Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.10.1990, Blaðsíða 15
OAP. "jeiHniNA Oí- ■*« inc-K' . Miðvikudagur 10. október 1990 Tlminn 1 é 1 ÍÞRÓTTIR |«■» ||||| iMlfMB Körfuknattleikur: Stórleikur Svala - í síðari hálfleik skipti sköpum fyrir Valsmenn sem unnu Þór 108-96 Það var mikil spenna á Iokamínútum leiks Vals og Þórs í úrvalsdeildinni í kðrfuknattíeik á Hlíðarenda í gær- kvöld. Tvær framlengingar þurfti til að úrslit fengjust, en í lokin stóðu Valsmenn uppi sem sigurvegarar 108-96. Fyrri hálfleikur var slakur og hittni í lágmarki, sér í lagi hjá Valsmönnum. Þórsarar leiddu allan hálfleikinn og Knattspyma: 2-0 tap á Spáni Spánn vann Island 2-0 í EM U-21 árs landsliða í knattspyrnu ytra í gærkvöld. Mörkin komu á 19. og 23. mín. staðan í Ieikhléi var 34-41. Þórsarar héldu uppteknum hætti í síðari hálf- leik. Vaíur reyndi 1-3-1 svæðisvörn, en Þórsarar skutu hana í kaf með þriggja stiga skotum. Undir Iokin náðu Valsmenn að minnka muninn og Ragnar Jónsson jafnaði 81-81 þeg- ar 40 sek. voru eftir. Þór missti bolt- ann, en Valsmönnum tókst ekki að koma skoti á körfuna áður en flautað var af og því var ffamlengt. Valsmenn voru yfir nær alla fram- lenginguna, en Jón Öm Guðmunds- son náði að jafna 92-92 með skoti rétt framan við miðju í þá mund er leik- tíminn rann ÚL í síðari framlenging- unni gerðu Valsmenn út um leikinn og tryggðu sér sigur 108-96, en Þórs- umm var þá öllum lokið. Svali Björgvinsson átti stórleik í síð- ari hálfleik hjá Val, skoraði þá öll sín 24 stig. Magnús Matthíasson og David Grissom átti báðir góðan leik. Hjá Þór var Cedric Evans góður, Sturla Ör- lygsson átti góða spretti og Konráð Oskars. Jón Öm og Jóhann Sig. vom þokkalegir. ágætir dómarar leiksins vom þeir Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðars- son. Stigin Valur: Magnús 27, Grissom 24, Svali 24, Matthías 11, Ragnar 10, Ari 6, Helgi 2 og Aðalsteinn 2. Þór: Evans 26, Sturla 25, Konráð 13, Jón Öm 12, Jóhann 11, Bjöm 2 og Guðmundur 2. í Grindavík töpuðu heimamenn 73- 91 (40-44) fyrir ÍBK og Haukar unnu Snæfell í Hafharfirði 82-70 (52- 49). Bo Johannsson landsliðsþjálfari: Leikum til sigurs“ - íslendingar mæta Spánverjum í kvöld í Evrópukeppni landsliða „Við leikum til sigurs, um það snýst leikurinn. Eina leiðin er að stefna á sigur og mæta til leiks full- ir af baráttuanda og sjálfstrausti," sagði Bo Johannsson í viðtali við Reuter um leik íslendinga og Spán- verja sem fram fer í Sevilla í kvöld. „Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur, þetta er fyrsti alvöru leikur- inn eftir HM í sumar og fyrsti leik- urinn í undankeppni EM. Aðalatrið- ið er að sigra og tryggja sér stigin. Það er okkur mjög mikilvægt að byrja þessa keppni vel,“ sagði Rafaef Martin Vasquez, fyrmm leikmaður Real Madrid sem nú leikur með Tór- ínó á Ítalíu. „Við þurfum að sækja í þessum leik, þeir munu verða þéttir fyrir á miðjunni og því verðum við að sækja upp kantana," sagði Luiz Su- ares þjálfari Spánverja við frétta- mann Reuter. Suarez hefur bætt tveimur nýliðum í landsliðshópinn fyrir leikinn, en það em þeir Guill- ermo Amor frá Barcelona og Erne- sto Valverde frá Athletic Bilbao. Þá er Aitor Beguiristain aftur kominn í landsliðshópinn, en hann var ekki með á HM á Ítalíu. íslenski hópurinn er skipaður sömu leikmönnum og í leiknum gegn Tékkum fyrir skömmu og lík- legt er að byrjunarliðið verði það sama og þá. Pétur Pétursson er meiddur á ökkla og leikur ekki með. Líklegt byrjunarlið íslands er þann- ig skipað: Bjarni Sigurðsson, Guðni Bergsson, Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson, Atli