Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn_______________________________ Miðvikudagur 17. október Í990 ÚTLÖND Bandarískur sjóliösforing i á Persaflóa: Kveðst hafa nægan herstyrk til að ráðast inn í írak Styrkur sjóhers Bandaríkjanna á Persaflóasvæðinu er nú nægur til að ráðast gegn írökum ef þörf krefur, að sögn yfirmanns flotans á staðnum. Hann kvaðst öruggur um að mannfjöldi og útbúnaður flotans væri reiðubúinn til að taka á móti hverri raun er að höndum bæri. Það var Henry Mauz aðmíráll sem gaf þessar upplýsingar á blaðamanna- fundi sem haldinn var um borð í skipi hans, USS Blue Ridge. Úr tölvustýrðum stjórnpalli Blue Ridge stjórnar hann 53 herskipum og 46.000 sjóliðum og fylgist með öllum ferðum íraka á sjó og í lofti. Sjóher Bandaríkjamanna á Persa- flóa, Rauðahafi og Ómanflóa saman- stendur af þremur flugmóðurskip- um, orrustuskipinu Wisconsin sem vopnað er Cruise-flugskeytum og tuttugu skip sem hönnuð eru til strandlendinga. Herflutningaskipið Midway er nú á leið til Persaflóasvæðisins til að leysa af hólmi Independence sem verið hefur á svæðinu frá upphafi deilunnar. Breskir og bandarískir sjóliðsfor- ingjar sögðu á mánudaginn að fjöl- þjóðaher sá, sem er samankominn á Persaflóasvæðinu, væri ekki endi- lega ætlaður til árásar. Mauz lýsti Nikósía — Bandaríkjamenn hafa nú dregiö Persaflóadeiluna aftur fram I sviðsljósið og vara Saddam Hussein og herforingja hans við því að þeirmegi eiga von á styrjöld og að vera dregnír fyrir rétt vegna grimmdarverka sinna ( Kúvæt. Bagdad — írakar eru nú famir að skrá unglinga sem sjálfboða- liða (eldflaugahersveitir sínar. Moskva Vamarniálaráðhena Bandarfkjanna er nú í Moskvu til að ræða Persaflóadeiluna og vopnaeftirlit og seglr að hann telji að Moskva og Washington eigi aö skiptast á upplýsingum um lang- tímavamaráætlanir slnar. Moskva — Stjómarherrar ( Kreml kynna nýjustu efhahags- áætlun s(na, sem beinist að þvl að Sovétrlkin markaðsvæðist að fuilu innan tveggja ára. Stokkhóimur — Þrfr Banda- rikjamenn hlutu Nóbelsverðlaunin I hagfræði fýrir að þróa kenningar sem hafa hjálpað þeim, sem hyggjast fjárfesta, til að öðlast dýpri skilning á nútfma efnahags- kerfi. Washington — Samtök banda- rfskra gyðinga mótmæla harðlega gagnrýni bandarískra stjómvalda á Israel, en nokkur hundruð að- gerðasinna og fjáröflunarmanna þeirra hafa hætt við för til (sraels af ótta við að verða fyrir barðinu á efnavopnum Iraka. Madríd — Verkfall spænskra vörubflstjóra hefur valdið umferð- aröngþveiti, matarskorti og neytt verksmiðjur til að loka vegna skorts á hráefni. London — Verð á gulli er nú lægra en það hefur verið í þrjá mánuði, en nú er fyrstu áhrifa Persaflóadeilunnar hætt að gæta. Silfur og platína hafa einnig fallið ( verði, vegna ótta viö heimskreppu og minnkandi nota þessara málma (iðnaði. hlutverki sínu þannig aö það væri fyrirbyggjandi og til verndar. Bandaríkjamenn og vestrænir og arabískir bandamenn þeirra eru enn Sovéski sendifulltrúinn, sem átti fund með Saddam Hussein íraksfor- seta fyrír skemmstu, hefur verið sendur til þriggja vestrænna ríkja til að ræða um möguleika á því að leysa Persaflóadeiluna á friðsamlegan hátt. Yevgeni Primakov, sem á sæti í ráð- gjafanefnd Gorbatsjovs, yfirgaf Moskvu í gær og var ferðinni heitið til Rómar, Parísar og Washington, sagði Vitaly Ignatenko blaðafulltrúi á fundi með fréttamönnum. Hann sagði að Primakov myndi eiga fund með Giulio Andreotti, forsætis- ráðherra Ítalíu, og George Bush Bandaríkjaforseta og væri markmið- ið að leita leiða til að binda enda á Persaflóadeiluna án