Tíminn - 10.10.1990, Qupperneq 6

Tíminn - 10.10.1990, Qupperneq 6
6 Tíminn Miðvikudagur 10. október 1990 Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarftokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð (lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Alþingi Setningardagur 113. löggjafarþings Alþingis síðan landið öðlaðist sérstaka stjórnarskrá 1874 er í dag. Því er jafnframt haldið á lofti innan þingsins og á það minnt í daglegu starfí, að Alþingi var stofnað ár- ið 930 og er því elsta stofnun þjóðarinnar sem ís- lensk saga tengist engri fremur. Saga Alþingis í meira en þúsund ár er þverskurður af sögu þjóðar- innar og mun halda áfram að verða það á beinan og táknrænan hátt. Samkvæmt stjórnskipulagi íslensks lýðveldis er Al- þingi æðsta valdastofnun þjóðarinnar og sækir vald sitt til fólksins. Alþingi er tákn þess ásamt forseta ís- lands og þingræðisstjórn, að ísland er fullvalda ríki, að íslendingar lúta ekki erlendu valdi. Þessu stjórnskipulagi sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar er þó hægt að breyta. Slík breyting getur orð- ið með ýmsum hætti eins og dæmi frá öðrum smá- þjóðum sýna. Hvað getur frekar orðið til að minna á fallvaltleik sjálfstæðismála smáþjóða en nærvera Vy- tautas Landsbergis, forseta Litáens, við setningu Al- þingis í dag? Landsbergis er forystumaður þjóðar, sem á sér ekki síður langa tilveru en íslendingar ásamt viðburða- ríkri sögu, sem um eitt skeið mótaðist af glæsileika stórveldis Litáa, en lengst af um aldir mörkuð ófrelsi og undirokun, þar til þjóðin öðlaðist stjórnarfars- legt frelsi um svipað leyti og íslendingar í kjölfar heimsstyrjaldarinnar 1914-18. Litáen var frjálst og fullvalda lýðveldi á árunum milli heimsstyrjaldanna í stórveldaátökum og einbeitt í þeim ásetningi að halda stjórnarfarslegu frelsi sínu. En allt fór það á annan veg. Með samkomulagi þýskra nasista og sov- éskra kommúnista var ákveðið að svipta Litáa pólit- ísku sjálfstæði og innlima landið í Sovétríkin. Hið sama gerðist í Eistlandi og Lettlandi. Nú eru þessar þjóðir að rísa upp til nýrrar sjálfstæðisbaráttu eftir hálfa öld. Alþingi íslendinga hefur mörgum málum að sinna á nýbyrjuðu síðasta þingi kjörtímabilsins. Fram- undan er stutt þing vegna þess að alþingiskosningar verða í síðasta lagi í apríl. Þingið getur litið yfír við- burðaríkt kjörtímabil það sem af er og um margt mjög árangursríkt. Efnahagsþróun hér á landi hefur stórum batnað á síðustu árum undir meginforystu núverandi forsætisráðherra, sem tekist hefur að laða hin ólíkustu öfl til samstarfs um jákvæða efna- hagsstefnu. Það þing sem nú er að hefja störf þarf að bera gæfu til að varðveita árangur stjórnarstefnunn- ar og styrkja þann grunn sem hún hefur þegar lagt að farsælli þróun efnahags- og kjaramála. Alþingi þarf ekki síður að þekkja sinn vitjunartíma í full- veldis- og sjálfstæðismálum íslensku þjóðarinnar. í þeim efnum eru ýmis teikn á lofti þrátt fyrir ánægjulega viðveru þjóðfrelsismanns frá Eystra- saltslöndum, sem minnir á fallvaltleik þess að smá- þjóðir séu óháðar valdi stórþjóða, en segir einnig til um það, að frelsisþráin verður seint drepin. LokJð cr sýmingu á Stöð 2 á kvik- mynd um John Unnoo, sena vant» það tíl friðar í hciminum að sœnga hjá Yoko Ooo í vlku $am- fleytt eða kngur. EÍdri féli hann bó í þá gryiju scm beið Páls á Staðarhdli, sem kvæntíst dóttur Jóns Arasonar biskups, sængaði hjá henni samfleytt I hálfan mán- uð, reis á fætur að þvf búnu og skiidi við konuna. John Lennon bjÓ áfram með Yoko Ono í New Yoik þangað ttí eínhver popp- sjúldingurinn steig út úr skugg- anum og sagði Mr. John Lennon og skaut goðíð. Myndin um John Lennon er merlrileg að Jmleyti, að hún lýsir manni, sem hefur tapað an Yoko Ono og þess vegna er ekki við því að búast að dvaiið sér sér* Bnb Geidof rauk m.a. af stað með stórtónleika til styrktar hungrnð- um í Eþfópíu. t»ar sveitur fólkið áfram án yfirsöngs. ar. Sarot verður hann ekfci dullnn. ákvað að tími væri kominn tíl að náðu saman sfðar. i a,* M-m + w. ... ja að John Lennon er altekhm af Eflaust hefur Yoko Ono látið sig vera aö berjast fyrir friði og réttlæti í heiminum. Myndbönd, sem gerð hafo verið með músik þessa fólks, eru hins vegar allt arrnað en friðsamleg. Fyrir utan sunduriausan djöfuigang hljóð- feranna birtast myndír af skrið- drekass'eitum og hermönnum, bíl- siysum, vatn, bensín og drulla hnerast saman f eina drulluköku og vélbyssur gelta og búkar þeyt- ast um sviðið. Konur eru sviptar klæðum, og það án þess að McGo- fdæðnaður er binn saml og á fóUri f Örgustu fátækrahverfum stór- litningín á mannslífinu situr hvarvetna í fyrirrúmi. Hva nam stríðið, sem kom honum ekki meira við en það, að við lá að útlendingaeftirlitið f BNA jétí vfsa honum úr landi, af þvf hann var sést á myndinni, að bann leit á Ri- chard Nixon, Bandarikjaforseta, George McGovem fríkaði út í on honum til fremdar, og þá sjáifri sér um leið. En með ýms- um hætti snýst myndin upp f aumkunarvcrða lýsingu á fóHri, $em hefur ekkert afrekað annað en mæia sig við forseta og fyrír- menn þjóða, Yoko Ono er enn á ferli með dútlið sitt og ástundar heimsfrægð sfna, þðttengu skipti hvað hún hefur fyrir stafni. Það eru t isburður um stríð, ofbcldi, ræfil- dóm og sóðaskap, efns og þetta fólk hafi ekkert uppbyg^legt að bjóða með sunduríausri tónlist *** mí i hrífa þá með ofbeldi, siysum og in af kvikmyndafðnaðinum. Allt á um. En líknin var ekki iangt und- an og roeiri en líklegt er að McGo- vem hafi hlotið f augnablikinu. var nálægur og brusti við Lennon þegar hann var sem æstastur út af McGovem. Það var nóg til þess að Lennon fékk þennan kvenkyns- stríösandstæðing með sér yftr í næsta herbergi til að gera hitt. Yoko Ono horfði upp á þau víkja sér afsfðis í McGovem sorginni og ið fram hér ng þar í þágu málefna sem búið er að gfeyma, eða verða ekki leyst afYoko Ono. Brautin er þegar mörisuð, ekki sfður en braut Mandeia, en góögerðar- stofnanir vilja æstar fá hann til að birtast á fundum. Út af fyrir sig verða Bttlarnir, Yoko Ono er eidtí ein um það, að tefjaævi frægðarsjúkra metkilega. Hér á landi hefur verið reynt eftir gctu að apa efitir einkennum tnanna á borð við John Letmon. hæst her í dag. En aiit þetta fÓIk þjálst af einskonar frægðamtki, sem birtist f þvf, að það vill láta til a.m.k. annar þeirra. Báðir þessir lífi, að ekkert dugir minna en ævl- sögur, NÓg er að hafa öskrað í svona tíu ár. Garri AF ERLENDUM VETTVANGI Ahrif hafnbanns á Irak Þrátt fyrir mikinn liðssafnað Bandaríkjanna og fleiri ríkja til Persaflóasvæðisins hefur ekki komið