Eðvaldsson, Ól- afur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Pétur Ormslev, Sigurður Grétars- son, Arnór Guðjónsen og Ragnar Margeirsson. Ekki er ólíklegt að Rúnar Kristinsson og Kristján Jóns- son komi inn á sem varamenn. BL Jón Öm Guðmundsson Þórsari ákveðinn á svip í er hann fér framhjá Ragnari Jónssyni Valsmanni í leiknum í gærkvöld. Tímamynd Pjetur. Enska knattspyrnan: 51 TOLFA - Ijölmargir vinningshafar í getraunum Hátt í 5 þúsund raðir komu fram með vinning í 40. leikviku íslenskra getrauna um síðustu helgi, enda úr- slit í leikjunum samkvæmt bókinni. Þar af voru 51 röð með 12 réttum. Úrslitin voru nokkur veginn eins og ætla mætti, engin óvænt úrslit. Li- verpool heldur enn efsta sætinu í 1. deild með fullt hús stiga. Úrslitin urðu sem hér segin Arsenal - Norwich .........2-0 1 Aston Villa - Sunderland...3-0 1 Crystal Palace - Leeds ....1-1 x Liverpool - Derby..........2-0 1 Manchester City - Coventry ...2-0 1 QPR - Tottenham ...........0-0 x Sheffield United -Wimbledon 1-2 2 Southampton - Wimbledon ...3-3 x Brighton - Swindon ........3-3 x Millwall - WBA ............4-11 Plymouth - Ipswich.........0-0 x Wolves - Bristol City......4-0 1 Eins og áður segir voru 51 með tólf rétta, en ekki hafa svo margir náð þeim árangri í áraraðir. f hlut hvers og eins koma 18.139 kr. Þá voru 713 með 11 rétta, fyrir hverja röð greiðast 727 kr. í vinning. Þar sem 4179 raðir komu fram með 10 réttum og vinningsupphæðin var vel undir 200 kr. færðist 3. vinningur yfir á 2. vinning. Önnur úrslit, 1. deild: Nottingham Forest - Everton ...3-1 2. deild: Barnsley - Oxford ...........3-0 Bristol Rovers - Sheffield Wed. .0-1 Leicester - Notts County.....2-1 Newcastle - Portsmouth.......2-1 Oldham - Blackbum ...........1-1 Port Vale - Charlton 1-1 Watford - Middlesboro........0-3 West Ham - Hull .............7-1 Staðan í 1. deild: Liverpool..........8 8 0 0 19:5 24 Arsenal Tottenham Crystal P. Manch.City Manch.United .... Luton ....8 5 3 0 16:5 18 ....8 44 011:3 16 ...8 44 0 13:6 16 ...843 1 11:8 15 ...841310:10 13 .8 4 1 3 10-12 13 Leeds ....8 332 11:8 12 Nott.Forest ...8 332 12:11 12 Aston Villa ...8 323 13:10 11 Wimbledon ....8 242 8:10 10 QPR ,...8 233 12:11 9 Chelsea ,...8 233 13:16 9 Coventry ....8 224 9:11 8 Southampton ....8 224 11:15 8 Sunderland ....8 134 10:15 6 Norwich ....8 206 7:17 6 Everton ....8 125 12:16 5 Sheff.Utd ....8 035 6:14 3 Derby ....8 026 4:15 2 Staðan í 2. deild: Oldham .10 730 18-7 24 Sheff.Wed ...9 720 22-6 23 West Ham .10 550 19-7 20 Millwail ...9 540 18-8 19 Notts Co ...9 603 17-12 18 Wolves .10 442 18-10 16 Barnsley ...9 5 13 18-13 16 Middlesbro ...9 432 15-6 15 Newcastle ...9 432 10-7 15 Swindon .10 433 15-14 15 Brighton ...9 423 15-18 14 Bristol City ...8 413 11-13 13 Ipswich .10 334 10-16 12 PortVale .10 325 16-17 11 Plymouth ,10 253 11-13 11 Blackburn „10 316 16-18 10 Hull .10 244 14-24 10 West Brom ....8 233 9-12 9 Leicester „10 307 12-25 9 Portsmouth .10 226 15-21 8 Charlton ....9 135 8-14 6 Bristol Rov ....8 125 10-14 6 Oxford ....9 126 12-23 5 Watford ....9 027 4-15 2 BÆNDUR Á VESTURLANDI OG NORÐURLANDI Fulltrúar vélasöludeildar, varahlutadeildar og verkstæóis verða til viðtals á eftirfarandi stöðum: Andakílshreppi, Borgarfirði Mánudaginn 15. októberfrá kl. 13-17 HJá vélsmiöju Húnvetninga, Blönduósi þriðjudaginn 16. októberfrá kl. 13-17 Hjá Bifreiöaverstæöinu Pardus, Hofsósi miðvikudaginn 17. októberfrá kl. 13-17 Hjá Bílaverstæði Dalvíkur Dalvík fimmtudaginn 18. októberfrá kl.13-17 Hjá Draga, Akureyri föstudaginn 19. októberfrá kl. 13-17.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.