vopnaskaks. Ekki vildi hann gefa nánari skýringu á því hvað ætlunin væri að ræða um. „Staðan á Persaflóasvæðinu nú er afar flókin. Og þau fyrirmæli sem Primakov hefur frá Gorbatsjov eru einnig mjög flókin og vandmeðfar- in,“ sagði Ignatenko. „Ég get ekki að svo stöddu gefið nánari upplýsingar, þar sem um er að ræða svæði þar sem allir eru gráir fyrir járnum og þar sem fjöldi manns á á hættu að vera tekinn í gíslingu." Hann bætti því við, að að för Pri- makovs lokinni myndi hann ráðfæra sig við Gorbatsjov og þá yrðu ákvarð- anir teknar um frekari aðgerðir Sov- étmanna á þessu sviði. Primakov átti að hitta Andreotti í gær, fljúga til Parísar í dag og síðan til Washington á morgun. Bandaríkin og Frakkland eru meðal þeirra ríkja, sem hafa sent þúsundir hermanna til Persaflóasvæðisins, og ítalir eiga tvær freigátur og birgða- Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún heföi gert upptæk 12.000 kg af kókaíni, en verðgildi þess í smásölu mun vera um 60 milljónir dollara. Er þetta mesta magn eitur- lyfja sem spænska lögreglan hefur nokkru sinni náð. Lögreglan kvaðst hafa handtekið fimm menn, sem grunaðir voru um eiturlyfjasölu í tengslum við kókaín- smyglara, sem voru handteknir í norðvesturhluta Galisíu í apríl og maí. Vogskorin strönd Galisíu, eins fá- að byggj'a upp herstyrk sinn á landi til mótvægis við öflugan landher ír- aka. Breskt stórfylki á að koma til Saudi-Arabíu í þessari viku. Frakkar hafa sagst munu senda útlendinga- hersveit sinni aukinn liðsstyrk inn- an tíðar. Mauz sagði að áhafnir herskipa á svæðinu hefðu þegar stöðvað nær 2.500 skip, farið um borð í 253 og snúið 10 skipum af Ieið sem voru að reyna að laumast með vörur til írak. skip á flóanum og annað orustuskip og átta Tornado-herflugvélar eru á leiðinni þangað. Primakov, sem er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, hitti Saddam Hussein í Bagdad 6. október sl. og sagði að þeim viðræðum lokn- um að hann væri bjartsýnn á frið- samlega lausn Persaflóadeilunnar. Sovéskir fjölmiðlar skýrðu frá því að í viðræðum þeirra hefði Saddam sagst reiðubúinn til að rýma stóran hluta Kúvæt, en írakar neituðu því á mánudaginn og í gær sagði Igna- tenko einnig að þetta væri ekki rétt. Ignatenko kom sér hjá að svara spurningum um hvort Primakov flytti vestrænum leiðtogum skilaboð frá Saddam Hussein. Sovétríkin voru áður bandamenn ír- aka og seldu þeim mest af vopnum þeirra. En eftir innrásina hafa þeir stöðvað alla vopnasölu til írak og sameinuðust öðrum þjóðum í for- dæmingu á athæfinu. Sovétmenn hafa þó ekki enn fengist til að senda herafla og vopn til Persa- flóa og hefur stjórnin ákveðið að gera það ekki án samþykkis þingsins. Allir herflutningar á vegum Sovétríkjanna yrðu að vera undir vemdarvæng Sameinuðu þjóðanna. Ignatenko sagði að Sovétmenn myndu ekki skýra varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna frá neinum hernaðarleyndarmálum íraka, en hann kom til Moskvu í gær. Um það bil 5.000 Sovétmenn eru nú í írak og þau skilaboð hafa borist frá Bagdad að brottför þeirra úr landi kunni að verða hindruð, ef Sovét- menn gefi Bandaríkjamönnum upp írösk hemaðarleyndarmál. tækasta héraðs Spánar, er nú einn helsti komustaður smyglara með kókaín frá Kólumbíu. Fyrr á þessu ári handtók spænska lögreglan um það bil 30 manns og náði þá rúmlega tonni af kókaíni. Þessi aðgerð lögreglunnar miðaðist að því að brjóta niður smyglhópa í Galisíu, sem eru í tengslum við eit- urlyfjabaróna í Kólumbíu. Opinberar tölur sýna að á síðast- liðnu ári hefur náðst meira magn af heróíni, kókaíni og