Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.10.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 17. október 1990 DAGBOK Frá Sögufélagi Árnesinga Sögufólag Amesinga hcldur opinn fund að Borg í Grímsncsi fimmtudaginn 18. okt. kl. 21. Þar vcrður kynnt 1. hcfti af söguritinu Amcsingur og skipulögð sala þess í hcraðinu. Lýður Pálsson sagnfræðingur frá Litlu Sandvík mun á fundinum flytja erindi um sögu verslunar í Ámcssýslu á árunum 1900-1930. Fclagar í Sögufclaginu og all- ir aðrir áhugamcnn um sögu hcraðsins cru hvattir til að mæta. Mömmumorgnar í Bústaðakirkju Sú nýbrcytni vcrður tckin upp í safnaðar- starfmu að hafa mömmumorgna í kirkj- unni. Þcssar samvcrar verða á fimmtu- dagsmorgnum ffá klukkan 10.30 til 12.00. Mæður mcð ungböm cra vclkomnar. Mæður ungbama vcrða á stundum ofurlít- ið cinangraðar mcð böm sín. Mcð þessum samveram er ætlunin að þær komi saman og cigi notalcga stund yfir kaffibolla og spjalli. Vonandi verður öðru hvctju boðið upp á eitthvað heitt úr ofninum. Þessar samvcrur vcrða einnig ffæðandi, þar scm hjúkranarfræðingar ffá Heilsu- vcmdarstöðinni í Fossvogi vcrða með í starfinu. Þá vcrður cinnig fjallað um trú- arlíftð og á hvem hátt megi ffá upphafi ala bömin upp mcð bæn og blessun. Það er von okkar að þessar samvcrur verði vcl sóttar. Margar mæður hafa spurt Hávamál Indíalands Hörpuútgáfan hefur sent ffá sér bókina „Hávamál Indíalands — Bahagavad Gíta“ í þýðingu Sigurðar Kristófers Pét- urssonar. í formála segir m.a.: „Rjt þetta er meðal hinna ffægustu rita heimsins. Það var fýrsta ritið er þýtt var úr sanskrit á tungur Norðurálfúþjóða. Margir lesa Há- vamálin sem eins konar guðræknisbók, „passíusálma", kynslóð eflir kynslóð. Umsjón með útgáfúnni hafði Sigfús Daðason. Ljóðaþýðingar II Hörpuútgáfan hcfúr einnig sent ffá sér Ljóðaþýðingar II Yngva Jóhannessonar. Eins og í fyrri bókinni fýlgja ftumkvæðin þýðingunum. í formála segir m.a.: „Ljóð- JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogl 2, Reykjavfk Sfmar: 91-30501 og 84844 Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími985-24597 Heima 91-42873 J list og hljómlist standa hvor annarri nærri. Ljóðið eitt saman getur verið söngur og söngur án orða getur verið ljóð. Saman ná þær ef til vill hæst. Ljóð er eins og skammvinnt neistaflug eða óvænt stef slegið á streng líðandi stundar. Fyrir þann sem skynjar eðlisblæ þess getur það verið velkomið tækifæri til að lita snöggvast upp ffá önn atvinnu og áhugamála. Bjarni Jónsson listmálari teiknaði band og titil- blöð á báðar bækumar. ARCOS-hnífar fyrir: KJötiðnaðinn, veitingahús og mötuneyti. Sterkir og vandaðir hnífar ______lyrirfagmennina______ FyrirheimBið Með sterkum og bitmiklum hnífum getur þú verið þinn eigln fagmaður. Vlð bjóðum þér4 vaWa fagmnnnshnífa og brýnl á aðeins kr. 3.750,- Kjötöxl 1/2 kgákr. 1.700,- Hnífakaupin gerast ekki betri. Sendum f póstkröfu. Skrifið eða hringið. ARCOS-hnífaumboðið Pósthólf 10154,130 Reykjavik. Sími 91-76610. BÍLALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gerir þér mögulegt aö leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akuneyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar um slíkt starf og hvatt til að koma slíkum samvcrum á. Hví sól eyðimerkurinnar í MÍR Nk. sunnudag, 21. októberkl. 16, vcrður sovcska kvikmyndin „Hvít sól eyðimerk- urinnar" sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10. í myndinni segir ffá ævintýram Fjodors Súkhovs hermanns í sandauðnum Mið- Asíu og hvemig honum tekst með góðra manna hjálp að ffelsa níu konur úr ánauð Abdúlla hins blóðþyrsta. Leikstjóri er Vladimir Motyl, en aðallcikendur Ana- tólý Kúznetsov, Raisa Kúrkina, Spartak Miskúlin og Pavel Lúspckaév. Myndin er talsett á ensku. Aðgangur ókeypis. Námskeið í hugleiðslu Zcn-hópurinn mun standa fýrir nám- skeiði í hugleiðslu. Áhersla verður lögð á hugleiðslu í hópi. Zen-hópurinn hefúr verið starffæktur í 5 ár hér á landi og hcf- ur haldið námskeið og kynningarfundi. Kennari hópsins, Jakusho Kwong, hefúr hcimsótt Zen-iðkendur á íslandi árlega, einnig hafa einstaklingar úr hópnum dval- ið á aðsetri hans i Sonoma í Kalifomíu. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. októ- ber kl. 20.30. Leiðbeinandi verður Vésteinn Lúðvíks- son. Námskeiðið verður þtjú þriðjudags- kvöld 1 röð, en þátttakendur geta.siðan stundað hugleiðslu með hópnum og fcng- ið áffamhaldandi leiðbeiningar. Nánari upplýsingar í símum 16707, Vé- steinn, 19013, Páll, 667634, Símon, 24413, Elín. Frá Háskólaútgáfunni: Þjóðfræði og þjóömenning Háskólaútgáfan og Félagsvísindastofnun Háskóla íslands hafa sent frá sér bókina Folklore & folkkultur (Þjóðfræði og þjóðmenning). Efni bókarinnar eru fyr- irlestrar sem fluttir voru á 24. þingi þjóðhátta- og þjóðsagnafræðinga, sem haldið var í Reykjavík í ágúst 1986. Rit- stjóri er dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson, dósent við Háskóla íslands. f bókinni eru 18 fyrirlestrar og er helm- ingur þeirra eftir íslenska þjóðfræðinga. Er þar tekið á mörgum kunnuglegum efnum, fjallað um sögu bygginga á ís- landi, örlög og örlagatrú, huldufólk, sagnir gamlar og ungar, langspil og þjóð- lög, sjálfræði íslendinga og foma guði f þjóðsögum. Erlendu fyrirlestramir fjalla bæði um sértæk og almenn efni. Greint er frá rannsóknarför til Ungverjalands og heimsókn til tveggja töframanna þar- lendra. í öðram fýrirlestri er sagt frá frumherja þjóðháttarannsókna í Finn- landi. Þá er gerð grein fyrir kennngum um flokkun þjóðsagnaefnis og rakið hvernig þjóðtrú breytist með tilkomu borgamenningar. Til gamans má geta þess að bókin geym- ir einnig sonnettu um þjóðfræðiþingið eftir einn þátttakandann, Lars Huldén prófessor, sem er þekkt ljóðskáld í heimalandi sínu, Finnlandi. Þá er hún ríkulega myndskreytt, bæði með mynd- um sem eru hluti af efni einstakra fýrir- lestra, en einnig fjölda mynda frá þjóð- fræðingaþinginu. Bókin Folklore og folkkultur er seld i Bóksölu stúdenta við Hringbraut í Reykjavík. MINNING Jón Sigurðsson Fæddur 5. apríl 1899 Dáinn 31. ágúst 1990 Austur um haf barst mér sú fregn að Jón í Hrepphólum sé dáinn og jarðarförin afstaðin. Andlátsfréttin kemur ekki á óvart, því að síðustu misserin var heilsu hans sífelit að hraka. En mér verður hugsað til þeirra tíma þegar ég kynntist Jóni og heim- ili hans fyrir miðja öldina. Heims- styrjöldinni síðari var að ljúka þegar ég réðst þangað í kaupavinnu sum- arið 1945 og þar var ég þegar heims- byggðin frétti af kjarnorkuárásunum á Japan. Næsta sumar vorum við hjónin þar bæði, fórum þangað beiht eftir giftinguna. Þessi sumur eru mér minnisstæð vegna kynnanna við heimilisfólkið. Heimilið var umsvifamikið og störf- in fjölbreytt. Síðara sumarið var Jón búinn að fá sér dráttarvél, en annars var allt unnið með hestum og hand- verkfærum svo sem þá tíðkaðist. Rafmagn frá vindrafstöð var til ljósa. Heimilið var fjölmennt, bæði böm og fullorðnir, og innanbæjarstörf því mikil. Sjálfsagt hefur útivinnan líka stundum verið erfið; ég man það ekki. En þess var vandlega gætt að unnið væri af fyrirhyggju og kröft- um ekki sóað til einskis. Krafa um vandvirkni við störf var svo sjálfsögð að ekki þurfti að orða hana sérstak- lega. Ég hafði áður kynnst ræktunar- frömuðinum Klemenzi Kristjáns- syni á Sámsstöðum þegar ég var hjá honum vorið 1940, og mér hefur stundum orðið hugsað til þess að viðhorf þessara manna voru á ýmsa lund lík, þótt ólíkir væru. Báðir ræktunarmenn, unnu móður jörð og höfðu trú á íslenskri mold ef rétt væri að farið. Klemenz spáði því 1940 að á þessari öld kæmi að því að arabar hættu að láta olíukaupendur í Evrópu eina um að ráða verði á bens- íni og öðrum olíuvörum sem þeir keyptu hjá þeim. Sú spá er alltaf að rætast. Á þessum árum voru svokall- aðar verklegar framfarir nánast dýrkaðar af mörgum og umhverfis- vernd var óþekkt hugtak, en hjá Jóni í Hrepphólum fyrstum manna heyrði ég varnaðarorð um það að varasamt væri að treysta