokkuð setja mark sitt á þetta þing og telja ýmsir að þar sé að koma fram grundvallarágreiningur milli stjórnarliða og Kvennalista annars vegar og sjálfstæðismanna hins vegar. Er í því sambandi bent á nýleg ummæli Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að tímabært sé að taka umsókn íslands að EB til alvarlegrar um- ræðu. - BG Leitað er leiða til að létta erfiða fjárhagsstöðu skipa- smíðastöðvarinnar Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi: Akranesbæ boöin ein skipalyfta til kaups Alverið í ystu myrkur Kvennalistakonur hafa gefið út bæk- ling þar sem þær tilgreina ástæður þess að þær hafni álveri alfarið. Þær telja að mikil mengun muni koma frá álveri en það spilli dýrmætustu auðlind okkar sem er hrein og óspillt náttúra. Þá telja þær að álver muni lítt gagnast á vinnumarkaði og að útreikningar um aukinn hagvöxt standist ekki. í stað álvers vilja kvennalistakonur efla rannsóknir og ráðgjöf í þágu atvinnuveganna. Þá mæla þær með framleiðslu vetnis hér á landi enda verði vetni eldsneyti framtíðarinnar. Skipasmíðastöðin Þorgeir og Ell- ert hf. á Akranesi hefur óskað eftir því vift bæjarstjórn Akraness aö bærinn kaupi skipalyftu fyrirtækis- ins. Forráðamenn fyrirtækisins telja að með kaupunum muni létta á erfiðum fjárhag þess. Bæjaryfir- völd hafa óskaft eftir því vift stjóm Þorgeirs og Ellerts að gerð veröi ít- arleg úttekt á stöftu fyrirtækisins og framtíöaráætlunum. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. hefur átt í fjárhagserfiðleikum í langan tíma. Umsvif fýrirtækisins hafa minnkað mikið á síðustu árum og starfsmönnum fækkað. Fyrirtæk- ið hefur tvívegis fengið heimild til greiðslustöðvunar og starfsmönn- um þess hefur verið sagt upp störf- um. Framkvæmdanefnd atvinnumála á Akranesi samþykkti fyrir skömmu að beina því til stjórnar Þorgeirs og Ellerts hf. að gerð verði ítarleg út- tekt á stöðu fyrirtækisins og fram- tíðaráætlunum. Nefndin telur ekki unnt að taka afstöðu til málefna fyr- irtækisins fyrr en úttektin liggur fyrir. Erfið skuldastaða Þorgeirs og Ell- erts veldur fyrirtækinu miklum erf- iðleikum. Meginvandi þess er þó sá að verkefni í skipasmíðaiðnaði hafa minnkað mikið á síðustu árum og ekki er fyrirsjáanlegt að nein breyt- ing verði þar á í náinni framtíð. Ef litið er til næstu mánaða er svo að sjá sem lítið verði að gera hjá Þor- geiri og Ellert hf. Rök forráðamanna Þorgeirs og Ell- erts fyrir því að bærinn kaupi skipa- lyftuna eru þau að kaupin létti fjár- hag fyrirtækisins. Þeir benda á að á ýmsum stöðum á landinu sé sá hátt- ur hafður á að bærinn eigi og reki skipalyftu. Ekki er vitað um afstöðu bæjarstjórnar Akraness til málsins. Rætt hefur verið um að skipalyftan kosti nokkra tugi milljóna króna. Á næstu árum er nauðsynlegt að gera við lyftuna fyrir miklar fjárhæðir. -EÓ Púlsinn opnar Djammað yfir alia helgina Nýtt vcitingahús, þar sem llf- andi hijómlist verftur í öndvegi, verftur opnaft í Reykjavík í dag. Þaft er veitingahúsiö Púlsinn aft Vitastíg 3 en þaft er í eigu sam- taka hljómlistarmanna sjálfra og er til húsa í félagsheimili þelrra. Aft opnunarhátíft lokinni verft- ur dagskrá í tilefni af 15 ára af- mæli Jazzvakningar. Þar koma fram hljómsveitir undir stjórn Ama Scheving, Ara