hassi á Spáni en í nokkru öðru landi í Evrópu. Persaflóadeilan: :rúi á faraldsf Spænska lögreglan nær 1200 kílóum af „kóki“ Styrkur sjóhersins á Persaflóasvæðinu er nú nægilega mikill til að eiga í fullu tré við íraka. w Amnesty-vika: Askorun til yfirvalda í Súdan og Týrklandi Dr. Ali Fadil var læknir sem pynt- Selhattin Simsek er 36 ára gam- aður var til dauða í fangelsi. Hann all og starfaði sem kennari t bæ í nam við háskólann í Khartoum og Suðaustur-Týrklandi. Hann er lauk prófl frá háskólanum í Kaíró. giftur og á tvö börn. Eftir rán í Hann vann við háskólasjúkrahús- höfuðstað svæðisins, Diyarbakir, ið í Khartoum og í al-Fasher á var kunningi hans handtekinn. svæðinu Darfur. Hann sérhæfði Lögreglan lýsti eínnig eftír Sel- sig í heOsugæslu og lauk sér- hattin Simsek, sem sökum fræðiprófi 1989. hræðslu við pyntlngar og yfir- Dr. Fadul sinnti störfum fyrir heyrslur fór í feiur og náðist fyrst súdanska læknafélagið, sem var í maí 1980. bannað í kjölfar valdaráns hersins í ítarlegri skýrslu hcfur Selhatt- í júní 1989. Þegar læknar mót- in Simsek lýst pyntingum á sér af mæltu því í vikulöngu verkfalli í hálfu lögreglunnar. Hann ber aug- nóvember sama ár voru margir Ijós líkamleg merki pyntinga. virldr meðlimlr læknafélagsins Heldur hann tU streitu fiám sak- fangelsaðir. Ali Fadul fór í felur tU leysi sínu, en hefur viðurkennt að að komast hjá handtöku. í hans hann sé að nokkru hliðhollur stað var bróðir hans, Mukhtar Fa- PKK. í júni var hann ákærður, dul, handtekinn en hann er einnig ásamt 571 öðrum Kúrdum, og Iæknir. Þann 13. mars í ár gaf Ali fyrir að hafa tekið þátt í ofbeldis- Fadui sig fram við öryggislögregl- aðgerðum undir forystu hins una í þeirri von að bróðir hans bannaða flokks Kúrda, PKK. Ekk- yrði leystur úr haldi. ert utanaðkomandi vitna við rétt- 21. aprfl sl. var tilkynnt að Ali arhöldin gat borið kennsl á Sel- Fadul hefðl látist úr malaríu í hattin Simsek sem samsckan í því fangelsinu. Síðar kom í Ijós að máli sem hann var ákærður fyrir, dánarorsökin var af völdum inn- fyrst og fremst morðið á lögreglu- vortis blæðinga og áverka á höfuð- þjóni 22. febrúar 1980. Þess í kúpu. Öryggislögreglan hafði stað byggist ákæran á hendur pyntað hann tfl dauða. Bróðir honum á vltnisburði frá öörum hans situr enn í Koberfangelsinu. fómariömbum pyntínga. Síðan í nóvember 1989 flnnast Þann 24. maí 1983 dæmdi her- dæmi um pyntingar á a.m.k. 60 dómstóllinn34 afþeimákærðutil fongum í haldi hinnar nýju örygg- dauða, þ.m.t. Selhattin Simsek. islögreglu. Svo vitað sé hefur eng- Nokkrir dauðadómanna hafa síðan in rannsókn farið fram í kjölfar verið dæmdir ógildir og málin tek- dauða Ali FaduÍ, en yfirvöld í Súd- in upp að nýju, en svo er ekld í til- an staðfestu sáttmála Sameinuðu felli Selhattin Simsek. Mál hans þjóðanna gegn pyntingum 1986. liggur nú fyrir dómsmálanefnd Vinsamlegast skrifíð kurteisleg tyrkneska þingsins. Ef nefndin bréf og farið fram á að hlutlaus staöfestir dauðadóminn er hægt rannsókn fari fram á dauða AIi Fa- að framfylgja honum um leið og dul og þeir, sem sekir eru, verði forsetinn hefur undirritað hann, látnir sæta ábyrgð. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann fái Skrifið til: réttláta dómsmeðferð og að líf- His Excellency lieutenant-General látsdóminum yfír honum verði Omar Hassan al-Bahir þegar aflétt. Head of State, Minister of De- fence and Commander in Chief Skriflð til: People’s Palace President Turgut Ozal P.O. BOX 281 Basbakanlik Khartoum Ankara Sudan TurkeyAýrkland

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.