til skotbardaga í umsátrinu um írak. Stríðsaðgerðir felast eigi að síður í virku hafnbanni til þess að framfylgja viðskiptabanni því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett á írak. Að hafnbannið sé raun- verulegt sannaðist í fyrradag þegar herskip stöðvuðu írösk skip á Persaflóa og skutu í því sambandi viðvörunarskotum. Ljóst er því að hafnbannsaðgerðir hafa úrsker- andi áhrif á ferðir skipa í írakssigl- ingum og að írakar leggja ekki í nein stórræði á sjó. Verður samið? Undanfarna daga hafa verið að berast fregnir af því að vonir séu um að Persaflóadeilan geti leyst með samningum. Jafnvel Thatcher og Bush hafa látið í Ijós nokkra bjartsýni í því efni, sem ekki er síst þakkað ferð sérlegs sendimanns Gorbatsjovs, sem átti fund með Saddam íraksforseta. Enginn vafi er nú talinn leika á því að Banda- ríkjastjórn mun gera allt til þess að hernaðarráðstafanir á Persaflóa- svæðinu haldist innan þess ramma að vera umsátur um írak án ann- arra stríðsaðgerða en þeirra sem af hafnbanni leiðir. Stríði við íraka fylgir mikil áhætta um mannfall og mannlegar ógnir auk gífúrlegs herkostnaðar, sem Bandaríkja- menn vilja ekki bera ábyrgð á, hvað þá önnur ríki. Bush sýnir gætni Þessi mál hafa verið þrautrædd meðal bandarískra stjórnvalda. Bush forseti hefur ráðfært sig við utanríkisráðuneyti sitt og varnar- málaráðuneytið, þar sem samstaða bandarískra valdastofnana um að forðast styrjöld kemur skýrt í ljós. Ráðamenn Bandaríkjanna virðast sannfærðir um að viðskiptabannið og sá hernaðarviðbúnaður sem haldið er uppi, hafi tilætluð áhrif, þótt reynsla af viðskiptabanni hafi Íöngum þótt vafasöm eða lítils virði, þegar til þess hefur verið gripið við önnur tækifæri. Það sem talið er skera úr um áhrif þessa viðskiptabanns er hin virka sam- staða fjölda þjóða um að framfylgja því undanbragðalaust. Bandaríkja- stjórn hefur því heppnast forystan fyrir viðbrögðum við innrásinni í Kúvæt, og að því leyti til er hlutur Bush forseta góður í þeim áhættu- sama leik sem leikinn hefur verið. Sambúðarflækjur Hitt er jafnvíst að flækjur stjórn- mála og sambúðar þjóða í Austur- löndum nær eru verri en svo að Bandaríkjamenn geti greitt úr þeim án annarra tilverknaðar. Þótt það sé mest á þeirra valdi, hvernig spilað verður úr hemaðarviðbún- aði þeim sem stofnað hefur verið til, verður það ekki þeirra mál einna að ákveða hvaða lausn finnst á núverandi Persaflóadeilu, hvað þá að segja fyrir um varanlegar lausnir á krónísku ófriðar- og deiluástandi í þessum heimshluta. Þótt írakar verði knúnir til að gera innlimun Kúvæts að engu, halda Miðausturlönd áfram að vera ófriðarbæli. Á það var heimurinn minntur allrækilega, þegar ísra- elsmenn skutu á Palestínuaraba á Musterishæðinni í Jerúsalem í fyrradag, felldu tuttugu menn og særðu marga sem ef til vill eiga eft- ir að deyja af þeim sárum. Slíkir at- burðir eru ekkert einsdæmi í ísra- el. Þessi atburður sýnir að það er engan veginn ástæðulaus krafa, sem Arabaþjóðir munu sennilega sameinast um þegar þar að kemur, að tengja viðræður um lok Persa- flóadeilunnar með einhverjum hætti alþjóðlegum afskiptum af ófriði ísraela og Palestínumanna. Sameinuðu þjóðunum er ekki stætt á því lengur að gera ekkert í þeim málum. I.G.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.