Einarsson- ar, Ólafs Stephensen, Guft- mundar Ingólfssonar o.fl. Þá leikur eínnig Harmonikku- hljómsveit íslands. Afmælishátíft Jazzvakningar heldur áfram á föstudags- og laugardagskvöld. Á föstudags- kvöldið leikur kvartett Tómasar Einarssonar, ný hljómsveit ÓI- afs Gauks, hfjómsveit Aage Lor- ange, en meft þeirri síftast- nefndu leika margir gamalkunn- ir listamenn. Meftal þeirra má nefha Þorvald Steingrimsson, Poul Bemburg, Jónatan Ólafs- son o.fl. Þá kemur fram Ámi ís- leifs ásamt Steina Krúpa (Þor- steini Eirikssyni) og Braga Ein- arssyni, en Tregasveitin meft feftgunum Guftmundi Péturs- syni og Pétri Týrfingssyni lýkur sfðan kvöldinu. Á iaugardag lelka Gammamir, kvartett Krist- jáns Magnússonar, hljómsveit Guftmundar og Björas R. Ein- arssonar og Kuran- Swing. Á afmælishátíft Jazzvakningar er ekkí um fastneglda dagskrá aft ræfta og er jazzleikurum bcnt á aft mæta — gjaraan meft hljóftfæri sín — og djamma meft hljómsveitunum. —sá Tilmæli til landsfeðra frá SVFI Hinn árlegi haustfundur stjómar, varastjómar og umdæmisstjóra Slysavaraafélags íslands fór fram dagana 29.-30. september síftast- liftinn í Skálholti. Á fundinum voru flutt athyglisverð framsöguerindi um slys og slysa- varnir auk þess sem félagsmálin al- mennt, slysavarnardeilda og björg- unarsveita, voru til sérstakrar um- ræðu eins og jafnan á þessum haust- fundum. I kjölfari þessa voru samþykktar ályktanir til stjórnvalda um samræmda slysaskráningu, stofnun slysaráðs og slysarann- sóknanefndar og krafist árlegrar skoðunar dráttarvéla. Meðal framsögumanna á fundinum voru þeir Ólafur Stefánsson, yfir- læknir Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum, Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs og Hörður Bergmann, blaðafulltrúi Vinnueftirlits ríkisins. khg. BÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKUR Bílastæðasjóður Reykjavíkur vill að gefnu tilefni vekja athygli á 109. gr. umferðarlaganna nr. 50 frá 1987, en þar stendur m.a.: „Gjald sem lagt hefur verið á skv. 1. mgr. 108. gr., hvílir á þeim, sem ábyrgð ber á stöðvun ökutækis eða lagningu. Eigandi ökutækis eða umráðamaður ber einnig ábyrgð á greiðslu gjaldsins, ef það greiðist ekki innan tilskilins frests, nema sannað verði að ökumaður hafi notað ökutækið í algjöru heimildarleysi. Gjaldið nýtur lögtaksréttar og lögveðs í viðkomandi ökutæki." Samkvæmt framansögðu þá er skráður eigandi ábyrgur fyrir þeim stöðubrotagjöldum sem á bifreiðina kunna að falla. Mjög algengt er að seljendur ökutækja vanræki að tilkynna sölu bifreiða, sbr. 20. gr. rgj. um skráningu ökutækja nr. 523 frá 1988 þar sem segir m.a.: „Nú verða eigendaskipti að ökutæki og skal þá bæði hinn fyrri og hinn nýi eigandi innan 7 daga senda Bifreiðaskoðun skriflega tilkynningu um eigendaskiptin, en hinn fyrrí eigandi skai standa skil á tilkynningunni. Sama á við um breytingu á skráningarskyldum umráðum ökutækis." Eigendaskipti skal tilkynna á eyðublaði sem gert er samkvæmt fyrirmælum dómsmálaráðuneytisins og Bifreiðaskoðun lætur í té. Forðist óþægindi og greiðslu gjalda sem aðrir eiga sök á, með því að sinna lögboðnum tilkynningum um eigendaskipti strax og sala bifreiða fer fram. HH GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.