því að móð- ir náttúra stæðist til lengdar hjálpar- laust þá áreynslu sem af síaukinni tækni hlýst. Rányrkja væri hættuleg víðar en við gróður og mold og að því kæmi að mannkynið yrði að fara að gá betur að sér. Slík viðhorf voru Hrepphólum ekki algeng um þær mundir. Áhugi á mörgu því sem horfir til menningarauka og framfara mun fyrr hafa vaknað í Hrunamanna- hreppi en víða annars staðar. Þar höfðu menn stofnað svonefnda Neyðarforðastiftun árið 1827, og átj- án árum síðar, 1845, höfðu þrjátíu bændur tekið sig saman og stofnað jarðabótafélag. Það lognaðist raunar út af eftir tíu ár, en önnur félög risu upp síðar. Framfarafélög eru ekki uppfinning tuttugustu aldar. En ekki gat hjá því farið að slíkur framfara- og menningarandi mótaði sveitina, bæði ytri svip hennar og íbúana sjálfa. Þessi viðhorf settu líka mjög svip sinn á Jón í Hrepphólum. Hann fylgdist vel með framförum, að sjálf- sögðu einkum í starfi sínu, landbún- aði, og vann meðal annars á búgarði í Noregi. Hrepphólar eru landmikil jörð og grösug, en mikill hluti land- areignarinnar var blaut mýri, sem Jón réðst til atlögu við með fram- ræslu að þeirrar tíðar hætti og breytti í ræktað þurrlendi. En Jón sinnti fleiru en brauðstriti. Hann var félagslyndur, söngmaður góður og einn af frammámönnum Hreppakórsins sem Sigurður Ág- ústsson í Birtingahoiti stjómaði. Ungur að árum vann hann með fleir- um að stofnun og starfsemi Lestrar- félags Hrepphólasóknar og ýmsum fleiri félagsstörfum sinnti hann, þótt mig skorti þekkingu til að rekja þau. Síðustu árin reyndi hann mjög að halda til haga og skrá ýmsan fróðleik um bújörð sína og sveitina sem bet- ur væri varðveittur en gleymdur. En þrekið var horfið og hann þurfti mikla umönnun. Jón var yngstur sjö bama Sigurðar Jónssonar og Jóhönnu Guðmunds- dóttur sem bjuggu stórbúi í Hrepp- hólum 1883-1932, Sigurður þó með ráðskonu eftir að Jóhanna dó 1915. Jón í Hrepphólum kvæntist 1932 Elísabetu Kristjánsdóttur. Hún ólst upp í Reykjavík, en er fædd á ísafirði og þar vestra eru mörg skyldmenni hennar. Hún fór tveggja ára til móð- urbróður síns, Jóns Hróbjartssonar vélstjóra, og fyrri konu hans, Elínar Eiríksdóttur (Eiríkur var bróðir Sig- urðar í Hrepphólum). Hjá þeim ólst hún upp. Elín andaðist úr spænsku veikinni 1918, en síðar kvæntist Jón Hróbjartsson Guðleifu Eiríksdóttur, hálfsystur hennar. Þau Jón og Elísabet bjuggu í Hrepp- hólum nær 40 ár, 1932 til 1971, frá 1961 með Stefáni syni sínum. Þá hafði Jón fengið málum skipað þann veg að jörðin var orðin ættaróðal. Börn Jóns og Elísabetar eru átta: 1) Elín í Breiðási, nýbýli úr Hrepp- hólalandi. Hún hefur unnið ámm saman við matreiðslu í Búrfelli. Elín var gift Baldri Loftssyni frá Sandlæk, en sambýlismaður hennar síðar var Guðmundur Sigurðsson. Böm hennar em fimm og barnabörn tíu. 2) Sigurður bóndi í Ásgerði, nýbýli úr Hrepphólalandi, kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Ásakoti í Flóa. Börn þeirra em fimm og barnabörn átta. 3) Stefán bóndi í Hrepphólum, kvæntur Katrínu Ólafsdóttur frá Björk í Flóa. Þau eiga fimm böm og tvö barnabörn. 4) Guðjón vömbfistjóri á Selfossi, kvæntur Guðmundu Ölafsdóttur frá, Björk. Börn þeirra eru fjögur og barnabörn fjögur. 5) Kristián trésmiður á Selfossi, kvæntur Ástu Gottskálksdóttur frá Hvoli í Ölfusi. Þaúeiga fimm börn. 6) Gunnar vörubflstjóri. Kona hans er Sigríður Karlsdóttir frá Selfossi og þar búa þau, Börn þeirra em tvö. 7) Sólveig húsmóðir í Svendeby við Hamburgsund í Svíþjóð. Maður hennar, Ingar Ek tæknifræðingur, andaðist fyrir tveimur ámm. Þau áttu einn son. 8) Anna húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði Kristinssyni bifreiðarstjóra. Börn hennar em fjögur. Með Jóni Sigurðssyni í Hrepphól- um er genginn merkur maður að loknu löngu og farsælu ævistarfi. Hann var einn þeirra manna sem bera uppi íslenska bændamenningu og við hjónin minnumst hans með virðingu og þökk. Árni Böðvarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.